Morgunblaðið - 15.11.1935, Blaðsíða 3
Föstudaginn 15. nóv. 1935.
MORGUNBLAÐIÐ
., ujitímmmmumhMi i. .M.ut *m
ii«waiivwiHiiiilii nwgiyjiiii
3
Ss-»wwww?P55?Sé'S»
Mjólkursölunelnd hafnartilboðinu
um lækkun dreifingarkostnafiar.
Málið verllui* borið undir fsill-
(rúa m|óSkurframIeif)en<Sa.
Á fundi Mjólkursölunefnd
ar í gær var til umræðu til-
boð Mjólkurfjelags Reykja-
víkur og Bakarameistarafje-
lagsins, um hina stórfeldu
lækkun á dreifingarkostnaði
mjólkurinnar.
Meirihluti Mjólkursölu-
nefndar hafnaði þessu til-
boði.
Viöbáran, sem rauðliðar í
Mjólkursölunefnd bóru fnam
til þess að rjettlæta þetta fnam-
ferði sitt var það, að þeir þótt-
ust vilja sjá það. hvernig Mjólk-
ursamsölunni reiddi raf á þessu
ári, áður en þeir tækju ákvörð-
un um þetta mál!
Mun mega skoða þetta sem
afsvar stjórnarflokkanna, og að
þeir ætli sjer að láta bændur
greiða 6 aura í dreifingarkostn-
að, enda þótt að bændur hafi
fengið ákveðið tilboð um það,
að fá kostnað þenna lækkaðan
í 31/3 eyri á lítra.
En áður hafði Egill Thorar-
ensen í Sigtúnum greitt atkv.
gegn lækkuninni í stjórn Mjólk
ursamsölunnar, og þar með var
það fallið þar, þar sem stjórn-
endur eru aðeins tveir.
Næsta skrefið í þessu máli
verður það,. að Eyjólfur Jó-
hannsson formaður Mjólkur-
bandalags Suðurfands boðar
stjórn Bandalagsins' á fund í
.dag, þar sem hann leggur þetta
mál fyrir stjórn þess.
Eftir því, sem hann skýrði
Morgunblaðinu frá í gær, mun
Eyjólfur skýra stjórn Mjólkur-
bandal>agsins frá því, á þessum
fundi, að hann telji sjer ekki
unt að vinna áfram í stjórn
Mjólkursamsölunnar, þar sem
hann geti ekki, úr því
sem komið er, átt samleið með
Agli Thorarensen. En þeir hafa
tveir verið í stjórn hennar, og
haia því orðið að vera sam-
mála, til þess að mál fengju
framgang.
Um leið og Eyjólfur Jóhanns-
son segir sig úr stjórn Samsöl-
unnar, og samvinnu slitið við
Egil, er það fyrirkomulag, sem
gert var í vor á stjórn hennar,
úr sögunni.
Kemur þá til kasta Mjólk-
urbandalagsins, hvernig stjórn
samsölunnar eigi að vera fram-
ivegis.
Eyjólfur Jóhannsson hefir
ennfremur kallað saman fund
með stjórnum allra mjólkurbúa
og framleiðendafjelaga á verð-
jöfnunarsvæði Reykjavíkur og
Hafmarfjarðar, til þess, í sam-
ráði við stjórn Mjólkurbanda-
lags’ns að finna heppilegustu
leiðir út úr þeim ógöngum, sem
rauðliðar hiafa leitt mjólkur-
málin í.
Stjórnarliðið er að reyna að
breiða yfir afglöp sín og ger-
ræð í þessu máli, með því, að
heimta hámarksgerilsneyðing-
argjald í mjólkurstöð Mjólkur-
fjelagsins.
En eins og kunnugt er, fer
sá hagnaður, sem verður af
rekstri þesrarar Mjólkurstöðvar
í vasa bændanna, fjelaga í M.
R. og annra framleiðenda, er
semja um gerilsneyðingu fyrir
kostnaðarverð.
ÞaS er því hin auðvirðileg-
asta blekkjing sem stjórnar-
blöðin bera fram, að lækkun
á gerilsneyðingargjaldi úr sann
virði, komi bændum að gagni.
— Hallinn af gerilsneyð-
ingunni lendir beinlínis á bænd-
um sjálfum, eins og hagnaður,
sem af henni kann að verða,
rennur beint í vasa bændanna.
Hið árlega sundmót
lögreglumanna.
Hið árlega sundmót lögreglu-
mann fór fram í gær í Sund-
laugunum. Fyrst var kept í 500
metra bringusundi.Fyrstur varð
Ágúst Kristjánsson á 9 mín.
31,7 sek., annar Sigurður Thor-
arensen á 10 mín. 59.1 sek. og
þr ðji Sveinn Sæmundsson á 11
mín. 17,7 sek. Því næst var
kept í 100 metra baksundi, þar
var fyrstur Ágúst Kristjánsson
á 2 mín. 0,5 sek., annar Aðal-
steinn Jónsson á 2 mín. 18,5
sek.. og þriðji Sig. Thorarensen
á 2 mín. 19 sek.
Að lokum var æft í björgun-
arsundi. Eru allir lögregluþjón-
arnir 'vel færir á sundi, og
margir hverjir ágætir. Er það
og nauðsynlegt að lögreglan
geti bjargað mönnum, ef slys
ber að höndum. Eftir æfing-
unni í gær að dæma, virðast
lögreglumenn'rnir flestir vel
færir í björgunarsundi.
Kept var um lögreglubikar-
inn. Er það gripur góður, skor-
inn úr íslensku birk', og gerði
það Ríkarður Jónsson.
Sá vinnur bikarinn til eign-
ar, sem vinnur hann þrisviar í
röð eða fimm s'.nnum alls.
Ágúst Kristjánsson vann
bikarinn í annað sinn í gær.
Tími hans er ágætur.
Guðspekifjelagið 60 ára. Á
sunnudaginn kemur, 17. þ. m.,
verður Guðspekifjelagið 60 ára.
Stjórn íslandsdeildar ( Guðspeki-
fjelagsins hefir í hyggju að minn-
ast afmælisins með samkomu í
húsi fjelagsins, kl. 6 síðd. Þenna
sama dag. Mun þar verða .margt
til skemtunar, svo sem ræðuhöld,
fiðlusóló, einsöngur 0. s. frv. Er
þess að vænta að fjelagsmenn fjöl-
menni. Aðgöngumiðaisje vitjað til
Sigurðar Ólafssonar rakara í Eim-
skipafjelagshiísinu eða til Hall-
gríms Jónssonar, Grundarstíg 17,
sem allra fyrst, helst í dag. Sl.
Á13 klukkustundum
og 15 mínútum frá
Afríku til Suður-
Ameríku!
London 14. nóv. FÚ
Flugkonan Jean Batt-
en setti í gær nýtt met
á flugi frá Afríku til
Suður-Ameríku.
Flaug hún vegalengd-
ina frá TSieis til Port
Nata! á 13 klst., og 15
mínútum.
Italir liarma að Danir
og Norðmenn skuli
taka þátt I refsi-
aðgerðum.
KAUPMANNAHÖFN í GÆR.
EINKASKEYTI TIL
MORGUNBLAÐSINS.
Italska blaðið ,Tribuna‘ ræð-
ir í dag um refsiaðgerðirnar og
afstöðu Dana og Norðmanna
til þeirra.
Segir blaðið að danska og
norska þjóðin, eins og raunar
allar aðrar þjóðir, sjeu sjálf-
um sjer verstar, ef þær taki
þátt í refsiaðgerðunum.
ítalir hafi keypt mikið: af
frystu kjöti frá Danmörku und-
aitfariS.
Og af Norðmönnum
hafi ítalir í fyrra keypt
fiskafurðir fyrir þrjátíu
miljónir líra.
Lætur blaðið í Ijós hrygð
sína yfir því, að refsiaðgerð-
irnar skuli rifta hinu nána
viðskiftasambandi milli ítala
og Bana og ítala og Norð-
manna.
Páll.
Kastast í kekki
með Frökkum
og ítölum.
London 14. nóv. FÚ.
ítalir hafa gefið út til-
kynningu um það, að
kaupmenn, sem ætli að
flytja út vörur til Frakk-
lands eða nýlendna þess
veröi að greiða ryrir
bær út í hönd.
Ekki er augljóst hversvegna
slíku ákvæði er beitt gegn
Frökkum einum.
Frönsku blöðin eru mjög
undrandi yfii; þessu. — Finst
Frökkum að mótmælaskjal í-
tölsku stjórnarinnar feli í sjer
hótanir, sem alls ekki hafi verið
að vænta.
KjötverBlagsnefnd vinnur gegn
tilgangi kjfitsðlulaganna.
Pjetixr Oflesen hrekur sfaðhœí-
ingar Páls Zophoníassonar.
Utreikningar Páls
Zophoníassonar
Þegar frumvarp Sig. Kristjáns-
sonar um breytingar á kjötsölu-
lögunum koin til 1. umræðu í neðri
deild, notaði Páll Zóphóníasson,
formaður kjötverðlagsnefndar
tækifærið og ljet ljós sitt skína.
P. Zóph. taldi það hina mestu
fjarstæðu, að fara að breyta kjöt-
lögunum, því að þau hefðu gefist
ágætlega. Hann kvaðst hafa á
þessu ári komið í 12 sýslur á
landinu og átt tal við f jórða hvern
bónda (!) í öllum þessum sýslum
og hefðu allir, að undanskildum
fimm bændum(!) ■ verið harð-
ánægðir með kjötlögin og fram-
kvæmd þeirra.
Páll gaf þinginu ennfre'mur
nokkrar tölur um gróða(!) bænda
af kjötlögunum. Hann kvaðstihafa
reiknað út þennan gróða og næmi
hann kr. 513.291, og sjá menn að
nákvæmt er reiknað! Gróðinn væri
þó rjettilega talinn 100 þús. kr.
meiri, því að kjötlögin hefðu
numið burtu verðfallið sem var
á erl. markaðinum, en það hefði
verið um 100 þús. krónur.
Síðar glompaðist það út úr Páli,
að inni í þessum gróða væri með-
talið framlág ríkissjóðs, sem het'ði
verið 150 þús. kr. 1934 og um 96
þús. kr. 1933. Enga skýringu gaf
þó Pá 11 á því, hversvegna þessi
,,gróði“ ■ væri kjötlögunum að
þakka.
Þá sagði Páll, að það væru
blekkingar og e'kkert annað,; að
kjötverðlagsnefnd verndaði ekki
Beykjavíkurmarkaðinn, sem sæist
best á því, að nú væru kjötbirgð-
irnar 50 tonnum minni en á sama
tíma í fyrra.
Var þá Páll að því spurður,
hvort kjötverðlagsnefnd hefði
bannað að flytja frosið kjöt á
Eeykjavíkurmarkaðinn ■ úr fjar-
lægum hjeruðum. Eklti gat Páll
svarað þessu játandi. En allir sjá
væntanlega, að það hefir lítið áð
segja hvort birgðirnar eru lítið
eitt minni nú en í fvrra, ef mönn-
um líðst að flytja hingað ótak-
markað frosið kjöt úr fjarlægum
hjeruðum, eins og átt liefir sjer
stað undanfarið.
Loks sagði Páll, að sunnlenskir
bændur hefðu ekkert mist af sum-
arslátruninni; alt, sem um það
hefði Verið sagt, væru blekkingar!
Hánn kvaðst einnig hafa reiknað
út, hvað sumarslátrunin hefði ver-
ið minni í ár en í fyrra og munaði
það aðeins. 1000 dilkum í liæsta
lagi, sagði Páll!!
Skipun kjötverð-
lagsnefndar.
Umræður um kjötlögin hjeldu
áfram í gær í neðri deild og tók
þá Pjetur Ottesen ræðu Páls Zóph.
rækilega til bæna. ■
1 upphafi ræðix sinnar gat
Pjetur þess, að ekkert væri undar-
legt þótt óánægjan út af fram-
kvæmd kjötlaganna leiddi til þess
að þetta mál væri tekið til með-
ferðar á Alþingi.
Árangur kjötlaganna ylti að.
langmestu leyti á því, hvernig
framkv'æmdin færi úr hendi. —
Kváð hann stjórn þessara nlála
frá upphafi vera þannig skipaða,
að þar gætu lcomið fram önnur
sjónarmið en þau, sem bændur
teldu sjer hagstæðiist.
Hefði því eðlilegast verið, að
bændur hefðu að fullu og öllu
skipað stjórn þessara mála, þeg-
ar frá öndverðu.
Snemmaá þingi s. 1. vetur hefði
sú breyting verið gerð, að allur
kostnaður af starfi kjötsölunefnd-
ar liefði verið lagður á bak fram-
leiðenda. En af því leiddi síi
sjálfsagða krafa að bændur rjeði
því einnig, hverjir tækju sæti í
þessari nefnd. Enda væri sú til-
högun þe'ssara mála í Noregi.
Hann taldi því, að fyrst og
fremst hefði átt að geta’þá hreyt-
ingu á kjötsölulögunum að fram-
leiðendur einir i'jeðu stjórnimii. og
að hún yrði skipuð þannig að S. .1
S. tilnefndi tvo naenn, Kaupfjelag
Borgfirðinga og Sláturfjelag Suð-
urlands sinn manninn hvórt, en
állsherjarf jelagsskapur bsenda,
Búnaðarfjelag Islands, skipaði for-
manninn.
Sumarslátrun stór-
spilt.
Pjetur kvaðst ekki ve'ra nægi-
lega knnnugur út um land til þess,
að gagnrýna ræðu Páls Zóph. að
því er fjarlæga landshluta snerti.
En hinsvegar kvaðst Pjetur vera
kunnugur þessum málum hjer
syðra, þar sem hann hefði leugi
átt sæti í stjórn Slátva'f .jelags
Suðurlands, sem rjeði yfþ- mestu
kjötmagninu á því verðjömunar-
svæði^ sem lægi að Reykjavík.
Mundi liann því snúa sjer að
skýrslu Páls að því er Reykja/Ik-
urmarkaðinn snerti.
! Pjetur kvað kjötverðlagsnefnd-
ina hafa brugðist þeim tilgangi
kjötlaganna að fyrirbyggja að
hrúgað væri á Reykjavíkurmark-
aðinn kjöti af öðrum verðlags-
svæðum. En þetta hefði verið gert
og hefði komið fram í því, að
eyðile'ggja að miklu leyti sumar-
slátrunina, sem bændum þeim sem
aðstöðu hefðu haft til að nota
hana, hefði verið langsamlega
arðvænlegust. Og jafnframt
hefði þessi afglöp komið fram í
því, að þegar slátrun hófst í
haust, he'fði verið nokkuð eftir af
kjötbirgðum frá fyrra ári. Þannig
hefði Sláturfjelag Suðurlands átt
eftir 26.000 kg. af kjöti af sauð-
um og geldum ám, .sem fjelagið
yrði fyrir miklu verðfalli á.
Framhald á 6. síðu.
Ji