Morgunblaðið - 18.10.1935, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ
8
Látið klippa og leggja hár
ykkar á Hárgreiðslustofunni
Venus, Austurstræti 5. Sími
2637._________________________
Otto B. Araar löggiltur út-
varpsvirki, Hafnarstræti 11. —
Sími 2799. Uppsetning og við-
gerðir á útvarpstækjum og loft
netum.
mmm
&*£Jíijnninyac
JFftorgttttWafctð
Nýir kaupendur að Morgun-
blaðinu fá blaðið ókeypis til
næstkomandi mánaðamóta.
73 uppeldisböra. Kona nokk-
ur í Frakklandi hefir fengið
3000 franka í verðlaun frá rík-
inu fyrir að hafa alið upp 73
munaðarlaus börn. Kona þessi
giftist ung og eignaðíst engin
börn. Fór hún þá að taka til
sín munaðarlaus börn og að
lokum urðu þau svona mörg.
Borðið í Ingólfsstræti 16.
Hvert sem þjer flytjið, þá
verður samt altaf næst í Nýju
Fiskbúðina, Laufásveg 37, sími
4052.
Söngkenslu hefi jeg í vetur.
Pjetur Jónsson, Ásvallágötu 3.
Alt fyrir fegurðina. Austur-
rískur fegurðarfræðingur hefir
eftir margra ára tilraunir fund-
ið upp ráð til að gera varir
rauðar, þannig að liturinn haldi
sjer árum saman.Aðgerðin, sem
hann gerir á vörunum, er ekki
alveg sársaukalaus, en hvað
gera stúlkurnar ekki fyrir feg-
o 9
Höfum fengið nýjan augna-
brúnalit. — Hárgreiðslustofan
Venus, Austurstræti 5. Sími
2637.
Standlampar og borðlampar
hvergi ódýrari en í Hatta- &
skermabúðinni, Austurstræti 8.
„WECK“
100 óperuleikhús. Samkvæmt
nýjustu þýskum hagskýrslum
eru þar í landi alls 100 óperu-
leikhús, og er þá talið með há-
Niðursuðuglösin hafa reynst tíðaleikhúsið í Bayreuth. Þar
best. — Allir varahlutir fyr-
irliggjandi í
af eru þrjú óperuleikhús í Ber-
línarborg.
Kaupi ísl. frímerki, hæsta
yerði. Gísli Sigurbjömsson,
Lækjartorgi 1 (opið 1—4 síðd.)
Skermagrindur seljast fyrir
hálfvirði í Hatta- & skerma-
búðinni, Austurstræti 8.
Skermar úr silki og perga-
ment, afar ódýrir. Hatta- &
ekermab'úðin, Austurstræti 8.
Kaupi gamlan kopar. Vald.
Poulsen. Klapparstíg 29.
Lifur og hjörtu,
Nýr Mör,
Nýtt Dilkakjöt,
úr Borgarfirði.
Veggmyndir og rammar í
ifjðlbreyttu úrvali á Freyju-
götu 11.
Kjðtbúðin Herðubreið.
Hafnarstræti 18. Sími 1575.
Höfðingi klæddur gulli. Það
hefir komið í Ijós, að víkingur-
inn, sem fanst í Ladby-víkinga-
skipinu hefir klæðst' íburðar-
miklum klæðum, gulliskreytt-
um. 1 haugnum fundust klæði
þessi nokkumveginn óskemd.
Einum metra hærri. Norð-
menn hafa ástæðu til að vera
hreyknir um þessar mundir. —
Það hefir sem sje komið í ljós
að Galdhöpigen, sem
hingað til hefir verið álitinn
2468 metra hár, hefir sam-
kvæmt nýjustu mælingum
reynst vera 2469 metrar.
Föstudaginn 18. okt. 1935>
Hardol
♦
er best til að hreinsa með vaska og salerni.
Heildsölubyrgðir hjá
*>- Allir Reykvíkingar iesa auglýsingar Morgunblaðsins.
fANGlM FRA TOBOLSK. 62.
Og jafnvel líf — er undir þessari ákvörðun komið“.
,,Mjer finst uppástungan prýðileg. Það er gagns-
iaust að hugsa um sleða Rakovs. Þeir myndu ná
okkur í honum áður en liði á löngu. Og þá væri
okkur öllum dauðinn vís. Það er eins gott fyrir
okkur að horfast í augu við dauðann strax. Þetta
getur farið vel, nokkur von er að minsta kosti á
því“.
„Alveg rjett,“ svaraði hertoginn. „Jeg vildi
bara heyra álit yðar og ganga úr skugga um, að
við værum öll á sama máli. Það er þá ákveðið —
við reynum að leggja á flótta í stolinni flugvjel“.
Þau gáfu öll samþykki sitt. de Richleau breiddi
úr Iandabrjefi á gólfinu. „Hvaða átt stingur þú
npp á, Rex?“, spurði hann.
„Vesturátt, þá ættum við að koma til Eistlands
eða Lettlands".
„Rjett“, sagði hertoginn og mældi vegalengd-
Ina með blýantinum. „Það eru um 30 þúsund km.
Við komumst aldrei svo langa leið“.
„Ekki í einum áfanga“, samsinti Rex.
„Við getum alls ekki gert okkur vonir um, að
fá að lenda, fá bensín og fara af stað aftur. Allir
flugvellir verða lokaðir fyrir okkur.“
„Einmitt. En hvar eru þá næstu Iandamæri?"
„Við Mongólíu", hertoginn benti með fingrin-
um á gulan blett á landabrjefinu. „Þangað eru
1500 km.“
„Manni ætti ekki að verða vandræði úr því. —
Jeg hefi einu sinni flogið frá Cannes til London
í einum áfanga — og það era rúmir 1000 km.“
„Já, en Mongólía er gersamlega ómögulegt
land. Við lendum í Gobi eyðimörkinni, að vísu
Iausir við óvinina, en þar bíður okkar vafalaust
hungurdauði."
„En Indland“, var uppástunga Símonar. „Það
er enskt land.“
„Þangað eru 125 km., gamli vinur, auk þess
getum við ekki flogið yfir Himalaya, og þó við
gætum það, mundu hinir innfæddu skjóta okkur
niður, hinum megin við landanjærin.“
„Hvernig er Finnland?“ spurði María Lou. —
Mjer sýnist það vera nær — ekki lengra en um
átján hundruð kílómetra?“
„Ómögulegt", sagði Rex, og hristi höfuðið, ,>,það
er alt of norðarlega. Um þetta leyti árs — við
myndum farast í byl, villast eða verða að
nauðlenda á norðurhjara eyðimörkum — og þá
hjálpi okkur guð —“
„Persía og Georgía eru jafnlangt í burtu —
125 kílómetra,“ hjelt hertoginn áfram.
„Nei Ukrainia væri líklega best.“
„En það er sovjet-rússneskt land“, mótmælti
María Lou.
„Að vísu, barnið gott“, en það er þó sjálfstætt
ríki. Og ef við þyrftum að lenda, gætum við ef
til vill, fengið aðstoð hjá ræðismanninum. Sjáið
þið, þangað eru 1800 km. Og auk þess er gott til
þess að vita, að ef bensínið þrýtur ekki, og Rex
getur gert slík þrekvirki, getum við kannske kom-
ist nokkur hundruð kílómetrum lengra — til Pól-
lands eða Rúmeníu — og þá er okkur borgið.“
„Þetta er meiri stærðin á Rússlandi“, stundi
Símon.
„Jeg er ekki viss um að Ukraini-búar verði yfir
sig hrifnir af því að fá okkur“, sagði Rex og hló.
„Þeir eru víst nokkuð hliðhollir hinum kommún-
istisku bræðrum sínum.“
„En þeir halda þó fast við sjálfstæði sitt, að
minsta kosti að svo miklu leyti að það kemur okk-
ur að liði.“
„Alt í lagi, hvað mig snertir,“ sagði Rex hlæj-
andi. „1 hvaða átt förum við þá?“
„Beint í suðvestur." Hertoginn braut saman
landabrjefið. „Nú er farið að dimma, við skulum
fara að koma okkur af stað“
„Hvað eigum við að gera við þennan þaraa?“
Rex kinkaði kolli í áttina til Rakovs.
„Hann fær að bera dótið okkar. Síðan binduro
við hann við trje. Ef lánið er með honum, finnur
einhver hann í fyrramálið."
Brátt voru þau tilbúin. Rex fór síðastur úr
steypuhúsinu. Mörg þúsund kílómetra hafði hann
farið til þess að komast á þennan stað, í von um
að finna þar gimsteina Shulimoffs. Hann var vissu
lega sorgmæddur yfir að fara þaðan tómhentur.
Eitt og eitt í einu læddust þau niður garðinn.
Símoni gekk vonum betur að nota hækjurnar, sem
þeir höfðu lauslega neglt saman, handa honum.
Þau fóru mjög hægt, og voru rúman klukkutíma
að komast að hinni örlagaríku girðingu.
Þau ákváðu að hafast þar við um nóttina, þareð
Símon var örmagna eftir gönguna. Nú lá hann
endilanguf í loðfeldskápu sinni, niðri í lítilli holu,
er þau fundu fyrir hann, en Rex var að ieita að
trjástofni, sem hann gæti notað í stangarstökkið.
Loks fann hann eitthvað, sem honum fanst not-
hæft, og fór að æfa sig í því, að svífa gegnum
loftið. Síðan skiftu þau á milli sín því, sem eftir
var af sardínum og kexi.
Þegar til brottferðar kom bundu þau Rakov við
trje hjá veginum.
Með sterklegu taki lyfti Rex hertoganum langt
upp fyrir höfuð sjer, og kastaði honum yfir girð-
inguna.
de Richleau kveinkaði sjer, þegar hann kom
niður og lenti á veiku öxlinni, en brátt var hann
kominn á fætur aftur og tók á móti bakpokanum
og ábreiðunum.
Maríu Lou gekk ágætlega að komast yfir. —
Hún lenti mjúklega í fangi hertogans.
Meiri varfærni þurfti með Símon. Hann mátti
ekki detta og meiða sig í fætinum. Hertoginn var
ekki eins hár og Rex, svo að þau biðu öll með
öndina í hálsinum þær fáu sekúndur, sem Símon
sveif í lausu lofti yfir hinni hættulegu girðingu.
En yfir komst hann slysalaust.
„Frá“, hvíslaði Rex, spyrnti í og slepti stöng-
Vj