Morgunblaðið - 03.09.1935, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.09.1935, Blaðsíða 5
I»riðjudaginn 3. sept. 1935. MORGUNBLAÐIÐ |i|i' illllW— Kjarvalssýningin opnuð í Mentaskólanum á sunnudaginn, aSI viðiföddu miklu fiölmenni. Kl. 2 á sunnudaginn var lún mikla sýning á myndum Kjarvals opnuð í Mentaskólanum. Fór sú at höfn fram í hátíðasal skólans. Mikið fjölmenni var þar við- statt. Athöfnmni var ðtvarpað. Fyrstur talaði forsætisráðherrann. Oat kann þess, m. a. að sýning þeSsi væri haldin til að gefa al- menningi kost á að fá yfirlit yfir listaverk Kjarvals. Þó hjer væri fjöldi mikill af myndum hans, væri þetta ekki nemA nokkur liluti af því, sem þessi afkasta- mikJi listamaður hefði unnið. Ræðumaður talaði og um kjör listamanna, og live mikil lífsnauð- syn það væri hverri sjálfstæðri þjóð að eiga starfandi frumlega Jistamenn. Þarnæst flutti dr. Guðmundur Finnbogason landsbókavörður eft- irfarandi ræðu: Ræða Gnðmnndar Finnbogasonar. Jóliannes Kjarval kom einu sinni til mín og sagði mjer, að hann hefði gert nýja uppgötvun. Hún var sú, að lag eða tónverlc væri fólgið í hverju fjalli. Línur fjallsins væru laglínur og það þyrfti ekki annað en að rita þær í nótum á nótnastreng, þá mætti leika lagið. Hann hafði undir ihendinni stóran nótnagrallara og var byrjaður að lagsetja noklc- ur fjöll. Jeg hefi ekki sjeð þenn- an grallara síðan, en liitt er víst, .að hann er ekki kominn á prent- Mjer fanst þessi hugmynd geysi frumleg, eins og vant var úr þeirri átt, og hún sýndi jafn- Þannig er hjer í Þýskalandi reynt á allan hátt að venja æsku- lýðinn við ferðalög, útivist, lík- amsæfingar og aga. 1 Potsdam. Fyrri partinn í dag var ekið með okkur um borgina til þess að sýna okkur markverðustu götur og byggingar. Eftir að við höfð- um skoðað leikvanginn, fórum við til Postdam, þar sem margar keisarahallir eru; þar eru gríðar- lega stórir skemtigarðar og svo fagrir, að þeir eiga hvergi sinn líka eftir því sem okkur var sagt. Á leiðinni heim var ekið eftir 'Avusbrautinni, en það er kapp- akstursbraut fyrir bifreiðar og ■ er 10 km. löng og alveg þráðbein. Þar voru fyrir 45 vörubílar og allir með fullfermi. Þeir höfðu verið settir af stað fyrir 3 dögum, og átti að aka þeim hvíldarlaust, nótt sem dag, í 8 vikur. Tilgangur inn með þessum akstri er, að reyna til þrautar ýmsar bensín- tegundir, sem Þjóðverjar vinna úr kolum, tjöru og fleiri efnum; ,er sá iðnaður einn liður í þeirri viðleitni, að þurfa ekki að sækja nett tili annara landa, heldur vera sjálfbjarga, ef til ófriðar kæmi. P. S. framt eðlisþörf listamannsins til þess að láta: skiptast á skynvit til skilningsanka, svo sem Matthías kvað — túlka í tónum það, sem augað nemur í litum og línum og formi. Vjer höfum eitthvert veður af því, að skyldleiki getur verið milli tónverka og málverka, og ef Kjarval gæfi út fjallalög eða fjallkviður sínar, þá mundum vjer eflaust finna ættarmótið með þeim og málverkum hans. Þetta er raunar eðlilegt, því að andinn er einn og hinn sami, þó að hann birtist í margvíslegum verkum. En vjer erum ekki komin hjer til þess að hugsa um það, sem Kjarval kann að eiga óort í lit- um og línum, orðum eða tónum, þó að vjer óskum og vonum, að það verði mikið og fagurt og stór- fenglegt. Vjer erum hjer til að gleðjast yfir hinni miklu andans auðlegð, sem hann hefir gefið þjóð sinni með þeim verkum, er vjer sjáum hjer í dag, og fjölda annara. Vjer erum hjer vottar að einu af þeim mörgu og merkilegu ævintýrum, er gerst hafa með þjóð vorri síð- ustu þrjá áratugina. Þar hafa að vísu jafnframt gerst margar draugasögur, en þeim skulum vjer gleyma í dag. Ævintýrið er í stuttu máli þetta: Jóhannes Kjarval var á sínum yngri árum fiskimaður á fiski- flota vorum. Hann var einn í hinu frækna ljði, er sótt hefir gullið í greipar Ægis og þar með lagt grundvöllinn að sjálfstæði Islands, svo langt sem það nær, og flestu framtaki, sem síðan hefir verið í þessu landi. Hann gat sagt eins og Þórgils veiðimaður forð- um: Ofúsa dró ek ýsu, átta ek fang við löngu, vann ek of hausi hennar hlömm — var þat fyr skömmu. Kjarval hefir eflaust verið lið- tækur fiskimaður. Hann hefir aha burði til þess, eins og hver maður getur sjeð, sem lítur á hann. En hann fann það á sjer, að hann gat orðið þjóð sinni að meira liði með því að vinxfcp, að öðru, láta aðra draga fiskinn úr sjónum og sjá fyrir frumþörf lífsins, en mála og teikna fyrir þá í staðinn, sýna þeim land og þjóð í ljósi, sem þeir höfðu aldrei áður skynj- að. Þessi nýja verkaskifting var ævintýr með þjóð vorri. Einstöku menn hafa hver af öðrum lagt á hið tæpa vað að ger- ast listamenn eða rithöfundar og reyna að lifa á því að fullnægja andlegum þörfum þjóðarinnar gegn því, að hún sæi fyrir líkam- legum þörfum þeirra. Kjaral er einn þessara ævintýramanna. Þeir hafa löngum átt þungan róður, því, að það eru ójöfn viðskifti að bjóða andlega nautn fyrir líkam- lega. Hin eilífu gæðin eru löngnm í minna verði en hin stundlegu. Holdið girnist gegn andanum og andinn gegn holdinu, og andans menn eru svo fáir, að hinir geta sett þeim hvaða kosti sem þeir vilja. Jeg ætla ekki að rekja þá bar- áttu, hvörki Kjarvals nje ann- ara, en verkin sýna merkin, að Kjarval valdi hið góða 'hlutskiftið, er hann hætti að draga ófúsa ýsu og gerðist bstamaður, því að hann Iiefir numið landið á ný fyrir augu vor, sýnt oss það, sem vjer án hans hefðum aldrei megnað að sjá. Ilann hefir ekki farið eldi listar sinnar mjög víða um landið, en hann hefir tekið fyrir nokkur svæði og opnað þar útsýn inn í nýja heima. Ef vjer t- d. rennum augum yfir bestu Þingvallamynd- imar hans, sjáum vjer nýjan Þingvöll á hverri mynd. Vjer þekkjum að vísu staðinn aftur. Fjöllin eru þar og gjárnar og hraunin, áiin og vatnið. En'það er alt nýtt í hverri mynd, ljós og litir og skuggar í nýju, töfrandi samræmi, hver mynd er hreimmik- il hrynhenda ljóss og lita, stuðluð klettum og klungrum. Vjer skynjum fögnuðinn í samlífi forms og Ijóss og lita, finnum hið undursamlega andans veður, sem leikur um það alt; steinarnir tala, klettarnir fá sál í svip og oss finst vjer skilja frum- hugsanir hins inikla fjallasmiðs betur en áður. Augað gleðst af að skoða mynstrið í vef mosans, finna svala hins blátæra vatns, ráða blámadrauma kvöldsins. Pensill Kjarvals gefur öllu líf með litum, hvort sem hann sýn- ir oss gullofið biskupsmítur fjallsins við safírbláan himin, eða rauðmagann í helgum hreinleik litskrúðans. En Kjarval þarf ekki alla regn- bogans liti til að sýna það, sem hann vih. Hann getur líka sýnt það svart á hvítu og hann krítar svo liðugt með rauðkrít, að með fágætum er. Og hann er ekki síð- ur skygn á mennina en landið. Það votta margar mannamyndir hans. Mannateikningar hans eru oft svo magnaðar af innræti þess, er hann dregur upp, að hver mað- ur getur lesið það í svipnum eins og í opinni bók. Það er leitun á öðru eins safni af ei.nkennilegu fólki og nú má líta hjer í for- stofunni. Það er sannarlegt met- fje. Þökk sje þeim mönnum, er höfðu framtak til þess að koma þessari sýningu upp svo vel sem nú er orðið. Hún mun veita fjölda manns mikinn unað. Hún mun sanna það, sem raunar allir ættu að vita, hve frumlegur, frjór og snjall listamaður Kjarval er. Hvin mun gera mörgum Ijóst, að þjóð- in er í mikilli skuld við listamann- inn fyrir hinn mikla og ágæta skerf, sem hann hefir lagt til hinnar ungu, íslensku myndalist- ar, og að það væri sæmd að greiða sem fyrst í orði og verki eitthvað að þeirri skuld. Er dr. G. F -hafði lokið máli sínu flutti Þorsteinn Gíslason kvæði til Kjarvals. Að því búnu söng Karlakór Þrjár Reykjavfkurstúlkur ganga 1200 kílómetra Fótgangandf frá Iloi’iiiiíirlli um Akureyri lil Reykjavíkur, Leiðin sem þær stallsystur gengu. er merkt á uppdrættinum með punktum. Þrjár ungar stúlkur hjeðan úr bænum hafa í sumar ferðast fót- gangandi frá Höfn í Hornafirði austur um land td Akureyrar og þaðan til Reykjayíkur. Stúlkumar eru Martha Thors, Lóló Jónsdóttir og Guðrún Tub- nius. Vegalengdin, sem þær hafa gengið er alls um 1200 kílómetr- ar. Þær lögðu af stað hjeðan með Esju 20. júní til Hórnafjarðar. Segja þær fevo frá að það hafi verið versti sþölurinn, því þær hreptu versta veður og sjóveiki, er verri lieldur en volk á öræf- unum. Frá Hornarfirði fóru þær 25. júní. Gengu þaðan til Berufjarðar og fengu ferju yfir fjörðinn. Þaðan fóru þær að Hallormstað og inn að Valþjófstað um Fljótsdal að Egilsstöðum. Gengu síðan yfir Möðrudalsöræfi, niður með Jök- ] ulsá á Fjöllum að Ðettifossi. — Síðan niður í Axarfjörð að Ás- byrgi. Þaðan gengu þær að Húsa- vík og til Akureyrar. Frá Altureyri gengu þær sem leið liggur með þjóðveginum til Reykjavíkur, um Dali, og Akra- nes. Einnig fóru stúlkurnar út í Drangey. Þær lentu í ýmsum æfintýrum á þessari löngu leið. Lengsta dag- leiðin var 60 km. Reykjavíkur undir stjórn Sigurð- ar, Þórðarsonar söngstjóra. Þá steig Kjarval upp í ræðu- stólinn og þakkaði. „Jeg þakka öllum“, sagði Kjar- val. Þvínæst bauð Magnús Kjaran fólkinu sem viðstátt var, að dreifa sjer um sýningarherbergin. Sýningin er aðallega í kenslu- stofunum í stofuhæð skólans, og í skólagöngunum. Eru allar þær myndir, sem þar eru í eign einstakra manna og ríkisins. En í hátíðasal skólans eru nýjar myndir eftír Kjarval, sem eru til sölu. Hafa nokkrar þeirra þegar selst. 1 sýningarskránni eru taldar 410 myndir. En töluvert hefir ver- ið sent af myndum á sýninguna, síðan skráin var prentuð. Minnistæðust er þeim leiðin yfir Möðrudalsöræfi. Þá gengu þær í 15 tíma í leiðinda veðri og næst- um matarlausar. Farið yfir Reykjadalsá. Frk. M. Thors og frk. L. Jónsd. Stúlkurnar lögðu upp kl. 9 um morgun. Um hádegi voru þær - orðnar svangar og ætluðu að taka til matar síns, en þá kom í ljós að þær höfðu ekki nema 1 brauð- sneyð handa hverri. Matur þessi var harla lítill eins og að líkindum lætur, enda urðu þær hvergi nærri mettár. Þær stallsystur lijeldu samt á- fram og kl. 4 um daginn komu í Kláfferju á Jökulsá. Frk. Guðrún Tulinius. þær að eyðibæ, Rangalóni. Þar hvíldu þær sig um stund. Var nú leitað í malpokunum hvort ekki fyndust einhverjar leyfar. | Kom þá í ljós að neðst í einu' ! pokahominu var mánaðargömul „spegilpylsa“. Skiftu þær henni í 3 jafna hluti og snæddu með smjöri. Morgunblaðið átti tal við þessa ungu göngugarpa í g'ær og spurði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.