Morgunblaðið - 14.09.1935, Page 6

Morgunblaðið - 14.09.1935, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 V Laugardaginn 14. sept. 1935. Kanpnm tóm Sayjuglös. Hf. Brfóstsykur- gerðin Nói, Barónsstíg 2. NýslátraO dilkakjöt kaupa allir í sunnudags- matinn í versl- nnum okkar. Ennfremur ný- slátrað nautakföt og allskonar grænmeti. Kjöt&Fiskmetisgerðin Grettisgötu 64. í Verkamannabústöðunum. Epli, sæt og safamikil. Bananar [: Víraber. Melónur, grænar. Allskonar nýtt grænmeti. G.s. Island fer anúað kvöld kl. 8 til Kaupmannahafnar (um Vestmannaeyjar og Thors- havn). ,1 Farþegár sæki farseðla fyrir kl; 3 í dag. Fylg^þrjef yfir vörur komi fyrir kl. 3 í dag. j \ Skipaafgr. Jes Zimsen Tryggvagötu. — Sími 3025. Iliöfilf uin nema eðlilegt að við ljetum hrifningu okkar í ljós með fer- földu íslensku húrrahrópi, sem við höfðum gert að einkenni flokksins. Okkur fanst jafn eðli legt að hrópa húrra fyrir landi og þjóð, sem hafði veitt okkur svo prýðilega, og tekið á móti okkur með alúð, eins og við kvöddum hina þýsku leikbræð- ur okkar á vellinum með sama gleðihrópi. Jeg býst ekki við að neinum okkar hafi dottið pólitík í hug við þessi tækifæri, og jeg geri ráð fyrir að flestum hafi fund- ist þetta sjálfsögð kurteisi, án þess að hafa neina sjerstaka persónu í huga. Jeg vil taka það skýrt fram, segir Björgvin að lokum, og jeg býst við að jeg geti þar talað fyrir munn allra fjelaga minna, að við komum heim með dýrmætar endurminningar úr þessu ferðalagi. Við eigum Þjóðverjum mikið að þakka fyrir þá reynslu og kenslu, sem við hlutum í ferð- inni. Það er almenn trú manna hjer í bænum, sem þekkja Jón Magnússon, að hann eigi litla sök á fleipri því sem birtist í Alþýðublaðinu. Enda væri þ^ð, óneitanlega hart ef íþróttamað- ur, sem fer í heimsókn til er- lendrar þjóðar og fær bestu viðtökur, leyfði sjer að bera út óhróður um hana á eftir. Bát reknr & land í Sigluflrðl Einkaskeyti. Siglufirði í gær- Norðanstormur var hjer í dag og engir síldarbátar úti. Vjelskipið Liv frá Akureyri, sem lá á firðinum rak á land á Skútufjöru í morgun. Skipið liggur á sandbotni og er talið óskemt og líklegt að það naist út aftur. Columbus, flutningaskip, var búið að taka flutning á þilfar. En þegar stormurinn skall á, tók skipið að hallast svo mikið, að flutninginn varð að taka í land aftur. í gær komu nokkur skip með reknetasíld, þar á meðal Sæhrímn- ir, skipstjóri Eggert Kristjánsson, með 450 tunnur af reknetasíld, þar af hafði skipið fengið um 170 tunnur í fyrrinótt, rúmar 80 sjó- mílur norðaustnr af Siglufirði. Voru rúmar 3 tunnur í netí. Ann- an afla sinn hafði skipið fengið anstur á Þistilfirði og við Langa- nes. 950 tunnur voru saltaðar, kryddaðar og sjerverkaðar hjer í gær, þar af nm helmingur saltað um borð í skipum. * Húsgagnasmiða- verkfallið. Út af grein, sem birtist í Morg- unblaðinu í gær viðvíkjandi verk- falli því, er húsgagnasveinar hafa gert, hefir blaðið aflað sjer nán- ari upplýsinga og fengið vitneskju um, að hækkunarkröfur sveina nema ekki 450 kr. á ári, eins og stóð í blaðinu í gær, heldur kr. 775,50 á ári, svo og að sveinar „Vjer berjumst meðan nokkur stendur uppi - til að geta verið sfálfstæð þjóð“. Blaðamaður falar við Aby ssini ukeisara París í sept. F. B. í frjettabrjefi skýrir Richard D. McMillan svo frá, en hann er einn af kunnustu frjettariturum United Press, og var fyrir nokk- uru í Afríku og átti þar tal við Haile Selassie, æðsta stjómanda þeirra 11 miljóna sálna, sem lifa í Abyssiniu, að það háfi verið árás frá Abyssiniu inn í Eritreu, nýlendu ítala, sem hafi kveikt neistann, sem enn lifir og sje í þann veginn aðt verða að báli — og ítalir haldi því fram, að árásin hafi verið gerð með samþykki Haile Selassie og stjómar hans. Abyssinia, þar sem námur Salomons bíða óhreyfðar, landið, þar sem hin herskáa, kristna, dökka Afríkuþjóð, stolt af sögn sinni og dáðum, hefir heitið keis- ara sínum Haile Selassie I., að berjast meðan nokkur stendur uppi — er nú ef til vill að hljóta meiri frægð en nokkuru sinni í sogunni. Því að aldrei hefir smá- þjóð lagt út í ægilega styrjöld við stórveldi með meira hugrekki og ai meiri fórnfýsi en Ahyssiniu- menn nú. Jeg hefi átt tal við Haile Sel- assie og hann sagði: Yið höfum átt í styrjöld við ítali fyrri. Sú styrjöld stóð yfir í tvö ár og við unnum sigur á þeim. Vjer erum reiðubúnir að berj- ast aftur, ef á okkur verður ráð- ist. Vjer þráum frið við aðrar þjóðir — og förum ekki fram á annað en fá að lifa í friði sjálfir. ítalir vilja gera Abyssiniu að ítalskri nýlendu. Þeir vilja tæma námur okkar, flytja hingað ítalska landnema og hrekja oss á brott eða uppræta. Vjer viljum halda landi voru, starfa að umbótum í því, og gera það betra, og láta afkomendur vora taka við því, en ekki ítali. Vjer höfum því farið fram á stuðning Þjóðabandalagsins, en í því er Abyssinia meðlimur, til þess að sjálfstæði vort verði í engu skert eða rjettindi. Og Þjóða- bandalagið, að ítölum undantekn- um, mun styðja kröfur vorar. (United Press). hafa haft kaffitíma með fuUu kaupi tvisvar J/4 klst. eða x/% klst. á dag. Loks skal þess getið, að húsgagnameistarar telja sveina ekki hafa með nokkrum rjetti get- að skoðað samningsuppkast þeirra sem lokatilboð meistaranna, með því í fylgibrjefinn með samningsuppkastinu, dags. 10. þ. m., var gert ráð fyrir áfram- haldandi samningum. ísfisksala. Geir seldi í Grimsby í gær, 734 vættir, eigin afla, fyr- ir 865 stpd. Sviði seldi í Wester- múnde, um 100 tonn, fyrir 24,000 ríkismörk. Til Keflavfkur 09 Grindavfkur eru ferðir daglega frá Bifrelðaslöð Steindórs. Sími 1580. Fyrirligg jandi: Rúðugler, einfalt og tvöfalt. Kíflfi í 70 kg. kössum. Eggert Kristjánsson & Co. Sími 1400. Almanak Þjóðvinafjelagsnis. Af öllum þeim bókum, sem út eru gefnar á íslandi mun alman- ak Þjóðvinafjelagsins vera ein- hver sú óumbreytilegasta. Þar er alt með sama svip, áratug eftir áratug. Kynslóðir fæðast og deyja, nýjir tímar renna og líða hjá, ný áhrif og straumar koma til lands- ins, ný viðfangsefni með þjóðinni. En í öllu umróti tímans stendur almanak Þjóðvinafjelagsins eins og klettur úr hafinu — eins á svipinn ár eftir ár. Jeg fekk það sent heimt til mín fyrir nokkrum dögum, almanak ársins 1936, og fletti því upp með þeirri bjargföstu vissu, að þar væri alt óumbreytt eins og það var í ungdæmi mínu. Þar ern ævisögur fjögra er- lendra manna, méð tilheyrandi fjórum myndum. Og myndirnar fjórar eru á tveim síðum, settar á hlið, alveg eins og á öldinni sem leið. Hve margir núlifandi menn muna svo langt, að myndir af merkum mönnum hafi staðið ,,á rjettum kili“ í almanaki Þjóð- vinafjelagsins? Eða hefir slíkt nokkurntíma komið fyrir ? Og svo grómtekin er vanafest- an, eins og öllum landslýð er kunnugt, að enn í dag er orðið „tafla“ í Þjóðvinafjelagsalman- akinu skrifað með b — tabla, af því það var einu sinni sett svo á 19. öld. Síðan koma „árbæknr“ alman- aksins, samdar í þeim bamaleg- asta stíl er hugsast getur, svo þær minna á dagbækur óþroskaðra unglinga. Um árið 1934 er sagt t. d. „Verslun erfið“. „Fiskiveiðar góðar“. Það er fróðleikur annað eins.og þetta. Væri ekki nær að birta fáeinar tölur, sem gæfu ein- hvem fróðleik um þessi efni, er að gagni kæmu. Þar er sagt frá því m. a. að af- mæli Jóns Sigurðssonar hafi það ár borið npp á 17. júní(!) Þar er sagt að 29. sept. hafi „maður“ horfið í Reykjavík. En ekkert getið um hver hann var. Þegar sagt er frá bmnum, er sjaldan getið um eigendur húsanna, heldur sagt að hús hafi brunnið þar og þar. Um jarðskjálftana nyrðra er sagt svo ógreinilega, að frásögnin gefur enga heildarmynd af þeim og er jafnvel villandi, rjett eins og frásögnin sje krotuð niður eft- ir fyrstu ófullkomnum heimildum. Yfirleitt virðist hjer vera um handaverk að ræða, sem Þjóð- vinafjelagið getur vart verið þekt fyrir. En formið er það sama og verið hefir frá byrjun, þó frágang- nr hafi vafalaust oft verið vand- aðri en nú. „Árbók“ sem þessi þarf að vera glögg, skilmerkileg og áreiðanleg. Og að lokum er eins og verið hefir „Innlendur fræðabálkur“P. sem að þessu sinni er ekki frá- brugðin innlendum „fræðum“ þessa rits á fyrri árum. , Það er blátt áfram hneyksli að kalla slíkt „innlend fræði“, sem almanakið hefir flutt í þessum kafla, undanfarin ár. Þar hefir náumast verið annað að finna en lapþunnar slúðnrsögur um löngu, liðna sjervitringa, sem oft hafa verið læsilegar að vísu. En hneyksli er það, þegar mentað- ir menn kalla slíkt „innlend fræði“. Eins og það sje nokkur „fræðimenska" að sánka slíku sam. an og færa í letur. En þetta og þvílíkt er fram- reitt handa almenningi, sem al- manakið vill hafa ár eftir ár. Og það er rjett eins og fólk hafi horft á þetta svo lengi, að mönnum finnist hið steinda gerfi almanaksins hljóti að vera óum- breytanlegt. En hugsum okkur að Þjóðvina- fjelagið einn góðan veðurdag fyndi upp á því, að breyta alman- akinn, gera úr þessu riti almenn- ings aðgengilegt og skemtilegt fræðirit. Það væri sannarlega ekki úr vegi. Hugsum okkur að almanakið- ifengi á sig nýjan svip og flytti þjóðinni nýjan boðskap á hverju ‘ ári úr heimi vísinda og atvinnu- i vega. Fá rit eru betur til þess [fallin, en einmitt almanakið, sem þjóðin handleikur hókstaflega alt | árið. Getur Þjóðvinafjelagið hugsað sjer þetta? Getur þetta gamla og jvinsæla fjelag fært almanakið úr fjötrum vanafestunnar og gert úr almanaki sínu rit, sem fylgdist verulega með tímanum ? Fp. K. R. heldur stóra hlutaveltu í K. R. kúsinu á morgun. Nánar í blaðinu á morgun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.