Morgunblaðið - 18.10.1935, Page 3

Morgunblaðið - 18.10.1935, Page 3
Föstudaginn 18. okt. 1935. MORGUNBLAÐIÐ Fyrirspurn þessi hefir komið eins og þruma ur heiðskíru lofti í Frakklandi. Leiðir hún í ljós að Italir telja sig ekki nógu öfluga, til að berjast í einu á tveim vígstöðvum, í Afríku og í Evrópu. Mussolini hefir hins vegar gortað af því alt fram til þessa, að aðeins örlítið brot af her- styrk ítala berðist á vígstöðv- unum í Austur-Afríku. Lval vallur í sessi, en Herriot á að lakíi við Enska blaðið „Star“ skýrir frá því að Laval sje orðinn valt- ur í sessi. Er búist við að stjórn hans verði feid á næstunni. Mun Herriot, foringja radi- kal-sociala flokksins, sem er stærsti flokkurinn í franska þinginu, verða falið að mynda stjórn. En Herriot er eindreginn formælandi Þjóðabanda- lagsins og vill efla vinátt- una við Breta. Alment er óttast að franskir fasistar og hægri menn muni gera byltingu ef Frakkar samþykkja framkvæmd refsiaðgerða. ítalir hafa 50 þús. manna her í Líbyu. Italir halda áfram að draga saman herlið í Libyu. Liðhlaupar úr liði Itala hafa skýrt frá því, að ítalir hafi fimmtíu þúsund manna her í Li- byu og 300 hernaðar- flugvýelar. — Herlið þetta er dregið saman skamt frá landamærum Egyptalands. Hervæðing í Albaníu 00 Jugoslavíu. Enska blaðið „Daily Tele- graph“ skýrir frá því, að Jugoslafar hafi dregið saman 60 þúsund manna her við landamæri Albaníu. Sjálfir hafa Albanir dregið ss.man 15 þús. manna her. Þá skýrir „Daily Tele- graph“ frá því að Musso lini sje að íhuga að banna umferð um Adria hafið og loka sundinu milli Sikileyjar og Afríku. Bretar ákveðnir að framkvæma refsiaðgerðir. Alment er gert ráð fyrir, að Bretar muni hiklaust fram- kvæma refsiaðgerðir gegn ítöl- um, jafnvel þótt Frakkar bregð ist. — Páll. Franskir fasistaforingjar. Egyftar búast til varnar gegn yfir- vofandi árás ítala London 17. okt. Fregn frá Alexandria hermir, að egyptskar fótgönguliðsherdeildir sje á leiðinni til vestur- landamæranna. Fullyrt er, að ítalir sje að safna miklu liði við landamæri Libyu og Egyptalands og hafi sent þangað fjölda margar flug vjelar, skriðdreka og brynvarð- ar bifreiðar. (UP—FB). Störfum refsiaðgerða- nefndanna í Genf ~ miðar vel áfram. Átján manna nefndin hefir nú lokið við að ganga frá lista sín- um um vcrur þær, sem Ítalíu er óhjákvæmilegt að kaupa til þess, að geta rekið iðnað sinn og hergagnaiðju. Næsta sporið verður það, að rannsaka möguleika fyr ir almennu kaupbanni á í- tölskum vörum, og alls- herjarbanni á innflutning til Ítalíu. Pólski fulltrúinn benti á það í nefndinni, að mjög örðugt mundi verða að fullnægja öll- um þeim ákvæðum, sem Þjóða- bandalagið kynni að setja, vegna samninga sem nú væru í gildi. En Pólland mun þó gera sitt ítrasta til þess. Benti þá einn nefndarmanna á að rjett- ast myndi vera að skipa lög- fræðinganefnd til þess að rann- saka hina gildandi samninga, Eden studdi þá tillögu, en taldi það þó nokkrum vandkvæðum bundið. Viðskiftanefndin starf'ar dag- lega og sækist vel áfram. Hún lýkur störfum á morgun, og leggur álit sitt fyrir að- alnefndina á laugardag. Hráefni, sem ítölsku vopna verksmið j un- um verður neitað um. Nauðsynjavörur þær til iðn- aðar, sem ítalía kaupir af ríkj- um sem eru meðlimir Þjóða- bandalagsins, eru aðallega járn, nýtt og notað; tin, unnið og óunnið ; nikkel; aluminium; mangan; chrom, unnið og ó- unnið. ítfalir spenna ólina, því að farið er að kreppa að þeim. Á Italíu hefir verið bannað að flytja inn aðrar lcvikmynd- ir en amerískar, og þær þó því aðeins að þær komi beint frá Ameríku. Ennfremur hefir kvik myndainnflutningur verið færður niður í 25 af hundraði miðað við innflutning fyrra árs. Er svo skýrt frá, að þessi ráðstöfun sje liður í þeirri við- leitni að láta óþarfa innflutn- ing þoka fyrir nauðsynjum. Stjórnin í Albaniu failin. London, 17. okt. FB. Fregnir frá Tirana í Albaniu herma, að ríkistjórnin hafi beðist lausnar. Því er haldið fram af ríkisstjórninni, að orsökin sje sú, að ekki verði lengur dregið, að endurskipuleggja stjórnina. (UP.) Sveinn Björnsson mætir fyrir hönd íslands á fundi um samvinnu Norðurlanda. LRP 17. okt. FÚ. Á mánudaginn koma nefndir frá Norðurlönd- um saman á fund í Kaup mannahöfn til þess að ræða um samvinnu Norðurlanda. Ráðgert er að 25 fulltrúar sitji fundinn, og mætir Sveinn Björnsson sendiherra í Kaup- mannahöfn, fyrir Islands hönd. Rætt verður um möguleika á verkamanna skiftum milli Norð urlanda, endurskoðun firma- löggjafar Norðurlanda, sam- ræmingu hagskýrslna og mögu- leika fyrir sameiginlegri kynn- ingu Norðurlanda í því skyni að auka þangað ferðamanna- straum. Auk þessa eru mörg minni háttar mál á dagskrá. Frönsk fas- ista bylting yfirvotandi? Islenski saltfiskurinn hefir líkað ágætlega i sumar. Ráð lil þess að koma I veg fyrir skemdir. Bins og kunnugt er, komu í ljós miklir gallár á fiskmatinu í fyrra, og varð það til þess, að skipaður var fiskmatsstjóri fyr- ir alt landið. Varð Sveinn Árna- son fyrir ^alinu. Fór hann í vor sem leið til markaðslandanna til þess að kynna sjer nmkvartanir kaupenda og hvaða aðalkröfur þeir gerðu um vöruvöndun. Morgunblaðið hafði frjett að sá fiskur, sem seldur hefir verið í sumar líkaði agætlega. Fór það því á fund SvejjLS og spurði hann um ýmislegt fiskverkun og mati viðvíkjandi. Skemdir í fiski. — Hverjar eru hinar algeng- ustu umkvartanir erlendra fisk- kaupmanna ? — Þegar göllum á mati er slept, er venjuléga kvartað um skémdir í fiskinym. Og þær eru með þrennu móti,, og eru venju- legast nefndar: rauði jarðslaginn, dökki jarðslaginn og gula. Jarðslaginn hefir farið í vöxt á undanförnum árum, hverju sem um er að kenna. Talið er að hann stafi af sveppum, sem eru í salt- inu, og þessir sveppar sje þeim mun háskalegri sem saltið er nýrra notað í fiskinn. Lífa þessir sveppar í saltinu og koma fram við hæfilegán hitá, og í fiskinum geta þeir lifað þótt engin merki þess sjáist þegar honum er skip- að út. En þegar fiskflutningaskip- in koma suður í hitann, hrýst hann íit í fiskinum í lestunum, eða við uppskipun eða máske ekki fyr en í geymsluhúsum erlendis. í þeim 61 fiirmum, sem kvartað var um í fyrra að jarðslagi hefði verið í, kom hann fram í 2 förmunum þegar eftir uppskipun, en í hin- um nokkru seinna í geymsluhús- unum. Gulan stafar af hita. Hefir þess aldrei vörið gætt nægilega við mat hvort fiskur er byrjaður að gulna, en stundum kemur gul- an fyrst fram í honum á leiðinni út. Jeg varð var við það meðan jeg var syðra í vor, að fólki stendur mikill stuggur af gulunni. Matar- eitranir eru þar tíðar, og eitrað- ur matur gulnar venjulega, svo sem viðsmjör, ávextir, sardínur o. fl. Og þótt fólk viti, að guli fiskurinn sje ekki eitraður, þá býður því við honum. Hvernig á að bæta úr þessu? — Hvaða úrræði liyggið þjer að sje til þess að bæta úr þessu? — Fyrst og fremst þau, að fisk- urinn sje kældur rækilega, helst í kælihúsum eða kæliklefum í fisk- verkunarstöðvunum. Það yrði sennilega besta og ódýrasta ráð- ið. Einnig má umstafla fiskinum svo oft að hann verði kaldur, áð- ur en hann er fluttur í hús. Við þetta deyja sveppirnir og þetta er líka gott ráð gegn gulu. Þetta á aðallega við um fisk, sem þurk- aður er í hitum fyrri hluta sum- Sveinn Árnasoný'i f ■ iqq«J ;jí árs. Sá fiskúr, sém þui'káðúr er, þegar kalt er orðið í i'iéði<i!, kemst vanalega alveg hjá Akemdúin. Svo vil jeg látá þurká fiskinn meira en gert hefir verið, sjer- staklega Labradorfisk og þann fisk, sem á að fara f il Poftiigaís; Matið. — En hvað er uni únatið áð segja? — I sumar hefi j'eg farið í hverja veiðistöð á landinu, og oft í sumar þeirra, því að mitt hlut- verk er það að sjá uni endurbætur á verkun og mati. Mjér 'ér Tjóst, að þeir gallar, sem erii' á þessu, verða ekki allir lagfærðir í einu, því að skilningur manna á því að vanda þurfi verkun og mat. þsirf áð aukast. En það kemur nú smám saman, og jeg hygg að flestir sje nú farnir að skilja hver.ja þýð- ingu það hefir að kæla fiskinn vel, og að hann þurfi rneiri þurk í sumum tilfellum; • « Á matinu sjálfn hefi jeg hkki gert neinar gagngerár breytingar. í aðalatriðunum ér fvlgt sömu reglum og áður, en það er g'éng- ið ríkt eftir því að þeim sje fyigt. Engar kvartanir hafa komið um þann fisk, sem sendur hefir ver- ið út í sumar, og hafa þó vérið sendar allar tegundii* af fiski. Jeg hefi lagt mikið kapp á það, að sá fiskur, sem sendur er til Portúgals, sje jafnþurkáður. Sum- um hefir þótt þetta hótfyndni hjá mjer. En afleiðiiígin hefir orðið sú, að okkar fiskur hefir líkað ágætlega ög rurinið út, þrátt fyrir öll höft og við höfum selt mikið meira af fiski til Portú- 1 gals í sumar heldur en áðuf. En Norðmenn hafa vefið í vandræð- um með að selja þaf, ög kvartan- ir hafa komið urá’ skemdir í þeirra fiski. Á frjálsum markaði ér vanda- laust fyrir oss að haída ‘velli gagnvart képpinautum vorum. En á Spáni berum vjer skarðán hlut frá borði, vegna þesá að inn- flutningsleyfunum þar ér skift á milli Færeyinga, Norðmanna og ; íslendinga. Barcelona-hiarkaður- |inn hefir þrengst mjög fyrir oss, Franxhald á þls. 6.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.