Morgunblaðið - 31.08.1935, Síða 4

Morgunblaðið - 31.08.1935, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ Margt er enn úleyst í mjólkurmálinu. Kaldhreinsaða mjólkin þarf að fást heimsend og í smærri skömtum. §kyrið er horfið af markaðin- nm og rfóminn að hverfa. Samtal við frú Guðrúnu Lárusdóttir Þótt ekki hafi verið mikið skrif- að um mjólkurmálið undanfarið, er langt frá, að allír sjeu ánægðir með þá lausn, sem fengin er. Ritstjórn Morgunblaðsins hefir livað eftir annað borist kvartanir um sitt hvað, er snertir fram- kvæmdir í mjólkurmálinu. Stundum hefir verið skrifað um kvartanirnar í blaðið og reynt að fá úr bætt. Bn oftast hefir þeim húsmæðr- um, sem kvartað hafa, verið vís- að til stjórnar Húsmæðrafjelaðs- ins, því að konur þær, sem hana skipa hafa jafnan verið hoðnar og búnar til aðstoðar og leiðbein- inga. Tíðindamaður Morgunblaðsins öneri sjer til frú Guðrúnar Lárus- dóttir og rabbaði við hana um stund um mjólkurmábð. Birtist hjer það helsta, sem frú Guðrún hafði að segja. Viðbrigðin miklu. — Húsmæðrúnum í Reykjavík verða vafalaust lengi minnisstæð ■ viðbrigðin í mjólkurkaupunum, sem urðu þegar Samsalan tók mjólkursölu bæjarins að sjer, segir frá Guðrún Lárusdóttir. — Lengi vel var vonast eftir |uuibótum, enda ítrekaðar beiðnir um þær, eins og alhr muna. ' risskilningur sumra á þeim : isögðu kröfum húsmæðranna, ' 'ður líka minnisstæður, minsta kosti þeim konum, er sættu máls- höfðun af hendi forráðamanna Samsölunnar fyrir það eitt, að bera fram opinberlega óskir al- mennings — óskir, sem mjög komu fram í ræðum og ritum, á mannfundum og manna á milli. Kaldhreinsaða mjólkin. — Það skal fúslega játað, segir frú Guðrún, að töluverða viður- kenningu á óskum fjöldans er að finna í þeirri eftirlátsemi Sam- sölunnar, að leyfa sölu á kald- hreinsaðri mjólk. En sje spurt, hvort menn láti sjer þetta eitt nægja, mun svarið afdráttarlaust verða: Nei. Því að tilhögunin með sölu kaldhreinsuðu mjólkurinnar er ekki þannig, að við verði unað til lengdar. Við eigum bágt með að átta okkur á því, þúsmæðurnar, sem viljum kaldhreinsaða mjólk frem- ur en gerilsneydda, hversvegna við erum settar hjá með heim- sendingu mjólkurinnar, eins og nú á sjer stað. Við unum þessu tæplega til lengdar, síst þegar veturinn geng- ur í garð og örðugt verður með sendiferðir; erum heldur ekki all- ar svo liðsterkar, að við getum sent daglega eftir mjólkinni, máske langar vegalengdir. Samt þykir okkur vænt um, að geta fengið kaldhreinsaða mjólk. En Ifúsmæðraf jelagið mun að sjálfsögðu halda áfram að vinna að því, að fá mjólkina senda heim. Hversvegna súrnar kald hreinsaía mjólkin fyr nú en áður? — En margir kvarta um súr í kaldhreinsuðu mjólkinni, segir frú Guðrún, og þykir það mikill galli, sem nauðsynlegt er að lagfæra- Hitar hafa ekki verið það miklir í sumar, að erfitt hafi verið að varðveita mjólkina ósíira. Samt hefir þetta ekki tekist og kvarta margar húsmæður undan þessu, sem von er. Um ástæður fyrir því, að mjólk- in súrnar nú fyr en áður var, meðan Korpúlfsstaðamjólkin var eina kaldhreinsaða mjólkin á mark aðinum, eru mjer ekki kunnar, en Samsalan ætti að geta rann- sakað þetta og kipt í lag. Það hefði vissulega ekki hentað vel sveitaheimilunum hjer áður fyr, þegar mjólkin. var þrí- og fjórdægruð, að súr hefði sest í hana strax á öðru dægrinu, eins og nú á sjer einatt stað um kaldhreinsuðu mjólkina. Smærri skamtur — dagsetning — vörumerki. -— Það er ýmislegt fleira, sem við húsmæður höfum farið fram á í sambandi við kaldhreinsuðu mjólkina. Við viljum geta fengið mjólkina í smærri flöskum — hálfpott- flöskum. Við höfum farið fram á, að dagsetning sje á hverri flösku, svo trygt sje, að ekki verði seld gÖmul mjólk. Við höfum óskað eftir, að til- greint sje á hverri flösku, hvað- an mjólkin er, því að það myndi tryggja vöruvöndun. Ekkert af þessu hefir fengist og því um' kent, að það myndi hafa of mikinn kostnað í för með sjer. Mjólkin og ungbörnin. Annars erum við húsmæður hvergi nærri ánægðar með sitt af hverju í mjólkurmálinu alment og mætti segja margar skringileg- ar sögur af viðureigninni við | stjórnarvöldin — en sleppum því. En það er ómögulegt að þegja j yfir því, hvernig farið er með sjúku ungbörnin, sem þurfa nauð- synlega að drekka nýmjólk. • Nýlega átti jeg t.d. tal við , konu eina, sem nauðsynlega þurfti ' að fá nýmjólk — beint úr fjósi íog úr sömu kúnni — handa mjög I veikluðu ungbarni er fætt var löngu fyrir tímann og mikið Iveikt af kíkhósta. Guðrún Lárusdóttir. Læknar, fleiri en einn sögðu, að ef þetta barn ætti að lifa, yrði það að fá nýmjólk, beint úr kýr- spenanum og úr sömu kúnni. En kýreigandinn, sem konan hafði skift við, mátti ekki láta dropa af mjólk annað en í Sam- söluna —- ekki heldur þótt dauð- vona kombarn ætti í hlut. / Svo kom til kasta mjólkursölu- nefndar að véita leyfið —- undan- þáguna. Jú; það fekst að lokum, eftir mikla fyrirhöfn — en ekki meiri mjólk en litla barnið nauð- synlega þurfti! Og ekki lengur en allra brýnasta nauðsyn krefði. Auðvitað fekst ekki dropi ofan í hin börnin fjögur á heimilinu, sem öll voru meir og meir veikluð eftir kíkhóstann. Slíkur og þvílíkur eltingaleikur út af lífsnauðsynlegri ungbarna- næringu, væri hreint og beint til athlægis ef þetta væri ekki jafn háalvarlegt mál í sjálfu sjer. Að ófrelsi og kúgun einokunarinn- ar, sem þjóðin á sínum tíma kikn- aði undir, skuli vera komin í ann- að eins öndvegi á meðal vor, eins og þetta og fleiri dæmi sanna. Skyrið óboðleg vara. — En hvað er að segja um skyrið? spyr tíðindamaður Morg- unblaðsins. — Það er alment kvartað undan því og er ilt til þess að vita, að slíkur ágætismatur skuli vera tek- inn burt af borðum manna vegna klaufaskapar og stirfni þeirra, sem með fara. Skyrið er uppáhaldsrjettur okk- ar húsmæðranna og var mjög mik ið keypt af því hjer í bænum, á meðan gott skyr var fáanlegt. Nú má telja að skyrið sje horfið af borðunum, því ekki er til neins að bjóða það skyr, sem Samsalan hefir venjulegast á boðstólum. íslenskar húsmæður kunna vel að búa til gott skyr. Þær skilja ekki hvers végna farið er svona með þessa hollu og þjóðlegu fæðu. Rjóminn. — En rjóminn? — Það er sama að segja um hann og skyrið, að hann hefir stórversnað síðan Samsalan tók til starfa- Oft er rjóminn súr. Illmögulegt er að þeyta þenna Samsölurjóma, hvað sem því veld- ur. Mjer þykir ekki ósennilegt að það stafi af því, að rjóminn hafi verið hjtaður of mikið. Margar húsmæður eru alveg gáttaðar á rjómanum og hættar að kaupa hann, vegna þess að þær geta ekki fengið góða vöru. Og mennirnir, sem þessu valda, þykj- ast vera að vinna í þágu bænd- anna! Spor í öfuga átt. — Við húsmæður sjáum ekki annað en að Samsalan, eins og hún hefir sýnt sig hjer, sje spor í öfuga átt við það, sem til var ætlast. Óþægindi heimilanna er marg- föld við það, sem vera þyrfti. Margskonar leiðindi og sundur- lyndi hefir sprottið af starfsemi Samsölunnar, að jeg ekki nefni erfiðleika viðskiftamanna, sem þeir þekkja best, er daglega þurfa við þá að glíma. Bændur. — Hvað snertir bændur, fram- leiðendur mjólkurinnar, mundum við húsmæður fúsar til að fórna talsverðu af eigin þægindum fyrir þá, því að bændastjettin er sú stjett í landinu, sem við márgar hverjar a. m. k. teljum einn aðal hornstein þjóðfjelagsins. En við fáum ekki betur sjeð, en að hagur bændanna sje að miklu leyti einnig fyrir borð bor- inn í mjólkurmálinu. Ekki getur það verið hagur bændanna, að skyrið er í þann veginn að hverfa af Reykjavíkur- markaðinum. Ekki munu bændur græða á því, að rjómasalan hjer í bænum minkar stórkostlega- Og varla er það gert í bænd- anna þágu, að torvelda á allan hátt sölu mjólkurinnar, sem hlýt- ur að draga stóriega úr mjólkur- neyslunni. Eða skyldu bændurnir hjerna í kringum Reykjavík ekki kjósa það- fremur, að skamta mjólkina sína sjálfir, heldur en að láta aðra skamta sjer þau viðskifti sem þeir af eigin ramleik hafa komið á íót og kostað öllu sínu til? Nú er svo komið, að Reykvík- ingar eru sem óðast að selja sínar kýr, því að þeim er gert ómögu- legt að reka þessa atvinnugrein. Jeg helt satt að segja, að ekki væri ofmikið um atvinnu hjer í bænum, og þess vegna ekki ástæða fyrir það opinbera, að gera sjer- stakar ráðstafanir til að eyði- leggja þá atvinnu, sem fyrir er. Okkur húsmæðrum hefir verið brigslað um það, að við værum að vinna á móti bændum, er við bárum fram rjettmætar kröfur um vöruvöndun og viðskiftafrelsi. Yið tökum okkur þetta ekki nærri. En hitt svíður okkur, að horfa upp á það, að atvinnuvegir bænda hjer í grend sje stefnt í hættu — eða hann jafnvel lagður í rústir — með afskiftasemi hins opinbera. Og okkur sárnar að vita fátækar mæður þurfa að knjekrjúpa Sam- sölunni til þess að fá einn sjálf- sagðasta rjett ungbamsins — nýmjólkina. Fleira gremst okkur, sem ekki mun þýða um að tala — eins og nú er ástatt. Laugardaginn 31. ágúst 1935 ^Japönsk ástarsaga, Nýlega er látinn í Tokio auð- ugur kaupmaður, sem var orðinn frægur í Japan fyrir rómantíska ást. Þegar Sakai Gatchinka, en svo hjet kaupmaðurinn, var 21 árs að aldri fjekk hann, ást á einni af fegurstu stúlkunum í Tokioborg. Sakai hafði aldrei talað við stúlk- una, aðeins sjeð hana tilsýndar á götu. Hann gerði alt sem’hann gat til að kynnast stúlkunni, en tilraunir hans báru engan árangur. Stúlkan var aðalborin og for- eldrar hennar vildu ékki sam- þykkja að hún talaði við ungan mann, sem ekki þótti hennar stöðu samborin, og því síður vildu þau fá hann sem tengdason. Þá fjekk hinn ungi kaupmaður þá frumlegu hugmynd að láta einn af bestu myndhöggvuram borgar- innar gera líkneski af stúlkunni. Myndhöggvarinn sat nú um færi þegar stúlkan gekk eftir götunni og gerði líkneskið eftir minni, úr dýrasta marmara. Þetta ástarlíkneski Setti kaup- maðurinn í sjerstakt hús í lista- garði sínum. Húsið prýddi hann með dýrmætum teppum og fræg- um listaverkum. Hann Ijet gæta listaverksins með sjerstakri nákvæmni og enginn fjekk að koma inn í húsið nema bann sjálfur. Á hverjum degi í 30 ár eyddi hann nokkrum Stundum á dag í húsi þessu aleinn. Á hverjum morgni var líkneskið prýtt með lifandi blómum, og það er fyrst nú eftir að kaup- maðurinn er dáin að menn hafa fengið leyfi til að sjá hvemig um Iiorfs er í húsinu. Haflð þfer faugsað uni. . . Sænskt dagblað birtir þessar hugleiðingar: Hafið þjer hugsað um að ef einhver maður heldur skoðunum sínum til streitu er hann aSna- lega þrár í yðar augum. Þegar þjer sjálfur gerið hið sama er það vegna þess að þjer sjálfir er- uð viljasterkur. Að þegar einhver getur ekki þolað vini yðar, er það vegna þess að hann er hleypidómafullur. Þegar yður líst ekki á vini ann- ara er það vegna þess að þjer eruð mannþekkjari. Að ef einhver hælir húsbónda sínum í hans áheym er það af þrælsótta- En þegar þjer sjálfir gerið það sama er það vegna þess að þjer eruð húsbóndahollur og kurteis. Að þegar einhver segir yður í fullri einui’ð skoðun sína á gjörð- um yðar er hann þorpari. Þegar þjer gerið þetta éruð þjer opinskár og sannleikselskur. En eitt er víst: Ef Samsalan á að ná því takmarki, sem vakti fyrir forgöngumönnunum, verður ýmsu að kippa í liðinn af því sem aflaga fer nú.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.