Morgunblaðið - 27.09.1935, Side 6

Morgunblaðið - 27.09.1935, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Memelkosning- arnar fara frain á sunnndaginn. London 26.. sépt. F. Ú. Stjórnin í Lithauen hefir far- ið þess á leit við stjórnir Frakk- lands, Bretlands og ítalíu, að þær ændi óvilhalla menn, til þess að hafa gát á kosningunum, sem eiga að fara fram í Memel á sunnu- daginn kemur. Er þetta gert vegna þess hve líeinelbúar hafa verið uggandi im það, einkum þeir sem eru Þjóðverjar, að rjetti þeirra yrði hallað í kosningutoum. Frá fundi danska mjólkurbúasam- bandsins. Kalundborg í gær (F. Ú.). Fulltrúaþing danska mjólk- urbúasambandsins hófst í Ála- borg í dag. 300 fulltrúar voru mættir á fundinum. Formaður sambandsins setti fundinn og gaf síðan skýrslu um síðasta starfsár. Hann sagði að árið hefði byrjað illa og margir erfiðleikar steðjað að. Mjólkurframleiðslunni hefði hrakað, aðallega að þvi er snerti fitumagn, sem mundi stafa af því að bændur hefðu sparað kraftfóður meira en áður. Hinsvegar hefði smjör- gæðum danskra mjólkurbúa síst farið aftur. Dönsk börn læra: Ó, guð vors lands. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. . ^ÍNKASKEYTI til ■ . MÓRGUNBLAÐSÍNS. 'Ýfirslljom skólamála Kaup- mannahiafnarborgar hefir á- : kveðið að þjer eftir skuli kenna öiium nemendum í barnaskól- um borgarinnár áð syngja ís- lftnsl<;q. þióðsönginn. Börnin hafa um langt skeið verið Iáin læra að syngja þjóð- söngva annara Norðurlanda. Páll. A byss iníumaðurinn vildi samt nota stígVjelin. Sænskur herforingi hefir sagt eftirfarandf sögu frá Abyssiníu. Hann hafði fengið einn Abyssin íumann fyrir þ.jón og knnni: vel við manninn. Langaði hann til 'þess að gera eitthvað fyrir hann og gaf honum því ljómandi falleg AbySsiníumaðurinn var himin- lifandi og hreykinn af stígvjelun- um sínum, þótti gaman að sýna 8ig með þan fyrstu dagana. Sví- inn var þessvegna mjög þissa, þeg- ar þjónn hans kom einn dag ber- fættur með stígvjelin hundin vendi lega um hálsinn. — Hvað á þetta að þýða? spurði hann forvitnislega. — Jú, sagði sá brúni — — Stígvjel hvíta mannsins voða fín — — en ekki gott að hlaupa á á þeim — — nema hægt — — jeg er berfættur á daginn — — en sef með fallegu stígvjelin á nóttunni! Danir ætla að byggja nýtt skip í staðinn fyrir BDana“. Danska ríkið er nú að undirbúa byggingu nýs hafrannsóknaskips í staðinn fyrir „Dana“, sem sökk í vetur eftir árekstur í Norður- sjónum. Teikningar og áætlanir hafa verið gerðar í siglingarmálaráðu- neytinu, eftir leiðsögn og stjórn Aage Larsen verkfræðings. Atta dönsk skipasmíðaf jelög hafa verið beðin að gera tilboð í byggingu hins nýja skips. Nýja „Dana“ á að vera 45 metra löng; breidd 8m-; dýpt 4^/2 m. Lengd skipsins verður því 5 metrum meiri en gömlu „Dana“. Skipið verður knúið áfram með 500 h.a. Diselvjel og á að ganga 10i/2 sjómílu. Tvöfaldur botn verðnr í skipinu, og að öðru leyti útbúið eftir ströngustu kröfum nútímas. Allar nýjungar í siglingafræði verða notaðar í skipinu, svo sem bergmálsmælir, miðunarstöð, hraða mælir o. fl. Skipið á að vera svo úr garði gert, að það geti tekið olíu til tveggja mánaða í einu. Ráðgert er að smíðinni sjé lokið í júnímánuði 1936. (Sendiherrafr jett). Strætisvagn ekur á fjárrekstur. Tvö lömb og hund- ur drepinn. í fyrrakvöld klukkan um 8% var strætisvagn, R. 1003, á leið suður í Hafnarfjörð. Þegar vagninn ók niður af Arnarneshálsi sunnan í hrekk- unni (þar sem S-ið var) lenti hann á fjárrekstri, sem verið var að reka til Hafnarfjarðar. Við áreksturinrí drápust tvö lömh og hundur. Bifreiðarstjórinn mun ekki hafa orðið rekstursins var fyr en svo seint, að ekki var úægt áð af- stýra slysinu. Faðir Dillingers. Cirkuskóngur nokkur í Kanada liefir ráðið föður Dillingers glæpa- mannsins alkunna, til sín. Þegar sýningar eru haldnar er karlinn hafður í sjérstöku tjaldi, og veíða menn að greiða þar sjerstakt að- göngugjald. Gamli maðurinn seg- ir gestum frá syni sínum, og dreg- ur af afdrifum hans þá ályktun að það borgi sig ekki að gerast glæpa maður. Ástæðumar til þess, að Dillinger varð glæpamaður, segir hann þær, að hann sjálfur hafi ekki ahð hann nógu stranglega upp, í pðru lagi að hann kyntist manni nokkram frá Indíana og í þriðja lagi hve hörð var sú refs- ins, sem hann fekk fyrir fyrstu yfirsjón sína, bílstuld. Leikfjelag Reykjavíkur hóf leikstarfsémi sína á þessu hausti í gærkvöldi. Var leikinn söngva- sjónleikur Hostrups „Ævintýri á gönguför“, fyrir nær fullu húsi áhorfenda. Norræna fjelagið. Samvinua norrænu þjóð- anna, á næsta ári. Á fulltrúafundi norræna fjelags- ins, sem haldið var í Oslo 12.—15. september, var skorað á stjórnir deildanna í hinum ýmsu löndum, að skipa nefndir, er heiti sjer fyrir samvinnu háskólanna. Ennfremur var send áskorun til deildanna, að efna til norræns dags, hver í sínu landi 1936, og fá til þess aðstoð útvarps, blaða og skóla. Árið 1936 eiga löndin að gang- ast fyrir eftirfarandi námskeið- um og mótum: Danmörk: 1) námskeið fyrir bankamenn og verslunarmenn, 2) leikfimismót, 3) sumardvöl fyrir meðlimi fjelagsins á Hindsgavl. fsland: námskeið fyrir norrænu. stúdenta. Svíþjóð: 1) Blaðamannamót til þess að ræða um fjárhagsmál Norð urlanda og hvað hægt sje að gera til þess að kippa þeim í lag; 2) námskeið fyrir jarðræktarmenn. Noregur: 1) vetramót fyríír stúdenta; 2) æskulýðsmót; 3) námskeið fyrir bókaverði. Finnland: námskeið fyrir landa- fræðiskennara. Eldsvoðinn í Ölvusi. Framh. af 3. síðu. Kvaðst hann ekki að svo stöddu geta sagt neitt um það tjón sem hann og fjölskylda hans hefir beðið við brunann. Ýmislegt dót, sem var á loft- hæð hússins brann, svo og kol, mjölmatur, garðávextir og ' önn- ur matvæli, sem geymd voru í kjallaranum. í nótt vöktu 3 menn yfir rúst- unum og logaði enn í þeim um miðnætti- Húsfreyjan og börnin voru flutt að Bakkarholti í Ölvusi. UPPTÖK. Samkvæmt bráðabirgðar rann-’ sókn, er búist við að eldurinn hafi kviknað, út frá reykjiáf hússins. 1 - Húsjð var gamalt einlyft stein- hús, en iskilrúm öll og þak var úr timbri. ; Þetta er annar stórbruninn,„sem verður í Ölvusinu' ’ á skömmum tíma, því eins Og merin muna, brann bærínn Vorsabær í ÖH'usi aðfaranótt sunnudagsins eð var. — Þekkirðu náungann, sem stal demantshálsbandinu þínu ? — Já, jeg er nú hrædd um það. Það er sá sami sem bjó til morð- tilraunina mína í fyrra. Til Keflavikur og Grindavfkur eru ferðir daglega frá BifrelðasfÖQ Stelndórs. Sími 1580. Sýru höfum vjer ávalt fyrirliggjandi í( Mjólkurbúðumí Tjarnargötu 10, (sími 4287) og á afgreiðslu vorri við Mjólkurstöðina (sími 2375). Mjólkursa I I salan. Vppboðsauglýsing. Mánudaginn 30. september n. k. verður opinbert uppboð haldið- að Borg hjer í hreppi, og þar selt eftir beiðni Konstantíns Eiríks- sonar 3 kýr, 2 vetrungar, 2 kálfar, 2 hross, nokkrar sanðkindur, gæs- ir og hænsni. Ennfremur vinnuvjelar, áhöld o. fl. Uppboðið byrjar kl. 1 e. h. og verða þá til sýnis uppboðsskil- málar á uppboðsstaðnum. Hreppstjórinn í Eyrarbakkahreppi 20. september 1935. JÓN EINARSSON. Ný bók. Jón Ófeigsson: Þýsk-íslensk orðabók, 944 bls* í stóru broti. Verð í Ijereftsbandi kr. 25.00, í skinnb. kr. 29.00„. Fæst hjá bóksölum- Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og Bókabúð Austurbæjar, B. S. E., Laugaveg 34» Nolið Badion, þvotttirínn verðar þá hvitari en nokkru sínní fyr - - * y ! nrðMjii mnwnwnftiii r,.„ n.n ■ Hvað er leyndardómurlnn við hinn undursamlega 1 & RADION-ÞVOTT? Hvers vegna er Radion betra til þvotta en venju- leg sápa? Vegna þess, að Radion-þvælið er súrefn- is þrungið. Það er alt og sumt, sem þarf til að gera þvottinn fullkomlega hreinan. Súrefnisbólumar þrýsta sjer í gegn um þvottinn og reka öll óhrein- indi á burt. Það er því óþarft að nú eða nugga þvottinn. — Sjóðið tauið í Radion, blönduðu eins og skírt er frá á pakkanum og fáið _ hvítari þvott en nokkru sinni fyr. ADION Hið undursamlega súrefnis- þvottaduft. 2*2 I Íná MHM HUMIÉÍ A LEVER PROOUCT ^ M-RAD 12 -50-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.