Morgunblaðið - 23.10.1935, Side 5

Morgunblaðið - 23.10.1935, Side 5
Miðvikudaginn 23. okt. 1935. MORGUNJtfLAÐIÐ jnenn keppa, jafnvel þótt vænta megi, að lágmarkskröfumar kunni að hafa nokkur álirif í hækkunaráttina. — Öll þessi af- rek eru unnin undir bestu afreks- skilyrðum, sem hugsanleg eru, og ekkert til sparað, að hver maður njóti sín að fullu. H. Bestu afrek íslenskra íþrótta- manna í framangreindum íþrótta- greinum hafa verið þessi í sum- ^r: Hástökk 1.74 m. (716 stig) Langstökk 6.37 — (644 —) Þrístökk 13.54 — (721 —) Stangarst. 3.32 — (621 —) Spjótkast 47.07 — (535 —) Kringlukast 36.34 — (606 —) Kúluvarp 12.11 — (631 —) Þegar þessi afrek eru borin saman við lágmarksskilyrði Þjóð- verja til þátttöku í aðalkepninni, sjest, að talsvert miklu munar í flestum greinum. Best eru afrek- in í þrístökki og hástökki (Sig. 'Sígurðsson frá Vestm.eyjum); í þrístökkinu vantar ekki nema 63 stig upp á lágmarksskilyrðið. Er full ástæða til að vænta þess, að Sigurði takist að ná lágmarksskil- yrðinu á næsta sumri, því hann mun hafa stokkið um 13.80 m. á æfingum, þótt ekki hafi tekist eins vel á kappleikum. Hinar aðr- ar af þessum greinum eru svo ’langt frá lágmarksskilyrðunum, að ekki eru mikil líkindi til, að unt verði að ná þeim á næsta ári, jafnvel þó að æft verði af kappi og á allan hátt reynt að flýta fyrir framförum manna. Sjeu þessar tölur hinsvegar bornar saman við hinar raunveru- legu tölur frá kappleikunum, sjest, að við uppfyllum í flestum greinum „lágmarksskilyrðin'*, þ. e. a. s. íslensku íþróttamennirnir mundu ekki hafa orðið síðastir, eftir tölunum að dæma. í raun rjettri er ástæða til að ætla, að þeir standi sig miklu betur í olympiskri kepni en tölurnar sýna; tölurnar sýna aðeins málið og annað ekki. Sú afar þýðing- armikla staðreynd, að annað af- rekið er unnið undir hagkvæm- um veðurskilyrðum og á bestu brautum, en hitt í kulda og súld og á „dauðum“ brautum, kemur ekki fram í tölunum. Öll þessi af- rek, sem hjer eru tilfærð frá síð- asta sumri, hafa verið unnin í hráslaga kulda og sólskinslausu veðri. Þegar þessum afrekum er jafnað við olympisk afrek, eru þau því meira virði en mælingin ein sýnir. Annað mál er það, að ekki er hægt að reikna út, hvé mikill þessi mismunur er, og verð- ur því að halda sjer við tölurnar. Þessi 7 afrek voru unnin af þrem mönnum; sýnir það, hvað sjergreinarþjálfun er skamt á veg komin hjá okkur. Þessir voru þeir, sem afrekin unnu: Karl Vil- mundarson (langst., stangarst. og kringluk.); Sigurður Sigurðs- son (hástökk og þrístökk); Krist- ján J. Vattnes (spjótkast og kúlu varp). Hástökks- og þrístökks- afrekin voru unnin utan leik- móts; hin á leikmótum hjer í Rvílt. Af þessum framantöldu grein- um virðist, eins og stendur, varla vera von um, að hægt verði að senda nema 1 mann — í þrí- stökki, — því að svo mikið vant- ar á hinn tilskilda árangur í öðr- um greinum, að varla er hugsan- legt, að svo mikil framför náist á þeim t.íma, sem éftir er, að sæmi legt megi telja. Þó skal engu spáð um, að svo geti ekki orðið, og mun Olympíunefndin reyna að gera það, sem í hénnar valdi stendur, til þess, að það takist. Meðal annars, sem hún hefir gert til að stuðla að þessu, er það, að hún hefir ráðið hingað erlendan — sænskan — kennara í frjálsum íþróttum. Væntir hún hins besta árangurs af starfi hans. Maður þessi var um mörg ár fjölþrauta- meistari Svía og var 4. maður í tugþraut á Olympisku leikunum í Antwerpen 1920. Hann. var hjer nokkra mánuði 1930, og kyntist þá íslensku íþróttalífi nokkuð. Framh. Brynjólfur Magnússon f. kennari. Einn af fegurstu sálmunum í sálmabókinni byrjar þannig: „Fótmál dauðans fljótt er stig- ið“. Þessi orð reynast oft átak- anlega sönn, og svo var einnig, er andlát Brynjólfs heitins bar að höndum. Hann fór að vanda. hress og glaður frá heimili sínu í Fífu- hvammi þriðjudagsmorguninn 8. þ. m., til Reykjavíkur, í erindum fyrir sína góðu húsmóður, en var liðið lík fáum klukkustundum síðar. Bifreið, er fór um hinn breiða og góða veg sunnan við Öskjuhlíðina, í fullri birtu og góðu veðri, varð líkama hans að bana. Eru slík tilfelli hörmuleg í mesta máta, og mega ekki koma fyrir. Brynjólfur Magnússon var fæddur í Guttormshaga í Holtum í Rangárþingi 9. ágúst 1861. For- eldrar hans voru hjónin Magnús Bjarnason silfursmiður (síðar bóndi á Ketilsstöðum) og Mál- fríður Benediktsdóttir, dóttir síra Benedikts Eiríkssonar í Gutt- ormshaga. Voru þeir albræður sjera Benedikt og Stéfán Eiríks- son í Árnanesi í Homafirði, er var alþm. Austur-Skaftfellinga frá 1859 til 1883, og móðurbræð- ur Eiríks Magnússonar meistara í Cambridge. Bi-ynjólfur ólst upp með for- eldrum sínum til 16 ára aldurs, en fluttist þá suður að Óttarstöð- um í Hraunum. Þar bjuggu þá B ’l 3*a merkishjónin Kristján Jónsson (síðar bóndi í Hliðsnesi á Álfta- nesi) og kona hans Kristrún Sveinsdóttir, bæði ættuð úr Þing- vallasveit. Átti hann þeim hjón- um mikið að þakka, og börnum þeirra, og þá eigi síst dóttur >eirra, er varð hans síðasta hús- móðir. Kristrún, fyrsta húsmóðir hans hjer syðra, mun hafa fund- ið, að hann var gæddur góðum gáfum, og hvatti hann því til að ganga í Flensborgarskólann, sem hann og gerði, og var hann út- skrifaður af honum 1891. Hafa Óttarstaðahjónin vafalaust hjálp- að lionum fjárhagslega til skóla- göngunnar. Að námi loknu fór liann austur til átthaga sinna, og gerðist umferðakennari, fyrst í Holtum, en síðar á Landi. Hann mun hafa verið um 20 ára skeið ltennari, bæði eystra, og í Gull- bringusýslu. Brynjólfur var ágæt- ur kennari, bæði vel að sjer, og auk þess mjög hnéigður fyrir að fræða, því svo mátti segja, að hann alt sitt líf, væri að miðla samferðafólkinu af þekkingu sinni. Hann var með fyrstu mönn- um eystra, er lærði að leika á orgel, og var mjög söngvin og söngelskur alla tíð. Hans mesta yndi í tómstundum var það, að sétjast við hljóðfærið og hafa yfir fagra tóna og fögur kvæði. Á yngri árurn var hann með allra fremstu ungum mönnum í véstur- hluta Rangárþings að gáfum og þekkingu. Á þessum árum fór hann norður í Þingeyjarsýslu á sumrum í kaupavinnu, og til að sjá landið og kynnast fólkinu í fjarlægum hjeruðum. í þessum ferðum fór hann venjulega Sprengisandsleið. Dáðist hann mjög að fegurð á þessum slóðum, einkum í Arnarfelli hinu mikla. Hin síðari ár, var Brynjólfur í vinnumensku í Reykjavík og ná- grenni hennar. Hjer í bænum var liann í mörg ár hjá Magnúsi Niðursuðuglösin haía reynst >est. — Allir varahlutir fyr- irliggjandi í Blöndahl f. alþm. og átti alla tíð síðan góðum vinum að mæta á því góða héimiii, og hjá böra- um hans. Síðustu sex ár æfinnar var hann í Fífuhvammi hjá frá Þórunni Kristjánsdóttur, er var fjögra ára gömul telpa þegar hann kom fyrst til foreldra henn- ar á Óttarstöðum. Mun hún hafa reynst. honum fyr og síðar eins og góð, elskuleg systir. Brynjólf- ur var alla tíð „dyggur, trúr og tryggur“ og breytti vél eftir þessu, og fleiri heilræðum Hall- gríms Pjeturssonar, sem hann lærði í æsku og hafði mætur á. Hann var orðvar, og grandvar í hvívetna, prúður í framkomu, fremur fáskiftinn, og reyndi aldrei að sýnast. Bitt af gömlu skáldunum segir að vjer megum trúa því og treysta, „að ef hjer lifað höfum vel, heim er oss gott að snúa“. Brynjólfur heitinn lifði vel meðan hann dvaldi hjer, liann elskaði sannleikann og rjettlætið, og þvi mun honum nú gott heim að snúa til föðurhúsanna himnesku, þar sem hann getur haldið áfram að þroska anda sinn, og góðar dvgðir og göfugar. „Far þii í friði, friður guðs þig blessi“, góði maður og fræðari. Gamall lærisveinn. koma þeim á berklahæli eður í öruggs læknis umsjá og umönn- un. Þá er svo stendur á, leitast þeir ekki við að blekkja sjálfa sig, nje dylja sig hins sanna. Mörgum foreldrum fer algerlega gagnstætt, þá er ber á veilum í skaphöfn bama þeirra, jafnvel þótt þær sjeu hinar ískyggileg- ustu. Feður og mæður horfast oft of nauðug í augu við skap- bresti barna sinna, yfirsjónir þeirra og sekt. Því er á þá leið líkt farið um veikleika í skaphöfn sem um líkamlega sjúkdóma, að hyggilegast og tryggilegast er að leita ráða við þeim jafnskjótt og á þeim bólar. En þá er foreldrar ljúga að sjálfum sjer um slíkt, verður ekki lækningar leitað. Þau sannast þar því raunalega á sum- um foreldrum, orð skáldsins, „að ljúga að sjer sjálfum er hvers manns bani“. Er og foreldrum nú að nokkru leyti vorkunn, þótt þeir vilji lítið aðhafast í þessum efnum, þar sem oss vantar kunn- áttumenn í þessum greinum. En eigi er ólíklegt, að margir foreldrar yrði í fyrstu tregir til að ráðstafa börnum sínum á slíkri lækningastöð, sem hjer var drepið á að stofna. Þeim þætti slíkt ekki virðingu sinni nje barna sinna samboðið. Væri vand- hæfi á að velja slíku hæli nafn, sem ekki fældi frá notkun þess. En þá er það hefði starfað um hríð og ef vel tækist tilraunir þess, mundu foreldrar og vanda- menn verða fegnir að koma þang- að skapgölluðum börnum sínum og leita þeim geð- og drengskap- arbóta þar. í heimavistarskólanum, sem jeg fyrir nokkrum árum kyntist í Danmörku og Noregi, virtist mjer að mun nákvæmara eftirlit haft með nemendum, og þeir stórmiklu meir parrakaðir eu títt er í samskonar skólum hjer á landi. Þar þykir mjer sumstaðar mega svo að orði koma, að augunum sje ekki slept af nemendum, hvorki dag nje nótt. í sumum skólum eru þeir skyldugir til að hafast við í herbergjum sínum eða í lestrarstofum skólans klukkan 5— 7 síðdegis. í einum merkasta stúd- entaskólanum, sem jeg kom í, urðu yngstu nemendur að hátta klukk- an 8 á kvöldin (en þeir eru þar nokkru yngri en tíðkast í íslenskum skólum samkynja). Eldri hluti nemenda varð að halda kyrru fyrir í herbergjum sínum eftir klukkan 9 á kvöldin. Sjest á slíku, að nemendur hafa þar lítil umráð tíma síns. í öðrum merkum heimavistar- skóla sofa nemendur í stórum skála. Ljós er þar ekki alger- lega slökt alla nóttina, heldur höfð dauf birta (svag Belysning, eins og einn rektorinn komst að orði við mig). Kennari sefur þar í svefnklefa rjett við skála nem- enda, og er rimahurð í milli. Sjer hann því gerla, hvað alla nótt- ina fer fram í skálanum. Minti slíkt skipulag mig allmjög á Langaloft í Latínuskólanum forð- um og umsjónina þar. í þess- um skóla verða og heimavistar- búar að taka á sig náðir á sjer- stökum tíma. í heimavist á Akureyri eru hættir að þessu leyti nokkuð á annan veg. Þar mega heima- vistamenn lesa langt fram eftir nóttu. En ekki mega þeir raska svefnró annara heimavistarbúa nje halda vöku fyrir þeim. Hitt er þeim einnig í bróðerni bent á, að þeim sje eigi síður nauðsyn- legur nægur svefn en holl fæða og nóg. Eftir kenslustundir eru þeir, samkvæmt reglugjörð sjálf- ráðir ferða sinna alt fram á kvöld. En eins er af þeim krafist, og þeirri kröfu allfast fram fylgt: að þeir sjeu heima á hverju kvöldi kl. 10, nema á laugardagskvöld- um. Þá mega þeir vera úti til kl. 11%. Er jafnan kannað, hvort allir nemendur sjeu heima á lög- boðnum tíma. Þá mega þeir og búast við aðgæslu á, hvort þeir sjeu sómasamlega og hæfilega á sig komnir. Útivistarleyfi eru sem minst veitt eftir þann tíma. Er hætt við, að leyfin yrðu full- mörg, ef þau væru auðfengin. Skóli má eigi stuðla að því, að sá skilningur á lögum og reglum komist inn hjá embættismanna- efnum, að slíkt sje til þess sett og samþykt, að veita udanþágu frá því. Og jeg geri ráð fyrir, að umsjón yrði eins háttað, þó að allir skólanemar hefðu náttstað í sjálfum skólanum. Vona jeg, að ókunnugir fái af þessari frásögn ráðið í frjálsræði eða ófrjálsræði nemenda í heimavist á Akureyri. Þeir fyrirrennarar mínir, Jón A. Hjaltalín og Stefán Stefánsson, rjeðu því, að frelsi heimanema var eigi meira heft, og fórst þeim það viturlega. En þó að heima- vist sje hjer að þessu leyti frjáls- leg — eftir því sem gerist um samskonar heimavistir víðsvegar á Norðurlöndum — og þó að margur góður drengur gangi fús- lega undir slíka regúlu, hefir hún þó í för með sjer nokkur óþæg- indi, sem hömlur og höft ávalt gera. Veldur slíkt ákvæði mestri óánægju meðal þeirra, sem þess hafa mest þörfina. Ýmsum finst slíkur sjálfræðis- hemill lítill annmarki á heimavist. Sumir eru jafnvel þeirrar skoð- unar, að nemendur njóti hjer of mikils frjálsræðis. En æskilegast er, að það fari saman á ferð, að týna ekki hesti sínum, en heftá hann þó ekki nje tjóðra. Eins væri ákjósanlegast, á uppeldi- lega vísu — þ. e. til langframa —• hverjum nemanda skapþroska- og liollustuvænlegra, að hann semdi sig ungur af frjálsum vilja eftir góðri regúlu, heldur en hann sje neyddur til að hlýðnast henni með lagaboðum. En ef jeg ætti sjálfur skólann, afnæmi jeg, ef til vill, um hríð þetta haft og reyndi, hvemig færi. En — allir þurfum við að leggja á oss nokkrar hömlur, og suma þarf því miður í byrjun —• að því er virðist — að neyða til slíks, þótt nauðungarkostur sje. En þó að nokkur hængur sje á þeirri skerðingu á sjálfræði, er jafnan hefir fylgt heimavist hjer, er það og hefir lengi verið sann- færing mín, að kostir hennar sjeu meiri en ókostir. Heimanemum farnast yfirleitt betur á skólaferli sínum hjer heldur en bæjamemum. Raunar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.