Morgunblaðið - 27.09.1935, Síða 3

Morgunblaðið - 27.09.1935, Síða 3
Föstudaginn 27. sept. 1935. MORGUNBLAÐIÐ Ásgeir Þorsteinn Sigurðsson; konsáll er dáinn. Hann dó að heimili sínu hjer í bæ í gær 26. sept. Er þá genginn einn höfðinglegasti og mest virti borgari bæjarins. Maður, sem allir sakna. Maður, sem allir er til þekkja vilja líkjast að drengskap og dugnt áði, hógværð og höfðingsskap. Ásgeir var fæddur á ísafirði 28. september 1865, og vantaði því tvo daga til að verða 71 árs gamall. Bjuggu foreldrar hahs þar, en 10 ára gamall fór h’ann til föðurbróður síns, Jóns Andrjessonar Hjaltalíns, er þá var bókavörður í Edinborg, og ólst upp hjá honum. Gekk hann í barnaskóla í Edinborg og var þar til 1880 að Hjaltalín tók við stjóm Möðruvállaskóláns. , toín hann heim 'með honúnl og . - gekk á skólann og tók burtfar- arpróf þaðan 1882. Á skólanum gekk Ásgeir námið vel, og var hann sjerstaklega vel látinn áf skólabræðrum síiium, má svo segja, að allir vildu honum líkj- ast. Voru þeir vinir hans eins lengi og þeim entist æfi. Ög þetta er ekki að undra fyrir þá, er löngu síðar sóttii skólann, þar voru ótal sögur um Ásgeir. Allar sýndu þær gleði og lífsþrótt, allar sýndu þær drenglyndi og góðan mann. Þegar 50 ára afmæli skólans var 1934, var Ásgeir forseti dagsins, og mátti finna hve mikils hann var virtur af þögn þeirri er ríkti meðan hann fluttí ræðu sína. Þegar Ásgeir lauk prófi frá skólanum varð hann verslunar- maður á Akureyri, og var það nokkur ár, uns hann fór utan áftur, og varð verslunarmaður í Edinborg. Þegar hann var á Akureyri barst Góðtemplara- reglan til Islands og varð ÁS- geir þá stofnandi fyrstu stúk- unnar — 10. janúar 1884. — Starfaði hann þau ár afar mik- ið fyrir bindindismálið, og var yfirmaður Reglunnar hjer á landi. Stofnaði hann margar stúkur um Norður- og Vestur- land og gekk faðir hans Sig- urður trjesmiður Andrjesson fram við hlið hans. Hann gaf út og var ritstjóri að „Bind- indistíðindum“ og hann gaf út annað blað ,Jón rauða.‘ Græddi hánn á „Jóni rauða“, það sem hann tapaði á hinu. Þegar hann fór utan seldi hann útgáfurjett af Jóni fyrir 100 krónur. Mun það vera með fyrstu blaðasölum hjer á landi. Ásgeir kom hingað til Reykja víkur frá Edinborg 1894 og árið éftir 1895 stofnaði hann ásamt tveim enskum mönnum verslunina Edinborg. Verslun þessi' var strax með öðru sniði en áður tíðkaðist hjer. Hún seldi allar VÖrur gegn pening- um. Hún keypti íslenskar vör- ur -— ekki fyrir vörur heldur peninga. Hún gréiddi út öll vinnulaun í peningum. Og hún auglýsti mikið. Það voru ýmsir er, spáðu því, að verslun með þessu.sniði gæti ekki borið sig, en r.eynslan var önnur. Versl- unin ox jafht og þjett. Hún ! j/i) "UöY’ ; '1 ’ v smáfærði út kvíarnar. Og hún gerði það sem ekki hafði verið gert í 100 ár, hún sendi fisk- farjna beint til Spánar og Ital- iu. Nú hefir verslunin í mörg ár verið éin af stærstu verslun- um bæjarins. Nú er gamla timb- urhúsið, sem hún byrjaði í, horf- ið, en stórt, marglyft stein- steypuhús gnæfir við. Hver sá, sem minnist á sögu íslenskrar verslunar hlýtur ætíð að minnast Ásgeirs. Nokkru fyrir stríðið keypti Ásgeir hluti hinna í verslun- inni, og rak hana fyrir eigin reikning. Þegar stríðið kom, keyptu Englendingar allar ís- lenskar afurðir. Ásgeir var konsúll þeirra og hafði verið það lengi. Hann varð þá að IUfö. sjá um þessi kaup, og gerði það með stakri árvekni og reglu. Þar skeikaði hvergi. Þar var um margar miljónir að ræða. Enska stjórnin sæmdi hann krossi af „The British Empire“ (O.B.E.), í viðurkenningarskyni fyrir störf hans, en er hann ljet af konsúlstörfum var hann sæmdur Kommandörkrossi (C. B.E.), og er fátítt að aðrir en Englendingar njótiþess heiðurs. - Hann var auk þess sæmdur stórkrossi Fálkaorðunnar, og Riddarakrossi dannebrogs- orðunnar. Ásgeir tók ekki þátt í stjórn- málum, en átti sætti í bæjar- stjórn 'Reykjavíkur og niður- jöfnunarnefnd. Þótt Ásgeir gæfi sig lítið að almennum inálum, þá vann hann og styrkti mörg nytsemd- armál. Eins og áður er sagt, þá tók hann upp bindindismálið 1884, og vann fyrir það af kappi. Þeir voru þó hæddir þá templararnir. Það þurfti sið- ferðislegt þrek til að taka upp starfið eins og hann gerði. — Þegar „andatrúin“ svonefnda kom hjer, var Ásgeir einn af forgöngumönnunum, það þurfti og andlegt þrek. En Ásgeir hafði það í ríkum mæli. Hann gat staðið einn með skoðun sína. Hann þoldi þótt kastað væri að skoðunum hans. Þrek hans, festa og trygð var óbil- andi. Það voru björg er mátti byggja á. — Bæði þessi mál studdi hann altaf eindregið, og það eins þó milli bæri um bar- dagaaðferðir. Ásgeir var kvæntur enskri konu. Amaliu Oliver. Var hjónaband þeirra hið ástúðleg- asta. Sonur þeirra Waltér and- aðist fyrir fáum árum af voða- skoti, en Haraldur sonur hans rekur nú verslunina ásamt Sig- urði B. Sigurðssyni konsúl. P. Lepp-lánið til Skjálf- andafljófsbrúar og loforðið sem Eysfeinn gaf Brefuiu síðasfl. retur. öllum landslýð er enn í fresku minni yfirlýsing sú, sem Eysteinn Jónsson fjármáJaráð- herra varð að gefa Bretum s.l. vetur í sambandi við 12 milj. króna lántökuna, sem þá fór fram. Eysteinn lofaði Bretum því, að hann skyldi „forðast“ er- lendar lántökur og ríkisábyrgð- ir meðan núverandi ástand væri ríkjandi í fjámjálunum. Engar erlendar lántökur og engar ríkisábyrgðir voru lof- orðin, sem Eysteinn gaf Bret- um. Lánið til Skjálf- andafljótsbrúar. Þessi loforð Eysteins til Bret- ans rifjast upp fyrir manni nú, þegar minst er nýrrar lántöku til brúargerðar á Skjálfanda- fljót, undan Skriðuhverfi. Hver hefir tekið lán til þess- arar brúar? Og hvar er lánið tekið? Stjórnin hefir ekki gefið neina skýrslu um þetta. En sýslufundargerð frá síðasta að- alfundi sýslunefndar Suður- Þingeyjarsýslu sýnir, að sýsl- an er að nafninu til lántak- andi, en ríkið á að standa skil á láninu að fullu og öllu leyti og bera allan kostnað þess. Sýslan hefir því orðið eins- konar leppur ríkisins við lán- tökuna. Þegar sýslufundur samþykti lántökuna (90 þúsund krónur) Bærinn Grænhóll I Olfusi brennur til kaldra kola. íbúðarhúsið á bænum Grænhóli í Ölvusi brann í gær til kaldra kola. Húsið sjálft var vátrygt, en innanstokksmunir voru óvátrygðir og bjargaðist dálítið aj þeim, rúmföt og eitthvað af húsgögnum. Flestir menn í Ölvusi voru í Ölv.usrjettum í gær og þar var einnig bóndinn á Grænhóli, Sigur- bergur Johannsson. Heima á bænum var húsfreyj- an ásamt tveímur ungbörnum og kaupamanni. Húsfreyja og bömin voru í kjallara hússins, en þar var eld- húsið. Kaupamaðurinn var við vinnu úti við. ELDSINS VERÐUR VART. Kaupamaðurinn varð fyrstur eldsins var, klukkan var þá að ganga sex. Sá hann að eldur var kominn í þak íbúðarhússins. Strax og hann var búinn að gera að- vart í húsinu, var farið að Sand- hóli, sem er næsta símstöð. Var hringt þaðan að Hveragerði Og sagt frá eldsvoðanum. Komu menn brátt að úr rjett unum, en þá stóð húsið í björtu báli og var strax sjeð að því yrði ekki bjargað. HEY í HÆTTU. Rjett við íbúðarhúsið er lilaða, og var tímburhús á milli. Gengu menn x að rífa húsið á milli hlöðunnar og íbúðarhúss- ins, svo eldurinn kæmist ekld í heyið. Jafnframt var hringt t.il Reykja víkur og beðið um að sendur yrði bíll með slökkviliðsmönnum og tækjum til að reyna að bjarga heyinu, ef þess væri kostur. Fór hjeðan bíll með dælu. Þegar slökkviliðið kom austur, var íbúðarhúsið brunnið til kaldra kola, en hjeraðsmönnum hafði tekist að verja heyið. TJÓNIÐ. Klukltan um 12 í nótt átti Morg- unblaðið tal við Sigurberg bónda. P’ramh. á 6. síðu. ljet hann svohljóðandi klásúlu fylgja lánsheimildinni: „Lánið má þó því að eins taka, eða umboð framselja, að fyrir liggi hjá oddvita sýslu- nefndarinnar yfirlýsing ríkis- stjórnarinnar um það, að kostn- aður við lántöku þessa greiðist að öllu leyti úr ríkissjóði, og að hann annist afborganir og vaxtagreiðslur af láninu, sýslu- sjóðum að kostnaðarlausu, svo og að yfirlýst sjer af, ríkisstjórn inni, að brúarbyggingin fari frám eingöngu á ábyrgð ríkis- sjóðs, svo sem á þjóðvegi.“ Af þessu er ljóst, að það er í raun og veru ríkið, sem hjer er lántakandi. En hversvegna er sýslan lát- in leppa ríkið við þessa lán- töku? Sennilegasta skýringin er sú, að ríkisstjórnin sje hjer að fara í kringum loforðið, sem Ey- steinn gaf Bretum síðastliðinn vetur. Lánið til þessarar nýju brú- ar á Skjálfandafljót er tekið í Danmörku, hjá dönskum banka og er því beinlínis brot á yfir- lýsingu þeirri og loforði, er Eysteinn gaf Bretum síðastlið- inn vetur. Bersýnilegt er, að stjórpin hefir verið sjer þess meðvitandi, að ríkið mátti ekki taka þetta lán; það yrði svik við Bretann. Og til þess að breiða yfir svikin, lætur stjórnin það líta þannig út, sem sýslan hafi tek- ið lánið! En fundargerð sýslufundar S.-Þingeyjarsýslu sýnir greini- lega ; að ríkissjóður er lántak- andinn og enginn annar. Skyldi Eysteinn litli vaxa í augum Bretans eftir svona fr^m komu? Stóryrði Eysteinis Ýmistlegt fleira mætti minn- ast á í saxnþandi við þessa brú á Skjálfandafljót og l(epp- lánið. Einhver man vafalaust eftir því, að Eysteinn Jónsson vítti Þorstein Briem harðlega á. .sið- asta þingi fyrir það, að hann hef ði leyft verklegar fram- kvæmdir fyrir lánsfje. En hvað gerir núverandi stjórn? Hún ræðst íjár^ýra brú og á stað, sem örfáum bæj- um kemur að gagni — alt fyrir lánsfje! Og sama stjórnin, sem kast- ar hundrað þúsundum í þessa einu brú, sem sárfáum kemur að gagni, er ófáanleg til þess að leggja fram litla fjárhæð til þess að brúa smásprænur á þjóðleiðinni undir Eyjafjöllum, þótt það sje lífsskilyrði heilla hjeraða, að þessar samgöngu- bætur fáist. Er nokkurl rjettlæti eða vit í svona ráðsmensku?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.