Morgunblaðið - 17.09.1935, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudaginn 17. sept. 1935.
Ráðskona
óskast á heimili í nágrenni
Reykjavíkur. Upplýsingar á
Ráðningarstofu Reykjavík-
urbæjar, Lækjartorgi 1, í dag
og á morgun, kl. 4—5.
Herbergi.
Gott herbergi til leigu
á Laufásveg 22.
Upplýsingar í síma 2272.
„Bullioss11
fer í kvöld kl. 8 vestur og
norður. Aukahafnir: Sauð-
árkrókur og Húsavík.
„Dettifoss11
fer á fimtudagskvöld um
Vestmannaeyjar til Hull og
Hamborgar.
Nokkrar stúlkur,
sem vanar eru kápusaum,
geta fengið atvinnu við að
sauma kápur heima.
Upplýsingar í
K.ipubúðinni,
Laugaveg 35.
Enginn veit hvenær slys ber að höndum.
Líftryggið yður r 1
ANDVÖKU, Lækjartorgi 1. Sími 4250.
Ennþá
seljum við'
Kaffst’ell, 6 manna 10,00
Kaffistell 12 manna 16,00
Matarstell 6 manna 14,35
Matarstell 12 manna 19,75
Bollapör, postulín 0,35
Vatnsgl.ös, þykk 0,30
Asjettur, gler 0,25
Fottnr m. loki 1,00
Matskeiðar og gaffiar 0,20
Vekjaraklukkur 5,00
V.T'ftúr ftá 10,00
Siálfblekungasett 1,50
K Eiiutrison
& BförviS'On.
Bankastræti 11.
e<;í;ert ciaessen
hæ?tar ,i ettarmálaflutningsmaður.
Skrifstofa: Oddfellowhúsið,
Vonarstræti 10.
(Inng:, .gur um austurdyr).
Skriðuhlaup
á Austffðrðum
valda iiilklu fjóni,
Seyðíáfirði sunnudag.
Einsdæma rigning hefir verið
á Seyðisfirði og þar í grend
síðan á föstudag.
Á Seyðisfirði hafa orðið
miklar skemdir vegna skriðu-
hlaupa, aðallega úr Strandar-
tindi.
í gærkvöldi seint, hljóp
skriða á íbúðarhús og geymslu
hús Einars Einarsson útgerðar-
manns, og olíuport Olíuverslun-
ar íslands. Neðri hæð íbúðar-
hússins skemdist allmikið og
geymsluhúsið fyltist af auri og
grjóti. í geymSlUhúsinu var ein
kýr og varð henni með naum-
indum bjargað, en nokkur
hænsni fórust.
Skriðan hljóp fyrir dyr húss-
ins, svo íbúarnir urðu að bjarg-
ast út um glugga. Skemdir
urðu einnig mjög miklar á veið-
arfærum, fiski, heyi, fatnaði og
innanstokksmunum.
Olíuport Olíuverslunar Is-
lands gerónýttist og eitthvað
af olíu fór í sjóinn.
Aurskriða fjell einnig að
geymsluhúsi Fisksölufjelagsins,
svonefndri Pöntun, en virðist
ekki hafa valdið þar skemdum.
Önnur aurskriða fjell í nótt
á fiskverkunarstöð Þóris Jóns-
sonar, útgerðarmanns á Fjarð-
arströnd. Færði hún í kaf fisk-
reiti og fiskstakka, braut efri
hlið úr fiskskúr, og flóði inn
um dyr á fiskkjallara þar sem
geymdur var allmikill óverkað-
ur fiskur. Urðu af þessu miklar
skemdir á veiðarfærum, fiski
og útgerðaráhöldum.
Smærri aurskriður fjellu og
víðar, en ollu ekki verulegum
skemdum. Þá urðu og af hlaup-
um þessum miklar skemdir á
veg'um.
Tjónið hefir ekki verið metið.
Skriðuhlaup á Norðfirði.
Frjettaritari útvarpsins í
Norðfirði segir, að þar hafi
gengið stórrigningar sem orsak-
að hafa skriðuhlaup, er valdið
hafa stórum skemdum á engj-
um og túnum á nokkrum bæj-
um í sveitinni svo sem: Skorra-
stað, Skálateigsbæjunum og
Mýbæ.
Á Skorrastað eyðilagði hlaup-
ið 30—40 hesta af heyi.
(F. Ú.)
Eru dagar skýjakljúf-
ana í Ameriku taldir?
Frægur húsasmiður frá Finn-
landi hefir verið í kynnisför í
Ameríku. Á heimleiðinni átti hann
tal við sænskt blað, þar sem hann
segir, að skýjaklúfamir í Ameríku
sjeu nú búnir að lifa sitt fegursta.
— Skýjakljúfarnir, segir hann
hafa aðeins eitt hlutverk, og
það er að setja stórborgarbrag á
bæina. Að öðru leyti hefir bygg-
ingarstíllinn enga hagkvæma þýð-
ingu. Amerískir húsasmiðir hafa
heldur ekki nándar nærri eins
mikið dálæti á háum húsum, á
seinni tímum. Yfirleitt má oegja,
að löngun Ameríkana, til þess að
ganga fram ur hófi, og setja ný
og ný met, sje í mikilli rjenun.
Útvarpsmessurnar
og sveitafólkið.
í nýútkominni „Hlín“ birtist
eftirfarandi grein um útvarpið,
og einkum útvarpsmessurnar,
er sýnir hvemig þeim er tekið
á sveitaheimilum.
Greinin er svohljóðandi:
Til athugunar.
Þegar ríkisútvarpið tók til
starfa, hlotnaðist landsmönnum
eitt hið mesta menningartæki
og um leið eitt hið gleðilegasta
tímanna tákn. Þar voru loks
komnir möguleikar til þess að
brúa fjarlægðir og svifta hinni
lamandi einangrun af strjál-
bygðum sveitabæjum, auka
menningu og glæða skilning á
göfugum listum, vekja samúð
og færa mennina nær hver öðr-
um.
Sveitafólkinu, sem lifað hafði
langa vetra í fámenni og tóm-
leika einangrunarinnar, var
með útvarpinu opnaðar dyr inn
í þá heima, er það annars aldrei
hefði fengið að kynnast.
Slík gjörbreyting til góðs
verður ekki metin nje þökkuð
nema með því einu að leggja
fram alt sitt besta og læra að
notfæra sjer þessi óvæntu gæði
á sem bestan og hagkvæmastan
hátt.
Jeg skal taka til dæmis mess-
urnar. Þær þurfa að vera með
því sniði á heimilunum, að þær
sameini fólkið við guðsþjónustu
gerð. Jeg þekki heimili þar sem
vanalegir kirkjusiðir eru við-
hafðir við útvarpsmessurnar, og
meðal annars tekið þátt í söngn
um af þeim, sem það geta. —
Jeg sje fyrir mjer eina slíka
baðstofu, sem reynt er að
breyta í helgihús litla stund.
Á borð við rúm gamallar konu,
sem liggur rúmföst, er breiddur
hvítur dúkur, þangað er hátal-
arinn færður til þess að hún,
sem þráir messurnar, heyri sem
best. Þar eru líka sett kerta-
ljós og baðstofan er yfirleitt
gerð svo vistleg sem föng eru á.
Heimilisfólkið safnast saman
sunnudagabúið, tekur sálma-
bækur sínar og messan byrjar,
alt er kyrt og hljótt og hátíð-
legt. — Hinn ágæti kirkjusöng-
ur hrífur hugi allra og hið nýja
helgisiðaform gerir sitt til. —
Og sje maður nú svo heppinn
í tilbót að heyra eitthvað nýtt
eða gamalt efni þannig úr garði
gert að veki bergmál og um-
hugsun, þá verður þessi stund
bæði til uppbyggingar og inni-
legrar gleði.
Jeg vona það og treysti því,
að útvarpið, sem óðum nær til
fleiri og fleiri heimila í sveit-
unum, geti sameinað fólkið,
eitthvað í líkingu við það sem
kvöldvökurnar gerðu áður fyr.
S.
Kominn heim.
He;msóknartími eins og áður á
verkfræðiskrifstofunni í Hafnar-
stræti 5, frá kl. 10—12 og IV2—7.
GuðmundnrJónsson
verkfræðingur.
Skrífin saga.
Nokkrir farandsalar sátu sam-
an á gistihúsi í Philadelphiu. Einn
þeirra var miðaldra maður, sköll-
óttur. Hann sagði margar skemti-
legar sögur, sem kunningjar hans
höfðu mjög gaman af. Hjer birt-
ist ein sagan:
— Þegar jeg var 25 ára gamall
var jeg í ágætri stöðu hjá inn-
flutningsfyrirtæki í New York.
Eins og fer fyrir flestum ungum
mönnum á þeim aldri varð jeg
ástfanginn í ungri stúlku og
skömmu semna opinberuðum við
trúlofun okkar.
Tveimur mánuðum áður en við
ætluðum.að gifta okkur neyddist
jeg til að taka mjer ferð á hend-
ur til Englands í verslunarerind-
um.
Sama dag sem ákveðið var að
jeg færi í þetta ferðalag fór skip
til Englands og varð jeg að taka
mjer far með því. Jeg fjekk því
naumast tíma til að kveðja heit-
mey mína.
Dvöl mín í Englandi varð lengri
en jeg hafði búist við, en þrem
mánuðum síðar var jeg á leið
heim til Ameríku. Skömmu áður
en jeg fór frá Englandi keypti jeg
dýrindis demantshring til að gefa
konuefni mínu í morgungjöf.
Þegar hafsögumaðurinn frá
New York kom um borð fjekk jeg
hjá honum eitt morgunblaðanna.
í því sá jeg að heitmey mín hafði
svikið mig og var triilofuð öðrum.
í bræði minni tók jeg demants-
hringinn lir vasa mínum og kast-
aði honum í sjóinn.
Nokkrum vikum síðar sat jeg
á veitingarhúsi í New York og
borðaði fisk.
Alt í einu beit jeg í eitthvað
hart — og hvað haldið þið að það
hafi verið.
— Demantshringurinn! hrópuðu
flestir, sem hlustuðu á söguna.
— Nei, sagði söguhöfundur. Það
var — fiskbein.
Skýrslur um ameríska
glæpamenn.
Hagfræðirannsóknir síðustu ára
hafa leitt svo margt undarlegt í
ljós, að menn undrast varla stór-
um þótt þeir heyri að amerískur
lögreglumaður hefir eytt tíma
sínum í að reikna út hvernig
„meðal“ glæpamaður í Ameríku
er. Hann komst að eftirfarandi
niðurstöðu:
„Meðal“ amerískur glæpamaður
er 25—;30 ára gamall. Yenjulega
er hann kvæntur, á eitt barn og
hefir ekki fengið nema barna-
skólamentun. Hann er dökkhærð-
ur; vopn hans eru hnífur og
skambyssa. Það sem mest ein-
kennir „meðal“ glæpamann er, að
hann er 100% Ameríkumaður en
ekki innflytjandi.
100 ár eru liðin í haust síðan
fyrsta járnbrautin var tekin í
notkun í Þýskalandi, en það var
milli borganna Núrnberg og Fúrth.
í tilefni af þessu afrnæli verður
haldinn járnbrautarsýning í
Núrnberg.
Dagbók.
I.O.O.F. Ob. 1 P. = 1179178’/4.
I. O.O.F. 3 = 1179179 = I og III.
Veðrið í gær: Fyrir suðaustan
land og um Bretlandseyjar eru
djúpar lægðir, en hæð yfir N-Græn
landi. Vindur er allhvass og hvass
NA- um alt land, með rigningu á
N- og A-landi. Hiti er 4—7 st.
nyrðra, en alt að 10—13 st. sunn-
anlands. NA-áttin mun lialdast
næstu dægur.
Veðurútlit í Rvík í dag: All-
hvass NA. Úrkomulaust.
Eimskip. Gullfoss fer vestur og
norður í kvöld. Goðafoss er í Hull.
Brúarfoss er á leið til Kaupmanna
hafnar frá Leith. Dettifoss var á
Hvamstanga í gær. Lagarfoss er í
Kaupmannahöfn. Selfoss er á leið
til Antwerpen.
Snæfell, flutningaskip, kom í
fyrradag með bensín og mjölfarm.
B.v. Júní, frá Hafnarfirði tók
hjer ís í gær.
B.v. Baldur kom hingað í gær
frá Þýskalandi.
Lyra, kom í gærkveldi frá
Bergen-
Ver seldi í Grímsby í gær, báta-
fisk frá Norðfirði, 1150 vættir fyr-
ir 1281 stpd.
Bjarni Jónsson bankastjóri, er
ljet af forstöðu Útbús Útvegs-
bankans á Akureyri, 1. þ. m., eftir
25 ára bankastarfsemi, fór á sunnu
dag landveg áleiðis til Reykjavík-
ur, til þess að taka þar við
nýju starfi við sama banka. —
Bjarni hefir verið kvaddur með
virktum í þeim fjelögum, sem
hann hefir starfað mest í: Odd-
fellowdeild, stúdentafjelagi og
fleiri fjelögum. Almennu kveðju-
samsæti hafnaði hann. Kona hans
og dætur dvelja enn nokkra daga
á Akureyri. (FÚ.).
50 ára verður í dag frú Guð-
björg Guðjónsdóttir, Hellusundi 7.
Stórt hvítkálshöfuð. í gær-
morgun barst Morgunblaðinu hvít-
kálshöfuð, frá kálgarðinum í Leyni
mýri, er vó rúm 7 kg. Hefir kál-
höfuð þetta vaxið í kaldri mold
og var plantað út 10. maí, s. 1.
Hið risavaxna kálhöfuð er til
sýnis í glugga Morgunblaðsins.
Hjónaband. Síðastbðinn laugar-
dag voru gefin saman í hjónaband
ungfrú Guðrún Magnúsdóttir og
Hákon Bjamason, skógræktar-
stjóri.
Hafnarfjörður. í kvöld kl. 814
heldur Hjálpræðisherinn samkomu
í Austurgötu 26, Hafnarfirði. —
Kaptein Nærvik stjórnar. Allir vel
komnir.
Á fimtugsafmæli Landsbankans,
miðvikudaginn 18. þ. m., verður
tekið á móti þeim, sem vilja heim-
sækja hann vegna afmælisins, frá
kl. 3i/2—51/2 e. h. þann dag í
bankanum. (FB.).
Skáldkonan frú Jakobína John-
son las upp ljóð með skýringum
á Hressingarhælinu í Kópavogi,
13. þ. m., við miklá hrifni og að-
dáun hlustenda. Blaðið hefir verið
beðið að flytja skáldkonunni inni-
legustu þakkir fyrir komuna og
sömuleið’s frú Guðrúnu Erlings
fyrir hennar þátttöku.
íslensku knattspyxnumennim-
ir í Hull. Morgunblaðinu hefir bor-
ist eintök af „The Daily Mail“, sem
gefið er út í Hull. Birtast greinir
í tveim blöðum, um íslenska knatt
spymufiokkinn, er hann var þar
á ferð. Er minst á ferðalag þeirra
til Þýskalands og dvöl þeirra í
Hull. Einnig er birt mynd af
flokknum, þar sem Sheriffinn
í Hull tekur á móti flokknum. Sú
mynd er til sýnis. í glugga Morg-
unblaðsins.