Morgunblaðið - 18.10.1935, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.10.1935, Blaðsíða 5
Jj’östudaginn 18. okt.1935. MORGONtíLAÐIÐ B SláturtfOin er að enda Deila hefir staðið yfir hjer í blaðinu milli Ólafs Thors og Páls Zophoníassonar, um inn- flutningshömlur á kjarnfóðri. Hjer birtast tvær greinar um sama efni, frá sömu höfundum. Stóru orðin hans Ólafs. Daginn eftir að Morgunblaðið birti greinina, eftir formann Sjálf- stæðisflokksins, um að stjórnin væri að koma bændum á vonar- völ, sendi jeg blaðinu brjef þau er þar voru nefnd, og sem jeg' íhafði skrifað stjórn Búnaðarfje- lags Islands. Brjefin voru send til <Jlafs. En það er annríki í slátur- tíðinni hjá honum, eins og öðrum, -sem þurfa að sinna mörgu, og vikutíma tók það að semja svarið, sem látið var fylgja brjefum mín- nm. Nii vil jeg í fullri alvöru reyna .að koma formanni Sjálfstæðis- flokksins ögn inn í málið, svo ihann getí talað um það af meiri þekkingu næst. Jeg hefi mjólkur og fóðurskýrsl ar yfir nærri þriðjung af kim- 'um á svæði Mjólkurf jelags Reykjavíkur. í áætlunum mínum reiknaði jeg með því að hinir 2/3 hlutar kiinna væru að meðal- tali eins og þessi 1/3 sem jeg sá hverníg var. Jeg reiknaði enn- fremur með því, að það væri hægt að fá kýrnar til að jeta það af töðu, áð þær gætu mjólkað 2600 kg. yfir árið af henni, ef þær annars hefðu eðli til að mjólka svo mikið. En alla þá mjólk, sem þær mjólkuðu ]iar fram yfir, gerði jeg ráð fyrir að þær yrðu að mynda af næringarefnum, sem þær feng-ju með fóðurbæti. Nú vil jég fá að vita það hjá 'Ólafi, formanni Sjálfstæðisflokks- ins, hvað í þessum undirstöðum hann telur rangt? Hann fullyrðir með stórum orðum, og feitu letri, að reynslan sje sú að meðal kýriu þurfi 500 kg. fóðurbætir. Og sú reynsla er fengin með tilraunum sem Mjólkurfjelagið hefir gert. Nú heimta jeg að hann birti þær tilraunir, fyrst honum •éru kunnar niðurstöður þeirra. -Allur almenningur á heimtingu á að sjá þær. Jeg sje t. d. 1934, að til eru á þessu svæði þessar kýr, sem gripn- ar eru af handahófi úr skýrslum um þær ca. 1000 kýr, sem jeg hefi skýrslur um. Ársnyt Taða Vothey Úthey Fóður- kg. kg- kg. kg. b. kg. 1792 1692 525 1566 1120 728 1670 1988 385 588 1519 1895 630 1673 1721 711 1309 2086 427 1194 1988 210 1442 1974 322 1596 2173 529 1248 1847 599 119 1719 1862 763 222 Heldur nú Ólafur formaður að þessar kýr þurfi f óðurbætir ? Heldur hann að þær geti ekki mjólkað þessa ársnyt af tómri töðu ? Til að fyrirbyggja misskilning skal jeg taka fram að þetta eru alt fullorðnar kýr, sem ekkert' liefir hlekst á við á árinu. Af tæpuin 700 kúm fullorðnum sein jeg hefi skýrslur um á þessu svæði, og sem ekkert sjerstakt hefir komið fyrir, sem hefir lækk- að ársnytina (veikindi, tilfærsla á burði og fl.), mjólka 2% undir 1500 kg. um árið. Heldur ekki Ólafur að það þurfi að gefa þeiin fóðurbætir til að mjólka þá nyt? Þær fá nærri 300 kg. að meðaltali ? Heldur hann að þær þurfi það? 14% mjólkar milli 1500 og 2000 Heldur hann ekki að þær þurfi fóðurbætir til að mjólka þá nyt? Þær fá liann? Fá að meðaltali 411 kg. um árið. Heldur hann ekki það sje lífsnauðsyn að þær fái hann 1 24% mjólka milli 2000 og' 2500 kg. um árið. Heldur hann að þær þurfi fóðurbætir? Jeg fullyrði að engar af þessum kúm þurfi fóður- bætir, ef þær fá nægilegt af töðu. Og jeg fullyrði að margt af þess- um kúm borgar sig ekki að éiga, en það er nú mál út af fyrir sig. Mjer virðist að hjer sje um tvær ólíkar stefnur að ræða. Jeg held því fram eins og jeg hefi altaf gert, að heyið eigi að vera aðalfóður skepnanna okkar, og þá taðan fóður kúnna. En þær kýr, sem hafa eðli og getu til að umsetja meiri næringarefni í mjólk en þær geta tekið til sín í töðunni eigi að fá fóðurbætir, svo þær geti sýnt fult gagn. Ólafur formaður virðist aftur halda hinu fram að fóðurbætirinn eigi að vera aðalfóðrið, eins og er í Danmörku, og heyið svona með, til þess að kýrin haldi kviðfyll- inni. Jeg skal láta öll 'stóru orðin liggja. Þau ná ekki til mín þó þau sjeu undirstrikuð. En jeg vildi mega mælast til þess, að þegar Ólafur formaður lætur pistil fylgja þessari grein, þá svari hann því skírt og afdráttarlaust, hvert hann telur þörf á að kýr sem mjólki neðan við 2600 lítra á ári, eða kýr sem eru eins og þess ar, sem jeg hjer að ofan hefi tekið dæmi af, þurfti fóðurbætir, og hvert rjett sje að flytja hann inn í landið handa þeim. Þegar hann hefir gert það, er ástæða til að heyra stóru orðin en fyr ekki. Því ómálga hjal er aldrei hlust- andi á. 4. okt. 1935. Páll Zóphóníasson. Svar Ólafs Thors við þessari grein P. Z. birtist hjer á eftir. Enn stend jeg við stóru orðin. Það gætir meir yfirlætis en þekkingar og raka í þessari orð- sendingu hr. Páls Zophonías- sonar, en það þykir víst ekki í frásögur færandi og læt jeg það því óátalið. En um sjálft málefnið, þ. e. a. s. þörf bænda í Gullbringu- og Kjósarsýslu og Reykjavík fyrir kjarnfóður til kúaeldis, er það að segja, að enda þótt hr. P. Z. telji sig hafa skýrslu um hve mikið kjarnfóður bændur á þessu svæði hafi gefið 700 kúm, og þótt úr þeirri skýrslu megi nefna 11 — ellefu — dæmi um að lágmjólka kúm hafi verið gefið kjarnfóður, og jafnvel þótt teknar sjeu trúan- legar aðrar tölur hr. P. Z. — en það munu raunar fæstir gera sem þekkja fljótfærni hans og ónákvæmni, — þá sanna þessar tölur ekkert um deiluefnið. vegna þess, að á þessu svæðí eru á 4. þúsund kýr er flestar fá kjarnfóður, og um kjarn- fóðurþörf %—% hluta þeirra veit hr. P. Z. ekki nokkurn skapaðan hlut. t þeim efnum verður að fara eftir dómi reynslunnar, en hann er eins og áður getur, skráður í bækur Mjólkurfjelags Reykja- víkur, og segir frá því, að und- anfarið hafa bændur talið sig þurfa að meðaltali tvö kg. kjarn fóðurs á kú. Þessi kjarnfóðurkaup fá- tækra og f jevana bænda, byggj- ast á margra ára tilraunum hvers um sig á því, hvernig fóðra eigi til þess að ná sem „mestum netto arði“ af hverri kú, og gegn þeirri reynslu hag- sýnna bænda falla vífilengjur hr. P. Z, auðvitað máttlausar niður. Það þýðir ekki að segja: „jeg reiknaði með“, „jeg reikn- aði ennfremur með“ o. s. fx*v. Slíkt „ómálga hjal er aldrei hlustandi á“, það verður hr. P. Z. að gera sjer ljóst, og megni orð mín og rök ekki að hjálpa honum til rjetts skilnings, minni jeg hann á úrskurð hans eigin yfirboðara, stjórnar Búnaðar- fjelags tslands, sem í brjefi sínu segir: „Enn er á það að líta, að f járhagsástæður manna eru nú þannig, að þeir munu skirrast við að kaupa meiri fóðurbæti en þeir þykjast minst geta komist af með og það mun Mjólkurf jelagið hafa í huga þegar það á- kveður fóðurkaup sín“. Og ennfremur: „Ætti því að mega treysta því, að það ( Mjólkurf jelagið) hagi fóðurbætiskaupunum eftir því sem i*eynslan hefir kent því að bestan árangur gefur“. Um þessa hlið málsins læt jeg svo útrætt með þeirri ráðlegg- ingu til hr. P. Z., að hann reyni að gera sjer Ijóst, að reynsla sjálfra bændanna og úrskurður stjórnar Búnaðarfjelags íslands er ekki hægt að hrekja með því að „reikna með“ og „reikna ennfremur með“ einhverju sem enginn veit neitt um. Sje það rjett að eitthvað af lágmjólka kúm fái kjarnfóður, sannar það þó ekkert um kjam- fó(jurþörfina á þessu svæði, því og fer því að verða hver síðastur að ná í Búilardtfls Burðeyrar Hvammstanga Enn fáum við nokkra bílfarma, en eftirspurnin er mikil og því vissara að gera pantanir núna FYRIR helgina. Ishúsið Herðubreið, Sími 2678. Reynslan er sannleikur. Besta spaðkfðtlð selui Samband ísl. samyinnufjelaga. Sími 1080. >æði er það, að þær kýr sem sanna, að manna mest hefir vanar eru kjarnfóðri, missa nyt hann talað og skrifað um ágæti alt að Vs ef snögglega er breytt kjarnfóðurs og manna oftast til til um fóðrun, en auk þess ráðlagt bændum notkun þess, er líklegt, að bændur sjeu ekki alt þar til nú, að hann reynir ennþá komnir upp á lag með að ráðast aftan að sínum eigin að gefa nytháum kúm nægilegt ráðum. kjarnfóður, því að sjálfsögðuj En ef til vill verður Ijósara veldur fjárskortur því, að þeir hvað fyrir P. Z. vakir af þess- fari hægt í sakirnar um slíkar um orðum hans: tilraunir. Til þess bendir reynsla Korpúlfsstaðabúsins, en þar er meðal notkun aðflutts kjarnfóðurs á kú ekki 150 kg. eins og kr. P. Z. telur nægja, og ekki heldur 500 kg. eins og „Jeg fullyrði, að margt af þessum kúm borgar sig ekki að eiga, en það er nú mál út af fyrir sig“. Fullyrðingar hr. P. Z. munu ekki einar og útaf iyrir sig Mjólkurfjelagið segir að sje al- megna að neyða bændur í gengast, heldur nær 900 kg., Gullbringu- og Kjósarsýslu og enda eru kýr þar mjög nytháar. Reykjavík til að drepa kýr sín- En af þessu leiðir, að enda þótt ar, og ekki þótt við sje bætt eitthvað mætti spara kjarnfóð- vilja síra Sveinbjarnar Högna- ur við lágmjólka kýr, getur( sonar. En þessar fullyrðingar þörfin verið jöfn eða meiri lagðar ofan á tillögu hr. P. Z. vegna aukinnar notkunar til um niðurskurð kjarnfóðurs, fóðrunar nytháum kúm. iniður fyrir Vs af þörfinni, er Að lokum er rjett að hr. P.'ný sönnun þess, að jeg hefi Z. sje mintur á það, að hann ekkert ofmælt, þegar jeg sagði er nautgriparæktarráðunautur. Sje það rjett að hann hafi í höndum skýrslur er sanna að einstaka bændur hjer í grend, \ fóðri kýr sínar með lítilli hag- sýni, verður eðlilega að því spurt, hvað hann — nautgripa ræktarráðunauturinn — hafi gert til að leiðbeina þeim. Mað- ur sem tekur lífsframfæri úr ríkissjóði fyrir að leiðbeina bændum í þeim efnum, löðr- fyrir sig“, hvort ríkisvaldið, ungar illa sjálfan sig með því sem árlega greiðir úr ríkissjóði að ráðast opinberlega á þá 6—700 þúsund krónur til bændur, sem næst honum búa, styrktar nýræktinni og sú fyrir óhagsýni í fóðrun naut- gjaldeyxúsnefnd sem nú úthlut- penings, því annað hvort hefir ar gjaldeyri okkar framleið- hann brugðist illa þeirri skyldu endanna, treystist til að fylgja „ekki er grunlaust að fyrir ráðunautum nefndarinnar vaki fremur annað en að spara gjaldeyri, nefn/ilega það, að kyrkja með þræla- taki, ekki aðeins eðlilegan vöxt nýræktar á þessu sviði, heldur og þann búskap, sem þegar hefir verið til stofn- að.“ Hitt verður svo mál „útaf að aðvara þá, eða þá að bænd- ur taka sorglega lítið mark á orðum þessa embættismanns — og er hvorugt gott, en hvort tveggja líklegt. Mjer er ekki grunlaust, að hr. P. Z. verði stirt um, að færa fram sannanir fyrir dugn aði sínum og skyldurækni á þessu sviði. Hitt er auðvelt að Z. um hópdráp Gullbringu- og ráðum hr. P. framleiðenda í Kjósarsýs.lu. Úr því sker reynslan, en hitt er nú orðið augljóst hvað vakað hefir fyrir hr. P. Z., og þess vegna stend jeg ótrauður vifr stóru orðin. Ólafur Tbors.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.