Morgunblaðið - 06.09.1935, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.09.1935, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Endurreisn einokunarverslunar á íilandi. Stefna sósíalista í verslunarmálum Það er vitað að stefna sósíalista í verslunarmálum er sú, að ríkið reki alla utanríkisverslun landsins. Alþýðuflokkurinn hefir aldrei far- ið leynt með þessar fyrirætlanir. Innflutningshöft í löndum þeim, er verið hafa áðalmarkaðslönd ísl. útflutningsvara, varð óvæntur stuðningur fyrir einkasölustefn- una, að því er útflutningsverslun- ina snerti. Engin viðlíka hjálp hefir einkasölustefnunni komið utan að, að því er snertir inn- flutningsverslunina. En kröfur sósíalista um einokun á öllum inn- fluttum vörum hafa eklti dvínað við það. Munu þeir líta svo á, að hjálpin komi heiman að og felist í því, að árvekni og mótstöðuorka þjóðarinnar sje nú svo þorrin fyrir aðgjörðir stjórnar hinna vinnandi stjetta, að hún muni möglunarlítið taka við flestu því, sem að henni er rjett >og ekki sýna mikið stórlæti. Framsóknarflokkurinn hefir farið hljóðlegar með vilja sinn og ásetning, að því er innflutnins- verslunina snertir. Yið og við hafa þó komið fram í blöðum Fram- sóknar kröfur um það, að sett yrði hjer með lögum ríkiseinokun á allar innfluttar vörur, en hljóð- ið hefir dottið jafn skjótt úr þeim miinnum, er þær kröfur hafa horið fram. Líkl. verið þaggaðar niður. Orsökin er eflaust sú, að ríkiseinokun mundi að mestu leysa kaupfjelögin af hólmi, en l>au eru, sem kunnugt er, það, Bem heldur Framsóknarflokkn- nm saman sem sjerstökum flokki, og meðan sá flokkur fær að 1 'lílast sem sjerstök deild í sósí- : i abandalaginu hjer á landi, ; dr forustumönnum flokksins eölilega ekki tímabært að láta þann fjelagsskap víkja alger- lega fyrir allsherjar ríkisemka- sölu. En nú hefir verið svo greinilega kveðið upp úr með það í blaði Framsóknarmanna hjer í bænum, að allsherjar ríkiseinokun á að- fluttum vörum sje einnig mark- mið þessa flokks, að út frá því verður að ganga, að samkomulag sje komið á um það milli þess- ara flokka, að koma ríkiseinokun- inni á, strax og aðstaða leyfir. 1 bráðina mun það helst hamla framkvæmdunum, að ríkið á ekki grænan eyri til vörukaupa, og mun trauðla kafna í lánstrausti erlendis, meðan núverandi stjóm «r við völd. En þegar svona er komið, að báðir þeir flokkar, er að ríkisstjórninni standa, gera kröfur um allsherjar ríkiseinokun, -er fullkomin ástæða fyrir lands- fólkið, sem við það verslunarfyr- irkomulag á að búa, að gera sjer fulla grein fyrir því, hvaða bikar það er, sem borinn er að vöram þess, og minnast þess um leið, að það er á valdi þess sjálfs, hvort það tæmri hann eða hryndir hon- um frá sjer. Til þess að komast að rjettri niðurstöðu í þessu máli, sem öðr- rim, er öruggast, ef þess er kost- ur, að styðjast við reynsluna. Svo vill nú til að íslenska þjóðin hef- ir bæði gamla og nýja reynslu af ríkisverslun; bæði í samkepni og einokun, bæði með einstakar vöru tegundir og allsherjar einokun. Ekki mun um það verða deilt, að ríkiseinkasölu fylgi óbrigðul- lega liækkað verð til neytanda. Sú var reynslan af einokun Dana hjer á landi, og sú hefir orðið reynslan af öllum einkasölum rík- isins á síðari árum. Verður ekki bent á eitt einasta dæmi þess, að einkasala hafi lækkað verð á að- fluttum vörum nje aukið vöru- gæði. íslenska þjóðin gengur því ekki að því gruflandi, að ef hún tekur yfir sig verslunareinokun á öllum aðfluttum varningi, býð- ur hún jafnframt heim öllum þeim hörniungurn, sem verslunaránauð fylgja til handa almenningi. Slík- ar fórnir færa menn ekki, nema von sje um einhvern mikilsverð- an ávinning í öðrum efnum. Og hver ætti hann svo sem að vera, sá vinningur ? Sósíalistarnir hafa svarið á reiðum höndum: Ávinn- ingurinn á að vera mikil og auð- veld tekjuöflun fyrir ríkissjóð. En áður en íslenska þjóðin kaupir þann ávinning ósjéð, gegn öllu því böli, sem hún áður hefir orð- ið að þræla fyrir verslunaránauð, mun hún krefjast einhverra trygginga fyrir þessum fyrir- lieitna ávinningi. En er hægt að veita þeir trygg- ingar? Hvað segir reynslan okk- ur ? Minnisblöð Landsverslunar. Ríkið rak mikla verslun á stríðsárunum, og þó miklu víð- tækari og meiri fyrstu árin eft- ir stríðið. Til ársloka 1921 var verslunarvelta Landsverslunar sem hjer segir: Ár 1914 (til 30/4 1917) kr. 3131619,00 — 1917 (frá 30/4) — 7764954,00 — 1918 — 16293231,00 — 1919 — 20865949,00 — 1920 — 11506000,00 — 1921 — 8161000,00 Verslunarveltan hefir því orð- ið alls að minsta kosti 70 miljónir króna. Er það svo stórkostlegur verslunarrekstur, að engin dæmi þvílík eru þekt hjer á landi um verslun með innfluttar vörur. Aðstaða þessarar verslunar var ólík og allmjög gróðavænlegri, en venjulegra verslunarfyrirtækja. Margar vörutegundirnar voru seldar með einokunaraðstöðu. Skip ríkissjóðs fluttu vörur verslunar- innar með vildarkjörum. Ríkis- sjóður lagði versluninni til eins mikið rekstrarfje og um var beð- ið, og tók af því enga vexti. Skatt- ar og útsvör fellu að mestu niður, og í fleiru var aðstaðan önnur og betri, til góðs hagnaðar, heldur en kaupsýslumenn hafa alment við að búa. Hversu mikið vaxtalaust fje ríkissjóður átti í versluninni á hverjum tíma, verður ekki sjeð nákvæmlega. En samkvæmt efna- hagsyfirliti, sem forstjóri verslun- arinnar gaf viðskiftamálanefnd- um Alþingis árin 1921 og 1922 hefir skuld verslunarinnar við rík- issjóð í lok hvers reikningsárs verið sem hjer segir: Ár 1917 kr. 5660659,03 — 1918 — 9010401,18 — 1919 — 6179904,67 — 1920 — 2941754,01* — 1921 — 2006803,58 Líklegt er, að innieign ríkis- sjóðs hvert ár hafi verið lægst við reikningslok. Má ætla, að ríkis- sjóður hafi átt standandi í versl- uninni til jafnaðar um 6 miljónir iiróna þessi 5 ár, en minna árin á undan og eftir. Hefir ríkissjóður þannig látið versluninni í tje sem svarar ársvöxtum af 30—40 milj- ónum króna. Ekki er auðvelt að meta til fjár öll þau hlunnindi, sem ríkið veitti Landsverslun. Yíst er það þó, að vaxtahlunnindin nema að minsta kosti tveim miljónum króna, sem er beint tap rtkissjóðs. Skatta og útsvarshlunnindin eru líka tap ríkissjóðs og sveitarsjóða. nemur það varla minni upphæð en einni miljón króna alls, núðað við verslanir kaupmanna. En töp ríkissjóðs á þessu versl- unarbákni eru þó ekki öll með þessu talin, því árið 1919 tók rík- ið á sig að greiða 1^2 miljón króna rekstrartap fyrir verslun- ina. Var þá hinn illræmdi innflutn- ingstollur lagður á kol og salt, til þess að bæta ríkissjóði það áfall. Helst sá tolhir að nokkru leyti enn þann dag í dag. 70 miljón króna verslunar- velta á svona fáum árum hjá einu verslunarfyrirtæki, er eftir ísj- lenskum mælikvarða ekkert smá- ræði. Geta menn gert sjer í hug- arhmd, hvílíkur stórgróði áætl- aður hefði verið af slíkri stór- verslun hjá kaupmanni, þótt í hreinni samkepni hefði verið rek- in. En hjá Landsverslun varð miljóna tap á þessum rekstri. Ólíklegt er, að nokkur maður sje svo óskammfeilinn, að halda öðru fram en því, að ríkiseinokun á öllum innfluttum vörum mundi valda óbærilegri dýrtíð fyrir landsfólkið. Og þeir, sem halda því fram, að slík verslun yrði tekjulind fyrir ríkissjóð, meta ekki mikils reynsluna af Lands- versluninni gömlu. Sigurður Kristjánsson. Tímamir breytast. — Enskt blað hefir komist að eftirfarandi: Árið 1870 var konan móðir barna sinna. 1925 var hún orðin systir barna sinna og 1980 verð- ur hún dóttir barna sinna. Marlene Dietrich fekk um daginn biðilsbrjef frá enskum bónda- Hann bauðst til að elska hana til eilífðar og gefa henni í tilbót 20 þús. fjár, ef hún vildi giftast sjer. Marlene varð að neita þessu höfðinglega boði. * Skuld ríkissjóðs lækkar svona mikið árið 1919 vegna þess, að það ár tók ríkissjóður að sjer að greiða 1,5 milj. kr. rekstrarhalla verslunarinnar og var sú upp- hæð þá dregin frá skuld versl- unarinnar við ríkið. Málfríður Lambertsen 1863—1935. Hálf öld er liðin síðan æsku- vinkona mín, Málfríður Lambert- sen, hvarf hjeðan til að setjast að í Danmörku ásamt móður sinni og tveimur systkinum. Hún var fædd hjer í bænum, dóttir Guðmundar Lambertsen kaup- manns, sem átti hús, þar sem nú er ísafoldarprentsmiðja. Auðlegð þessa heims eignaðist hún aldrei, en hún var ein af þeim tilfinningaríkustu konum, sem jeg hef þekt, og það ríkidæmi er ekki einskis virði, því þótt það hafi oft sorgir í för með sjer, þá getur það veitt verðmæti, sem ekki er hægt að fá fyrir peninga. Á þessum langa tíma kom hún hingað aðeins einu sínni í heim- sókn, árið 1907. Ilana var því farið að langa mjög til að sjá ættjörðina og vini sína hjer, þótt ekki kæmi henni til hugar, að hjer ætti hún að bera bein sín. Þess vegna var það, að ástvinir hennar hjer, buðu henni að koma í sumar og halda sjötugsafmæli sitt hjer í þeirra hóp, en það átti hún 22. júlí. Við, sem höfum þekt og elsk- að hana og sem í dag fylgjum henni til grafar, við getum ekki gjört að því, að okkur finst það óskiljanleg forlög, að hún skyldi koma hingað einungis til að deyja! Er það af því, að hún elskaði ættjörðina svo heitt, að hún á að fá að hvíla í skauti hennar? Gat hinn veiki, þreytti líkami ekki þolað hina löngu ferð til æskustöðvanna, sem hugur hennar leitaði til á hverjum degi? Eða var andi hennar þegar á leið til æðri heima og staðnæmdist hjer að eins um stund, til að vekja hjá okkur, sem komum að sjúkrabeði hennar, fagrar endur- minningar um hjartagæði hennar, trygð og miklu mannkosti? Það þýðir lítið fyrri okkur að spyrja, því „þótt hátt vjer hugsa ættum, hjet guð ei, að sjálfir mættum, skamta oss af skilnings- trje‘ ‘. En hinir mörgu íslensku gestir, sem komu á heimili hennar í Kaupmannahöfn, vita að öll henn- ar ævi var kærleiksfórn gagnvart móður og systkinum og í vetur þegar yngsti bróðir hennar einn- ig var tekinn frá henni og þessu kærleiksverki var lokið, þá voru kraftar hennar þrotnir. Göfug kona er gengin til hvíldar og við vinir hennar þökk- um guði fyrir að hafa þekt hana. Thora Friðriksson. Föstudaginn 6. sept. 1935. Góð uppskéra. Munið að verja kálgarðana fyrir arfa —> þá fæst góð uppskera. Björn Bjarnason í Viðey konx til Morgunblaðsins í gær og sýndi því/ óvenju stórar, jafnstórar og- fallegar kartöflur, sem hann hafði tekið upp úr garði sínum. Þyngsta kartaflan vóg 350 grömm, en undan einu káli hafði hann fengið fimm kartöflur, sem vógu að með- altali um 175 grömm hver. — Hvaða kartöflutegund er þetta ? — Það eru hinar svonefndu Eyvindarkartöflur, svaraði Björn. Jeg fekk útsæði af þeim í fyrra og tók svo frá af uppskérunni um haustið og notaði það til útsæðis í vor. — Hvaða áburð notaðir þú í garðinn ? — Engan annan en sauðatað. — Hvernig heldurðu þá að standi á að þú færð svona góða uppskeru núna ? V — Jeg hlustaði á útvarpsfyrir- iestur sem Ragnar Ásgeirsson helt í vor, þar sem hann brýndi fyrir mönnum að láta arfa ekki safn- ast í kálgörðum sínum, því að arf- inn drægi gróðurmagn og vætu frá kartöflunum. í alt sumar gætti jeg þess því, að reita hverja arfa- spíru úr garðinum jafnóðum og hún sást, og því þakka jeg það, að kartöflurnar urðu svo jafnar og stórar. — Hvenær sáðirðu? Hvenær skarstu upp? — Jeg sáði um sumarmálin, en byrjaði að taka upp fyrst í ágúst. Þá var undirvöxturinn orðinn eins og liann er í meðallagi í Viðey á haustin (mánuði seinna). — Hvað sáðirðu miklu, og hvað var uppskeran mikil? — Jeg sáði um 175 pundum, en uppskeran, frá þxú að jeg byrjaði að taka upp um mánaðamótin seinustu og þangað til núna, er eitthvað á 9. hundrað punda. í ágústmánuði spruttu kartöflurnar mikið, og verður aðeins giskað á hvað jeg hefði fengið mikla upp- skeru, ef tekið hefði verið upp úr öllum garðinum núna, í stað þess að byrja að taka upp fyrst í ágúst. Elsta kona í Danmörku. Anna Shau í Haderslev. Myndin tekin er hún var 106 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.