Morgunblaðið - 14.09.1935, Side 5

Morgunblaðið - 14.09.1935, Side 5
Xaugardaginn 14. sept. 1935. MORGUNBLAÐIÐ Safmagnsdeild verður stofnuð við Vielstjóra-[Unaur rithðfundur og ný bók. skólann á komandi hausti. Kenslan verður bæði bókleg og verklcg og verða tveir bekkir. Sú nýbreytni verður upp tek- inn við við Vjelstjóraskóla íslands á komanda hausti, að sett verður á stofn sjerstök rafmagnsdeild við skólann. Er þetta í fyrsta sinn hjer á landi, að tekin er upp í • skóla, kensla í þessum efnum. Vjelstjóraskólinn á 20 ára af- mæli á komanda hausti og er það vel til fallið, að hann fái þessa merkilegu og bráðnauðsynlegu ný- breytni í afmælisgjöf. Kenslufyrirkomulag. Pyrirkomulag rafmagnsdeildar verður þannig, að deildin starfar í tveimur bekkjum, 1. og 2. bekk. Inntökuskilyrði í 1. bekk verða þessi: 1. Að lærisveinn hafi óflekkað mannorð. 2. Að hann sje ekki haldinn að neinum næmum sjúkdómi eða •öðrum kvilla, sem geti orðið hon- nm til tálmunar við starf hans eða skaðlegur hinum nemendun- um. 3. Að hann hafi unnið við raf- iagnir og rafvjelar í 3 ár, eftir 15 ára aldur, lijá þeim rafvirkja- meisturum, er stjórnarráðið tekur gilda, og hafi kunnáttu, sem sam- svari fullnaðarprófi Iðnskólans. Inntökuskilyrði í 2. bekk raf- magnsdeildar eru: Að lærisveinninn hafi staðist 1. bekkjarpróf deildarinnar, eða að 'hann hafi náð vjelstjóraprófi. í 1. bekk skulu kenslustundirn- ar vera 30 á viku: 9 í stærðfræði, '6 í eðlisfræði, 3 í vjelfræði, 4 í teikningu, 5 í íslensku og 3 í -dönsku. í 2. bekk verða kenslustundir ■einnig 30 á viku. Skólaárið hefst 1. okt. og endar -30. september. Sumarleyfi hið Sama og í öðrum skólum. Próf. Prófin eru tvenskonar, 1. bekkj- ■ arpróf og burtfararpróf. Til 1. bekkjaprófs útheimtist: 1. f stærðfræði; Kunnátta á al- ímennum talna- og bókstafareikn- ingi, flatar- og rúmmálsfræði. 2. f eðlisfræði: Kunnátta í afl- fræði, hljóðfræði, ljósfræði, hitar fræði og raf- og segulfræði. 3. f vjelfræði: Að þekkja frum- atriði vjelfræðinnar, ahnenna vjela bluti, einkanlega með tilliti til raf- vjela ; svo og ýmsar algengar afl- vjelar. 4. f teikningu: Að geta gert upp •drætti af einföldum vjelahlutum, • eftir ákveðnum mælikvarða. 5. f íslensku: Að geta gert ís- 'lenskan stíl um alment efni, skýrt •og nokkurnveginn rjett. hinum venjulegu stokkum voru eldspýturnar 60. Annars var enginn munur á eldspýtunum sjálfum. Það var myndin á stokknum og svo hvað „luxus“-eldspýturnar voru fáar, sem gerði allan mismun- inn. En salan gekk ákjósanlega. 6. f dönsku: Að geta lesið og þýtt ljettan kafla í danskri bók. Til burtfararprófs útheimtist: f raffræði: Þekking á undirstöðu atriðum raffræðinnar og einföldum rafmælingum, á rafhlöðum og alls- konar rafvjelum og raftækjum, gerð þeirra, uppsetningu og gæslu, ennfremur kunnáttu í lagningu allskonar raflagna. Prófsveinar skulu geta fundið orsakir algmgra bilana á tækjum þessum og lögn- \im, Þeir skulu geta áttað sig á tengimyndum. Auk þess skulu þeir knnna að deyfa útvaeps- truflanir raftækja- og vjela. Þeir skulu þeklija lög og reglugerðir um alt, er að þessu lýtur, cnn- fremur skuhi þeir vita um lífs- hættu þá, er getur stafað frá raf- magni, og kunna að gera , ein- faldar endurlífgunartilraunir. Auk þess útheimtist í öðrum greinum það, sem nauðsynlegt er til fulls skilnings á raffræðinni. Bókleg og verkleg kensla. Bins og sjest af framansögðu, verður kenslan í rafmagnsdeild vji lstjóraskólans, bókleg og verk- leg. Porstöðumaður vjelstjóraskól- ans hefir á hendi alla umsjón með deildinni, en aðalkennari verður eTakob Gíslason rafinagnsfræðing- ur. Einnig verða stundakennarar, eftir þörfum. Itafmagnsdeildin hefir aðsetur í húsum stýrimannaskólans. Þar fer hin bóklega kensla fram. En verk- lega kenslan mun. aðallega fara fram á ýmsum stöðum út um bæ, á stöð Rafmagnsveitunnar við Ell- iðaár og á stærri raftækjaverk- stæðum í bænum. Aukin þekking nauðsynleg. Sjö manna nefnd sjerfræðinga hafði unnið að undirbúningi þessa merkilega máls og samið reglu- gerð fyrir rafmagnsdeildina. 1 nefndinni áttu sæti þeir Steingrím- ur Jónsson rafmagnsstjóri, M. E. Jessen skólastjóri, Gunnlaugur Briem símaverkfræðingur, Ágúst Guðmundsson stöðvarstjóri við Elliðaárstöð, G. S. Fossberg vjelfr., G. Þorsteinsson rafvirki og Jakob Gíslason rafmagnsfræðingur. Nefndin samdi á sínum t.íma (1929) ýtarlega greinargerð fyrir tillögum sínum. Hún benti á, að rafmagnsnotkun færi mjög í vöxt hjer á landi og því væri brýn nauðsyn á, að koma hjer á full- kominni kenslu fyrir rafvirkja. Nefndin leit svo á, að fjölgun við iðn þessa hefði á síðustu 7 árum (miðað við 1929) verið að meðaltali 10—12 manns á ári, en þessi tala myndi aukast mjög á næstu árum, þar sem stórfeldar virkjanir stæðu fyrir dyrum. — Þess vegna væri nauðsynlegt að taka upp rafmagnskenslu, Svo að hægt yrði að sjá landinu fyrir nægilega mörgum hæfum innlend- um mönnum, sem væru vaxnir þeim verklegu viðfangsefnum, sem Bræðurnir í Grashaga. Eftir Guðmund Danielsson. minni, er ekki annað en það, sem jeg hef sjálfur sjeð og heyrt og tekið eftir á uppvaxtarárunum — og tilgangur minn var að gefa sem breiðasta og rjettasta mynd af þessu bygðarlagi og fólki því, sem þar byggir. Eins og jeg segi á einum stað í bók minni, eru þeir yfirleitt ákaflega fáir, sem vita um þetta, því sveitafólkið er Guðmundur Daníelsson. „Bræðurnir í Grashaga" heit- ir skáldsaga ein, sem ný- komin er á bókamarkaðinn og ísafoldarprentsmiðja h.f. hefir gefið út- Höfundur bókarinnar er kornungur Rangæingur, sem fyrir tveim árum gaf út ljóðabók er hann nefndi; „Jeg heilsa þjer“. Hjer sýnir þessi ungi maður þjóðinni, að hann einnig getur ritað í óbundnu máli og sýnir um leið fram á miklar framfarir og aukinn þroska frá fyrri bók sinni. Lítur og út fyrir að honum muni láta betur að skrifa óbundið mál en ljóð. Þessi nýja bók er 184 bls. í 8 blaða broti, prentuð á góð- an pappír og- hin vandaðasta að öllum frágangi. Sagan gerist á Suðurlandi og er sveitahfslýsingar. Aðalsöguhetjurnar eru bræður tveir, af efnuðu fólki komnir og hafa fengið góða jörð og stórt bú í arf eftir foreldra sína. Þeir ganga að eiga mæðgur tvær úr fjarlægum landsfjórðungi — og lýkur sögunni með því, að annar bræðranna, sá eldri, og sá sem meira virðist í spunnið, verður að flæmast burtu og kaupa sjer jörð til ábúðar — því sambúðin heima fyrir var orðin óþolandi. Morgunblaðið átti tal við höf- undinn og spurði í hverjum til- gangi hann hefði nú skrifað skáld- sögu þessa. — Ja — í fyrsta lagi er það ástríða mín að skrifa, segir Guðmundur, og á þessum vett- vangi hefir mjer vitanlega lítið verið ritað um sveitalífs lýsingar sem sjerstaklega væru einkenn- andi fyrir Suðurland — og það sem jeg tala um í þessari bók lögð yrði fyrir þá á komandi ár- um. Benti nefndin rjettilega á, að margvísleg mistök, slys og önnur vandræði gæti af því hlotist, ef kunnáttulitlir menn yrðu alment látnir vinna við jafn stórhættulegt náttúruafl og rafmagnið gæti verið. Aukin kunnátta og þekking á þessu sviði mundi gera alla notkun og meðferð rafmagns ör- uggari, draga úr húsbrunum, sem stöfuðu frá rafmagni og yfirleitt tryggja, að raflagnir yrðu fram- kvæmdar á nægilegan og ending- argóðan hátt. venjulega fáskiftið og talar KtiS inn sínar 'eigin tilfinningar, og vegna þess er tilbreytingarleysiS á yfirborðinu jafn önrarlegt og það er. — Þannig fórust Guðmundi orð. — Hvað ætlið þjer svo að taka fyrir næst? spurðum vjer. — Það fer eftir því, hvenúg mjer verður tekið með þetta. Hf vel gengur ætla jeg að skrifa framhaldssögu um þetta ótænoH andi efni. Guðmundur ber glögg einkenni góðs stílista. og ræður yfir miklu hugarflugi. Væntanlega verður bók hans vel tekið og af mörgum lesin. Þess ber vel að gæta, áS enn er höf. kornungur! S. B. Björgvin Schram segir frá möttökunum i Þýskalandi og vísar frásögn Alþýðublaðsins á bug. Daginn eftir að íslensku knattspyrnumennirnir komu frá Þýskalandi birti Alþýðublaðið samtal við Jón Magnússon, sem var einn þátttakandi í ferðinni. Frásögn sú, sem Jón er borinn fyrir, af ferðalaginu er í ýmsa staði sprottin af pólitískri illgirni í garð stjórn- arfars Þýskalands og lætur hann sjer sæma að bera gest- gjöfum sínum illa söguna eftir að þeir höfðu borið hann og flokkinn á örmum sjer í heilan mánuð. Áður en flokkurinn lagði af stað í ferðina var svo um samið að menn ljetu ekki pólitískar skoðanir sínar 1 ljós, enda var förin farin einungis á íþrótta- legum grundvelli, og meðal knattspyrnumanna voru menn af öllum stjórnmálaflokkum. íþróttamenn, sem voru með í för þessari hafa látið svo um mælt við Morgunblaðið, að þessi frásögn Alþýðublaðsins mætti ekki ómótmælt standa. Hefir blaðið því snúið sjer til Björgvins Schram, foringja knattspyrnumanna á leikvelli. Blaðið spurði Björgvin fyrst hvort það væri rjett að knatt- spyrnumönnunum hefði verið íþyngt með altof miklum og erf- iðum ferðalögum. Björgvin svar aði því á þessa leið: — Jeg get ekki ímyndað mjer elskulegri móttökur en þær, sem við fengum í Þýska- landi. Hvað ferðalögunum viðvíkur er því til að svara að Þjóðverj- arnir vildu sýna okkur sem mest af landi sínu og heyrði jeg ekki neinn hallmæla því. Jeg álít að ekki hefði verið hægt að fara öllu betur með okkur á ferðalögunum en gert var. T. d. voru okkur valdir allir þeir bestu gististaðir, sem til voru á hverjum stað og enda var að- búnaður allur hinn besti á ferða laginu. — 1 grein Alþýðubl. er að sjá, sem þið hafið verið undir eftirliti og aðeins fengið að sjá það sem Þjóðverjunum þóknað- ist að sýna ykkur? — Þetta hlýtur að vera bygt á hinum mesta misskilningi. Björgvin Schram. Jeg gat ekki orðið var við að neitt sjerstakt væri valið úr til að sýna okkur. Enda höfðum við nægan tíma til að afla okk- ur þeirra upplýsinga, sem við vildum, án þess að vera í fylgd með Þjóðverjum. — Hvað á Alþýðublaðið við með því að ykkur hafi ekki verið sýnd menningarstarfsemi verkalýðsins? — Mjer er það ekki fyllilega ljóst, segir Björgvin. Mjer sýnd ist einmitt vera gert mikið fyrir þessa stjett manna. Sáum við það vel í þeim verksmiðjum sem við heimsóttum. Víðsvegar, þar sem við kom- um, sáum við veglegar bygg- ingar sem voru eingöngu híbýli verkamanna. Eins og áður hefir verið sagt frá í Morgunblaðinu sáum við íþróttavelli, sundlaugar og alls- konar tæki til líkamsmenning- ar fyrir verkamenn í þeim verk- smiðjum sem við komum í. Við Hans Kragh fórum einn dag til að skoða verksmiðjur Henkels í Dresden, og var það fyrir utan dagskrá flokksins. Þaðan er sömu sögu að segja. '— Verkamenn verksmiðjanna höfðu til afnota, íþróttavelli, sundlaugar, tennisvelli o. fl. til líkamsræktar. Yfirleitt fanst mjer vera gerfc mikið fyrir verkamenn, á í- þróttasvikinu, en náttúrlega kyntumst við þeirri hlið best. — Hvaða sjerstaka húrra- hróp var það, sem Jón Magnús- son getur um að þið hafið hróp- að í einhverju fáti? — Jeg man nú ekki eftir neinu sjerstöku húrrahrópi. Því eins og gefur að skilja var ekki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.