Morgunblaðið - 06.09.1935, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.09.1935, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Föstudaginn 6. sept. 1935. | I* 1! IIII—!■ nl IMI MBWIWrf rHMTIIHHIMfflllMTIIMWMHMMMWWWMHMMIHMHWWWMBMMMMMnWWWBMMMMMHjgi. / Vinnan í þjónustu læknisfræOinnar. Grænlandsveiði Fær- eyinga hefir brugðisf. Taugaveiklun barna. - Erfðarannsóknir o. fl. Samtal.við dr. Helga Tómasson. i.i Dr. Helg-i Tómasson yfirlækn- ir á Nýja-Kleppi kom heim úr tveggja mánaða utanför á mánudaginn var. Hann fór utan til þess að sitja alþjóðafund sjerfræðinga í tugasjúkdómum, er haldinn var í London í lok júlímánað- ar. Um líkt leyti var haldinn í London alþjóðafundur lækna, sem starfa við allskonar trygg- ingar (slysa, líf, sjúkdóms, elli o. s. frv.) og sat dr. Helgi einn- ig þann fund. Tíðindamaður Morgunblaðs- ins sneri sjer til dr. Helga Tóm- ' assonar og bað hann að segja lesendum blaðsins eitthvað frá utanförinni. Hann varð góðfús- lega við þeim tilmælum og fer hjer á eftir ýmislegt af því sem dr. Helgi hafði að segja. Fundirnir í London. Alþjóðafund sjerfræðinga í taugasjúkdómum sátu um 900 læknar frá 44 löndum. Aðalumræðuefnið á fundin- um var flogaveiki, í tilefni af því, að 100 ár voru liðin frá •fæðingu eins merkasta tauga- læknis Englands, Hughlings Jackson, sem einkum hafði getið sjer frægð fyrir rannsókn- ir á flogaveiki. Auk þess voru rædd á fund- inum alskonar önnur málefni, er snerta taugasjúkdóma. Þetta var annar alþjóðafund- ur taugalækna; hinn fyrsti var haldinn í Bern 1931 og ráðgert er að halda þriðja fundinn í Kaupmannahöfn eftir 4 ár. Á alþjóðafundi tryggingar- lækna voru fyrst og fremst ræddar aðferðir til áð meta á- hættu alment við ýmiskonar tryggingar, og auk þess sjer- staklega horfur sjúklinga, með of háan blóðþrýsting, magasár, sykursýki o. fl. Ennfremur var rædd allskonar heilsuverndar- starfsemi líftryggingarfjelaga. Fundur geðveikra- lækna í Stokkhólmi Síðustu dagana í ágúst höfðu geðveikralæknar í Skandinavíu fund með sjer í Stokkhólmi. Fund þenna sátu um 250 læknar, þar af tveir Islending- ar, þeir dr. Helgi Tómasson og Lárus Einarson, sem nú vinn- ur á rannsóknarstofnun geð- veikradeildar Ríkisspítalans 1 Khöfn. Aðalumræðuefni á fundinum var einn af algengustu geðsjúk dómunum, hin svonefnda schi- zofreni, — sljófgun, sem venju- lega byrjar á unglingsaldri, en annars lýsir sjer í ýmsum myndum. Auk þess voru þarna rædd ýms önnur atriði úr geðveikis- fræðinni. Á fundinum var stofnað fje- lag skandinaviskra geðveikra- lækna, til þess að efla sam- vinnu milli þeirra. Auk þessara funda yar aðal- erindi dr. Helga Tómassonar utan að þessu sinni, að athuga ýmislegt viðvíkjandi vinnu- lækningum, taugaveiklun barna og erfðarannsóknum. Birtist hjer stutt frásögn af því, sem dr. Helgi' háfði að segja um þetta. Vinnulækningar. Tilgangur vinnulækninga er sá, í stuttu máli, að notfæra sjer hin heilsubætandi áhrif vinnunnar. Geðveikralæknar og sumir berklalæknar hafa lengi notað þessa aðferð, þótt ekki hafi hún komist á verulega fastan grundvöll fyr en um og eftir 1920. Síðan hefir aðferð þessi smám saman breiðst út —- frá geðveikraspítölum til berkla- hæia, allskonar hæla fyrir lang varandi sjúkdóma, bæklaða eða örkumla menn. Og síðustu 4— 5 árin hefir aðferðin einnig verið tekin upp á mörgum al- mennum sjúkradeildum, jafnt lyflæknis- sem handlæknis- deildum. Árangurinn er hvarvetna talinn mjög góðúr. Vitanlega verða læknar jafnan að miða vinnu hvers sjúklings við hans hæfi og heilsu. Þessar sömu eða svipaðar aðferðir eru einnig notaðar á mörgum vinnu- eða kenslustof- um, sem komið hefir verið upp í mörgum stórborgum erlendis, fyrir atvinnulausa menn og konur. Kvaðst dr. Helgi hafa komið ,í slíkar stofnanir í Lon- don og Berlín. Þar var t. d. unnið að allskonar trjesmíði. járnsmíði, steinsmíði, klæð- skurði, hárskurði og hársnyrt- ing, prjóni, vefnaði, allskonar hampiðju, körfugerð o. s. frv. o. s. frv. Taugaveiklun barna. Hún er mjög mismunandi, eftir aldri barnanna. En aðal- lega gerir hún vart við sig á 1., 3.-4., 7.-8., 11—12. og 14.—16. ára aldri barnsins. Hjer er um börn að ræða, sem eru „normalt“ gefin and- lega (ekki fávitar), en veikj- ast og lýsir veikin sjer í áber- andi breyttri hegðun barnsins, t. d. að barnið verður óeðli- lega viðbrigðið, hræðslugjarnt, þrjóskufult o. s. frv. En vegna þess að hjer er um að ræða sjúkdóm, er sjálf- sagt, að læknis sje vitjað í tíma, því að oft má rekja margskonar taugaveiklun full- orðinna til þessarar byrjunar á barnsárunum. (Aftur á móti er það kennara og uppeldisfræð- Dr. Helgi Tóxnasson. inga að fást við þau börn með áberandi breytta hegðun, sem ekki stafar frá sjúkdómi; en vitaníega þarf oft að vera sam- vinna milli þeirra og lækna). Sá sjúkdómur barnsins, sem lýsir sjer í taugavéiklun, getur stafað af ýmsum orsökum — meðfæddri veilu í taugakerf- inu eða síðar tilkominni, ýmis- konar sjúkdómum eða öðrum utanaðkomandi áhrifum, frá foreldrum, leiksystkinum eða öðrum. Lækningameðíerð þessara barna fer aðallega fram á lækning-astofum eða heimilum barnanna. I einstaka tilfellum er þó nauðsynlegt að taka barn- ið af heimilinu og á spítala, og er móðirin helst tekin með, ef barnið er uingt. Fær hún og oft við það hvíld, sem henni er nauðsynleg og auk þess tæki- færi til að fylgjast með lækn- ingu barnsins og meðhöndlun þess. Það er grundvallaratriðið í þessari meðferð, að slíta ekki tengsí barnsins við móðurina, heldur efla heimilið og fjöl- skylduna sem mest í hug barns- ins. Tengsl barnsins við foreldra — einkum móðurina — og fjöl- skyldu eru talin ein sterkasta uppistaða sálarlífsins og því mjög þýðingarmikil til þess að koma í veg fyrir taugaveiklun síðar meir. Erfðarannsóknir. Víðtækár rannsóknir, sem gerðar hafa verið í tugi ára, hafa leitt í ljós, að arfgengi og ættgengi hefir mikla þýðingu fyrir þroska taugakerfisins og sálarlífsins. Greinilegustu nið- urstöður þessara rannsókna eru, að margskonar fávitaháttur og önnur skyld líkamleg afbrigði, ganga oft í erfðir eða fylgja ættbálkum. Þess vegna hefir í mörgum löndum verið upp tekin sú; stefna, að reyna að hefta fjölg- un fávita og sumra annara van- þroska einstaklinga. Er löggjöf um þetta þegar til í ýmsum löndum, en mjög ólík. Víðtækust og ströngust eru lög- in í Þýskalandi, þar sem fjöldi einstaklinga, sem ganga með vissa sjúkdóma eða eru, and- lega vanþroska eru gerðir ó- frjóvir, samkvæmt lögum og valdboði. StaunÍKig neitar Færey- ingum um hainarlegu i Grænlandi. Fiölmennur mótmæiafundur i Thorshavn. Thorshavn í gær. Einkaskeyti tii Morgunblaðsins Afar fjölmennur mótmæla- fundur var haldinn hj,er í bæn- um í gærkvöldi. Vegna gæftaleysis hjá Græn- landi í sumar hefir smábáta- veiði frá móðurskipinu „An- ana“ algerlega brugðist. 91 fiskimaður um borð í skipinu sendi Stauning for- sætisráðherra eindregna áskor- un um að „Anana“ fengi leyfi til að leggjast inn í höfnina í Tavkussak. Fiskimennii*nir skuldbundu sig aftur á móti til þess að veiði færi algerlega fram fyrir utan landhelgi frá skipinu. Sámskonar beiðni sendu einn- ig eigendur ,,Anana.“ En svar Staunings var eindregið nei. Baf ráðherrann því við, að ekki væri nóg löggæsla á staðn- um til að gæta þessara Fær- eyinga. Fundurinn sendi Staujning alvöruþrungna áskorun, þar sem farið var fram á, að þessu yrði breytt þegar í stað. Einnig sendi fundurinn dönsku þjóðinni ávarp og bað hana að styðja Færeyinga í þessari málaleitan, þar sem lífsskilyrðum sjómanna og út- gerðarmanna væri stefnt í tví- sýnu ef þetta fengist ekki lag- fært. Frjettaritari. í Danmörku hafa nýlega verið sett lög um það, að gera skuli menn ófrjóva, sem sekir verða um kynferðisglæpi. í Noregi hafa verið sett lög, sem heimila aðgerðir í þessu efni, ef sá, sem framkvæma á aðgerðina á, óskar sjálfur eft- ir, og gildar ástæður eru fyrir hendi. Hjer á landi eru ekki lög um þetta efni; hjer er ekki heimilt að gera jafnvel mestu fávita ófrjóva. 1 öðrum löndum hafa erfða- rannsóknirnar þannig orðið- grundvpllurinn að nútíma til- faunum til mannkynbóta, sem að vísu einnig beita mörgum öðrum aðferðum, en þeim, sem hjer hefir verið áminst. Ýmislegt fleira bar á góma úr utanför dr. Helga Tómas- sonar, sem hjer er ekki rúm til að rekja, enda margt af því svo há-vísindalegt, að almenn- ingur myndi lítið gagn af því hafa, þótt farið væri að skrifa um það. Erfiðleikar Færey- inga við fiikveiðar á ffarlæ^uni miðum. Kalundborg 5. sept. FÚ 1 áskoruninni til íorsætisráð- herra er því lýst hver bagi Fær- eyingunnsje að því, að hafnir á Grænlandi sjeu lokaðar þeim. Síðan er skorað á forsætisráð- herra að hlutast til um það, að hafpir á Grænlandi verði opnaðar fyrir Færeyinga. í síðari ál,yktuninni er því lýst hvernig fiskveiðar Færey- inga heima fyrir hafi verið eyðilagðar vegna ágengni út- lendra fiskiskipa. Færeyingar eigi því nú ekki annars kost, en áð leita á hin fjarlægu Is- lands og Grænlandsmið. Þá segir, að fiskveiðar í Fær- eyjum sje einn hinn hættuleg- asti atvinnuvegur, sem hugsast geti. Megi sjá það á því, að hvergi muni ekkjur pg föður7 leysingjar vera eing mörg að tiltölu við fólksfjölda, eins og þar. DANSKA STJÓRNIN STYÐUR EKKI FISK- VEIÐAR FÆREY- INGA NÓGU VJEL Færeyingar eru danskir rík- isborgarar, segir enn fremur, og það er því ekki nema sann- gjarnt að danska þjóðin styrki þá eftir föngum til þess að hag- nýta sjer hin torfengnu auðæfi í. Grænlandshöfum. En því sje fjarri að það hafi verið gert. Grænlandsstjórnin hafi þvert á móti lagt hindranir í götu þeirra. Útlend fiskiskip hafi vaðið uppi á miðunum, og ríkið eng- an veginn sjeð fyrir nægilegri landhelgisgæslu og eftirliti. Þá er á það drepið, að til- raunir þær sem gerðar hafi verið með það að nota gufu- skip, sem móðurskip fyrir róðr- arbáta, í því skyni að gera veið- ina örúggari og áhættuminni, hafi engan veginn mætti þeirri góðvild og þeim skilningi af hálfu ríkisstjórnarinnar, sem sjálfsagt var og vænta mátti. Mænusóttin. Nýtt tilfelli í gær. Morgunblaðið átti tal við hjer- aðslækni Magnús Pjetursson í gærkveldi og spurði hann hvóTt vart hefði orðið við fleiri mænu- sóttartilfelli hjer í bænum- Sagði hann að eitt barn hefði veikst í gær, en ekki væri hægt að segja hvort það væri hættulegt tilfelli. AHs liafa 3 sjúklingar dáið úr mænusótt af þeim 5, sem vitað er um að liafi tekið veikina hjer.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.