Morgunblaðið - 09.10.1935, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.10.1935, Blaðsíða 5
Miðvikudaginxt 9. okt. 1935, MORtíUNBLAÐIÐ Þingmálafundur Vesimannaeyjun Sjálfsfæðiiflokkurinn átti nálega) óskift fylgi á fundinum. Þingmálafundur var haldinn í Vestmannaeyjum í fyrrakvöld, að tilhlutan þingmannanna Jóhanns Þ. Jósefssonar og Páls Þor- björnssonar. Fundars'tjóri var Astþór Matt- híasson og ritari Sigurður Boga- son. Fundinn sóttu 4—500 manns. Tillögur Jóhanns Jósefssonar. Þingmaður kjördæmisins, Jó- hann Þ. Jósefsson bar fram 7 til- lögur á fundinum og voru þær allar samþyktar í einu hljóði. Efni tillagnanna var þetta: 1. Áskorun til Alþingis að ibreyta skilyrðunum um framlag til atvinnubóta þannig, að bæjar- sjóðir greiði 1/3 og ríki 2/3. 2. Áskorun um fjárvéiting til framhaldsbyggingar á höfninni í Eyjum. 3. Skorað á Alþingi að samþ. frumvarp Jóh. Þ. Jós. um kaup á sparifjárhlutabrjefum Útvegs- bankans. 4. Áskorun um styrkveitingu til byggingu gagnfræðaskólahúss í Eyjum. 5. Skorað á Alþingi að endur- bæta. lögin um skuldaskilasjóð vjelbátaeigenda, þar eð lög síð- asta þings væru ófullnægjandi. 6. Styrkbeiðni til ræktunarfram- kvæmda og framlags til ræktunar- vegar í Eyjurn. 7. Áskorun til ríkisstjórnar- innar að koma í framkvæmd ljós- magnsaukningu Stórhöfðavitans. Eins og fyr segir, voru allar tillögur Jóh. Þ. Jós. samþyktar í einu hljóði og þátttakan í at- kvæðagreiðslunni svo mikil, að ó- gerningur var að telja atkvæðin. Þáttur kommúnista. Kommúnistar fluttu sæg til- lagna á fundinum. Veigamestá tillaga þeirra og sem þeir lögðu á mesta áherslu var áskorun um að segja upp norsku og þýsku viðskiftasamn- iingunum, en tillagan var feld. Hinar tillögur kommúnista voru samþyktar með 18—44 atkv. (af um 500 á fundi), eða atkv. kommíinista einna, aðrir fundar- menn ljetu tillögurnar afskifta- Ilausar. Páll Þorbjörnsson flutti þarna mokkrar tillögur m. a. eina um draust til stjórnarinnar og lof "til fiskimálanefndar fyrir aðgerð- ir í fiskimálum, en tillagan var feld. Þáttur Linnets. Linnet fógeti mætti á fundin- um, en nú var ekkert hólmgöngu- snið á kempnnni. Bar fógeti fram ■6 tillögur og efni þeirra þetta: 1. Að Vestmannaeyjar bæru •skarðan hlut frá borði í viðskift- um við ríkið. Var tillagan talin feld með 0:0 atkv. (enginn með <og enginn á móti ) 2. Að bæjar- og sýslusjóðir fái prósentur af áfengissölu; samþ. með 52 atkv. 3. Að rannsaka hvort heppilegra muni að nota vind- eða sjávarafl «ða afl frá Soginu til framleiðslu rafmagns í Eyjum; samþ. með 2 atkv. 4. Einskonar þakkir til ríkis- stjórnarinnar fyrir að hafa beint atvinnubótavinnunni austur í Olfus og Flóa; tillagan var feld með miklum atkvæðamun. í sambandi við þessa tillögu, lýsti fógeti yfir því, að hann væri nú kominn í Framsóknar- flokkinn! 5. 500 kr. framlag til skógrækt- arfjelags í Eyjum; samþ. 6. Áskorun til ríkisStjórnar- innar, að skipa sjerstakan skatt- stjóra í Eyjum; samþ. með 31 atkv. Þess má geta í þessu sambandi, að Linnet er sjálfur formaður yfirskattanefndar í Eyjum, sem framdi lögbrotið fræga; var vel til fundið hjá fógeta að skora á ríkisstjórnina, að þetta embættis- verk yrði af honum tekið. Kverið gleymist. Kommúnistar rjeðust á fundin- um með miklu offorsi á sósíalista fyrir svik þeirra við „4 ára áætl- unina“ frægu. Veslings Páll Þorbjörnsson, sem þarna var til varnar fyrir sósíal- ista hafði gleymt kverinu — 4 ára áætluninni — heima og varð því að gefa upp alla vörn; en sjálfur kunni hann ekki kverið utanbókar. Fundurinn fór vel og skipu- lega fram. Og það kom greinilega í ljós nú, sem endranær, að fylking Sjálfstæðismanna er órjúfandi í Vestmannaeyjum. Gjöf til Slvsavarncir- fjelagsins. í dag færði frú Guðbjörg Kol- beinsdóttir til heimilis Votumýri á Skeiðum, Slysavarnafjelaginu kr. 50.00 — fimmtíu krónur — sem er gjöf frá Kvenfjelagi Skeiða- hrepps til starfsemi Slysavarna- fjelags Islands. Það er athyglisvert að sjá, og þreifa á, hve langt upp til sveit- anna hjer á landi, hinn góði hug- ur til Slysavarnafjel. nær. Kona sú, sem færði mjer peningana, og sem er formaður kvenfjelags- ins, var á leið til sjúkrahússins og sagðist ekki vita til hvers koma sín- á sjúkrahúsið mundi draga. Það er því auðsætt að nóg not myndi ef til vill fyrir hennar peninga þar. En það er nú orðið svona að Slysavarnafjélagið á svo mikil ítök í góðhjörtuðu fólki nm land alt, að margur tekur af litl- um efnum til þess að styrkja starfsemi þess, og er það sannar- lega athyglis-, og eftirbreytnis- vert. Um leið og jeg hjer með kvitta fyrir þessa góðu peningagjöf, færi jeg Kvenfjelagi Skeiðahrepps, hjartans þakkir fjelags vors og óskum gefendunum alls hins besta um ókomin ár. F.h. Slysavarnafjelags íslands. Þorst. Þorsteinsson. Undirbúnlngiir Olympsleik- anna I Berlán 1036. Þrátt fyrir alla þá ókyrð, sem nú ríkir um allan heim, er undir- búningur olympsleikanna í Ber- lín í fullum gangi. Tvö þúsund verkamenn vinna dag eftir dag við lagfæringu alls, sem til þess þarf að taka á móti íþróttamönn- um og áhorfendum frá yfir 50 ríkjum. Nýlega var flutt til Berlínar hin svokallaða ,,01ympsklukka“, sem á að hringja þann dag er leikarnir tefjast. Hún var steypt í Bochén. Þvermál hennar er 2,80 mtr. og þyngdin 10 smálestir. Á klukkunu er letrað: „Jeg kalla Mótkjarninn settur inn í klukku- mótið, þegar verið er að steypa „olympmklU;kkuna“. saman æsku lieimsins". Það værí æskilegt að tónar hennar fengjii að kalla saman æsku alls heims- ins. Til þess að hægt sje að liýsa þá 4000 íþróttamenn, sem von er á, hefir verið reist í nánd við ríkis- íþróttavöllinn liið ' svokallaða „OIymps-þorp“. 1 því þorpi mun vera 162 íbúðarhús og eitt risa- vaxið matreiðsluhús, með 40 raf- magnseldhúsum, 38 borðsölum, 5 kvikmyndasölum o. s. frv. í hiísi þessu eiga einnig að vera 322 herbergi handa læknum, nudd læknum, túlkum, ýmsum öðrum starfsmönnum og síðast en ekki síst, matreiðslumönnum frá öllum þjóðum. Búist er við að hver þjóð sendi með íþróttaflokki sínum sjerstak- an matreiðslumann, svo að íþrótta mennirnir geti fengið þann mat, sem þeir eru vanastir og þykir bestur. Eins og geta má nærri, þarf feiknin öll af matargeymsl- um og kælirúmum, og er sjeð fyrir því öllu í húsi þessu. — Til að- stoðar hinum erlendu matreiðslu- mönnum hafa verið ráðnir starfs- menn „Norddeutsche-Lloyd“-skipa fjelagsins, sem hafa farið á hinum velþektu skipum þessa fjelags til hinna ýmsu landa og hafa þess vegna kunnáttu og reynslu bæði í matreislu og tungumálum. Er nú þegar búið að senda út um all- an heim matseðla og eyðublöð Abyssiníumenn vantar lækna og meðol. Mr. Farago, ungverskur blaða- maður, sem sendur var til Abyss- iniu, þegar deilan í 'Wal-Wal þorpinu hófst, hefir ritað bók um ferðalag sitt: Abyssinia on the Eve, og ræðir þar m. a. sigur- horfur beggja ítala og Abyssiniu- manna. Mr. Farago bendir fyrst og fremst á hinn mikla skort á skot- færum og byssum, sem Ras Tafari á við að stríða, og á hina feiki- legu samgönguerfiðleika, er litlir sem engir vegir eru í landinu. Ennfremur má búast við að marg- ir höfðingjar landsins, sem ráða yfir kynflokkum, sem ekki geta talist til Abyssiniumanna, heldur hafa verið kúgaðir af Amhara- kynflokknum, svíkist undan merkjum og gangi í lið með ítöl- um. Loks hefir keisarinn enga lækna og engin læknismeðul. „Við göngum allir út í opinn dauðann“, sagði mentaður Abyss- iniumaður við Mr. Farago. „Ef við verðum hittir, þá er úti um okkur, því að við höfum enga lækna, til að binda um sár okk- ar og enga sjúkrabera til að bera særða menn af vígvellinum til sjúkrahúss. Okkur mun blæða út, ef við verðum hittir, en þrátt fyr- ir það mun enginn okkar verða látinn eftir sitja. Hin hliðin snýr að ítölum og erfiðleikum þeim, sem á þeirra vegi verða, ef þeir ráðast norður Ogaden til borgarinnar Harar. Ömurleg, vatnslaus hjer- uð verða á vegi þeiira. Sú saga er höfð í munnmækim þar í landi, að Salomon hafi sagt við drotn- inguna af Saba: „Hvers virði eru þjer gimsteín- ar þínir, gull og gersemar, þegar þú hefir ekkert vatn“. Mr. Farago sá eyðimörkina með eigin augum: „Umhorfs er í Ogaden eins og þar hafi þegar geysað styrjöld, djúpir skurðir eru í jörðu, svipað því og þegar væri búið að grafa þar skotgrafir, en skurð- irnir eru til orðnir aðeins fyrir þurkinn .... hver grjóteyðimörk- in eltir aðra, kjarr eltir steppu .... í þessum miskunnarlausu landshlutum búa grimmir menn og villidýr". Syburneysla. Neysla á sykri á mann hefir fimmfaldast á síðustu 50 árum. Nam hún 40 kg. á mann 1929' og liefir verið svipuð síðan. Árið 1933 var sykumeysla minni í flestum löndum Norður- álfu. Meiri var hún í Danmörku (49 kg.) og Svíþjóð (44 kg.), en svipuð í Bretlandi (40 kg.). með spurningum, til þess að öll íþróttasamböndin geti látið í ljósi óskir sínar í þá átt, svo að öllum þátttakendum geti liðið sem best. Það mun vera ósk íþróttamanna um allan heim að þessi mikli undirbúningur og þetta geysimikla starf verði ekki unnið fyrir gýg. 8 ^ Frú Lindís Halldórsson i t Þótt frú Lindís Halldórsson hafi að vísu verið veik í alt sumar, þá kom okkur vinum hennar andlátið mjög óvart. Við höfðum vænst þess svo fast- lega, að þessi unga og lífsglaða kona fengi fulla heilsu aftur, eftir aðgerðina á spítalanum. En þessi varð þá raunin á. Hún andaðist seinni hluta dags, síð- astliðinn fimtudag. Frú Lindís hafði starfrækt hárgreiðslu- og snyrtistofu hjer í bænum í mörg ár og var með fyrstu konum hjer á landi, sem lögðu stund á þessa iðn. Fór hún oft utan og fylgdist ávalt ágætlega með í nýjungum á þessu sviði, bæði af lestri blaða og fræðibóka, og af eigin reynslu. Þeim, sem til þekkja, kemur víst saman um, að frú Lindís hafi verið flestum þeim kostúm búin, sem nauðsynlegir eru í þessari grein. Hún var framúr- skarandi listfeng og haildlagÍP, en auk þess hafði hún það vin- gjarnlega og glaðlega viðmót, sem lætur stundlrnar hjá við- skiftamönnum líða eins og í leik. Frú Lindís Halldórsson var borin og barnfædd í Reykjavjk, dottir Eiríks Bjarnasonar jám- smíðameistara. Hún giftist fyrir 10 árum eftii'lifandi manni sín- um Ólafi Halldórssyni vei’slun- ai’manni. Stjettarsystkini frú Lindísar eiga á bak að sjá góðum fje- laga, sem var sómi sinnar stjett- ai’. — Minning hennar lifi okkur hinum til eftirbreytni. Þökk fyi’ir gott samstarf. Kr. Kragh. j Þjúðverjar sigra eistlenska og pólska knattspyrnumenn. Tvær . milliríkjakepnir í knattspyrnu fóru fram í Þýska- landi hinn 15. sept. f BresUx* kepti úrvalsfloklcur frp Póllandi, og þótti þar ósýnt hvernig fara mundi. Áhorfendur voru 44,000. Þjóðverjar sigruðu með 1:0. Hinn ltappleikurinn fór fram í Stettin. Þar kepti xxrvalslið frá Eistlandi (gegn B-flokki Þjóð- verja). Leikar fóru svo, að Þjóðverjar sigruðu með 5:0.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.