Morgunblaðið - 17.09.1935, Síða 8

Morgunblaðið - 17.09.1935, Síða 8
8 6t MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudaginn 17. sept. 1935. »• M'iWi uMiaiHI >M ■idWrtfci'ttfftfr JCtí&ttce&L Björt og rúmgóð búð við L'augaveg, ásamt skrifstofu og geymslu, er til leigu, ódýrt. Sími 3646. '&Ltvrm' Stúlka, sem hefir verið á verslunarskóla, og er vön af- j greiðslu, óskar eftir atvinnu nú þegar eða 1. október. A. S. í. vísar á. Unglingsstúlka, með gagn- fræðaprófi, óskar eftir atvinnu. Upplýsingar hjá Guðnýju Rós- ants. Sími 4080. Þeir, sem eiga í umboðssölu hjá mjer vörur, eru beðnir að vitja þeirra eftir kl. 8 í kvöld. Fata- og lausafjármunasalan, Laugaveg 64. Bálfarafjelag íslands. Innritun nýrra fjelaga í Bókaverslun Snæbjarnar Jónssonar. Argjald kr. 3.00. Æfitillag kr. 25.00, — Gerist fjelagar. Vandlátar húsmæður skifta við Nýju Fiskbúðina, Laufás- veg 37. Sími 4052. Faeði og einstakar máltíðir í Café Svanur við Barónsstíg. Góðui* matur. Sanngjarnt verð. Mig vantar mann frá 1. októ- ber til 14. maí, sem kann að mjólka og annað að nautgripa- hirðingu. Hlíðarenda við Lauf- ásveg. Sími 3833. Guðjón Guð- laugsson. SlCUynninaac English Lessons. Howard Little, Laugaveg 5. Slöngueitur í meðöl. Dýragarð- urinn í London hefir fengið send- ar 29 eiturslöngur frá Indlandi. Slöngurnar eiga ekki einungis að vera til augnagamans fyrir fólk sem keimsækir dýragarðinn, held- ur á að nota þær í þjónustu lækna vísinda, og vinna meðul úr eitri þeirra, sem notuð eru gegn ýmis- konar blóðsjúkdómum. Hinir frægu fimmburar í Kan- anda eiga nú að fai’a að leika í kvikmynd. Ef samningar takast, má búast við að þeir leiki meö Harold Lloyd í kvikmynd, sem á að heita „Mjólkurbrautin“. j Fyrir örfhenta. í New York er búið að stofna skóla fyrir örf- hent fólk. Hlutverk skólans er að lækna fólk við þessum kvilla og kenna því að nota hægri hendina á eðlilegan hátt. j Aukin markaður. Mjólkurvinslu- búin í hjeraðinu Weikato á Nýja- Sjálandi hafa farið þess á leit við bresku stjórnina, að hún gefi hjer Skóla-sloppa á telpur saum- eftir hermönnum, sjóliðum og um við eftir pöntunum. Yersl Lilju Hjalta. Jáutfts&afutc Höfum fengið sjerlega fal- legt tvisttau, tilbúnir sloppar með hálfum ermum, og svuntur, höfum við fyrirliggjandi. Versl. Liíju Hjalta. „Bridge“ buddur, úr skinni, og hylki fyrir púðurdósir, fást í Versl. Lilju Hjalta. smjor Einkasala. Vjer viljum veita þektum manni eða firma, einka sölu á hinum ágætu lindar- penna okkar „The Obligo Pen“. Firma Obligo, Köbenhavn Ö. Fæði. Gott fæði og einstak- ar máltíðir, með /sanngjörnu verði, er selt í Ingólfsstræti 9. „Satin“ í brúðarkjóla og fermingarkjóla. Hvítir „Georg- ette“-vasaklútar. Versl. Lilju Hjalta. Bílskúr við Aðalstræti til leigu nú þegar. Upplýsingar í síma 3642. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen. Klapparstíg 29. ; flughermönnum fyrir smjörlíki. Sænski kviikmyndaiðnaðurinn eykst ár frá ári. í vetur koma 30 ísænskar kvikmyndir á markaðinn, þar af hafa 12 verið teknar fyrri hluta þessa árs. Hestakjöt handa hermönnum. ítalska ríkið hefir keypt mikið af hestakjöti í Svíþjóð nýlega. Kjötið verður reykt í Svíþjóð og síðan sent til ítalíu Það er vxst Iitlum efa bundið að kjöt þetta er ætlað ítölsku hermönnunum í Afrflíu. m NBTO-m & ©lseni (( BER VÆNTANLEG 1 VIKUNNI. staðin Til Akureyrar. Á tveimur dögum: Alla þriðjudaga, fimtudaga og laugardaga, Á einum degi: .u Hraðferð um Borgarnes, alla þriðjudaga föstudaga. Prá Akureyri áframhaldandi ferðir: Til Austf jarða. Afgreiðsla í Reykjavík Bifreiðastöð íslands. —* Sími 1540. Bifreiðastðð Akureyrar. *► Allir Reykvíkingar lesa auglýsingar Morgunblaðsins. FMGÐíM FRA TOBOLSK. 41. Og svo berið þjer líka hattinn eins og innfædd Parísarstúlka.“ „Móðir mín var frönsk.“ De Rícleau leit á hana alvarlegur á svip. „Þareð þjer eruð hjer ókunnug, eruð þjer áreið- anlega litnar tortryggnum augum. Við vildum ógjarna valda yður óþægindum. En ef þjer gætuð sagt okkur, hvar við gætum fengið hesta og sleða, værum við yður mjög þakklátir.“ „Fylgið mjer,“ sagði hún og sneri rösklega við. „Komið með mjer heim í litla húsið mitt. Við skul- 'um sjá, hvað hægt er að gera!“ i,Það er afar fallega gert af yður að bjóða það,“ sagði Rex, en jeg er hræddur um að við verðum að hafna boðinu. Þjer kæmust í vandræði, ef við fyhdumst hjá yður.“ Hún ypti öxlum óþolinmóðlega. „Jeg er alls ekki ókunnug hjer. Jeg kenni tungumál í skólanum, og fólkið hefir þekt mig frá því, að jeg var barn. Komið nú.“ Þeir fylgdu henni gegnum skóginn. Það var töluvert farið að skyggja, þegar þau komu að hinu litla húsi hennar. Lá það á afviknum stað, eitt út af fyrir sig og var með rammgerðrf girð- ingu í kring. Stofan, sem þeir komu inn í var mjög hrein- leg og viðkunnanleg. Húsgögnin voru að vísu gömul og klunnaleg, en gluggatjöldin voru úr ljósleitu, rósóttu efni. Bækurnar í bókaskápnum virtust mikið lesnar og voru allar stimplaðar með sama merki. Hertoginn og Simon höfðu ekki komið undir ærlegt húsþak síðan í Moskva, og Rex hafði orðið áð sætta sig við hin kalsalegu húsakynni í kommúhistafangelsinu í tvo mánuði. Þeir nutu þess því allir að láta fara vel um sig í hinum þægilegu stólum ungfrúarinnar, og lofuðu guð fyrir að hafa hitt hana. „Megum við kynna okkur. Þetta er vir.ur minn Mr. Rex van Ryn, frá New York. Og þettá er Mr. Simon Aron frá London, og jeg er de Richleau hertogi“. Hún brosti til þeirra allra og sagði við her- togann: „Þjer eruð þá líka franskur?“ „Já“, svaraði hann. „Og eins og þjer sjáið, er jeg líka útlagi.“ „Það var leiðinlegt," brosið hvarf af vörum hennar. „Jeg var fimm ára gömul þegar jeg fór frá Frakklandi, og er búin að gleyma öllu þar. En mig hefir ávalt langað heim aftur. — En hvað er jeg að hugsa — þið hljótið að vera svangir, eftir ferðalagið!“ ,Þeir höfðu varla hug til þess að malda í mó- inn. En Simon, sem vissi hve erfitt var með mat- arföng, fór að tína fram nestið úr bakpokunum. Hún bandaði með hendinni. „Jeg skrepp í burt rjett sem snöggvast,“ hún ypti öxlum með frönsk- úm limaburði og fór í kápu sína. „Hjer kemur ekki nokkur maður, svo að þið eruð hjer öruggir.“ Og áður en þeir vissu af, var hún horfin út um dyrnar. Hún veifaði í kveðjuskyni og læsti dyr- unum á eftir sjer. De Richleau teygði úr fótunum. „Við höfum svei mjer verið heppnir," sagði hann við Simon. „Drottinn heldur sinni verndar- hendi yfir okkur.“ Djúpar hrotur bárust til eyrna þeirra. Rex var steinsofnaður á legubekknum. Þetta var fyrsti blundurinn, sem hann fekk frá því, að hann yfir- gaf harðan trjebekkinn í fangelsinu í Tobolsk. Litlu síðar kom stúlkan aftur með körfu, fulla af eggjum. Hún setti stærstu steikarpönnu sína yfir eldinn, og fór að hræra eggin í skál. Rex svaf stöðugt vært og Simon fór að tala við stúlkuna á meðan hún var að matbúa. Ljek hon- um forvitni á að vita, hvernig hún hefði getað fengið eggin, þegar menn hefðu vissan matar- skamt. „Það er löngu hætt,“ sagði hún og hló dátt„. „að minsta kosti í þorpunum. Það fór algerlega út um þúfur. Bændurnir voru svo gráðugir. að þeir skrökvuðu, svikust um og viðuðu að sjer í laumi. Að lokum sáu menn ekki annað vænna, en láta þá fara sínu fram. Þó voru lagðar þungar sektir við að safna birgðum. Kommúnistarnir tóku upp það ráð, að taka hærra verð af bændunum fyrir vörur þær, sem þeir fengu í samvinnubúð- unum. Hún komst vel af sjálf, börnunum, nemend- um hennar þótti vænt um hana, og foreldrar þeirra, bændumir, þektu hana vel og voru henni vinveittir. Það, sem hún vildi fá, fekk hún orða- laust.“ Um leið og hún sagði þetta, var hún að mat- selda á pönnunni og brátt var tilbúin fyrirtaks stór og girnileg eggjakaka. Þau vöktu Rex og settust síðan að borðum. De Richleau lýsti yfir því að betri eggjaköku hefði hann aldrei smakkað á æfi sinni. „Já, monsieur,“ svaraði hún, „jeg lærði að búa til eggjaköku hjá móður minni“. „Er móðir yðar dáin?“ „Já — hún dó í hungursneyðinni miklu. Það var hræðilegt. Jeg skil ekki hvemig nokkur lifði það af“. „Mætti jeg spyrja yður, hvers vegna móðir yðar fór hingað, svo langt frá ættlandi sínu?“ „Það var vegna Shulimoff prins. Móðir mín hafði þekt hann í mörg ár, löngu áður en jeg fæddist. Hún var af tignum ættum en bláfátæk. Þegar jeg var fimm ára gömul bauð hann henni stöðu. hjer. Hún átti að vera frænku hans til skemtunar. Hann leyfði það aldrei, að þessi frænka sín byggi í Moskva eða St. Pjetursborg, heldur varð hún ávalt að vera í þessari eyðilegu höll. En þannig atvikaðist það, að við fórum að búa hjer. Það var einu eða tveim árum fyrir stjórnarbyltinguna“. de Richleau kinkaði kolli. „Það er mesta furða,,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.