Morgunblaðið - 17.09.1935, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.09.1935, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudaginn 17. sept. 1935. fflw fpnwapig Útref.: H.f. Árvakur, Reykjavlfc Rlt»tjðrar: Jðn KJartanaaon, Valtýr Stefá.nsson. Rltstjörn og afgreiBala: Austurstrætl 8. — Sfml 1*0» Auglýsingastjðrl: E. Hafberg. Au.lýslngaskrifstoía: Austurstræti 17. — Slml 8700 Helsnaslmar: Jön KJartansson, nr. 1742. Valtýr Stefánsson, nr. 4220 Árnl Óla, nr. 3046. E. Hafberg, nr. 8770. ÁskrJfta&jald: kr. 3.00 á mánubi. t iausasölu: 10 aura elntaklR. 20 aura meS Lesbök Beinaverslun Þeir eru sjaldnast ráðalaus- ir, stjórnarliðar, þegar þarf að koma manni að einhvers staðar við beinajötuna. Þá eru jafnan til ótal ráð og ótal leiðir. En aðferðin sem notuð var til þess að koma Ólafi nokkrum áSvfeihSáyni, sem Austfirðingar kannast við, að jötunni, er svo einstæð, að sjálfsagt þykir, að almenningur kynnist henni. Hannes Thorarensen hefir, sem kunnugt er, haft með hönd- um forstöðu Vínverslunar ríkis- ins hjer í Reykjavík (útsöl- unnar), og farist það starf prýðilega, eins og alt annað, sem sá heiðursmaður hefir ná- lægt komið. Þótt þegar skifti hundruðum embættin nýju og stöðumar, sem núverandi ríkisstjórn hefir sett á stofn á því rúmlega eina ári, sem hún hefir verið við völd, hefir stjórnin þó jafnan verið í mesta stöðu-hraki. Til þess að bæta úr þessu voru lögin um aldurshámarkið sett á síðasta þingi og menn flæmdir úr embættum og stöð- um á grundvelli þeirra. Auðvitað notaði stjórnin einnig vald sitt til þess að flæma pólitíska andstæðinga úr stöðum, sem ekki voru bygð á lögum, þar sem því var við komið. Þannig sagði hún Hannesi Thorarensen upp starfi frá 1. ágúst s.l. I sæti hans skyldi Ólafur Sveinsson setjast, sá er fyr greinir. En Hannes hafði ráðningar- samning, sem miðaðist við árs- rekstur verslunarinnar. Hann neitaði því að fara fyr en frá áramótum. Heimtaði þá stjórnin, að Hann- es tæki Ólaf Sveinsson í versl- unina frá 1. ágúst, með 800 króna launum á mánuði. Hannes er friðsemdarmaður, og gerði þetta. En Ólafur Sveinsson kom aldrei í verslunina, heldur kom þangað annar maður, Snorri Jónsson að nafni, fyrverandi starfsmaður Ólafs. Ekki þykir mönnum senni- legt, að Snorri fái þær 800 kr., sem greiddar eru mánaðarlega, heldur muni talsverð fúlga launanna hverfa til Ólafs, sem þó kemur ekki nálægt starfinu. Geta má og þess, að Ólafur Sveinsson starfar nú á skrif- stofú ftmflutnings- og gjaldeyr- isnefndar. Hvað finst mönnum um svona beina-verslun? Og hvað tekur stjórnin í flokkssjóð fyrir slíka verslun? Þórsmerkið rfkisfáni Þýskalands. Gyðingar geta ekki verið þýskir borgarar. Þjóðverjar vilja frið — ef ekki Memel. Frá störfum ríkisþingsin§ í Niirnberg. Hitler. KAUPMANNAHÖFN I GÆR. EINKASKEYTI TIL M ORGUNBLAÐSINS. Menn biðu um heim allan með mikilli eftirvæntingu eftir, því, hvað gerðist í þýska ríkis-1 þinginu, sem kvatt var skyndi- j lega saman í Núrnberg. Þingið kom saman kl. 9 í gærkvöldi. Hitler vill frið. Þar flutti Hitler ræðu —- þá stystu, sem hann hefir hald- ið við slík tækifæri. Hann tal- aði aðeins stundarfjórðung. Hann sagði, að friðarvilji Þjóðverja væri óhagganlegur. Þýskaland óskar ekki að blanda sjer í óviðkomandi þræt- ur, sagði Hitler ennfremur. Talið er, að þetta beri að skilja þannig, að Þýskaland muni ekki á neinn hátt blanda sjer 1 Abyssiníudeiluna. En — Memel. Þá sagði Hitler: Þýska þjóðin fylgir atburð- unum í Memel með hinum mesta kvíða og óróa. íbúarnir í Memel ern píndir og ofsóttir og með þá farið eins og glæpamenn væru, — enda þótt eini glæpur þeirra sje, að óska eftir að mega vera áfram Þjóðverjar. Það verður að kref jast þess af stjórn Lithauen, að hún haldi gerða samninga, annars má búast við, að það ástand skap- ist, sem enginn hefir óskað eftir. Bolsar — Gyðingar. Þá drap Hitler á biltinga- starfsemi kommúnista og undir- róður Gyðinga. Taldi nauðsyn- legt, að mál Gyðinganna væri leyst í eitt skifti fyrir öll. Þórsfáninn ríkisfáni. Ríkisþingið samþykti ein- róma þrenn lög, og var fádæma fógnuður meðal þingmanna og áheyrenda, þegar lögin voru samþykt. Fyrstu lögin voru um það, að núverandi ríkisfáni Þýska- lands — þríliti fáninn, skyldi ekki lengur vera ríkisfáni, heldur skyldi Þórsfáninn framvegís vera ríkis- og Verslunarfáni jÞýskalands. Gyðingar — ekki Þjóðvcrjar. Önnur lögin voru um þýskan rí kisborgarar jett. Samkvæmt þessum nýju lög- um eru Gyðingar útilokaðir frá borgararjettindum í Þýskalandi. „Vernd hins þýska blóðs og æru Þjóðverja". Þá eru þriðju lögin. Þau fjalla um „vernd hins þýska Stefán Guð I I undsson söng í Ti voli á sunnudagskvöld við fádæma hrifning áheyrenda. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. íslenski tenórsöngvarinn, Ste- fán Guðmundsson söng í hljóm- leikasal Tivoli í gærkvöldi. Húsið var troðfult áheyrenda og söngvaranum tekið frábær- lega vel. Hann varð að syngja mörg aukalög, því fagnaðarlæti fólksins ætlaði aldrei að linna. — Kaupmannahafnarblöðin í dag geta um sönginn og öll á einn veg, að hann hafi verið frábærlega góður. Politiken skrifar: Stefán hefir forkunnar fagran tenór, röddin er hrífandi, með ítölsk- um blæ. Áheyrendurnir voru stórhrifnir af söng hans. Berlingske Tidende skrifa: Söngur Stefáns er stór við- burður á sviði sönglistarinnar og hefir honum farið mikið Stefán Guðmundsson. fram, síðan hann söng hjer í vor, með kórnum. Socialdemokraten skrifar: — Stefán hefir mörg skilyrði til þess að verða frábær „scene“- söngvari. Páll. Beck andmælir Liiviuoff. Beck. Genf 16. sept. Á fundi Þjóðabandalagsins í dag vakti það mesta eftirtekt, að Beck, utanríkismálaráðherra Póllands, gagnrýndi mjög ein- arðlega ummæli í ræðu Litvin- offs, utanríkisráðherra Rúss- lands, þeirri, er hann hjelt í bandalaginu s.l. föstudag. Ásakaði Beck Litvinoff fyrir að hafa viðhaft ummæli, sem miðuðu að því, að spilla sam- úð og samvinnu þjóða. (UP). blóðs og æru Þjóðverja.“ Samkvæmt þessum lögum er hjónaband stranglega bannað milli þýskra ríkis- borgara og Gyðingafólks. Einnig er þýskum borgara bannað að hafa holdleg mök við Gyðinga. Brot gegn þessum lögum varða fangelsi. Þá er Gyðingum einnig sam- kvæmt lögum þessum bannað að draga upp Þórsfánann, og þeir mega ekki ráða til sín þýskar vinnukonur, sem eru yngri en 45 ára. Páli. 5-manna nefndin heldur ekki fund á morgun. I London, 16. sept. FÚ. 5 manna nefndin í Abyssiníu- deilunni heldur ekki fund á mið- vikudaginn kemur, eins og ákveð- ið hafði verið, vegna þess að und- irnefnd, sem skipuð hafði verið, treystist ekki til að ljúka áliti sínu. Undirnefndin átti að fjalla um ákæruskjöl ítalíu og svör Abyssiníu við þeim. Landsþing norskra fiskimanna fer fram á 14 miljón króna kreppuhjálp. Kbhöfn, 16. sept. FÚ. Landsþing norskra fiskimanna, sem haldið er í Stavanger, hefir farið fram á það að ríkið legði fram 14 milj. króna, sem kreppu- hjálp handa fiskimönnum. Ennfremnr leggur þingið til, að nokkru af fje þéssu verði varið til þess að setja á stofn sjerstakt fiskimálaráðuneyti. Dýr farmur. Kolumbus fór frá Siglufirði í gær, fullfermdur. Farmurinn var 11 þús. tunnur kryddsíldar. Þessi farmur er sagður' sá dýr- asti, sem farið hefir frá Siglu- firði um langt skeið. Osbtin rigning hefir verið á Siglufirði síðan á fimtudag. (FÚ). Farsóttir og manndauði í Rvík vikuna 4.—10. ágúst (í svigum tölur næstu viku á undan): Háls- bólga 24 (16). Kvefsótt 18 (23) Gigtsótt 4 (0). Iðraltvef 7 (2). Taksótt 2 (0). Skarlatssótt 0 (1)- Kígbósti 2 (4). Ristili 1 (0). Mannslát 3 (4). Landlæknisskrif- stofan. (FB).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.