Morgunblaðið - 13.09.1935, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.09.1935, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudaginn 13. sept. 1935, Útref.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltatjörar: J6n Kjartansaon, Valtýr Stefánsson. Ritstjðrn o.g afgreitisla: Austurstrœiti 8. — Slmi 1809. ▲uglýsingastjðri: B. Hafberg. ▲uBiýslngaskrifstofa: Austurstrœti 17. — Siml 8700. Hslmaslmar: Jðn KJartansson, nr. 8748. Valtýr Stefánsson, nr. 4880. Árni Óla, nr. 3046. B. Hafberg, nr. 8770. Áskriftagjald: kr. 3.09 á. mánuBI. 1 lausasölu: 10 aura eintakiti. 80 aura meS Lesbðk. Hvert var erindið? Þann 13. ágúst birtist á for- síðu Tímadilksins mynd af Ey- steini iJónssyni fjármálaráð- herra, og þess getið, að hann færi utan með Brúarfossi þá um kvöldið. Jafnframt var skýrt frá því, að för ráðherrans væri heitið til Englands og síðar ef til vill til Danmerkur. Um erindi ráðherrans utan var þess getið, að hann færi „vegna viðskifta íslands við þessi lönd og fleiri.“ Nú er fjármálaráðherrann fyrir skömmu kominn heim úr utanförinni. En heimkomunn- ar hefir dilkurinn ekki getið, nema hvað nafn ráðherrans var talið í bæjarfrjettum meðal annara farþega, er honum voru samskipa. Engin mynd fylgdi nú af ráðherranum. Síðan eru liðnir nokkrir dagar og hafa menn altaf ver- ið að búast við, að dilkurinn birti ,,viðtal“ við ráðherrann, þar sem hann skýrði frá er- indinu utan og hver árangur hefði orðið af förinni. En ekkert slíkt viðtal hefir enn sjest í dál'kum Tímadilks- ins. Þetta er því undarlegra, þar sem varla kemur fyrir, að óbreyttur liðsmaður úr Tíma- flokknum fari svo utan, að ekki birti dilkurinn langt viðtal við hann, þegar hann kémur heim. En þegar fjármálaráðherra flokksins fer utan fyrsta sinni „vegna viðskifta íslands“, við erlend ríki, þá sjest ekkert við- tal og ekkert er sagt um árang- ur fararinnar. Hvernig víkur þessu við? Lætur dilkurinn nægja þá fræðslu, sem Spegillinn ljet mönnum í tje um utanför ráð- herrans? Er það ekki bein móðgun við ráðherrann, að stjórnarliðið steinþegi um þessa fyrstu utan- för hans? Þegar blöð Sjálfstæðismanna voru hjer á dögunum að spyrj- ast fyrir um það, hvort brýn nauðsyn væri á því, að allir ráðherrarnir færu utan á einu og sama árinu, ætlaði Tíma- dilkurinn gersamlega að rifna yfir þeirri ósvífni Sjálfstæðis- manna, að spyrja þannig. En má þjóðin þá ekki fá að vita, hvaða erindi þessir herrar höfðu og hver árangur varð af utanförunum? Laval vill fá skýrari afstððu Breta áður en hann kýs á milli vináttu þeirra og ítala. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL M ORGUNBLAÐSINS. Örlagastundin er runnin upp í Genf. Nú verða fulltrúar Þjóðabandalagsins að ákveða þegar, hvernig afstaða þeirra verður í Abyssiníumál- unum. Ræða Sir Samuel Hoare opnaði leið til náinn- ar samvinnu milli Breta og Frakka, því að utan- ríkisráðherrann gaf með henni til kynna að Bret- ar myndu fúsir til þess að fylgja Frökkum að mál- um, ef til friðslita kæmi innan Evrópu. En því má ekki gleyma, að Sir Samuel ljet svo um mælt, að þeir Frakkar og Bretar ættu að standa saman um að styðja Þjóðabandalagið, og það væri á grundvelli þess, sem vinna ætti að friðarmálum álfunnar. En Sir Samuel benti jafn- framt á, að ef Frakkar ekki styddu Breta að málum, þá myndu Bretar jafnvel ganga svo langt, að segja sig úr Þjóðabandalaginu. Nú er beðið með óþreyju eft- ir ræðu Lavals, sem hann senni- lega heldur á morgun. Hefir heyrst, að Lával óski enn eftir nokkrum nánari skýringur og fyrirmælum frá hendi Breta, áður en hann markar afstöðu sína; áður en hann velur um þessa tvo kosti, fyrir hönd þjóðar sinn- ar, vináttu Breta eða vináttu ítala. Kunnugir telja að afstaða Lavals sje þegar ákveðin. Páll. Álit manna í Genf á ræðu sir Samuel Hoare. Karlsefni seldi afla sinn í Grimsby í gær, 923 vættir fyrir 1022 stpd. London, 12. sept. FÚ. Ræða sú er Sir Samuel Hoare hjelt í gærdag í Genf hefir yf- irleitt mælst mjög vel fyrir hjá fulltrúum hinna smærri þjóða. Hafa ýmsir þeirra flutt ræðu á fundi Þjóðabandalagsins í dag. Sandler, utanríkisráðherra Svía, sagði að Þjóðabandalags- ráðið hafi þegar eytt of mikl- um tíma í árangurslitlar um- ræður síðan Abyssiníudeilan kom upp. Hann'kvað það vera ósk Svíþjóðar að Þjóðabanda- lagið beitti valdi sínu og áhrif- um til hins ítrasta og væri Sví- þjóð reiðubúin til, að leggja þar til stuðning sinn. Forsætisráðherra Belgíu tók einnig til máls og sagði að þjóð sín væri reiðubúin til þess, að kosta hverju til sem krafist yrði, til þess að fullnægja skyld um sínum, samkvæmt Þjóða- bandalagssáttmálanum. Belgía myndi taka sinn hluta í hverri þeirri framkvæmd eða ráðstöfun, sem Þjóðabandalagið fjellist á, hann ljet sem sjer þætti það mjög miður, að stjórn málaástæður væru nú svo erfið- ar í heiminum, að ekki væri til þess að hugsa, að nægilegur friður og ró fengist, til þess að taka til athugunar nýja skift- ingu hráefna eins og fulltrúi Breta hefði minst á. Fulltrúi Hollendinga mælti mjög á sömu leið, hann skor- aði á Þjóðabandalagið að gæta til fulls þeirrar ábyrgðar sem á því hvíldi. Hann sagði að Holland væri óbilandi í hollustu sinni við Þjóðabandalagið og reiðubúið til þess að taka á sig sinn hluta af ábyrgðinni á ráðstöfunum þess, og hann bætti við: „Engri þjóð má haldast það uppi, að hrifsa til sín lönd annara með ofbeldi. Þörf einstakra þjóða fyrir aukið land verður að leysa með friðsamlegu samkomulagi, en ekki með hervaldi. Afstaða heims- blaðanna. Heimsblöðin ræða af mikilli vinsemd um ræðu Sir Samuel Hoare í g'ærdag og gætir þess alstaðar nema, í Ítalíu. Þaðan hefir ekkert opinbert svar komið við ræðunni ennþá. ítalir bíða nú milli vonar og ótta eftir ræðu þeirri sem Laval flytur á morgun og er talið að hún verði miðdepill atburðanna þann dag. I Abyssiníu hefir ræðu Sir Samuel verið afar vel tekið. Þjóðverjar bíða átekfa. Þýsk blöð hafa enn engin um- mæli birt um ræðu Sir Samuels, sem skoðast mætti sem dómur þýsku stjórnarinnar um hana. Háttsettur þýskur embættis- maður var spurður um það í gær, af blaðamanni, hvernig honum litist á afstöðu Breta. | Hann svaraði því að þetta , mál snerti ekki hagsmuni Þýska lands beinlínis. Hann var þá spurður að því, |hvort Þýskaland myndi fást til 'samvinnu við Þjóðabandalagið, | ef það tæki þann kost, að beita refsiráðstöfunum gegn Ítalíu, i Þessu svaraði hann á þá leið, að þetta væri spurning, sem leiðtogi þjóðarinnar einn væri bær um að svara. Hinsvegar taldi hann að Þýskaland myndi bíða átekta og sjá hvort Japan og Banda- ríkin fengjust til þess að styðja Þjóðabandalagið til slíkra að- gerða. 1 Austurríki hefir ræðu Sir Samuel verið miður tekið. í áhrifamiklum austurrískum blöðum er sagt, að það væri í mesta máta fávíslegt ef Þjóða- bandalagið tæki upp stefnu, sem gerði ástandið ennþá flókn- ara en það væri nú. Mussolini fœr alla á móti sjer. Aðeins tvö blöð í Englandi, Daily Mail og Daily Mirror, hafa borið við að gagnrýna ræðu Sir Samuel. Hinsvegar segir Times að ut- anríkisráðherrann hafi sköru- lega og vel gert grein fyrir af- stöðu Bretlands. The Scotsman segir að ræðan hafi stórlega hreinsað loftið og rutt brautina fyrir skipulegt samstarf. The Daily Herald segir: „Hjer voru þau orð töluð fyrir Bretlands hönd, sem allur heimurinn hefir gott af að heyra. Mussolini fær nú ekki ein- ungis að fást við Abyssiníu, ef hann leggur út í stríð, heldur við sameiginlega mótstöðu alls heimsins“. Frakkar ráða úrslitum. Sum ensk blöð láta þó í ljós þá skoðun, að Frakkland ráði úrslitum í þessu máli og velti það á því, hvort það velur sjer Ítalíu eða Bretland fyrir vin og Sambandsríki. Manchester Guardian segir, að sá skilningur sem brist hafi á bak við ræðu Sir Samuel, hafi verið það eftirtektarverðasta við hana, og að hugmynd hans um skiftingu hráefna bendi langt fram í tímann. Alment er nú litið svo á, að Þjóðabanda- lagið eigi ekki annan kost fyrir hendi en að beita valdi sínu eða þá að hætta störfum. Um það kemst eitt blað svo að orði: „Heimur- inn hefir enga þörf fyrir alþjóðlegt skraf- skjóðuþing“. Abysslniuher látlnn liörfa frá landamœr- Ulltllll. Kalundborg, 12. sept.FÚ. | 1 Addis Abeba hefir ræða Sir Samuel vakið feikna at- hygli og verið tekið með mesta fögnuði. Abyssiníukeisari hefif boðið hersveitum sínum að hörfa nokkuð til baka frá; landamærum Eritreu, til þess að eiga það ekki á hættu að þær lendi í skærum við ítalska framverði. Sir Samuel Hoare. Ræða sú, sem Sir Samuel Hoare hjelt í Genf í fyrradag, hefir vakið feikilega athygli um allan heim. Lófaklapp dundi við í Þjóða- bandalagssalnum að ræðunni lokinni. Forseti bandalagsins, Benes, mælti á þá leið, að nú hefði England tekið forystuna í baráttunni fyrir friði. Sir Samuel Hoare varð utan- ríkisráðherra Breta í júní síð- astliðnum. Tók hann við af Sir John Simon, þegar breytingin var gerð á bresku stjórninni, og Stanley Baldwin tók við forsæti hennar i stað Mac Donalds. Fátítt er það ekki, að ensk blöð ræði um Sir John Simon sem versta utanríkisráðherra, sem Bretar hafi nokkru sinni haft. Var hann sakaður um stefnuleysi, einkum í afstöðu hans í þjóðabandalagsmálun- um. Sir Samuel sýndi í ræðu sinni í fyrradag, að enskri utanrík- ispólitík verði ekki framar brigslað um stefnuleysi. Ræða hans var einarðleg og djarf- mannleg og markaði glögt stefnu Breta. Sir Samuel Hoare. Sir Samuel var Indlands- málaráðherra áður en honum 'voru falin utanríkismálin. — Lausn sú á stjórnskipulagsmál- um Indlands, sem samþykt var í enska parlamentinu í sumar j var að mestu leyti verk Sir j Samuels. Um langt skeið var Sir Sam- j uel flugmálaráðherra Breta. Þingmaður hefir hann verið 'síðan 1910. Sir Samuel er 55 ára að aldri. Pr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.