Morgunblaðið - 03.09.1935, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.09.1935, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ j. Frá Þýskalandsfðr knaftspyrnumannailna. Pjetur Sigurðsson skýrir frá hinum ágætu við- tökum og getur um ýmislegt er fyrir þá hefir borið. Efirfaran'di ferðaskýrsla hef- farið með okkur í Tómasarkirkj- Þýskalandi. Borgarstjórinn gaf ir knattspyrnuráðinu borist frá una, og þar heyrðum við drengja- fíokknum mynd af Dresden. Pjetri Sigurðssyni. kór syngja, sem er frægur um Viðtökurnar í Liibeck. Berlín, 21. ág. 1935. Islenski knattspyrnuflokkur- inn kom til Hamborgar miðviku- dag 14. ág. Þar tóku á móti flokknum Funkenberg og dr. Er- bach, og var þegar haldið til Lii- beck eftir fárra tíma dvöl í Ham- borg. Síðari hluta dags var tek- ið á móti flokknum í húsi nor- ræna fjelagsins í Lúbeck, en þar hefir fjelagið aðsetur sitt. Mót- takan var mjög hátíðleg; þar voru viðstaddir formaður nor- ræna fjelagsins, dr. Timm og fleiri úr stjórn þess fjelags, full- trúi Rosenbergs ráðherra, sem norræna f jelagið heyrir undir, ís- lenski ræðismaðurinn, fulltrúi borgarstjóra og fulltrúar ýmissa fjelaga og loks úr stjórn fjelags Islendinga í Þýskalandi Bjprn Kristjánsson og Árni Siemsen. Þar afhenti Gísli Sigurbjörnsson Geysismyndina, sem þótti mjög falleg, og nokkra íslenska borð- fána. Um kvöldið áttu allir frí. Daginn eftir var okkur sýnd borg in, sem er full af merkilegum leif- um frá blómatíð borgarinnar, svo sem gamla borgarhliðið, ráðhús- ið og Maríukirkjan. Til leiðsagn- ar fengum við próf. Mahn, sem er manna kunnugastur öllu, sem iýtur að sögu borgarinnar. I ráð- húsinu tók borgarstjórinn á móti okkur, og afhenti flokknum mynd af borginni. Síðara hluta dags ^'”•1 próf. Mahn, dr. Erbach og / ’ii Siemsen með okkur til Trave nde, sem er baðstaður skamt f.á, og þar fóru allir í sjóinn. Um kvöldið var etið í húsi skip- stjórafjelagsins, og þangað komu fulltrúar fyrir knattspyrnufje- login og knattspyrnusambandið í borginni. í Leipzig. Föstudaginn 16. ág. kl. tæplega 8 var haldið af stað til Berlínar. Þar hittum við Koch og v. Wic- kede, sem tóku á móti okkur á stöðinni. Eftir stutt matarhlje var haldið til Leipzig. Þar tók á móti okkur formaður knattspyrnu sambandsins í Saxlandi, hr. Hoff- mann, sem var með okkur allan tímann, sem við dvöldum í Sax- landi, og kom í dag hingað til að horfa á 2. kappleikinn. Ennfrem- ur blaðamaðurinn Chemnitz, sem var í Rvík með þýska flokknum í sumar. Hann er starfsmaður útvarps- ins í Leipzig, og hafði hann geng- ist fyrir því, að flokknum var boðið í útvarpssalinn til þess að senda kveðju heim, eins og ísl. útvarpshlustendur munu hafa heyrt. Salurinn var fagurlega skreyttur og athöfnin mjög há- tíðleg. Á undan var farið með okkur í bílum um borgina og okkur sýnt sumt af því markverðasta, sem þar er að sjá, og ennfremur var allan heim og fór um Norður- Ameríku nú í vor. Um kvöldið hjelt borgarstjór- inn okkur veislu í ráðhúskjallar- anum, og voru þar viðstaddir margir háttsettir menn úr stjórn borgarinnar og úr flokki national- sósíalista. Þá horfðum við á skrúð göngu SA-manna borgarinnar, tóku eitthvað um 20 þús. manns þátf í skrúðgöngunni, en við horfðum um 20 mín. á hana, og sáum aðeins lítinn hluta hennar. I Ðresden. Seint um kvöldið fórum við til Dresden og komum þangað laust fyrir miðnætti. Á járnbrautarstöðinni tóku ýms ir fulltrúar knattspyrnusambands ins og borgarinnar á móti okkur, og þar var mættur flokkur SA-. manna með lúðrasveit, sem ljek fyrir okkur; ræður voru haldn- ar á stöðinni, eins og víðar (í Berlín var stuttri ræðu Gísla á járnbrautarstöðinni útvarpað), og síðan gengið í skrúðgöngu til hótelsins eftir aðalgötu borgar- innar, með lúðrasveitina á und- an og nokkur hundruð SA-manna á eftir, en þúsundir borgarbúa stóðu á gangstjettunum og horfðu á. — Laugardaaginn 17. ágúst vor- um við í boði landstjórans í Sax- landi; þar voru margir háttsett- ir menn, svo sem atvinnumála- ráðherra Saxlands, borgarstjór- inn, yfirforingi SA í Dresden, ísl. konsúllinn, forstöðumaður nor- ræna fjelagsins í borginni og margir fleiri, sem jeg kann ekki að nefna. Margar ræður voru haldnar og öllum gefið til minningar um ferð ina öskubakki úr Meissen-postu- líni, myndabók og minnispening- ur (Adolf Hitler-peningurinn). Seinni hluta dagsins var frí, og var þá æft á vellinum, sem keppa skyldi á daginn eftir, en fyrsta æfingin var í Lúbeck þann 15. að morgni. Fyrsti kappleikurinn. Sunnudaginn 18. ág. var ekk- ert aðhafst fram að kappleiknum, en hann hófst kl. 4 og fór svo, að Saxair sigruðu með 11:0. Hiti var mikill, og kvörtuðu leikmenn mjög undan honum, ennfremur var völlurinn talsvert stærri en völlurinn í Reykjavík og okkar menn óvanir að leika á grasi. Saxneska liðið var hið sterk- asta, sem til er í Saxlandi, en þar eru íbúar um 5 miljónir. Dómar blaðanna voru frekar vingjarn- legir. Um kvöldið var boð í ráðhús- kjallaranum og veitti borgarstjór inn og var hrókur alls fagnaðar. Þar vbru margir háttsettir menn og margar ræður haldnar. Borg- arstjórinn sýndi okkur ráðhúsið, sem er 25 ára gamalt og afar- skrautlegt og á varla sinn líka í Mánudaginn 19. ág. var farið í bílum út í saxnesku Sviss, en svo kalla Þjóðverjar hluta af Sax- landi, sem liggur suður undir Bæ- heimi. Sú náttúrufegurð og mann virki, sem við sáum þann dag, mun seint líða úr minni. Við kom um við í 4 smábæjum, og alls stað- ar tók borgarstjórinn og SA-for- inginn á móti okkur og sýndu okk ur hvor á sínum stað; í ferðinni var vegamálastjóri Saxlands og fleiri háttsettir menn. 1 Berlín. Þriðjudag 20. ág. var. farið til Berlínar, og vorum við kvaddir á stöðinni af flestum þeim, sem höfðu tekið á móti okkur í borg- inni, og lúðrasveitin var komin aftur til þess að kyrja útgöngu- lagið. Um miðjan dag var komið til Berlínar; var þá æfing, en á meðan fórum við Gísli og Guðjón með blómsveig og lögðu má leiði ókunna hermannsins. Um kvöld- ið var flokknum boðið í Winter- garten, seyi er stærsta fjölleika- hús borgarinnar. I dag, 21. ág., var frí þangað til kappleikurinn hófst kl. 6. Úrslitin urðu hin sömu (11:0). Liðið, sem kept var við, var talið veikara en saxneska liðið, en þó besta lið borgarinnar. Hafði Berlín tapað gegn Stettin með 5:0 á sunnudaginn var, og hafði liðinu síðan verið breytt og það styrkt að mun. Leikurinn var ekki nærri eins ójafn og í Dresden, þó að mörkin yrðu jafn mörg, og er óhætt að segja, að við höfum ver- ið mjög óhepnir í dag. 1 kvöld fór sú opinbera mót- taka í Berlín fram, en í gær vor- um við Gísli, Friðþjófur og Guð- jón í kvöldboði hjá herra Linne- mann, sem er forseti knattspyrn- unnar í Þýskalandi, og voru þar ýmsir knattspyrnuleiðtogar við- staddir. Móttakan fór fram í húsi Nor- dische Verbandstelle, og voru þar margir virðingarmenn staddir. Leiðtogi íþróttamála í Þýskalandi — Reichsportfúhrer von Tcham- merund Osten — kom út á völl í dag á undan kappleiknum og bauð leikmennina velkomna þar. Móttakan í kvöld var mjög hjart- anleg og hátíðleg. Hinar alúðlegu viðtökur. Um allar þessar viðtökur er eitt að segja, og um það erum við allir sammála, að þær skara svo langt fram úr því, sem nokkur okkar hafði gert sjer í hugarlund. Alstaðar hátíðlegar og veglegar viðtökur að því leyti, að æðstu embættismenn og virðingarmenn aorganna og flokksfjelaga na- tional-sósíalista og knattspyrnu- málanna eru viðstaddir og hvergi neitt til sparað, svo að það er rjett eins og fagnað væri sendi- herrum frá einhverju stórveld- inu. En þrátt fyrir þetta, og þrátt fyrir alt skrautið og dýrðina, sem hefir borið fyrir augu, þykir okk- ur þó meira um hitt vert, hversu hjartanlegar og alúðlegar móttök urnar eru. Allir leggja sig í fram- króka til þess að láta okkur finna,. hversu velkomnir við erum og hver ánægja þeim er að því, að' víð skulum vera gestir þeirra. Svo að segja hver stund er notuð til þess að sýna okkur eitthvað nýtt, og er satt að segja fullmikið, því að leikmennirnir fá ekki nauðsyn- lega hvíld. Ekki má ljúka þessari frásögn án þess að minnast á leiðtoga knattspyrnuflokksins, sem komu heim í sumar. Funkenberg hefir verið með okkur alla dagana. Dr. Erbach skildi við okkur í Berlín, en kom til Dresden og var þar allan sunnudaginn. Þessir tveir, ásamt v. Wickede og Koch skilja ekki við okkur hjer í Berlín. Fun- kenberg skilur við okkur hjer, en hittir okkur aftur í Hamborg; dr. Erbach fer víst með vestur til Oberhausen, en v. Wickede verð- ur með okkur hjeðan af. Þeir hafa hjálpað okkur í hvívetna og sýnt okkur mikla umhyggju. Við allar móttökur segja þeir frá því, hversu vel hafi verið tek- ið á móti þýska flokknum í Rvík og hvílík gestrisni sje á Islandi, og er dálítið undarlegt að hlusta á það, þegar hinar fátæklegu við- tökur heima eru bornar saman við skrautið og viðhöfnina hjer. Einn af þýsku leikmönnunum frá í sumar ljek á móti okkur í Dresden, Kiehl, en Munkelt, sem einnig átti að vera með, var veik- ur. Knöpfle starfar í Hamborg, en átti frí í dag og kom hingað til þess að horfa á kappleikinn. Leikmennirnir eru allir mjög ánægðir með ferðina og við góða heilsu. Guðni Jónsson fjekk vatn í ökla í Dresden og getur ekki kept. Allir leiðangursmenn biðja að heilsa heim. Með bestu kveðjum. Pjetur Sigurðsson. Á Olympsvöllum. Berlín, 22. ág. 1935. Til knattspyrnuráðsins. I dag var knattspyrnuflokkn- um boðið að skoða ólympiska leik- vanginn, sem nú er í smíðum fyr- ir utan borgina, og tel jeg rjett, að skýra strax frá því, sem bar fyrir augu. Olympiski leikvangurinn ligg- ur á miðjum ríkisíþróttavellinum (Reichssportfeld), sem er gríðar- stórt flæmi, 131 ha. að flatarmáli. Á miðjum leikvanginum er knatt- spyrnuvöllur, 70 X 105 m., en ut- an við eru skeiðbrautir og kast- vellir. — Áhorfendasvæðið tekur 100.000 manns, og eru sætin hækk andi upp í 15 metra hæð, svo að völlurinn sýnist eins og botn í skál, og virðist eiginlega vera mjög lítill. Ekki var nema helm- ingur sætanna fullger, öll efri sætin eftir, en þó búið að steypa súlurnar, sem skyldu vera efri brún sætahringsins, svo að sjá mátti hæðina. Fyrir vesturhliðinni er klukku- turninn, 70 m. hár (ekki fullger); í honum verður klukka mikil, sem nú er verið að steypa, 40 smá- lestir að þyngd. En í hliðinu eru tvær 15 m. háar súlur, og á þær verða meitluð nöfn sigurvegar- anna í leikjunum. Þriðjudaginn 3. sept. 1935. Sundlaugin er einnig í smíðum; þar verður laug fyrir dýfingar (20 X 20 m.), og önnur laug fyrir hraðsund, 20 X 50 m. Sæti eru þarna fyrir 18 þús. áhorfendur. Þá sáum við hockeyvöll full- gerðan, með þrepum alt í kring, tyrfðum með steyptum brúnum, svo yndislega fallegan, að við ósk- uðum, að hann væri kominn heim, en of lítill væri hann fyrir knatt- spyrnuvöll. Glímur, hnefaleikar og lyfting- ár fara fram á svo nefndri Deutschlandhalle, sem tekur 20 þús. áhorfendur, en er kippkorn frá vellinum. Fjöldinn allur af æfingavöllum var þarna og sundlaug fyrir verkamennina, og sáum við hóp af verkamönnum á sundi eftir erfiði dagsins. Þarna er gríðar- lega stór íþróttaskóli með stórri sundhöll, þar sem íþróttakennar- ar Þýskalands fá mentun sína. Elsti hlutinn er 10 ára gamall, en í dag voru risgjöld aðalbygging- arinnar, og sáum við fylkingar verkamanna á leið í veisluna, sem var haldin í gríðarstórum skálum, og sáum við inn í skálana af veg- inum. Um 14 km. frá leikvagnin- um, er ólympiska þorpið, sem er eign hersins, en verður lánað í- þróttamönnum á meðan á leikj- unum stendur. I því eru 150 hús og verða hýstir þar 3500 kepp- endur í leikjunum; þar eru æf- ingavellir, fimleikasalur og sund- höll. — Ekki vannst tími til þess að fara með okkur í þorpið, en aftur á móti sáum við útileiksvið í fögr- um skógardal, með sætum upp alla brekkuna annars vegar (yf- ir 20 þús. áhorfendur), og fer fimleikakepnin á ólympisku leikj- unum þar fram. Unaðslegri stað er varla hægt að hugsa sjer. Allur þessi undirbúningur und- ir leikina kostar of fjár, áætlað 20—25 miljónir marka, en Þjóð- verjar horfa ekki í þann kostnað, enda fá þeir eitthvað endurgoldið í aðgangseyri, og eiga svo stærra og tilkomumeira íþróttasvæði en til er annars staðar í víðri veröld. Stjórnin lætur sjer feikilega ant um líkamsuppeldi ungu kyn- slóðarinnar og telur ekki eftir neinn kostnað, sem til þess fer. Æskulýðsheimili. Um alt ríkið eru sett á fót æsku lýðsheimili, þar sem unglingar fá gistingu og fæði fyrir eitt mark á dag. Eitt slíkt heimili sáum við í Holmstein í saxnesku Sviss. Það var gamall kastali á háum kletti, sem síðar hafði verið notaður sem hermannaskáli og nú sem æsku- heimili. Þar var hægt að hýsa 800 manns og í eldhúsinu mátti af- greiða mat handa 2000 manns á 2 klukkutímum. Þegar við komum^bangað voru nýkomnir 600 skólakrakkar úr Dresden, og voru allir í svefn- sölunum að búa um rúm sín. — Rúmin voru 2, hvort upp af öðru, og var svo hreint og þokkalegt þarna inni, að leitun mun á slíku. Margir af strákunum höfðu sjeð kappleikinn kvöldið áður og tóku á móti okkur með dynjandi fagnaðarópum; f jöldinn allur reif upp vasabók og blýant, til þess að fá nöfnin okkar. Jeg hefi aldrei sjeð jafn glaðlegan og fjörugant strákahóp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.