Morgunblaðið - 06.11.1935, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.11.1935, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudaginn 6. nóv. 1935. iðnfsður VERSLUN siglmanr MarkaBssjóður saltfisks. Er komi í stað ö% g'jaldsins til mark> aðs> og’ verðjöfnun« arsjóðs. . Sigarður Kristjánsson og Jó- hann • Jósefsson flytja í Nd. frumvarp um markaðssjóð salt- fisks. Frumvarp þetta hefir áður verið birt hjer í blaðinu. Fer frumvarpið fram á, ’ að stofnaður verði markaðssjóður saltfisks, er komi í stað mark- aðs- og verðjöfnunarsjóðs þess, sem nú er og útgerðarmenn greiða í 6% gjaldið, sem míkið hefir verið um deilt. Ætlast flutningsmenn til, að markaðssjóði saltfisks verði afl- að alt að 1 milj. króna fjár til umráða og verði til þessa varið: 1) hálfum nettótekjum Áfeng- isverslunar ríkisins og 2) fram- lagi úr rikiasLjóði, sem ákveðið verði á fjárlögum í hvert skifti, eftir því sem með þarf. Nú má vel vera, að helming- ur af nettótekjum Áfengisversl- unarinnar nægi til þessa og þarf þá .ríkissjóður ekkert að leggja fram. Aðalatriði flutnings- mahna er, að ljetta gjaldinu alveg af útvegnum. Sigurður Kristjánsson lagði frumvarp þetta fyrir sjávarút- vegsnefnd Nd. á fyrsta fundi nefndarinnar, eftir að þingið kom aftur saman. Hann óskaði- þess, að nefndin reyndi að koma sjer saman um flutning málsins inn í þingið. Hann bað formann nefndarinnar (Finn Jónsson) að fá atvinnumálaráðherra á fund til þess að ræða málið. Nú hafa stjómarliðar í sjáv- arútvegsnefnd ekkert gert í þessu máli, ekki einu sinni feng- ist til að boða atvinnumálaráð- herra á fund nefndarinnar. Hins vegar hefir atvinnu- málaráðherra lýst yfir því á Al- þingi, að stjórnin hefði fallist á að ljetta af útgerðarmönnum 6'/c gjaldinu til markaðs- og verðjöfnunarsjóðs, að mestu eðfa öllu leyti, en ekkert hefir enn heyrst frá stjórninni eða hennar flokksmönnum um það, hvað koma eigi í staðinn. Þessi óvissa um hag útvegs- manna hefir knúð þá S. Kr. og Jóh. Jós. til að flytja frumvarp- ið um markaðssjóðinn inn í þingið. Lifur og hjörtu, Nýr Mör, Nýtt Dilkakjöt, úr Borgarfiröi. Kjötbúðin Herðubreið. Hafnarstræti 18. Sími 1675. Verðsamanburður Fritz Kjartanssonar í Alþýðublaðinu. Fritz Kjartansson hefir nú farið á stúfana að nýju í Al- þýðublaðinu. En svo seinhepp- inn er Fritz, að hann gerir enga tilraun til þess að hrekja neitt af því sem Morgunblaðið hefir haldið fram um áhrif innflutn- ingshaftanna á verðlagið, held- ur þvert á móti tekur upp það sem Mbl. hefir sagt í þessu efni og undirstrikar það. Eins og öllum er kunnugt hefir meginstefna Alþýðuflokks ins í verslunarmálum verið sú í orði kveðnu. að ráðstafanir stjórnarvaldanna í þessum efn- um ættu að miða að því að halda vöruverðinu sem lægstu. — Nú kemur Fritz og held- ur því rjettilega fram að ráð- stafanir stjórnarflokkanna hafi miðað í þveröfuga átt við yfir- lýsta stefnu Alþýðuflokksins, og skapað skilyrði til vöruhækk unar — eins og Mbl. hefir hald- ið fram. Nægir í þessu sam- bandi að benda á tvent, sem Fritz leggur áherslu á í grein sinni. Annars vegar, að vöru- skortur, sem gert hefir vart við sig sökum aðgerða innflutnings- nefndar, hafi stuðlað að verð- hækkun. Hins vegar, að dreif- ingarkostnaður á hverja vöru- einingu hafi aukist við það, að ekki hefir verið hægt — án þess að fækka starfsfólki — að færa rekstrarkostnað verslana til samræmis við minkaða vöru- veltu. Hitt er annað mál, eins og hvað eftir annað hefir verið sýnt fram á hjer í blaðinu — að kaupmenn hafa yfirleitt ekki notað sjer aðstöðuna til þess að hækka vöruverðið nje fækka starfsfólki. Þrátt fyrir þetta leyfir Fritz sjer að halda áfram árásum sínum á verslunarstjettina. En eina dæmið, sem hann tekur máli sínu til stuðnings, er svo frámunalega álappalega valið, að furðu gegnir, að nokkur maður, sem þykist hafa snefil af verslunarþekkingu, skuli láta slíkt frá sjer fara. Dæmið sem Fritz velur til stuðnings árásum sínum á versl- unarstjettina fyrir okur á nauð- synjavörum, er það, að kaup- menn selji danskt rúgmjöl í heildsölu á kr. 19.50 pr. 100 kg., samtímis því sem hægt sje að fá pólskt rúgmjöl frá skips- hlið fyrir kr. 13.50 pr. 100 kg. En að bera saman danskt rúgmjöl, sem hingað flytst, við pólska rúgmjölið, sem Fritz nefnir, er álíka gáfulegt og bera saman stórfisk og labra- dorfisk, lambakjöt og ærkjöt, eða vorull og haustull. Allir sem til þekkja vita, að gæðamumirinn á danska Og pólska mjölinu er svo mikill, að samanburður á verðlagi kemur þar alls ekki til greina. Danska rúgmjölið . er sjer- staklega blandað með það fyrir augum, að varan geti geymst, : eins og íslenskir staðhættir jkrefjast. Enda hafa þráfaldlega jkomið fram mjög alvarlegar | umkvartanir út af pólska rúg- ; mjölinu. Væri mjög þarflegt fyrir Fritz, ef hann ætlar sjer að skrifa meira um þessi mál, að kynna sjer betur verð og gæði á dönsku rúgmjöli og því öðru sem hann er að bollaleggja um, því annars getur ekki hjá því farið, að kenningar hans falli niður sem þvaður eitt og mark- leysa. Vfgbúnaður og verðlag. m * •—- 31 Viðskiftalíf heimsins hefir orð- ið fyrir miklum áhrifum af hern- aðarástandinu. Einkum hefir þetta komið fram í mjög hækk- uðu vöruverði. Hrávörur og mat- væli hafa sjerstaklega hækkað, og hvað sem menn annars vilja segja, um orsakimar til þessa, þá verð- ur því ekki neitað, að verðhækk- unin ræður töluverða bót á því kreppuástandi, sem viðskiftin hafa stunið undir árum saman. Vérðhækkunin á matvælum og hráefnum hefir verið krafa fram- leiðendanna síðustix árin, og ýmsra ráða Iiefir verið leitað til þess að koma þessum kröfum fram, þótt árangurslítið hafi rej-nst. Framleiðendur matvæla og hráefna urðu meðan á verðfallinu stóð að berjast með óbreytta eða síaukna skuldabyrði, og ó- brevttan rekstrarkostnað og skatta, húsleigu og margt fleira. j Lækkun þessa kostnaðar hefir | reynst afar erfið og- að því er kaupgjald snei^tir, óframkvæman- ■ leg. En til þess að jafnvægi kom- ist á þessum greinum hefir það margsýnt sig, að verðhækkun er greiðfarnasta leiðin. Og verð- ur því ekki annað sagt en að sú hreyfing, sem nú er að koma á viðskfitalífið, sje til stórbóta. I Meðal þess, sem stuðlað hefir að verðhækkuninni í heiminum, eftir verðfallið mikla . sem varð á árunum 1929—’32, eru tvö at- ! riði, sem sjérstaklega ma benda á. Annað eru hinir miklu þurkar í kornframleiðslulöndunum í fyrra og jafnvel einnig á þessu ári, sem leitt hafa til misbresta í upp- skerunni og hitt atriðið er, að styrjöld er nú liafin milli ítala og Abyssiniumanna, og- ósjeð til hvers leitt getur. Það hefir sýnt sig nú á ný, að styrjöld hefir áhrif til verðhækk- unar. Og er þá eklti úr végi að líta ofurlítið nánar á þetta þekta fyrirbrigði viðskiftasögunnar. — Reynslan, sem fekst í heimsstyrj- öldinni færði mönnum heim sann- inn um það, hverju slík umbrot geta valdið á sviði framleiðslu og viðskifta. Á mörgum sviðum minkar framléiðsla lífsnauðsynja vegna þeirrar röskunar sem styrj- öldin veldur, ekki síst. vegna þess að fjöldi þéirra, sem að fram- leiðslunni vinna, eru kallaðir til vopna. Framboð vara minkar við þetta, og verðið hækkar. Jafnframt eykst eftirspurnin eft- ir vörunum, végna þess að styrj- öldin krefst þess, að framleiðslan sje aukin svo sem frekast er unt, á þeim vörum, sem beinlínis þurfa til hernaðar. Þegar svo er komið, er ekki lengnr féngist um hvort fram- leiðslan svarar kostnaði, eða ekki. Ríkin láta greipar sópa um alt,, sem fáanlégt er af varningi. Þessi ákafi í framleiðslunni eykur svo aftur kaupgetu almennings og af- leiðingin vérður miklu meiri eft- irspurn, en venjulega á sjer stað. Minkandi framboð og aukin eftirspurn hlýtur samkvæmt hlut- arins eðli að leiða til verðhækk- unar. En jafnframt þessari hreyf- ingu mótast verðlagið einnig af því, að hernaðurinn veldur trufl- un í peningakerfi landanna, og svona mætti lengi telja. Verðhækkanir eru breytilegar á hinum ýmsu tegundum, en alls- staðar hefir fjör færst í viðskiftin vegna ófriðarhættunnar. Hveiti hefir stigið mikið og nú í sumar voru hvéitibirgðirnar minni en verið hefir síðan 1928. Málmvörur svo sem járn og kopar hafa hækk- að mjög í verði. Þótt takast megi að koma í veg fyrir að ófriður ítala og Abyss- iníumanna breiðist út til annara þjóða, þá er þó sýnt að ófriður- inn hefir þégar haft mikil áhrif. Afvopnunarráðstefnan endaði, svo sem kunnugt er, án þess að nokkur árangur næðist. Síðan lceppast ríkin hvert af öðru við að e'fla vígbúnað sinn. Að nokkru leyti má líkja vígbúnaðinum við at- vinnubótavinnu þá, sem reynd liefir verið í ýmsum löndum, til að draga úr atvinnuleysinu. En sá er munurinn að þessi vinna er rekin af miklu méira kappi. — Fjöldi iðngreina, sjerstaklega í allskonar vjelaiðnaði, hagnast af þessum vígbúnaði. En auðvitað er ekki fyrir það að synja, að liin almenna verðhækkun sem orðin er, kunni að einhverju leyti að eiga rætur sínar í spákaupmensku. Ef friður kæmist bráðlega á milli ftala og Abyssiníumanna, mundi afleiðingin vafalaust léiða til þess að vörur lækkuðu í verði. En það verða að gerast alger stramhvörf í heiminum, áður en stökkið frá vígbúnaði til afvopn- unar verður framkvæmanlegt. Vígbúnaðurinn hefir haft mikil áhrif á viðskiftalífið í heiminum. Og þó allir sjeu sammála um að styrjaldirnar sjeir hið mesta böl mannkynsins, þá sannast hjer hið fornkveðna að „fátt er svo ilt, að einugi dugi“. Verðsamanburður á kornvöru, sykri og kaffi kr. pr. 100 kg. Meðalverð ágúst sept. okt. Rúgmjöl 19,03 19,17 18,83 Hveiti nr. 1 29,60 29,51 32,15 Hveiti nr. 2 27,23 27,29 31,17 Hrísgrjón 28,42 28,33 29,88 Hfaragrjón 35,30 34,97 31,13 Sagógrjón 48,20 48,00 48,00 Kartöflumjöl 34,50 34,55 35,25 Heilbaunir 53,07 51,67 51,67 Hvítasykur, h 45,50 45,50 40,00 Strásykur 38,50 38,50 40,00 Kaffi 190,00 183,75 185,21 (Versl.tíð.). LEITIÐ upplýsinga um brunatryggingar og ÞÁ MUNUÐ ÞJER komast að raun um, að bestu kjörin FINNA menn hjá Nordisk Brandforsikring A.s. á VESTURGÖTU 7. Sími: 3569. Pósthólf: 1013. Night and day, Continental, fást á plötuni og nótum. Hljóttfæraliúsitl o(S Atlabúð. „WECK“ Niðursuðuglösin hafa reynst best. — Allir varahlutir fyr- irliggjandi í allt^eTpoo^ «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.