Morgunblaðið - 06.11.1935, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.11.1935, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Útgerðarman afjelag stofnað í ísafirði. Isafirði þriðjudag. EINKASKEYTI TIL M ORGUNBL AÐSINS. Hinn 30. október var hjer stofn- að Utgerðamannafjelag Isfirðinga, með góðri þátttöku hje'ðan og úr nærliggjandi veiðistöðvum. Tilgangur fjelagsins er að vera málsvari útvegsmanna og styðja jiagsmunamál þeirra. j Fjelagið hefir sótt um upptöku I Yinnuveitendafjelag íslands. Arng. Fiskbirgðir á Vestfjörðum eru nær fjórðungi minnl en á sama tíma i fyrra. ísafirði, þriðjudag. EINKASKEYTI TIL M ORGUNBL AÐSINS. Fiskhirgðir á Yestfjörðum voru s. L nóvemher alls 3359Í/2 smálest, en á sama tíma í fyrra 4260 smá- lestir. Birgðamae skiftast þannig: Verkaðar fiskur 2993^ smál. Pressufiskur 132 — Óverkaður fiskur 234 — Arng. Guðjón Guðjónsson. Frh. af 5. síðu. fjörlegur og hraustlegur lengst af, og bauð af sjer hinn hesta þokka. Hárið var tinnusvart, aug- un brún og skarpleg • svipurinn hreinn. — Alt frá hernsku hafði Guðjón verið heilsuhraustur, þar til laust fyrir síðustu áramót, að hann kendi sjer lasleika, er mun hafa stafað af magasjúkdómi. Kom hann þá til Reykjavíkur til að leita sjer lækninga. Mun honum svo hafa skánað eitthvað um stund, og var hann allhress með vorinu. Yann svo í sumar að heyskap, af kappi. En vafalaust rjeði þar mestu ótrauður vilji hans og starfsþrá. Hann stóð á meðan stætt var, og bar sjúk- dóm sinn sem hetja fram að dánardegi. En sjúkdómur hans ágerðist mjög snögglega, eins og áður er sagt, svo að ekki mun hafa Verið unt að bjarga. Vini Guðjóns setti hljóða og dapra við fregnina um hið snögga fráfall hans. Þungur harmur hvíl- ir yfir fámenna, kyrláta heim- ilinu langt upp í sveit, þar sem þau dvelja, móðir hans — er hjer á sínu eina barni á bak að sjá — og fóstri hans og unnusta. Vinurinn þeirra trausti og tryggi er „dáinn, horfinn“. Jarðarför Guðjóns heitins fór fram á Hvanneyri 17. september, að viðstöddu mörgu fólki úr nærsveitunum. Og auk þess voru þar viðstaddir nokkrir ættingjar hans og vinir úr Reykjavík. P. P. Meðferð einkamála í hjeraði. Mikilvæg rjettarbót. Fram er komið á Alþingi frumvarp um meðferð einlta- mála í hjeraði. Frumvarp þetta er að mestu leyti samhljóða frumvarpi því, sem Einar hæstarjettardómari Amórsson sendi fyrverandi stjórn vorið 1934, en honum var af þáverandi dómsmílaráð- herra, Magnúsi Guðmundssyni, falið að undírbúa þessi mál. Þegar svo núverandi stjórn tók við völdum' skipaði hún þriggja lögfræðinga nefnd, til þess að endurskoða alla rjettar- farslöggjöfina. Nefnd þessa skipuðu þeir Einar Arnórsson, Stefán Jóh. Stefánsson og Berg- ur Jónsson. Þessir þrír menn hafa nú at- hugað frumvarp Einars Arnórs- sonar og er það nú fram komið á Alþingi, nálega óbreytt eins og E. A. gekk frá því. Samkvæmt því, er Stefán Jó- hann Stefánsson sagði í fram- sögu á Alþingi, liggja þrjár höfuðástæður til grundvallar frumvarpinu. í fyrsta lagi sú, að setja í eina heild alla rjettarfarslög- gjöf, um einkamál. Nú eru á- kvæði um meðferð einkamála dreifð í fjölda mörgum lögum, alt frá 17. öld og til vorra daga. Munu þau 40—50 talsins laga- fyrirmælin, sem nú gilda um þetta efni. I öðru lagi sú, að flýta fyrir afgreiðslu mála. Nú er dráttur á meðferð einkamála oft óhæfi- legur, sepi stafar af því, að að- iljar eru sjálfir að mestu ein- ráðir um málsmeðferðina. — Kemur jafnvel fyrir, að einka- mál sjeu árum saman að flækj- ast milli málsaðilja og oft tekur það dómara marga mánuði að kvéða upp dóm í málinu. Á þessu er reynt að ráða bót í frumvarpinu, með því m. a., að munnlegur málflutningur er yf- irleitt upp tekinn; ennfremur með því, að frestir allir eru mjög styttir, stefnufrestur, dómsuppsagnarfrestur og frest- ur sá, sem málflutningsmenn mega halda málunum. I þriðja lagi er reynt að tryggja rjetta niðurstöðu mála. Eru ýms ákvæði í frumvarpinu, sem miða að þessu. M. a. er leyft að yfirheyra málsaðilja og heimta skýrslu af þeim um ýmis málsatriði. Þeir eru teknir fyrir ‘rjett og spurðir. Þetta er nýmæli í okkar rjettarfarslög- gjöf. Þá er vitnaleiðsla méð nokkuð öðrum hætti en tíðkast hefir. Nú er vitnaleiðslu hagað þannig, að dómari spyr vitnin, en hann hefir fengið skriflegar spurningar, sem hann á að leggja fyrir vitnin. Samkvæmt frumvarpinu geta málsaðiljar Sjálfir spurt vitnin í rjettinum. Þá er það nýmæli, að lagt er til að sjerfróðir menn sitji dóm í verslunarmálum, líkt og nú á sjer stað, að sjerfróðir menn eru til kvaddir þegar dæma á í siglingamálum, sbr. sjódómur. Yfirgangur togara vestra er óþolandi. Kærur til sf|órnarráðsini ísafirði, þriðjudag. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Yfirgangur togara hjer vestra er afskaplegur um þessar mundir og hafa þeir valdið stórtjóni á veiðarfærum landsmanna. Hinn 29. október sópaði tog- arinn GY 285 burtu 16 lóðum og 3 uppihöldum frá vje’lbátnum Eggert Ólafssyni. Togari þessi hefir áður verið kærður fyrir landhelgisbrot hjer vestra af vjelbátnum Yíking RE 4. , Útgerðarmenn hafa sent ríkis- stjórn háværar kvartanir um gæsluleysið hjer vestra, en þó hefir ekke*rt ræst úr enn, og tog- ararnir fara sínu fram. Amg. „Hafnbannið" á útgerðarmenn í Súðavík heldur áfram. ÍSAFIRÐI, ÞRIÐJUDAG. EINKASKEYTl TIL MORGUNBLAÐSINS. Verkfallið í Súðavík stend- ur enn. Rauðliðar banna alla að- flutninga til annara en verk- fallsmanna, og er fyrir löngu orðið úar vÖrulaust. Arng. Nýr Kabarett. Fyrir svo sem 10 árum var gerð tilraun með svonefndar kabarett- samkomur. Eru það kvöldskemt- anir með upplestri, smáleiksýning- um, smáfyrirlestrum, vísnasöng, listsöng, hljóðfæraleik, listdans o. fl. Var þetta mestmegnis í sam- bandi við kaffihús Rósenbergs, sem þá var í Bíókjallaranum. — Nú er í ráði að setja á stofn nýjan kabarett í Oddfellowhúsinu, er starfi fyrst um sinn tvisvar í viku og byrjar næstkomandi föstudags- kvöld. — Svo er til ætlast að þarna verði einkum yngri kröft- um gefinn kostur á að leika listir sínar, en ýmsir af eldri árgöngum hafa og þegar lofað aðstoð sinni eins og t. d. Pjetur Jónsson og Friðfinnur Guðjónsson, Kristmann Guðmundsson rithöf. mun og lesa upp smásögur eftir sjálfan sig. Yngsti listamaðurinn er 9 ára gamall drengur, sem sagður er gæddur afburða tónlistagáfu. • Tf ii ijtlTI--- Vafalaust eru breytingar þær á rjettarfarslöggjöfinni, sem í frumvarpi þessu felast, mjög til bóta og munu mraka nýtt tíma- bil 1 rjettarsögunni. Vjelbáturinn Percy sekkur. Mannbförg. ÍSAFIRÐI í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Vjelbáturinn „Percy“ sökk um hádegi í dag út af Sauðanesi- Áhöfn bátsins bjargaðist á land. Verið var að flytja kol á „Percy“ úr flutningaskipinu „Bisp“, frá Önundarfirði til Súg- andafjarðar og var báturinn hlað- inn kolum, e'r hann sökk. Eigendur bátsins em Högni Gunnarsson, útgerðarm., Bjarn? Þortseinsson, skipstjóri bátsins og Gísli Hannesson, sem var vjel- stjóri á bátnum. Percy var 44 smálestir brutto að stærð. Hann var trygður hjá Vjelbáta- ábyrgðarfjelagi Isfirðinga fyrir 27,500 krónur. Amg. Síldveiði í Faxaflóa lokið. Um 200 tunnur bárust á land i V estmannaeyfum í gær. Undanfarna daga hafa síldarbátar úr verstöðvun- um við Faxaflóa farið á sjó en síldarafli hefir engin verið hjá þeim. Eru síldarbátar nú hætt- ir veiðum hjer í flóanum, en nokkrir eru farnir til Vest- mannaeyja, því þar hefir veiðst nokkuð af síld undan- fama tvo daga. Síldin veið- ist í álnum milli lands og Eyja. Bárust um 200 tunnur af síld til Vestmannaeyja í gær. Sjóveður var þá ágætt og íóru margir bátar til veiða í nótt. Aldarafmælis Matthíasar r minst í Isafirði. ÍSAFIRÐI í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Karlakór ísafjarðar hefir for- göngu að því að haldið verði hjer hátíðlegt aldarafmæli þjóðskálds- ins Matthíasar Jochumssonar. — Lætur kórinn leika Skugga-Svein og byrja leiksýningar væntan- lega um næstu he'lgi. Sjerstök hátíðarsýning verður mánudag- inn 11. nóvember. Amg. Miðvikudaginn 6. nóv. 1935. Aðalfundur Sjálfstæð- ismannafjelagsins á Akureyri. AKUREYRI í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Aðalfundur Sjálfstæðismanna- fjelags Akureyrar var haldinn í gærkvöldi. 1 stjórn voru kosnir: Sigurður E. Hlíðar, form., Axel Kristjáns- son, ritari, Lárus Thorarensen, gjaldkeri. Umræður urðu talsverðar og fjörugar með köflum. Ahugi fyrir málefnum Sjálf- stæðisflokksins er mikill innan fjelagsins og má búast við fjör- miklu starfi í vetur. Kn. Minningar-Konsert fim Markús Krístjánsson. Það hefir verið fremur hljótt um nafn og minningu Markúsar Kristjánssonar undanfarin ár og mun það að nokkru stafa af því að lög hans hafa veríð í fárra höndum, og almenningi að nokkni ókunnugt um hvað hann hefir látið eftir sig af tónverkum. Nú hefir Einar Markan söngv- ara og Gunnari Sigurgeirssyni píanóleikara tekist að ná í öll einsöngslög Markúsar heit. og ætla þeir að gefa Reykvíkingum kost á að heyra þau öll á konsert í Gamla Bíó í kvöld, miðvikud. 6. þ. m„ kl. 7,15. Eru lögin 9 að tölu. Sum þeirra hafa mjög lítið eða ekkert verið sungin hjer, svo sem, „Þú nafnkunna landið“ (kvæði: Bj. Thorarensen), „Tungl ið, tunglið taktu mig“, „Er sólin hnígur“ (kvæði. H. Hafstein), „Bí, bí og blaka“, gamla þjóðlagið sem Markús samcji undurfagurt unddirspil við, „Den blonde Pige“ (kvæði Bj. Björnsson). Öll þessi lög eru hvert öðru fallegra og listþrungnara og bera á sjer sjer kénnileika Markúsar. Önntír lög sem almenningi mun veTa kunnari, eru „Bikarinn“ (kvæði Jóh. Sig- urjónssonar), „Minning“ og „Gott er sjúkum að sofa“ (kvæði Davíð Stefánsson), sem öll hafa markað eftirminnanleg spor í huga allra sem heyrt hafa. Þar sem lögin eru ekki nema 9, hefir söngvarinn 4 úrvalslög e'ftir Grieg, til að fylla söngskrána. Þá er enn ótalið eittlag Markús ar, sem mun hafa verið eitt af seinustu lögum sem hann samdi. Valdi hann sjer texsta úr „En glad gut“, eftir Björnstjerne Björnson og lýsir val þessa texta og innihald hans, e'f til vill betur en ýmislegt annað, hugarfari þessa göfuga listamanns og þeim mikla krafti, sem með honum bjó, þar sem hann tekur undir með Björn- son og hrópar út yfir himinn: Elsk din næste du kristetí sjæl træd ham ikke med jærnskoet hæl ligger han end i stövet. Alt som le'ver ér underlagt kjærlighedens gjenkalder magt bliver den bare1 prövet. X.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.