Morgunblaðið - 14.09.1935, Side 8

Morgunblaðið - 14.09.1935, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardaginn 14. sept. 193». Jállífis/Utftuv Dent’* English for Foreigners. Þess- *ar frægTj kenslubækur eru til sýnis í bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar, og þar geta kennarar fengið skrár yfir Everyman’s Library og W orld’s Classics. Daglega nýr silungur, ódýr- astur. Fiskbúðin, Frakkastíg 13. Sími 2651. Úrval af fallegum, ódýrum uáttkjólum. Smart, Kirkjustræti 8 B. Sími 1927. Ung kýr, miðsvetrarbær, af ■góðu kyni, til sölu. A. S. í. vís- ar á. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen. Klapparstíg 29. Ibúð, 3 herbergi með eldhúsi og þægindum, til leigu, á sól- ríkum stað. Hiti fylgir með. Tilboð sendist A. S. í., merkt „Rólegt“. fKUíynninyac JfJlot’gUttWítOÍÍI Nýir kaupendur að Morgun- blaðinu fá blaðið ókeypis til næstkomandi mánaðamóta. — Er þetta í fyrsta skifti, sem þjer komist undir manna hendur? — Nei, jeg fekk einu sinni 10 króna sekt. Vandlátar húsmæður skifta við Nýju Fiskbúðina, Laufás- veg 37. Sími 4052. Glænýr silungur. Nordalsís- hús. Sími 3007. Hár. Hefi altaf fyrirliggjandi hár við íslenskan búning. Verð við allra hæfi. Fæði og einstakar máltíðir í Café Svanur við Barónsstíg. Góður matur. Sanngjarnt verð. Versl. Goðafois. Laugaveg 5. Sími 3436. Nýr lax. Smábarnakensla. Vanur kenn- ari, sem hefir sjerstaklega kynt sjer smábarnakenslu erlendis, byrjar smábarnakenslu 1. okt. í góðri stofu í miðbænum. Með- mæli fyrir hendi. Upplýsingar í síma 2501 frá kl. 1—3. Nýr Silungiir, Nýtt Dilkakjöt, Nýtt Alikálfakjöt, ____ Nýtt Grænmeti. KjötbúðinHerðubreið. Hafnarstræti 18. Sími 1575. — Er það alt og sumt. — Hugs- ið yður nú vel um. — Jú, það er annars alveg rjett, jeg fekk seinna 5 ára betr- unarlrúsvinnu. Frúin: Þú ert letingi, lygari, þrjótur og þú ert reglulega and- styggilegur. Eiginmaðurinn: Nú, jæja, en hver er líka fullkominn. Til Akureyrar. Á tveimur dögum: Alla þriðjudaga, fimtudaga og laugardaga. Á einum degi: Hraðferð um Borgames, alla þriðjudaga #gK föstudaga. Frá Akureyri áframhaldandi ferðir: Til Austf jarða. Afgreiðsla í Reykjavík Bifreiðastöð íslands. — Simi 1540. Bftfreflllastöil Akureyrar. Allir Reykvíkingar lesa augiýsingar Morgunblaðsins. ...................................................................................... n j. im iih—'iiniiuiniie^ FMOIM FBA TOBOLSK. 40. kom Simon auga á gráklæddan náunga inn á milli trjánna. de Richleau fór ósjálfrátt að dæmi fjelaga sinna, er þeir köstuðu sjer niður til jarðar. Hann leit spyrjandi á þá. „Varðmaður“, hvíslaði Simon, og benti fram fyrir sig. Hinumegin við stálgirðinguna komu þeir auga á rauðan dáta. Það var lítill maður, í alt of stórri kápu, hann stóð grafkyr, sneri bak- inu í þá og hallaði sjer upp að byssuskefti sínu. Útlitið á manninum var alt annað en óttalegt, en þeir kærðu sig þó ekki um, að hann kæmi auga á þá. Hægt og hægt mjökuðu þeir sjer aftur á bak. „Hræðileg staða,“ sagði Simon, „að híma dög- um saman úti í snjónum, langt frá öllum manna- bygðum, til þess að líta eftir flugvelli, sem eng- inn hefir hugmynd um.“ Nú voru þeir komnir út úr skóginum. Rafmagns- girðingin lá í gegnum skóginn nokkurn spöl með fram hæðinni til vinstri, en mitt á milli var stórt opið svæði, innilukt í skógi. Þar gaf að líta ótal flugskýli og flugvjelar, heilar fylkingarraðir af stórum og smáum hern- aðarflugvjelum. Það gljáði á vængina í sólskininu. Tilsýndar yoru flugvjelamar eins og barnaleik- föng. Smáskúrar, hermannaskálar, skrifstofuhús og viðgerðarstofur, alt var þetta á sljettunni hlið við hlið. Og vjelamar hófu sig án afláts til flugs og settust eftir röð og reglu, með vissum millibil- um. Alstaðar var ys og þys. Vjelar vora dregnar út úr skýlunum. Hermenn gerðu heræfingar. Lengi stóðu þeir fjelagar og virtu fyrir sjer þenna stórfenglega sjónleik. „Þetta er hið forboðna landflæmi," varð Simo* að orði.. „Já, þetta er Ieyndardómurinn, sem þeir vilja varðveita, vegna þess arna hafa þeir lokið við jára- brautina til Tobolsk og þess vegna er vegurinw. sem við fórum í gær, svona góður". „Jeg þori að hengja mig upp á, að Jack Straw vildi gefa mikið til þess að fá að líta á staðinn," sagði Rex. „Ef við sleppum lifandi hjeðan, verðum við að itgja Marsden ofursta í London, kunningja Jack Straw, frá þessu," sagði hertoginn hugsandi. — „Hvað heldurðu að sjeu margar flugvjelar hérna, Rex?“ „Jeg myndi giska á nokkur hundruð. En líttu á öll þessi flugskýli. Þau eru óteljandi." „I Moskva þóttust þeir hræddir um að auð- valdssinnar gerðu árás. En mjer er nær að halda, að þeir ætli sjálfir að leggja þá undir sig. — Hvernig fá þeir fæði fyrir allan þenna fjölda? Vagnar voru engir á veginum, og engin lest varð á vegi okkar", sagði Simon. „Sjerðu ekki þarna fyrir handan?" Rex rjetti úr sínum stóra handlegg og benti fram undan sjer. „Þeir hafa áreiðanlega lagt braut, beina leið í gegnum skóginn, frá Tobolsk. Lestin, sem geng- ur meðfram fljótinu, tæki vart vistir fyrir einn fimta af þessum fjölda. Það er alls ekki svo----“ Þeir voru svo ákafir að skoða, alt sem fyrir augun bar, að þeir heyrðu ekki fótatakið, sem nálgaðist í snjónum. Alt í einu var sagt með ró- legri röddu að baki þeim: „Það er hættulegt fyrir ókunna, að þekkja þetta leyndarmál!" r FIMTÁNDI KAPÍTULI. María Lou prinsessa, kemur til sögunnar. Þessi athugasemd kom þeim alveg á óvart, þeir sneru sjer allir við á augabragði, og de Rich- leau greip ósjálfrátt um byssuna, þó að það hefði verið kvenmannsrödd, sem talaði. Hann slepti strax tökum á byssunni, þegar hann sá, að stúlkan var ein síns liðs. Stúlkan hló í barm sjer að hinni skringilegu skelfingu þeiraa. Hún var með dökkblá augu,-. snoturt söðulnef og rauðar varir. Alt í einu brá fyrir alvörusvip í bláum augum hennar. „Þetta er ekki heppilegur staður, fyrir Englendinga," mæltL hún. De Richleau hneigði sig fyrirmannlega og tók ofan fyrir henni. „Við erum heppnir, ,að það var ungfrúin, sem fann okkur. Eftir að hafa sjeð alt þetta," hann. benti brosandi yfir flugvöllinn, „eigum við ekki heitari ósk, en vera horfnir til Englands." „England, það er langt í burtu---------“ sagði. hún alvörugefin. Hertoginn hjelt nú áfram alvarlegur í bragði.. „Það vill svo illa til, að við erum í ónáð hjá yfirvöldunum, og getum því ekki farið með lest- inni. Ósvífinn þorpari stal hestum okkar og sleða frá okkur í gær. Við höfum farið fótgangandi gegnum skóginn í allan dag, í þeirri von að finna bóndabæ, þar sem við, gætum fengið leigðan, sleða." „Þið megið treysta mjer, fyrst þið hafið trúað' mjer fyrir þessu." De Richleau hneigði sig aftur. „Engin, sem hefir önnur eins augu og þjer,. ungfrú, gæti verið óvingjarnleg eða málug," sagði hann brosandi. „Þjer haldið að jeg sje ekki rússnesk?" „Mademoiselle ætti að drekka eftirmiðdagskaffL hjá „Marquis de Sévigné!" „Marquis de Sévigné?“, hún leit undrandi á hann. „Hvað er það?“ „Mjer getur ekki skjátlast í því, að ungfrúin sje frönsk? „Marquis de Sévigné" er aðalkaffi- húsið í París, um þessar mundir. Þar mynduð þjer sóma yður vel.“ Hún brosti dauflegu brosi. „Jeg er frönsk. E* jeg er búin að gleyma París. — Hvernig gátuð þjer annars vitað um þjóðerni mitt?“ „Ungfrúin ber sig svo fallega off tler*»mannlega..

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.