Morgunblaðið - 06.11.1935, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.11.1935, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 6. nóv. 1935. MORGUNBLAÐIÐ 3 NA ætla kaþólsk- irmenn aDlátatil skarar skrlða I baráttunnl gegn Hitler! Kðrkfudellurn- ar i Þýskalandi blossa upp að nýju. Hitler. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Kaþólskir menn í Þýskalandi virðast nú ætla að láta til skarar skríða í baráttunni gegn Hitler. Skeyti til danska blaðsins „BeGingske Tidende“ hermir að deilurnar milli nazista og kaþólskra manna hafi magnast að nýju. Hafa 20 kaþólskir prestar neitað að draga við hún hakakrossf ánann, sem nú er orðinn ríkisfáni Þjóð- verja. Hinsvegar hefir nazistablað- ið „Schwarze Korps“ ráðist ofsalega á siðferði kaþólskra presta. Blaðið fer ennfremur hin- um háðulegustu orðum um páfann og kallar hann vanmáttugt gamalmenni! Hin nýja sókn kaþólskra manna á stjórn Hitlers er talin vera gerð til þess að leiða athygli al- mennings frá stórfeldum gjaldeyrissvikum, sem ka- þólskir prestar eru flækt- ir í. — Biskupinn í Sachsen flæktur í svikin. Biskupinn í Sachsen er m. a. flæktur í þessi gjaldeyrissvik. Er búist við að biskupinn og .auk þess 20 prestar verði dæmdir í fangelsi. Rosenberg, mesti fjandmaður kaþólskra manna í Þýskalandi. Kaþólskir menn vilja fyrir hvern mun leiða athygli almennings frá þessum málaferlum, og þess vegna hafa þeir á- kveðið að láta til skarar skríða í baráttunni gegn Hitler. Páll. Georg Grikkja- konungur þakk- Italir gera 48 klukkustunda hlje A sAkninni til Makale. Torfærur verða á vegi þeirra vegna rigninga. KAUPMANNAHÖFN 1 GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Skeyti frá Róm herm- ir að Italir hafi gert hlje á sókn sinni til Makale. Hlje þetta á að standa yfir 48 klukkustundir. Bíða Italir eftir auknum lið- styrk. Ennfremur leggja þeir vegi jafnóðum og herinn sækir fram. Ras Kabada, hershöfðingi Abyssiniumanna austur vígstöðvunum. Hann er nú sagður genginn á vald ftölum. ar þjófl sinni. Konungur hverfur heim úr útlegðinni innan skamms. London, 5. nóv. FÚ. Georg konungur hefir gefið út boðskap til hinn ar grísku þjóðar, þar sem hann þakkar þjóð- inni fyrir það traust, er hún hafi sýnt sjer í hin- um nýafstöðnu kosning- um. Beiðist hann samvinnu við allar stjettir og alla þegna rík- isins, og kveðst jafnan munu hafa velferð þess í huga öllu fremur. Búist er við að konungur fari til Grikklands á næstunni, og feggi leið sína um Júgóslavíu. í Split er gert ráð fyrir að grískt beitiskip komi til móts við hann og flytji hann til Grikklands. Ritskoðun þeirri, sem undan- farið hefir verið á öllum frjett- um frá Grikklandi, verður af- ljett um miðnætti í nótt. Helena, fráskilin drotning Georgs Grikkjakonungs. Leggur herstjórn ítala á- herslu á, að nauðsyn beri til þess að tryggja samgangna- kerfið að baki hernum. Höfuðskepn- urnar gegn Itölum. Þótt herstjórn ítala láti íi veðri vaka að sókn ítala hafi verið stöðvuð, til þess að her- inn geti trygt aðstöðu sína, þá muni þó rigningar, sem skollið hafa á skyndilega, eiga sinn þátt í þessu hljei á'sókn Itala. Eiga ítalir við vaxandi örð- ugleika að stríða vegna rign- inganna. Ár hafa bólgnað og vegir eru torfærir. Itölum sækist ennfremur seint sóknin vegna hinna bröttu fjallvega. 500 Abyssinfu- menn særðlr eða drepnir. Itölsk flugvjelasveit rjeðist á abyssinska flutningasveit suður í Ogaden. Flutningasveitin var á leið- inni til borgarinnar Harrar. I fylgd með sveitinni voru abyssinskir hermenn. Talið er að 500 Abyssiníumenn hafi særst eða verið drepn- ir í loftárásinni. Miklar skotfæra- og benzín- birgðir voru ennfremur sprengd ar í loft upp Synir Mussolini fljúga yfir Makale. Synir Mussolini og Ciano greifi, tengdasonur hans, hafa flogið yfir Makale. Tilkynna þeir, að íbúarnir í borginni hafi dregið upp hvíta fána og biðjist vægð- ar. — Páll. De Bono getur ekki um neinar rigningar. London, 5. nóv. FÚ. De Bono, yfirforingi Itala, getur ekki um neinar rigningar í tilkynningum sínum. Telur hann, að vinstri arm- ur norðurhers ítala sje nú kominn til Adibagi, mið- hluti hersins, undir stjórn Boroglia, sje kominn til Addi Addi, sem er beint í suður frá Hauzien, og muni nú halda suður eftir dal þeim, er áin Giba renn- ur eftir. Hægri armur norðurhersins segir de Bono að sje kominn suður í dal þann er Takasse- fljót rennur eftir. Sókn Itala á austur- vígstöðvunum. Orðrómur gengur um það, að soldáninn yfir Aussa-hjeraði sje genginn í lið með ítölum, og er talið að það hafi stórkost- Iega þýðingu fyrir hægri arm hins ítalska hers í Danakil; sem talið er að muni leggja kapp á að sækja í •áttina til Harrar. Bretar flýja frá Itallu. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. KAUPMANNAHÖFN I GÆR. Skeyti til Reuter, frá Róm, hermir, að Bretar, búsettir í Italíu, flýji land hópum saman. Óttast þeir að Italir grípi til hefndarráðstafana gegn þeim og neiti að hafa skifti við þá. Afleiðingin gæti orðið sú, að þeir fengju ekki keýpt nauðsynlegustu matvæli. Páll. Bensínverð hefir tvð- faldast í Italíu. Benzínverð hefir enn hækkað á Italíu, og er seinasta hækk- unin úr 4s. 3d. upp í 5s. 4d. á gallon. Fyrir tveimur mánuðum var verð á galloni 2s. lOd. FriOarmakk bak við tjöldin London, 5. nóv. FÚ. Sir Eric Drummond, sendiherra Breta í Róm, átti hálfrar stundar við- ræðu við Mussolini 1 dag, en einkis er getið um efni hennar eða ár- angur. Nú er rúm vika til þingkosninganna í Englandi. Koslð vcrður næstk. fimtuda^. Framboðsfrestur útrunninn. London, 5. nóvember. 1345 frambjóðendur keppa um 613 þingsæti í kosningunum sem nú fara í hond í Stóra-Bret- landi. Af frambjóðendum styðja 583 þjóðstjórnina. Þar af eru 512 íhaldsframbjóðendur, 46 stuðningsmenn þjóðstjórnar- innar úr frjálslynda flokknum, 20 úr flokki verkamenna, sem styðjg þjóðstjórnina, og 5 nati- onalistar. Meðal frambjóðenda í and- stöðu við ríkisstjórnina eru 552 Verklýðsmenn, 158 frjálslynd- ir, 16 úr óháða verklýðsflokkn- um og 39 óháðir og utanflokka. (United Press. — FB.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.