Morgunblaðið - 27.10.1935, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 27.10.1935, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Reykjavíkurbrjef. 26. október. Fisksalan. Gufuskipið Eros fór hjeðan í gær með 775 smálestir af verk- uðum fiski, aðallega til Norður- Spánar. Skipin Columbus og Edda eru bæði að byrja hleðslu til Spán- ar. Columbus tekur fullfermi ti] Barcelona. Þegar er ákveðið að Katla taki 800 smálestir, einnig til Spánar, og verður sennilega fullfermi. í Portúgal hafa Norðmenn, sem kunnugt er lækkað verðið, og flutt inn allmikið í skjóli þeirrar verðlækkunar. Þess vegna hafa sölur legið niðri hjeðan. En S. I. F. gerir sjer vonir um nokkrar sölur í nóvem ber. Á Ítalíu er nokkur ágrein- ingur milli stjórnarvaldanna og S. í. F. út af magni því sem íslendingar hafa flutt þangað í ár, samkv. verslunarsamningn- um, sem gerður var í Róm í fyrravor. Telja ítalir að inn- flutningurinn sje orðinn meiri en samningar heimila og má gera ráð fyrir að stöðvun verði á útflutningi þangað, meðan ^tendur í þessu þrefi. Til Suður-Ameríku hefir sal- an gengið vonum fremur. Hefir selst þangað um 12000 kassar, eða ca. 700 smálestir, sem sum- part er þegar farið. S. í. F. er enn á ný að leitast yið að koma á innflutningi til Grikklands og er ekki talið von- laust að það muni takast að ein- hverju leyti nú í vetur. Gamli maðurinn í Sambandshúsinu. Fyrir landkjörið 1930 gerði gamli maðurinn sjer ferð kring- um land til þess að afsanna dá- lítið hvimleiðan grun, sem á lá um heilsufar hans. Beindi hann vilja sínum mjög að því, að hafa hemil á geðsmunum sín- um á fundum og koma fram eins og siðaður maður. En stund um fór þessi viðleitni alveg út um þúfur, með þeim afleiðing- um, að grunsemdimar um heilsubrest hans jukust fremur en rjenuðu við ferðalag hans. Nú ætlar gamli maðurinn á sama hátt að kveða niður þann hvimleiða orðróm, sem vinir hans hafa komið á flot, um að ellimörkin sjeu þegar farin að koma í Ijós hjá honum. Og enn bregst honum bogalistin. Þótt eitthvað snarki í illkvitninni, þá bregður aldrei fyrir nokkru leiftri. Allur broddur er af ádeil unni, ekkert eftir nema sí-end- urtekið leiðinda nudd, slitrótt og máttvana japl nöldrunar- samrar elli. Þingfrí. Þingmenn tóku sjer frí í dag, fyrsta vetrardag, til þess að skoða Geysi gamla gjósa, og ljetta sjer upp eftir erfiði þing- starfanna. Þetta mun vera í annað sinn sem þingfundir hafa fallið nið- ur á virkum degi það sem af er þessu þingi. Fyrstu fimm dagana var þing meirihlutinn að bræða með sjer hvernig „endurreisa“ skyldi Magnús Torfason sem þing- mann, eftir að hann hafði sagt sig frá uppbótar þingmensk- unni fyrir bændaflokkinn. Síðan hefir verið næsta dauft yfir þingstörfunum. Samt eru þingmenn þegar orðnir hvíld- arþurfi, og velja virkan dag til að skoða Geysi gjósa. En Geysir heldur ekki hvíld- ardaginn heilagan. Hann gýs jafnt á sunnudögum, sem aðra daga, ef sett er í hann sápa. Því hefði mátt fresta förinni til sunnudags, ef þingmeiri- hlutinn fyndi til þess, að á þingi væru verkefni, sem þurfa úr- lausnar. N áttúruskoðun. Hjer í nærsveitum eru mörg ásjáleg náttúrufyrirbrigði, og mei'kir staðir sem kunnugt er. Og úr því þingmeirihlutanum finst það meira um vert, að þingmenn noti þingtímann til kynnisfara, heldur en að sitja á rökstólum í sölum þingsins, þá er líklegt, að þessi náttúru- skoðun verði skipulögð. Væri hagkvæmt að þingið leitaði til Ferðafjelags íslands og fengi þar snjalla og ötula leiðsögu- menn. Fara má á Reykjanes, skoða leirhverinn Gunnu, Bessa staði, Gálgaklett í Garðahrauni, Kópavog og Klepp. Og næst þegar farið yrði austur fyrir Fjall, mundi ýms- um þykja vel við eiga að kynna sjer hvernig „verkin tala“ á Litla-Hrauni. Sem sagt. Hjer gætu orðið mörg „verkefnin“ og margir frídagar fram undan. En alþýða manna gæti hugg- að sig við, að þá dagana, sem hinir rauðu og rauðbröndóttu þingmenn una hag sínum við saklaust snuður um sveitir hjer sunnanlands, gera þeir engin axarsköft eða óskunda í þinginu á meðan. Verslunin og verðlagiS. „Hve lengi á að misbjóða þolinmæði vorri!“ Þetta er tónninn í sósíalistum er þeir tala um verslunina og verðlagið í landinu. Verðlagið er of hátt. Kaupmenn okra á vörunum. Við, segja þeir, þurf- um að taka verslunina í okkar hendur. Hver bannar þeim að versla, sósíalistum? Hafa þeir ekki sett hjer upp hverja verslunina á fætur annari, kaupfjelagsversl- un, skattfrjálsa, og alt hvað eina. Og hvernig hefir farið? Hvemig fór með kaupfjelag Hjeðins og Jónasar frá Hriflu, er seldi hinn fræga Viðeyjar- fisk. Það leystist upp — eða drabbaðist niður, eins og fisk- urinn. Og kaupfjelagið, sem Har- aldur Guðmundsson stjórnaði. Það fór á höfuðið. Og kaupfje- agið sem hann Ingimar skóla- stjóri og aðrir sósíalistabrodd- ar stofnuðu, það fór líka á haus mn — að svo miklu leyti sem xví var ekki stolið. Þannig er verslunarsaga sósí- alista samfeld röð af „fallítt- um“. Sú saga minnir á eyði- merkurvegi, þar sem vegfarend ur rekja sig áfram eftir blásn- um beinagrindum fyrirrennar- anna. Hvers vegna? Hvers vegna hafa verslanir sósíalista ekki þrifist? Ekki hafa útsvör og skattar íþyngt þeim. Er það af því að þeir hafa ekki sta'ðist samkepnina við aðr ar verslanir — ekki getað selt vöruna sama verði og aðrir — nema með tapi — og farið á höfuðið með alt saman? Og svo eru þessir menn að tala um okurverð á nauðsynja- vöru. Því taka þeir sig ekki fram og selja ódýrara. Þeir hafa bærileg fjárráð, og nægileg ítök í bönkunum. En sannleikurinn er sá, að fyrri tilraunir þeirra með hin hrundu kaupfjelög hjer í Reykjavík eru þeim næg við- vörun. Þeir vita sem er, að þeir eru engir menn til þess að bjóða lægra vöruverð í frjálsri sam- kepni við aðra. Og þess vegna gera þeir ekk- ert, nema „brúka kjaft“. En hve lengi ætla þeir •— hinir kjaftforu ónytjungar, sem alt setja á höfuðið, að misbjóða þolinmæði manna með orð- skvaldri sínu? Hræðslan. Eitt af megineinkennum nú- verandi stjórnarherra er hræðsl an. Við alla skapaða hluti erú þeir hræddir. Nokkrir unglingar klæddu sig í vor í gráar skyrtur — og nefndu sig Nazista. Þeir gengu fylktu liði um göturnar. í Alþýðublaðinu kom strax út ávarp til þjóðarinnar um hættu þá, sem stafaði frá þessum grá- klædda hóp. í anda sáu hinir sískelkuðu sósíalistabroddar bardaga og blóðsúthellingar. Mikið má samviska þeirra vera bág, sem líða slíkar hræðsl unnar kvalir. Ráðherrarnir virðast ekki bamanna bestir. Hjer um daginn fann inn- brotsþjófur skammbyssu í búð Sigurgísla Guðnassonar við Hafnarstræti. Byssan var tekin af þjófnum og afhent Sigur- gísla. En eftir því sem skjólstæð- ingar Hennanns Jónassonar, kommúnistar, segja í málgagni sínu, hefir þessi byssufundur hjá Sigurgísla fengið mikil eft- irköst. Kommúnistar segja, að Her- mann hafi orðið svo skelkaður út af því, að Sigurgísli Guðna- son, þessi staki hæglætismaður, eigi skammbyssu, að hann sje nú að semja lög um það, að eng- inn megi bera vopn, nema hann hafi til þess stjómarleyfi. Á fundum. Þegar Framsóknarmenn eru á fundum í sveitum, er þeim gjarnt á að útmála Reykvík- inga eins og mestu óaldarseggi. Það má vera að þetta vopna- frumvarp Hermanns eigi að vera handhægt umræðuefni á slíkum fundum. Það mun vera ætlunin að veifa þeirri „staðreynd“ fram- an í dalabændur, að hinn rögg- sami ráðherra, herra kollu-bani Hermann Jónasson hafi nú blátt áfram borið fram frum- varp á Alþingi um það, að eng- Brauðgerð Kaupffelags Reykfavikur selur allar brauðvörur með sama Iága verðinu og áðuiv AÐAL-tJTSÖLUSTAÐIR, Bankastræti 2, sími 4562. Höfum þar öfluga útsendingarkrafta að senda brauðin. um allan bæinn. Brauðin eru einnig seld á: Grandarstíg 2 Bergstaðastrœti 49 Bergþórugötu 23 Vatnsstíg ÍO sírni 2904. — 2858. — 2033. — 2015. MUNIÐ LÁGA VERÐIÐ hjá Kaupfjelagsbrauðgerðinní, sem selur ávalt GÓÐAR VÖRUR. — Reynið viðskiftin. Brauðgerð Kaupfjelags Keykjavíkur, Bankastræti 2. Sími 4562, Spaðbjöf. Höfum fyrirliggjandi úrvals dilkakjöt í heil- um og hálfum tunnum. Eggert Kristjdnsson & Co. Sími 1400. gott kaffi. Þjer drekkið kaffi daglega, oft á dag. Veljið því tegund, sem veitir yður daglega ánægju. „ARÓMA" er blandað áx sjerstak- lega góðum kaffitegundum. Þess er vandlega gætt. að það komist til yðar ný-brent og malað. Biðjið ekki um brent og malað „kaffi", heldur „ARÓMA" kaffi. KápuskinOy iallegt úrval. Silkfl sokkar, margar feg. Versl.Vlk. Laugaveg 52. Sími 4485. Lifur og hjörtu, Nýr Mör, Nýtt Dilkakjöt, úr Borgarfiröi. AROM KAFFI Kjotbððin Herðubreið. Hafnarstræti 18. Sími 1676. inn maður, meðal hinnar frið- sömustu þjóðar í heimi, megi bera á sjer byssu, hvorki á rjúpnaskyttiríi eða við önnur tækifæri, nema að fá til þess náðarsamlegt leyfi stjórnarvald anna. En þegar einhver bóndinn kann að spyrja, hvert hafi ver- ið tilefni þessa, þá hafi þeir ^ramsóknarmenn svar á reiðum Odýrt ennþá. Pottar xnéð lold 1.00 Yasaljós með battarie 1.00 Vasaljósaperur 0,15 Battarí 0,50 V ek jaraklukkur 5.00 Vasaúr, herra 18.00 Armbandsúr, dömxx 18.00 Sjálfblekungar, 14 karat 5,00 Sjálfblekungasett á 1.50 Litarkassar, barna 0.35 Reykelsi, pakkinn 0.50 Höfuðkambar, fílabein 1,25 Ilöfuðkambar, svartir 0,35 Taxmburstár í hulstri 0.50 Rafmagnsperur, Osram 1.00 löndum. Grípa þurfti í taumana, Sig- urgísli hjá Zimsen átti skamm- xyssu! C. Eflnamon & BlOrnnnon, Bankastraeti 11.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.