Morgunblaðið - 11.09.1935, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikud. 11. sept. 1935.
Huey Long.
PramhaJd af bls. 3.
orsaki óeirðir í landinu, e. t. v.
byltingu.
Hafa vopnaðir her-
menn verið dreyfðir
um allar götur.
Weiss læknir, sem skaut á
Huey Long, var jarðaður í gær,
að viðstöddum mörgum þúsund-
um manna.
Ekki vita menri til þess enn-
þá, að neinn hafi verið í vit-
órði með Weiss.
Pavy dómari, tengdafaðir
Weiss, hefir verið tekinn fast-
ur.
Roosevelt forseti hefir gefið
út opinbera tilkynningu, þar
sem hann lýsir vanþóknun
sinni á atferli Weiss og harmar
það, sem skeð hefir.
Áður en þingið í Washing-
hon var sent heim á dögunum,
hafði Huey Long sagt m. a.:
Harðvítugur bardagi mun
nú hef jast. Jeg býst á hverju
augnabliki við skoti aftan frá.
Páll.
Æviágrip.
London, 10. sept. FÚ.
Huey Long fæddist árið 1893
og var 7. barn af 9 systkinum.
Hann fjekst við fjölda mörg
störf, áður en hann tók að gefa
sig við stjórnmálum. Fram eftir
æfinni fjekst hann við að
pranga með skófatnað, sápu og
undralyf og fór hús úr húsi
irieð varning sinn. Síðan nam
hann lög á skotspónum og í
hjáverkum og fjekst við lög-
fræðistörf.
Hann var gæddur undra-
verðri mælsku og hafði óbilaiidi
minni á smámuni, einkum að
því er snerti menn, og varð það
honum síðar að ómetaniegu
gagni 1 hinni pólitísku baráttu.
Hann byrjaði starfsemi sína í
stjórnmálum litlu eftir að ó-
friðnum lauk og var þá skipað-
ur umsjónarmaður járnbrauta.
Frá þeim tíma var hann svar-
inn óvinur ýmsra auðfjelaga,
sem vinna í almennings þarfir.
Árið 1924 kepti hann um
landstjóraembættið í Louisiana,
þá 31 árs að aldri, en fjeil í
kosningunum, en árið 1928 náði
hann kosningu sem landstjóri.
Meðan hann gegndi því em-
bætti braut hann svo að segja
allar reglur um opinberan em-
bættisrekstur og hafði venju-
lega ekki aðra embættisskrif-
stofu en svefnherbergi á ein-
hverju gistihúsi og gaf þaðan
íyrirskipanir sínar og tók á
móti heimsóknum.
Hann var sífelt á kafi í deil-
uiri og það var aldrei friður um
hann nokkurn dag, og veitti
honum oftast betur.
Á meðan hann var land-
stjóri, skapaði hann sjer sjer-
stakan lífvörð, og upp á síð-
kastið mátti svo heita, að land-
varnarliðið í Louisiana væri per-
sónulegur lífvörður hans.
Svo er talið að Huey Long
hafi veitt íbúum Louisiana mjög
margt af því sem hann lofaði
þeim í kosningabardaganum.
Hann ljet byggja þúsundir
rnílna af góðum vegum, hann
kom upp ríkisháskóla, hann
t
Einar Sigurðsson
prenfari.
1 /gærkvöldi barst mjer fregn
um það, að hann væri dáinn. Yil
jeg því biðja Morgunblaðið fyrir
eftirfarandi minningarorð:
Að Einari Sigurðssyni prentara
stendur íslenskt dugnaðarfólk í
báðar ættir, því hann var sonur
þeirra hjónanna Sigurðar útvegs-
bónda Einarssonar í Pálsbæ á
Seltjamarnesi og Sigríðar Jafets-
dóttur, og átti Einar því stórurn
og fríðum systkinahóp að fagna í
æsku, og sívaxandi frændafjölda
með árum fram. — Hann lærði
prentverk í Þjóðviljaprentsmiðju
á ísafirði og Bessastöðum, árin
fyrir aldamótin, vann svo um
tíma í ísafoldarprentsmiðju, en
lengst af í prentsmiðjunni Guten-
berg, eða alt að því um þrjátíu
ára skeið, — og jeg held mjer sje
óhætt að fullyrða, að prentverkið
hafi altaf átt vel við skap Einars,
sem atvinnugrein. — Haudverkið
ljek í höndum hans eins og streng
ur undir fiðluboga kunnáttu-
manns, og svo var starfsemdar-
metnaður hans vel gróinn, að
hann skilaði altaf fullgildu verki
í góðu horfi. En aldrei fanst mjer
hann þó jafn afkastadrjúgur og
úrræðaviss, eins og þá, e'r heimt-
að var af honum í skyndi vand-
lagði brautir um fen og foræði,
hann kom upp fjölda skóla í
úthverfum og afskektum sveit-
um, hann kúgaði símafjelög og
rafmagnsfjelög til þess að
lækka verð á vöru sinni. Hann
var í raun og veru einvaldur í
Louisiana til dauðadags, þó að
upp á síðkastið gegndi hann
engu embætti, en hann var ná-
inn vinur núverandi landstjóra,
sem ekki gerði minstu tilraun
til þess að rísa gegn einveldi
hans.
Svo mikil voru völd og áhrif
Huey Long í Louisiana, að eng-
inn þorði að dæma dóm, sem
honum var á móti skapi eða
kenna það í afskektum sveita-
skóla, sem kynni að móðga
hann.
Huey Long var leiðtogi hreyf-
ingar, sem gengur nú um öll
Bandaríkin og kallar sig „Deil-
ið auðæfunum“, „shore our
wealth“. Hann átti yfir 7 milj.
stuðningsmanna.
Eitt atriði í stefnuskiá hans
var það, að gera skyldi upptæk-
ar allar eigur þeirra manna,
sem ættu yfir 4 miljónr dolll-
ara. Þessu fje skyldi skifta
meðal alþýðunnar og skyldi
hver f.jölskylda í sveitum fá sem
svaraði 500 sterlingspundum.
Stjórnmálastefna hans var öll
svo samofin við persónu hans,
að það er talið vafasamt, að
foringi fáist 1 hans stað. Hann
var jafnvel heima í sölum Öld-
ungadeildarinnar, þar sem hann
talaði hinu fióknasta lagamáli,
eins og út á baðmullarekrun-
um meðal svertingjanna, þar
sem hann talaði hrognamál
þeirra og útskýrði stefnu sína
við þeirra hæfi.
að verk og fljótt af héndi leyst.
Og jeg get varla látið þess ógetið
hjer, að mjer fanst. hann þá oft
liðtækari einn en tveir aðrir góðir,
og oft dáðist jeg að því með sjálf-
um mjer, hvað hann var fram-
úrskarandi ráðhollur og uppörf-
andi fjelagi í öllu verklegu sam-
starfi, og studdi það af eðlisgró-
inni trúmensku, úrlausnarfljótu
verksviti og bjargvissum skap-
gerðarhlýjindum. — Hjer er því
úr flokki farinn sterkur starfskraft
ur ríkisprentsmiðjunnar, og stál-
tryggur fjelagsmaður prentara-
stjettarinnar, er eftir sig lætur
margar hollar, skemtilegar og
spakar minningar. — Einar var
skjótur til yfirlits í rjettar
áttir um hlutina, hafði takmark-
aða samiið með tepruskap og til-
gerðarbrag, en bar mikið traust
til mannlegs viðmóts, ef það lýsti
sjer fljótt eins og það er í insta
eðli. — ög jeg var löngum þeirr-
ar skoðunar, að hann ætti mark-
verðar mannþekkingar-athuganir
í sjer faldar, er meðal annars ljetu
á sjér bóla í því, hvað hann gat
veríð skýringarfyndinn á per-
sónulýsingar og framkomusnið
margra samtíðarmanna og skemti-
lega hæfinn á sýnishorn þeirrar
tegundar — eins og til dæmis, þeg-
ar ofstyrkur skapgerðar snerp-
unnar er í mjög öfugu hlutfalli
við persónuleikann, — eða ber
hann ofurliði —, eins og oft brenn
ur við með vínreifum mönnum,
og öðrum. — Og einhverntíma
mintist Einar þess, í mín eyru,
að altaf fyndist sjer fólkið við-
kynningar-sannara, hugarþels-frísk
ara og frásagnar-snjallara á fróð-
legar minningar, ef andinn örfaði
innrætið annað veifið. — Og þess
vegna hafði hann nokkuð rökviss-
ar mætur á máttarvaldi Bakkusar
konungs að fornu og nýju, þótt
ekki gerði hann strandhögg hjá
spilaborgum óvina hans. En þess
í stað kunni hann því vel að skil-
greina og eiga í höggi við þær
margbreyttu innbyrðis andstæður,
sem þegnskaparbragur þar í kon-
ungssveitum færir þjóð að bond-
um. — Og víst er um það, að oft
fannst Einari gleðskaparmennska
fjelagslífsins nokkuð bragðdauf og
svipsljó, fengi hún ekki, að frjálsu,
að lauga sig og endurskapast í
sterkum vötnum sígildrar Babý-
lonar. —
Einar Sigurðsson var ekki fjár-
hyggjumaður að eðlisfari, enda
fráhneigður aflabrögðum snáp-
mennskunnar. -— Hann var vel skil
merkilegur í viðskiftum, en vafði
þau aldrei refjahnútum vanskil-
anna. Hann var altaf örlátur um
efni fram og setti glaðværð og
góðra vina fundi gildum sjóðum
framar. — Einar S’gurðsson var
fullra 56 ára þegar hann fjell frá,
og lætur eftir sig ekkju og eina
dóttnr á æskuskeiði.
9. sept. 1935.
Kallgrímur Benediktsson
prentari.
Spspnsk hrísgrjón hefir F. Ólafs-
n, Austurstræti 14 nýlega fengið.
r það fyrsta sending af hrísgrjón
n, scm kemur hingað frá Spáni,
; hafa þau reynst góð vara.
• ••••••••••••••••••••«>*
• ••••••••• •••••••«••• •••••*•••• ••• •••>•• ••••••••«
Tlniburverslnn
P. W. Jacabsen & SSn.
StofnoÖ 1824.
Símnefni: Granfuru — Car!-Lundsga.de, Köbenhavn C.
Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaup-
mannahöfn. — Eik til skipasmíða. — Eirrnig heila
skipsfarma frá Svíþjóð.
Hefi verslað við ísland í meir en 80 ár.
:s
••
••
••
••
••
••
••
::
••
••
••
•»
• e
• •
• •
• •
• •
:i
••
• •
;bn=
Ný bób.
Jón ófeigsson: Þýsk-íslensk orðabók, 944 bl»»
í stóru broti.
Verð í ljereftsband| kr. 25.00, í skinnb. kr. 29.00.»
Fæst hjá bóksölum
BókavcrtNlun Si^fúsar Eymundssonar
og Bókabúð Austurbæjar, B. S. E„ Laugaveg 34.
i
BifreftH livolfii*
hjá Lögbergt.
Laust eftir hádegi í gærdag
valt vöruflutningabifreiðin RÁ,
2 skamt fyrir neðan Lögbergj
Bifreiðin var á leið til bæjaring
með 59 dilka austan úr Rangj
árvallasýslu.
Þegar bifreiðin valt út af
veginum hvolfdi henni.n og
meiddust 10 lömb svo mikiðl,
að það varð að lóga þeim 4
staðnum. :,'sn|
Tveir menn, sem gættu dilk}-
anna, sluppu nær ómeiddir.'
Bifreiðin er eign Kaupfjelagi
Rangæinga að Rauðalæk, ,o|?
stýrði kaupfjelagsstjó^inijí,
Helgi Hannesson, sjálfur bilr|-
um. ..g I
Bifreiðin rann út af vegirium
vinstra megin. Um leið og húþ
fór út af veginum fóru öll lomb
in út í aðra hliðina og muiv'þap
hafa orsakað að bílnum hvolfdi.
Bifreiðarstjóri býst við að
hann hafi mist vald á vagnmiþjh
vegna þess að framfjöður h'áfi
brotnað. ^
Bifreiðin skemdist mikið,.
Verið
hranst
Haldið þjer sjeuð það?
Þreytist þjer fljótlega?
Eruð þjer hamingjusamir
og vel liðnir?
Til þess að öðlast alt þetta.
er gott að neyta tveggja
matskeiða af Kellogg’s All-
Bran í kaldri mjólk eða
rjóma.
Engin suða nauðsynleg.
Fæst í matvöruverslunum^
§
ISS
Ali-BRAN
ALL-BRAN
Dásamleg fæða.
; i
Karfaveiðarnar
Tveir togarar fara
á veiðar í vtðbót.
Togarinn Skallagrímur kom til
Siglufjarðar í gær með 40 tonri
af karfa eftir tveggja sólarhringja
veiði á Húnaflóa og víðar fiyrir
Norðurlandi.
Höfðvi skipsmenn helst orðið
varir við karfa á Húnaflóa, en
lítið eða ekkert annars staðar.
Búist er við að skipið hætti nú
tilraunum til að finna ný kárfa-
mið og fari til veiða á Halamið.
Togararnir Tryggvi gamli og
Hávarður Isfirðingur hafa ver|ð
ráðnir til að stunda karfaveiðar
og leggja afla sinn á land hjá
síldarverksmiðjum ríkisins á
Siglufirði.
Tryggvi gamli er þegar farinri,! á
veiðar og Hávarður ísfirðirigur
fer einhvern næstu daga.
Nýslátrað dilkakjöt,
Sviðin svið, lifur og hjörtu.
Fyrsta flokks gulrófur
og m. fl.
Verslun
Sveins Jöhannssonar.
Bergstaðastr. 15. Sími 2091.