Morgunblaðið - 29.09.1935, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.09.1935, Blaðsíða 3
Sunnudaginn 29. sept. 1935. MORGUNBLAÐIÐ ______________________ MBijMIMilligW'iWifflMMW'U '|IH0 iaWC)ri'^llT»WnWWWniWWWI»W«g1IITniWWI—rmnni— Alþingi kvatl sainan ÍO. oktélicr. í síðasta Lögbirtingablaði birt- ist konuag&karjef, sem stefnir Al- þingi saman til framhaldsfnndar, fimtudaginn 10. október n. k. Það mun ekki vera ætlunin, að nein sjerstök viðhöfn fari fram að þessu sinni við samkomu Al- þingis. Bngin kirkjuathöfn niun eiga fram að fara, eins og venja er til við þingsetningu, enda er ekki nm neina þingsetningu að ræða að þéá’áu sinni, þar sem Al- þingi var frestað í vetur. Tekur því Alþingi við störfum, þar sem við var skilið, þegar frestað var. En þetta mun þó þykja nokkuð Snubbaraleg byrjun á þingstörf- nm. Yæri ekki rjett, að halda við hinni gömlu og góðu venju, hefja starfið með guðsþjónustu og koma síðan saman stutta stund í sameinuðu þingi, áður en hin eiginlegu þingstörf hefjast ? Ráðlierraffund- urinn i Rém. Framh. af 2. síðu. viourkenning á forrjettindum Ítalíu í Ábyssiníu. Ásakanir í garð Ahyssiníumanna. Þá segir í tilkynningunni að Italía muni ekki eiga frum- kvæði að neinu máli innan vje- banda þeirrar stofnunar, sem frá upphafi hafi virt að vettugi rjettindr og óskir ftalíu og að á meðan Þjóðabandalagið hjúpi sig í skykkju allskonar samninga fái Abyssinía óá- talið að hervæðast eftir vild og búa sig undir árás á ítölsk lönd. í tilkýnnmgunni segir enn- fremur, að á síðustu tveim sólarhring um hafi Abyssinía lokið stríðs undirbúningi sínum og her- foringjar hennar hafi tilkynt að þeir hefðu í hyggju að hef ja árás. ítalska stjómin, segir í skjal- inu, getur ekki tekið það hátíð- lega þó að hersveitum Abyss- iníu hafi verið boðið, að hörfa til baka frá landamærunum. Sú fyrirskipun er aðeins gerð, til þess að dulklæða hemaðarund- irbúninginn í landinu. Með tilliti til þessa, hefir ítalska stjómin ákveðið að hraða sem mest flutningi her- mannanna til Afríku. 10 þúsund £ lán til Akureyrar. AKUREYRI I GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Samvinnubyggingafjelag Ak- ureyrar hefir tekið Ián í Eng- landi að upphæð 10 þús. ster- lingspund. Hel'jast húsabyggingar fje- lagsins í vetur. Skriffaff dagbók i 50 ár. Mðtuneyti fyrir þurfaling'a á Akureyri. AKUREYRI í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Bæjarstjórnin á Akureyri hef ír samþykt að setja á stofn mötuneyti fyrir þurfalinga bæj- arins í vetur. Mötuneytið verður í húsnæði Hjálpræðsihersins undir' um- sjón forstöðumannsins og fá- tækrastjórnarinnar í samein- ingu. Frá Akureyri. AKUREYRI í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Á Akureyri stendur yfir um þessar mundir haustþing barna- kennara við Eyjafjörð. Guðbrandur ísberg, þingmað- ur, ætlaði að halda þingmála- fund í kvöld, en fundurinn fjell niður vegna mænusóttarinnar. Afstaða ltala til Breta og Þjóða- bandalagsins. Þá ræðir næst í tilkynning- unni um stefnu ítölsku stjórn- arinnar frá því að deilan hófst og er sú greinargerð í þremur liðum. í fyrsta lagi er sagt að Ítalía muni ekki ganga úr Þjóðabanda laginu þangað til að það fari sjálft að taka ábyrgð á ráðstöf- unum sem henni eru f jandsam- legar. í öðru lagi getur ítölsk ný- lendumálastefna ekki skaðað Bretland, Sveinn Guðmundsson, fyrv. hreppstjóri. Þeir eru margir, sem ein- hvemtíma ætla að halda dag- bók og byrja að skrifa. En þeir eru aftur fáir, sem endast lengi til þess. Sumir hætta strax, aðr- ir skrifa við og við samhengis- lausar klausur — en örfáir skrifa altaf — hvern einasta dag — meðan þeim endist ald- ur til. Sveinn Guðmundsson, fyrrum hreppsstjóri á Akranesi, sem hjer birtist mynd af, er einn þeirra fáu, sem hefir verið dag- bók sinni trúr í hálfa öld. Auk þess, sem Sveinn hefir haft á hendi margar vanda- og virð- ingarstöður, og farist það svo vel úr hendi, að nóg mundi vera til að varðveita nafn hans frá gleymsku, þá mun Sveins þó lengst verða getið í sambandi við dagbækur sínar. Þegar dagbækur eru skrifað ar af jafn greinarglöggum manni og Sveini, má nærri geta hvem fróðleik þær hafa að geyma, t. d. hefir hann skrifað um veðurlag fyrir hvern dag í síðustu 50 ár. Dr. Guðbrandur Jónsson, sem hefir tekið að sjer að skrá sögu Borgarfjarðar, hefir fengið til láns dagbækur Sveins Guð- mundssonar og kveðst hafa af þeim mikið gagn — og má þá fara nærri um hvers virði þær kunna að verða í framtíðinni „og ætti Bretland að vita, þrátt fyrir tilraunir andfas- ista, til þess að koma af stað misskilningi, að ítalska stjórn in er reiðubúin til samninga, sem að öllu leyti tryggja rjettindi hvors aðila fyrir sig, Ítalíu og Bretlands í Austur- Afríku“. I þriðja lagi er því hátíðlega lýst yfir, að ítalska stjórnin muni forðast allar ráðstafanir sem orðið gætu til þess, að gera deiluefnið víðtækara. Geir G. Zoéga vegamálasfjéri átti fimtugsafmfflli í gær. Hann er tvímælalaust einn af bestu em- bættismönnum landsins, dugnað- arforkur hinn mesti, hagsýnn og ráðdeildarsamur í hvívetna. Geir G. Zoega hefir unnið við vegamál landsins í 24 ár, fyrst sem aðstoðarverkfræðingur og vegamálastjóri síðan 1917, en þá tók hann við af Jóni Þorlákssyni. Stjórn vegamálanna, eins yfir- gripsmikil og þau eru orðin hjer, er mikið og vandasamt starf, út- heimtir öiikla þekkingu, ekki að- eins yerkfræðilega, heldur og þekkingu á landinu og einstökum hjeruðum landsins. Bn alt þetta kann Geir G. Zoega utanbókar. Öllum her saman um, að Geir G. Zoega hafi leyst vegamála- stjórastarfið af hendi með hinni mestu prýði. Því er jafnan við hrugðið á Alþingi, hve glöggar og skilmerkilegar tillögur hans eru í vegamálum, hvar sem niður er drepið á landinu, enda mun eng- inn núlifandi Islendingur vera eins gerknnnur landinu og G- G. Zoega. Það kom greinilega í ljós í gær, á fimtngsafmæli vegamálastjóra, að hann á miklum og almennum vinsældum að fagna. Allan dag- inn var látlaus straumur af fólki heim t i 1 hans. Og símskeytum rigndi yfir hann frá kinum mörgu samstarfsmönnum víðsvegar á landinu. Sogsvirkjunin. Henni seinkar vegna verkfallsins í vor. Eins og kunnugt er, var svo ráð fyrir gert í verksamningn- um við Höjgaard & Schultz, að virkjunin yrði svo langt á veg komin haustið 1936, að byrja mætti þá að leiða straum hing- að, en fullnaðarvirkjun myndi ekki lokið fyr en 1. sept. 1937. En vegna verkfallsins í vor töfðust mjög allar byrjunar- framkvæmdir og seinkaði það mjög verkinu. Er því útilokað, að virkjunin verði komin það langt á veg næsta haust, að hægt verði þá að leiða hingað straum frá Soginu. En Höjgaard &Schultz gera ráð fyrir, að þetta verði hægt 1. ágúst 1937. Hins vegar er ekki búist við, að fullnaðarvirkjuninni seinki neitt verulega frá því er áætl- að var. Síldveiðar glæð- ast við Lofoten. Síldveiðar hafa glæðst við Lófóten undanfarna dag. Verð er óbreytt. Norska stjórnin hefir ákveðið að leggja fyrir þingið ný síld- arlög, sem miða að því, að bæta vörugæðin. Er búist við að frum varpið verði lagt fyrir í október. Færeysk þilskip hreppa storma á heim- leið frá Grænlandi. Kalundborg, 28. sept. FÚ. Færeysk þilskip, sem stundað hafa veiðar við Grænland, eru nú óðum að koma til Þórshafn- ar og annara færeyskra bæja. Hafa þau mörg fengið harða útivist og verstu veður á leiðinni og sum verið um og yfir,20 sól- arhringa frá Grænlandi. Eitt skip laskaðist og náði til hafnar í Nýfundnalandi. Tvö skip voru menn orðnir hræddir um að hefði farist, en þau eru nú bæði að koma til hafnar. Fasteignastofan, Hafnarstræti 15, hefir enn til sölu nokkrar hús- eignir með lausum íbúðum 1. okt. sje samið strax. Nefni sjerstak- lega: Hálft steinhús við miðhæinn, laust 2 herbergi og eldhús. Út- borgun þrjú þúsund. Fremur lít- ið timhurhús með öllum þægind- um, ásamt stórum blómagarði rjett við miðbæinn. Útborgun 8— 10 þúsund. 2 íbúðir lausar 1. októ- ber, 3 herbergi og eldhús hvor. — Ennfremur nokkur lítil hús á ýmsum stöðum utan við hæinn með lítilli útborgun. Jónas H. Jónsson, Sími: 3327. ÞjóðabandalaQið. Framh. af 2. síðu. ingar kosnir til þess að taka ákvörðun um það, hvort og hvernig hægt væri að verða við þeirri beiðni Abyssiníustjórnar, að senda óvilhalla menn til eft- irlits með landamærunum. Eiga þessir sjerfræðingar að afhenda 13 manna nefndinni álit sitt. Þá hefir 13 manna nefndin farið þess á leit við aðalskrif- stofu Þjóðabandalagsins, að hún semji skýrslu um upphaf deilunnar. Engin lagaleg heimild til að loka Suezskurðinum. Stjórn Suezskurðsins kemur saman á fund 7. næsta mán- aðar. Hún hefir opinberlega borið á móti því, að fundarefnið sje það, hvort tiltækilegt mundi M.s. Dronning Alexandrine fer í kvöld kl. 8 til Kaup- mannahafnar um Vestmanna eyjar og Thorshavn. Skipaafgr. Jes Zimsen Tryggvagötu. — Sími 3025. E.s. Súðin anstnr um miðvikudag, 2. okt., kl. 9 síðd. Tekið á móti vörum á mánudag. E s. Esja vestur um fimtudag, 3. okt., kl. 9 síðd. Tekið á móti vörum á þriðjudag. vera að loka skurðinum ef til ófriðar kæmi. Fyrir nokkrum dögum gekk sá orðrómur víða, að stjórn skurðsins hefði leitað álits lög- fræðinga um möguleika á því að loka skurðinum. Stjórnin hef ir aftur á móti lýst því yfir, að engin þörf, sje á að leita slíks álits þar sem það sje ótvírætt tekið fram í samn- ingum um skurðinn frá 1888, að hann skuli altaf vera op- inn, hvort heldur er á friðar- tíma eða ófriðar og heimili til umferðar hverju skipi, hverrar þjóðar sem er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.