Morgunblaðið - 03.09.1935, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.09.1935, Blaðsíða 3
ÞriSjudagmn 3. sept. 1935. MORGUNBLAÐIÐ T Þjóðabandalagið gel- ur afsfýrt styrjöld. Islandsmynd dr, Paul Burkerí’si Mussolini vantar nýlendur tii að taka við fólksfjölgun ítölsku þjóðarinnar. Á morgun verður úr því skorið á fundi þjóðabandalagsins, hvort þ$Ssi krafa Mussolini leiði tii styrjaldar. Það er á valdi þjóðabandalags- ins að afstýra ófriði. Bretar ogFrakkar hafa iðulega lýst yfir því, að þeir viðurkendu nýlenduþarfir Itala. Er ekki nema hóflega ýkt þótt sagt sje, að stórveldi þessi sjeu En Bretar eiga fyrst og fremst við Frakka, þegar þeir ræða um aðrar þjóðir í þessu sambandi. Samningur sá, sem gerður var um hagnýtingu auðsuppspretta, sem gerður var í Abyssiníu í lok fyrri viku, kann að leiða til þess, að Ameríkumenn styðji þjóða- bandalagið í væntanlegri baráttu fyrir friði. Að öðru leyti virðist ekki ástæða til að ofmeta þennan samning. En lykillinn að þeim ráðstöf- unum, sem gerðar verða eða látið reiðubúin að viðurkenna friðsam lega undirokun Abyssiníu af hálfu Itala, að því einu tilskildu, að ekki sje raskað við formlegu sjálfstæði Abyssiníumanna. Enginn vafi leikur á, að Musso- lini vill bæta alin við frægð sína með glæsilegum sigri yfir Abyss- iníumönnum. Fyrir honum vakir ennfremur fasistiskt heimsveldi, svipað róm\ erska heimsveldinu til forna.' Mussolini hefir auk þess lýst yfir því, að það sje á einskis manns valdi að stöðva ítalska her- inn í Afríku, fyr en búið sje a. m. k. að hefna ósigursins við Adowa. Við Adowa biðu Italir mikinn ó- sigur fyrir Abyssiníumönnum, sem voru margfalt liðsterkari. Nýlenduþarfir ítala eru ekkert ófriðarefni fyamar. Hjeðan af getur aðeins verið um það eitt að ræða, hvort imperialistisk met orðagirnd Mussolini megi leiða til styrjaldar. verður undir höfuð leggjast að gera af hálfu þjóðabandalagsins, liggur í höndum Frakka. Treystist þeir til að fórna vin- áttusambandinu við Itali og fylgja fast fram þjóðabandalags- sáttmálanum ásamt Bretum, þá má vænta þess, að ófriði verði afstýrt. Það er fullkomlega á valdi þjóðabandalagsins að stöðva Mussolini. Stöðva þarf aðeins hráefna- flutning á hergagnanauðsynjum og öðrum nauðsynjum til Ítalíu, og auk þess að neita þeim um all- an fjárhagslegan stuðning. — I hinstu lög er það ennfremur á valdi Breta og Frakka að loka Suezskurðinum. Mussolini mun undir öllum kringumstæðum hika við að etja ofurkappi við Breta og Frakka sameinaða. Þannig ér hægt að þvinga hann til að taka kostum þessara þjóða Kaflar úr mynd- inni sýndir í Nýja Bíó í gær. Dr. Paul Burkert, þýski mýnd- tökumaðurinn, sem var lijer í fyrra og aftur nú til þess að taka kvik- myndir af landinu, atvinnuvegum landsmanna og þjóðháttum, sýndi kafla úr mynd sinni fyrir boðs- gestum í Nýja Bíó í gær. Áður én sýningin hófst gat dr. Burkert þess, að mynd þessi, er hann sýndi nú, væri aðeins sund- urlausir þættir úr heildarmynd hans. í hana vantaði alt samhengi og langt frá því að vera tæmandi þau atriði eða þeir þættir, sem fram kæmu á þessari mynd. Það sem hann sýndi nú væri að eins 1600 metrar — af þeim 5Ö00, sem liann tók í fyrra. Dr. Burkert bað menn því um, að leggja ekki dóm á mynd hans eftir þessu sýnishorni, heldur bíða með dóm- inn þar til öll myndin kæmi. Þessi mynd dr. Burkerts var, sem fyr segif 1600 metrar af mynd þeirri, er hann tók í fyrra. Myndirnar voru a£ Suðurlandi og Norðurlandi. Margar landlagsmyndir voru þarna mjög fallegar, einkum voru fallegar myndir frá Mývatni. Þar dvaldi dr. Burkert 2—3 vikur í fyrra, en allar myndirnar þaðan tók hann á emum 8 klukkustund- um. Þetta lýsir nokkuð etfið- leikunum, sem á því eru að taka slíkar myndir, vegna óstöðugrar veðráttu hjer. Glæsilegar myndir voru þarna af Gullfossi, Þingvöllum og Fnjóska- dal. — Þá munu útlendingar hafa gaman að sjá margar myndirnar, sem teknar hafa verið af ólgandi hverum og laugum víðsvegar. — Skemtileg og veltekin er og mynd- in af Grýtu, fyrst af holunni tómri, síðan smá ólgu niðri og loks af gosinu í sínum fulla skrvíða. En þessi Grýtu-mynd hverfur þó vafalaust fyrir Geysi, sem dr. Burkert tók mynd af í sumar, í fullum skrúða. Sýnishorn það, sem dr. Burkert gaf í gær gefur litla mynd af atvinnuvegum þjóðarinnar, en hann á vafalaust eftir að bæta úr því. Að síðustu voru sýndar nokkrar litmyndir. í dag. Hann fullvissaði Laval um, að breska stjórnin hefði engan þátt átt í þessum samningum og ljeði þeim engan stuðning. Meðal stjórnmálamanna í Bret- landi er álitið, síðdegis í dag, að enginn misskilningur ríki um þetta mál milli Frakldands og Eng- lands, og að sjerleyfismálð muni Bretar hafa lýst yfir því, að þeir muni fylgja því, að beitt verði refsiákvæðum þjóðabanda- lagssáttmálans gegn Itölum, ef þeir byrja stríðið, — að því einu tilskildu, að aðrar þjóðir taki sömu afstöðu. Á fundi Norðurlandaþjóðanna nýverið var lýst yfir svipaðri af- stöðu. og afstýra styrjöld. Þ j óðabandalagsf undurinn morgun verður örlagaríkur, og fari svo, að Mussolini fái að fara sínu fram óhindráð, þá munu menn vera á eitt sáttir um það, að fundur þessi verði sá síðasti sem bandalagið heldur, þá er þjóðabandalagið úr sögunni. Pr. sinni hefir verið haldinn í banda Jaginu. Það er útilokað, að Þjóða- bandalagið geti ráðist í það, að beita refsiákvæðum gagn- vart Itölum. Því slíkt myndi leiða til þess, að Þjóðabandalag- ið hyrfi úr sögunni, og heimsveldi Breta liði und ir lok, því Mussolini legg- ur nú útí styrjöld heldur en að snúa við blaðinu og hætta með góðu við á- form sín. líta svo á, að samningamir sjeu einungis á milli Abyssiníu og f je- lags amerískra fjármálamanna, og að Bretar eigi þar enga hlutdeild í. I Það er nú vitað að hr. Ricket, var í Addis Abeba frá því. 23. ágúst til 30. ágúst, og á þessu tímabili hitti hann aldrei neinn mann úr bresku sendisveitinni í Addis Abeba. Svo var litið á, að hann væri að skipuleggja Rauðakrosshjálp, sem boðin hefði verið fram af hálfu Copta í Egyptalandi, ef til ófriðar kæmi, og að hann hefði brjef frá Abyssiníukeisara og yfirmanni | Kot>takirkjunnar í Egyptalandi, sem sönnuðu þetta. Kemur samningurinn Bretum ekkert við? Verða Bretar og London, 2. sept. FÚ. Breska stjórnin hefir nú hafið rannsókn í því skyni, að komast að raun um, hvort breskt fjár- magn sje bundið í fjelagi því, sem hr. Ricket hefir aflað sjerleyfis til handa, að hálfu Abyssiníukeisara. Á þessu stígi málsins þykir mega Frakkar sammála? LRP, 2. sept. FÚ. Anthony Eden skýrði Laval út í æsar frá afstöðu bresku stjórnar- innar til sjerleyfissamninga þeirra, er Rrcket hefði gert við Abyssiníu keisara, þá er þeir hittust í París engin úrslitaáhrif hafa á aðal- deilumálið milli ítalíu og Abyss- iníu. Anthony Eden og Laval verða samferða áleiðis til Genf í kvöld og munu á leiðinni eiga frek- arj viðræður um málið í því skyni^ að koma sjer sameiginlega niður um aðalatriðin, áður en Þjóða- bandalagsfundurinn hefst. Ferðin um eyðimörkina. Ætlar þjóðin að halda göngunni áfram með rauðliðastjórninni -- eða snúa við? Loforðið mikla. Þau eru ákaflega gröm yfir því, stjórnarblöðin um þessar mundir, að Sjálfstæðismenn skuli vera að minna á einhver loforð, sem gefin höfðu verið fyrir kosningarnar síðustu. Einkum er gremja Alþýðu- blaðsins mikil yfir því, að nú skuli vera mint á loforðið mikla: Vinna handa öllum, sem vilja vinna. Þetta var kjörorð sósíalista fyrir kosningarnar og á þessu loforði brutust rauðu flokkarnir til valda í landinu. En hvers vegna má ekki minna á þetta kosningaloforð einmitt núna? Er það vegna þess, að fólkið í kaupstöðum og sjávarþorpum, sem harðast verður úti eftir sumarið, þarfnast nú einskis frekar en vinnu — vinnu, sem gerði því mögulegt að draga fram lífið. Vissulega kæmi það sjer vel fyrir þann fjölmenna hóp, sem kemur heim tómhentur eftir sumarið, ef stjórnarflokkarnir stæðu við loforðið: Vinna handa öllum, sem vilja vinna. En Alþýðublaðið, málgagn stjórnar ,hinna vinnandi stjetta* fyllist jafnan heiftúðugri reiði, þegar minst er á þetta loforð, sem fólkið þráir að uppfylt verði. Þetta er ráðgáta, sem fólkið fær ekki skilið. Ösamstæðar raddir. I einni skammadembunni í Alþýðublaðinu hjer á döðunum í sambandi við þessi mál, var komist þannig að orði: „Síðan Alþýðuflokkurinn vann kosningasigur sinn síðast- liðið sumar, hefir verið farið inn á fjölda margar nýjar leiðir til að gera framleiðslu okkar fjölbreyttari og hæfari fyrir er- lenda markaði. Almenningi eru kunnar þær leiðir, sem reyndar hafa verið. Honum eru einnig kunnar þær margvíslegu ráðstafanir sem gerSar hafa verið og gerðar eru dags daglega til að a'uka atvinnuna í landinu. Það er því óþarfr að telja það upp að þessu sinni, en það er hægt að gera það ef óskað er eftir“. Vissulega mun fólkið, sem nú kemur tómhent heim eftir sum- arið „óska eftir“ að fá að vita, hvaða ,,ráðstafanir“ það eru, sem stjórnin gerir „dags dag- lega“ til að auka atvinnuna í landinu. Það þekkir ekki þessar „ráðstafanir“, en það bíður eft- ir atvinnunni. Ennfremur segir Alþýðublað- ið: „Það er óhætt að fuljyrða það, að sjaldan eða aldrei hefir maður setið í atvinnumálaráðh.- embætti hjer á landi, sem hefir notið eins almenns trausts og Haraldur Guðmundsson . .. .“ þessa lýsingu á ágæti Haralds Guðmundssonar, að hjer væri alt í stakasta lagi að dómi AI- þýðublaðsins. En í sömu and- ránni kemur þessi klausa -eins og ískalt steypubað yfir les- andann: „Það er nú sem stend- ur eins og íslenska þjóðin sje á ferð um eyðimörku“. Þannig er, þá umhorfs, að dómi Alþýðublaðsins, eftir árs- vist Haralds Guðmundssonar í atvinnumálaráðh.sætinu, manns- ins, sem þjoðin á að hafa óbif- andi traust til! Vafaláust er mikill meirihluti þjóðarinnar nú orðinn sölnu skoðunar og Álþýðublaðið, um eyðimerkurför þjóðarinnar und- *ir handleiðslu núverandi ríkis- stjórnar. fepurningin er aðeins sú, hvort þjóðin ber svo mikið traust til atvinnumálaráðherrans og hans starfsbræðra í ríkisstjórninni, að hún vilji halda með þeim áfram göngunni á eyðimörk- inni, eða snúa við og reyna að finna einhvern óasa. Núverandi ríkisstjórn hefir ekki hug á, að komast út áf eyðimörkinni. Hún stefnir altaf í sömu áttina — lengra út á eyðimörkina. Þar villist hún að lokum og þjóðin á sjer enga viðreisnarvon, ef hún ætlar að elta þessa foringja. Krafa þjóðarinnar. Ef þjóðin skilur nú sinn vitj- unartíma, á hún að stöðva eyði- merkurgöngu valdhafanpa. Rúmur mánuður er eftir, þar til Alþingi kemuy aftur saman. Þar verður þjóðin að. gera sínar kröfur. Hún verður að kref jast þess, að útgjaldahæstu fjárlögin hans Eysteins verði endurskoð- uð og gjöldin skorin svo niður, að þau verði í samræmi við gjaldgetu landsmanna. Hún verður að kref jast þess, að Ijett verði á þeim dráps- klyf jum skatta og tolla, sem nú hvíla á aðþrengdum atvinnu- vegum landsmanna. Hún verður að kref jast at- vinnu- og viðskiftafrelsis í stað þeirrar einokunar- og kúgunar- stefnu, sem núverandi stjórnar- flokkar hafa upp tekið. Hún verður að kref jast þess, að bæjar- og sveitarf jelögum verði trygt nauðsynlegt fjár- magn, svo að þau geti int af höndum hin margvíslegu störf, sem þeim er ætlað í þjóðf jelagi voru. Þetta má ekki gerast með nýjum álögum á skattþegnana, heldur með rjettlátri skifting á þeim tekjustofnum, sesn ríkið gín nú yfir. Þetta eru höfuðverkefnin, sem biða komandi þings. Og þetta er það, sem verður að gerast, EF ÞJÓÐIN Á AÐ KOMAST ÚT AF EYÐIMÖRK- Menn skyldu nú ætla, eftir INNI!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.