Morgunblaðið - 27.09.1935, Síða 8

Morgunblaðið - 27.09.1935, Síða 8
8 njL. MORGtJNBLAÐIÐ Föstudagrinir 27. sept. 1935. Xaufi&itapuc &ZChyt*nvnycu: Veggmyndir og fjölbreyttu úrvali götu 11. rammar í á Freyju- Kaupi ísl. frímerki, hæsta verði. Gísli Sigurbjörnsson, Lækjartorgi 1 (opið 1—4 síðd.) JörS eða grasbýli, helst ekki langt frá Reykjavík, verður keynt í skiftum fyrir hús á góð- um Itað í Reykjavík. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen. Klapparstíg 29. Fleiri tegundir smárjettir alt- af tilbúnir, heitir eða kaldir. Komið og reynið viðskiftin. Laugavegs Automat. Sími 3228. Kennari með kennaraskóla- prófi og nokkurri sjermentun í mállim. ** óskar eftir kenslu, gegn fæði. Sími 2501, frá kl. 1—3 og 6—7 síðdegis. Góða stúlku vantar í vist til Geir Zoega í Hafnarfirði. Sími 9155. Postulínsmálning. — Byrja kenslu 1. október. Væntanlegir nemendur beðnir að gefa sig fram. — Svafa Þórhallsdóttir, Laufási, sími 3091. FæSi. Gott fæði og einsta'k- ar máltíðir, með sanngjörnu verði, er selt í Ingólfsstræti 9. Munið fisksímann 1689 og reynið viðskiftin. Fæði og einstakar máltíðir i Café Svanur við Barónsstíg. Góður matur. Sanngjarnt verð. Toppasykur Púðursykur, Flórsykur, fæst í Mælska. Danskt dagblað lýsir mælsku þanni<r: Ef maður segir hægt og rólega, að svart sje hvítt, er það enda- leysa. En ef maður öskrar það eins og’ ljón og slær með hnefan- um í borðið um leið — er það mælska! i. Nytt met. Flugmaðurinn, sem hefir fastar flugferðir milli Berlín og Kaup- mannahafnar hefir sett nýtt met j í hraða. Hann hefir flogið á milK borganna á 73 mínútum, eða einni klukkustund og 13 mínútum. Hjúskaparhamingjan arfgeng. Læknar tvdir í Kaliforníu hafa komist að þeirri niðurstöðu, að [hjúskaparhamingjan sje arfgeng. !Nær 87% af- hamingjusömum 'hjónum hafa átt foreldra, sem ; lifað hafa í hamingjusömu hjónabandi. — Hvað finst þjer Jón, á jeg að halda áfram að líkjast Gretu Garbo, eða líkar þjer betur við Marlene ? Okkar ágæfa Húgmjöl frá Aalborg Ny-Dampsmölle, kémur nú með e.s. Brúarfossi. Geta því allir viðskiftavinír okkar, sem hafa pantað það, fengið það eftir daginn á. morgun. Pv J. Allir Reykvíkingar lesa auglýsingar Morgunblaðsins. FAN61M FRA TOBOLSK. 48. í skjóli við lágan múrvegginn. „Þá geta þeir sjeð hvar við erum.“ „Jeg hefi ekki einu sinni neitt til þess að skjóta með,“ sagði hertoginn beiskjulega. „Á mínum aldri á maður skilið að vera skotinn, þegar mað- ur%Idytnir vopnunum heima.“ „Því var jeg búinn að gleyma,“ sagði Rex og Ijet skammbyssu í hönd hans. „Jeg fann hana, þegar þið voruð farnir.“ Þegar þeir voru komnir út á enda múrveggsins á framhlið hússins, gátu þeir greint þök á lægri hliðarbyggingum, sem höfðu auðsjáanlega sloppið við eldinn. „Hvað eigum við nú að gera?“ spurði Símon. „Við snúum við,“ svaraði Rex óðara. „Við get- um falið okkur betur í rústunum, og þeir koma áreiðanlega bráðlega hingað.“ 1 sama vetfangi heyrðu þeir mannamál fyrir neðan, setningar á stangli og svör. Ljósgeisla brá fyrir á einu þaki hliðarbygginganna. Með Símon í broddi fylkingar skriðu þeir sömu leið til baka. 1 Úih' leið og hann kom fyrir hornið rakst hann á álútan náunga, sem stóð þar í hnipri. Hann kom því ekki við að skjóta, en greip um kverkar Sí- moni. Veltust þeir báðir út á þakið. Símon spark aði frá sjer og braust um. Hann bjóst á hverri sekúndu við því, að þeir myndu hrapa fyrir brún- ina og hálsbrjóta sig. Símon hafði manninn undir og sló í blindni í andlit hans, en hann reyndi að komast hjá höggunum og átakið um kverkar hans varð æ fastara. Honum sortnaði fyrir augum og fekk suðu fyrir eyrun, hann heyrði Rex segja eins og langt í fjarska: „Stattu þig, drengur. Láttu hann koma ofan á, þá skal jeg sprengja á honum skallann.“ Sfrtion gerði eina tilraun enn, og velti sjer til. Rússinn hjelt, að hann væri búinn að sigra, og kastaði sjer yfir hann með æðisgengnum hlátri. En hláturinn endaði í stunu, þegar Rex mölbraut hauskúpu hans með byssuskeftinu. Átakið um kverkar Símoni losnaði og hann var aftur laus og liðugur. Við hávaðan af slagsmálunum á þakinu, komu Rússarnir hlaupandi í áttina til þeirra. — de Richleau skaut með köldu blóði fjórum skot- um á þá. Óp heyrðust, ein kúlan hafði auðsjáan- lega hitt. Mennirnir tvístruðust, en brátt varð her- toginn að leita sjer skjóls á bak við múrvegg- inn fyrir nýrri skothríð. „Hjálpaðu mjer hjerna, Símon,“ hvíslaði Rex, og Símon hjálpaði honum til þess að koma líkama dauða dátans fyrir hjá veggnum. En óðara er höfuð hans varð sýnilegt bak við veggin dundu skotin á honum, og ein kúlan kom í brjóst hans. „Taktu byssuna hans, Símon,“ hertoginn spark- aði til vopninu, sem lá við fætur hans, og Símon náði í það. „Sjáið þið gluggan þarna,“ mælti Rex og benti í áttina til aðalbyggingarinnar. „Þangað verðum við að komast." „Nix,“ svaraði Símon. „Hann er áreiðanlega 20 metra í burtu.“ „Árans snjórinn,“ tautaði hertoginn. „Strax og við förum hjeðan, geta þeir rakið spor okkar.“ „Við verðum að reyna það.“ Rex var ákveðinn. „Ef þeir gera atlögu að þakinu, á báðar hliðar, er úti um okkur. En ef við komumst inn um glugg- ann, getum við veitt þeim viðnám fram undir morgun — eða jafnvel sloppið frá þeim gegnum garðinn.“ „Nei, það er satt“, svaraði de Richleau. „Hjer getum við ekki verið“, þarna kemur einhver ná- ungi, — hann verður að fá eina skothríð.“ Rex tók í handlegg hans. „Hinkraðu aðeins við. „Jeg ætla að skríða út á hinn enda þaksins og vita, hvort nokkur er þar. Þegar þú heyrir mig skjóta, skaltu láta snáðan fá það, sem hann á skilið. Og Símon, bíddu ekki eftir hertoganum, en taktu til fótanna undir eins- og jeg hj^ypi af. Gangi ykkur báðum vel!“ Áður en þeir gátu svarað, var hann kominn af" stað meðfram þakrennunni. „Um þetta er ekkert að tala, Símon,“ sagði her- toginn, og miðaði á manninn, sem skreið hægt áfram. „Hikið ekki eina sekúndu, eftir að jeg hefi skotið. Ef þjer eruð ekki kominn inn um gluggann þegar jeg kem að honum, getur það kostað mig lífið!“ Þeim fanst tíminn óendanlega lengi að líða þessa stuttu stund, sem þeir biðu, og fingur þeirra voru stirðir af kulda. Alt í eiriu kvað við skot úr þeirri átt, sem Rex hvarf í. Hver taug í Símoni var spent til hins ýtrasta, og hann stökk til sem örskot. Að baki hans hljóp skotið úr byssu her- togans. Símon skaust inn um gluggann og hertog- inn var á hælunum á honum. Byssukúla þaut hvæsandi framhjá og á sama vetfangi stóð hertoginn við hlið hans. „Sáuð þjer Rex?“, stundi hann. „Hann er ekki með fullu ráði!“ „Nix, hvað var að?“ „Hann reisti sig upp fyrir múrvegginn, til þess að draga athygli þeirra að sjer!“ „Heill og sæll, vona, að hann hafi bjargað sjer“ de Richleau gægðist út um gluggann, en hörf- aði fljótt inn aftur, þegar kúla small í vegginn rjett við hlið hans. Símon fór að rannsaka her- bergið með vasaljósi sínu. Fyrir utan gluggann, sem þeir komu inn urn, var annar gluggi, sem sneri út að steinþrepunum og garðinum bak við höllina. Undir honum var stórt op í gólfið. „En sú mildi, að við komum ekki inn um þennan glugga“, sagði hann og hló. „Slöktu ljósið,“ hvíslaði hertoginn reiðilega. Símon slökti ljósið og læddist út að hurðargætl- inni. Sjálf hurðin var með öllu rifin burt. t „Haldið þjer, að þeir komi þessa leið?“ spurði hann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.