Morgunblaðið - 13.09.1935, Side 7

Morgunblaðið - 13.09.1935, Side 7
MQRGUNBLAÐIÐ Föstudaginn 13. sept. 1935. Eisaskipið „Columbus“. ;Columbus“, v'ign Norddeutscher Lloyd, kom nýlega til Kaupmannahafnar með 1700 ferðamenn. Myndin af skipinu er tekin á ytri höfninni í Höfn. „Columbus“ er 35.000 tonn, og er stærsta skip sem komið hefir til Kaupmannahafnar. < Karlinn. f tilefni af grein herra fram- kvæmdarstjóra, Hafsteins Berg- þórssonar, sem birtist í Morgun- blaðinu í fyrradag, vildi jeg leyfa mjer að gera dálitla athugasemd. Fyrir nokkrum árum hefur dr. Bjarni Sæmundsson bent á það, fyrstur manna, að mikið verðmæti færi forgörðum í öllum þeim karfa, sem kastað væri af togur- um. Ef að jeg man rjett, hefir hann oftar en einu sinni í ritum hvatt menn til þess að hirða karf- ann. Einnig mætti geta þess, að fyrir nokkrum árum var gerð til- raun til þess að bræða karfa í verksmiðjunni á Sólbakka, en þá (Strandaði víst á því, að ekki var hægt að vinna bug á broddunum, þeir spiltu mjölinu- Að öðru leyti er skýrsla Haf- Æteins svo merk, að full ástæða er að líta með eftirvæntingu á út- komu þeirrar veiðar, sem þar er Ifiidd athygli að. B.eykjavík, 11. sept. 1935. Ámi Friðriksson. Dagbók. Veðrið (fimtud. kl. 17): Um €00 km. suður af Reykjanesi er alldjúp lægð á hreyfingu norð- austur eftir. Vindur er A og NA um alt land og sumstaðar allhvast vestan lands og við suðaustur- ströndina. Dálítill úði er á Vestfj. og á Suðurl. hefir sumst. verið dá- lítil rigning í dag. Hiti 8 st. fyrir norðan en 11 st. syðra. Veðurútlit í Rvík í dag: AU- hvass NA. Úrkomulaust. 59 ára er í dag Sigmundur Rögnvaldssin fisksali, Suðurpól 14. Póst- og símamálastjómin hefir tilkynt breytingar á áætlunarferð- um frá Reykjavík til Dala og Hólmavíkur. Eftirleiðis verða ferðir frá Reykjavík til Stórholts á mánudögum og fimtudögum og frá Borgarnesi til Hólmavíkur á þriðjudögum. Á veiðar eru farnir togararnir Kári, Gullfoss og Surprise. Worwichshire, enskur togari, kom hingað í gær. Eimskip. Gullfoss er væntanleg- ur til Vestmannaeyja seinnipart- inn í dag- Goðafoss er í Hamborg. Dettifoss var á ísafirði í gær, Brú- arfoss er á leið til Leith frá Vest- mannaeyjum. Lagarfoss er á leið til Kaupmannahafnar. Selfoss er á leið til útlanda. Blómasala Hjálpræðishersins. 1 dag og á morgun verða hinir ár- legu blómadagar Hjálpræðishejs- íns haldnir í fertugasta sinni. Það hefir löngum verið venja Reyk- víkinga að styrkja starf Hersins á ýmsan hátt, ekki hvað síst í sambandi við blómadagana. Hjálp- ræðisliðarnir verða um allar göt- ur ineð blómin. Salan er þeim hið rnesta kappsmál og munu þeir því ekki liggja á liði sínu, hvað söl- una snertir. Vafalaust munu hin- ir mörgu vinir og velunnarar starfsins, sem hingað til hafa styrkt það rausnarlega, ekki bregða venju sinni að þessu sinni. Árlega vex sá fjöldi, sem er hlynt- ur þessu djarfa starfi, og má því vænta þess, að árangurinn verði hú meiri og betri en nokkru sinni fyr. Z. Bílþjófnaður. Frá því var sagt í blaðinu nýlega, að * bifreið hefði verið stolið hjer í bænum. Upp- lýst er nú um hver stal bílnum. Voru það tveir piltar sem óku hon- nm til Hafnarfjarðar og til baka til bæjarins aftur. Saumafundur kl. 4 í dag í Templarahúsinu. Frá Norðfirði símar frjetta- ritari útvarpsins þar, að togarinn Ver hafi farið þaðan í fyrrakvöld áleiðis til Grimsby með sjötíu smálestir af bátafiski frá Sam- vinnufjelagi útgerðarmanna, til sölu þar á mánudagsmarkaði. (F.Ú.). Sovjetstjómin stendur nú í samningum við Norðmenn um kaup á 20 þús. tunnum af saltsíld, auk ]ieirrar síldar, sem áður hafðí verið samið um sölu á, auk þess eru Rússar að gera samning við Norðmenn um kaup á 600 smá- lestum af saltfiski. (F.Ú.). Miltisbrandurinn á Skáney. Frá því er sagt í útvarpsfrjett í gær- kvöldi, að ein kýr í viðbót hefði drepist af miltisbrandi í Skáney í Reykholtsdal. Kýrnar hafa all- ar verið grafnar niður með holdi og hári og alt gert til að sótt- hreinsa umhverfis þá staði, þar sem sýkingarhættan er talin lík- legust. Ríkisverksmiðjan á Sólbakka hefir í sumar unnið úr 20.298 mál- um síldar og fengði úr aflanum 400 smálestir af lýsi, en 390 smá- lestir af síldarmjöli. (F.Ú.). Lúðrasveit Reykjavíkur ætlaði að leika á Austurvelli í gær- kvöldi, en varð því miður að hætta við það sökum bilunar á ljósatækjum, sem hún notar þegar dimt, er. Lúðrasveitin mun leika á Austurvelli annað kvöld kl. 8%. Dómur. í sumar falsaði unglings- piltur hjer úr nágrenni bæjarins umboð frá föður sínum og hafði með því út inneign hans hjá Mjólkursamsölunni. — Lögreglu- stjóri hefir nú kveðið upp dóm í máli þessu og var pilturinn dæmd- ur í 6 mánaða fangelsi, skilorðs- bundið. Knattspyrnukepni fór fram í gærkvöldi milli starfsmanna Mjólkurfjelags Reykjavíkur og starfsmanna Mjólkursamsölunnar. Leiknum lauk með sigri M- R., gerði 2 mörk gegn 1. Fyrir nokkr- um dögum kepti M. R. við S. í- S. og láuk þeim leik með jöfnum markaf jölda, 1:1. Berlingatíðindi birti í gær við- tal við Halldór Kiljan Laxness um skáldsöguna „Sjálfstætt fólk“ sem kemur nú út í danskri þýiðngu. (F.Ú.). Hús gagnabólstr arar taka ekki þátt. í verkfalli því, sem nú stend- ur yfir í húsgagnasmiðiiðnaðin- um. Eru það aðeins húsgagna- smiðir, sem verkfall hafa gert. Útvarpið: Föstudagur 13. september. 10,00 Veðurfregnir. 12.10 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfrégnir. 19,20 Tónleikar (plötur): Skemti- lög. 20,00 Klukkusláttur. Frjettir. 20,30 Upplestur: Bakteríunveiðar (Pálmi Hannesson rektor). 21,00 Tónleikar (plötur): a) End- urtekin lög; b) Schumann-tón- leikar. Big Ben. Útvarpshiustendur kannast við hina miklu klukku í parlaments- höll Bret.a, Big Ben. Tímamerki enska útvarpsins er þaðan. Menn geta fengið hugmynd um stærð klukkunnar, er þeir sjá vísirinn, -—Þjer; eigið bræður. — Nei, prófessor, aðeins einn. — Það var einkennilégt, jeg tal- aði við systur yðar í gær og hún sagðist eiga tvo bræður! Páll (8 ára) : Mamma megum við leika skólaleik? Móðirin: Já, ef þú ert stiltur og þægur. Páll: Þess þarf ekki mamma, jeg ætla að vera kennarinn. 7 14-18 ára piltar og stúlkur fi Reykjavík, sem ekki hafa ákveðna atvinnu í haust og í vetur og ekki stunda nám, eru hjermeð beðin að mæta í Vinnumiðlunarskrifstofunni í Mjólkurfjelagshúsinu, eða Ráðningarstofu Reykjavíkurbæjar, Lækj- artorgi 1, kl. 10—12 og 2—4 dagana 14.—18. þessa mánaðar, að báð- um dögum meðtöldum og útfylla skýrslur, sem þar liggja frammi. Skýrslusöfnun þessi er framkvæmd að tilhlutun nefndar þeirrar, sem ríki og bæjarstjórn hafa skipað í því skyni að rannsaka atvinnu- leysi unglinga hjer í bænum og gera tillögur til bóta á því. Gunnar M. Magnúss. Yilhjálmur S. Vilhjálmsson, Bjarni Benediktsson. eru hjer með alvarlega ámintir um að hafa Ijósatæki bif- reiða sinna í lagi. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 12. sept. 1935. Oú«laf A. Jónasson (settur). Ný bók. Jón Ófeigsson: Þýsk-íslensk orðabók, 944 bls, í stóru broti. Verð í ljereftsbandi kr. 25.00, í skinnb. kr. 29.00, Fæst hjá bóksölum- og Bókabúð Austurbæjar, B. S. E., Laugaveg 34, Nýr lax. Smábarnakensla. Nýr Silungur, Nýtt Dilkakjöt, Nýtt Alikálfakjöt, Nýtt Grænmeti. Kjötbúðin Herðubreið. Hafnarstræti 18. Sími 1575. Vanur kennari, sem hefir sjerstaklega kynt sjer smá- barnakenslu erlendis, byrjar smábarnakenslu 1. okt. í góðri stofu í miðbænum. Meðmæli fyrir hendi. Upplýsingar í síma 2501 frá kl. 1—3.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.