Morgunblaðið - 23.11.1935, Síða 2

Morgunblaðið - 23.11.1935, Síða 2
Z MORGUNBLAÐIÐ Laugardaginn 23. nóv. 1935, JílorfitmHaMð Útgef.: H.f. Arvakur, Reykjaylk. Rltatjörar: Jön KJartanason, Valtí'r Stefánaaon. Rltstjörn og afgreiösla: Austurstrætl 8. — Sítni 1600. A'iglýsingastjöri: R. Hafbergj. Auglýsingaskrlfstofa: Au turstrætl 17. — Sfml 8700. Heimaslmar: Jön Kjartansson, nr. 8742. Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 8046. E. Hafberg:, nr. 8770. ÁskriftagrjaW: kr. 8.00 á mánuBl. 1 lausasölu: 10 aura elntakiS. 20 aura meii Lesbök. Skyr og rjómi. Aldrei þessn vant minnist Al- þýðublaðið í ekki á nein „svik“ eða „stórgiépif í samþandi við m.jólkursóluna, Oa:ti þetta ver- ið bending .uni [iað. að hinir gætnari menn flokksins bafi nú íoksins tekið í taumana, eftir að blaðið h^fif veri§(rekið svo eftir- minnilega á stampjnn í umræðun- um og ritstjóri ;þe|s fengið svo maklega ráðningi[_ ,JSr það og á allra vitorði, ^ð )tþin síendur- teknu frumhlaup Finnboga Rúts í þessu máli hafa mælst afar illa fyrir meðal flokksmanna hans, og þykir þeim flestum skömm til lians koma, sem vonlegt er. Hjer í blaðinu birtist í dag viðtal við Sigurð Pjetursson gerlafræðing. Er ritstjóra Al- þýðublaðsins bent á að lesa þetta viðtal, og vita hvort hann finnur ekki í því eitthvert tilefni til feitletraðra fyrirsagna um „svik“ og „glæpsamlegt“ atferli, ef hann skyldi fá eitt kastið enn. Eða hvað segir ritstjóri Al- þýðublaðsins um það, að mjólk- ursölunefndin hefir selt bæjarbú- um rjóma, sem inniheldur minna fitumagn en ákveðið eT? Ef Mjólkurfjelag Re'ykjavíkur og Eyjólfur Jóhannsson hefðu selt slíka „svikna“ vöru, þá hefði Al- þýðublaðið varla sparað fyrir- sagnirnar um „ný svik“ og „nýtt glæpsamlegt atferli“, „vörusvik í stórum stíl“ o. s. frv. En auðvitað þegir Alþýðu- blaðið af því vinur þess, klerk- urinn á Breiðabólstað á í hlut, og af því að blaðið hefir fengið sinn ágóðahlut af þessum „vörusvik- um“. Eða þá skyrið? Það hefir ver- ið svo illa tilbúið, að nále'ga tókst að venja Reykvíkinga af neyslu þessarar þjóðlegu og hollu fæðu. Hefir skyr þetta verið nefnt „graðhestaskyr“ eftir samskonar vöru sem fyrrum var notuð til Skepnufóðurs. En það er til marks um „vöru- svikin“ að því er skyrið sneTtir, að einn af dauðsþökustu tagl- hnýtingum síra Sveinbjarnar Högnasonar, sem fekk eins og aðrir bændur skyr sent heim sem greiðslu fyrir mjólkina, hafði þau orð um það, að hann yrði að krydda það handa hundunum! Það verður víst tæplega kom- ist lengra í „vörusvikum“ en að búa til skyr, sem þarf að krydda svo það geti heitið hundamatur. Færi vel á því að aðstandendur Alþýðublaðsins sleptu villidýrinu lausu og ljeti það gæða sjer nokkra daga á „rjómaglundri“ og „hundamat"! Hran yfirvofandi í Frakklandi? Vinstrjflokkarnir ætla að steypa stjórn Lavals ef fasistafjelðgin verða ekki leyst upp. Gengisfall frankans óhjákvæmilegt. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. 1 EYfir Frakklandi vofir algfört fjárhagslegt* og stjórnarfars* legt liruii. Vinstriflokkarnir hafa afdráttarlaust neitað að fallast á bráðabirgðalöggjöf Lavals, sem sett var til viðreisnar f járhag franska ríkisins. Verður því að teljast óhjákvæmilegt að stjórn Lavals falli næstkomandi fimtudag, er þing kem- ur saman. Sundrung sú, sem ríkir innan vinstriflokkanna sem meirihluta hafa í franska þinginu, mun hins- vegar valda því, að ekki verður hægt að mynda nýja stjórn í Frakklandi. Algjört stjórnarfarslegt hrun er því yfirvof- andi. Krafa vinstriflokkanna um það, að facista- flokkarnir í Frakklandi verði afvopnaðir og leyst- ir upp, kann auk þess að leiða til þess, að facistar reyni að gera uppreisn. Mun af því leiða blóðug bylting, miklu víðtæk- ari og ægilegri en þekst hefir fyr. Ná er ekkft lengur ræftt um það hvort franskft frankftnn fallft ár gullgftldi, ftieldur liilt, liversu hrun hans verðft mftklÖ. Ótal ill öfl hafa stuðlað að því að draga Frakkland að barmi stjórnarfarslegs og fjár- hagslegs hruns. Fjármál Frakklands eru í botnlausu öngþveiti. Herriot, formaður radikal-sociala flokksins, sem styður Laval. Radikal-sociali flokkurinn telst til vinstri flokk- anna og er öflugsti flokkur franska þingsins. Tekjuhalli á fjárlögam er! gífurlegur, og skuldir ríkisins j við þjóðbankann meiri en j nokkru sinni. Krefst fjárhagsöngþveiti * þett.a skjótra aðgerða, ef forða á ríkisgjaldþroti og hruni frank ans. Vinstriflokkamir hafa hins- vegar andæft þeim ráðstöfun- um, sem Laval hefir gert til sparnaðar á ríkisútgjöldum. Laval hefir undanfarið verið að reyna að ná samkomulagi við vinstriflokkana, með því að milda löggjöfina, einkum að því er lýtur að sparnaði við kaup- greiðslur ríkisins. Hefir staðið í þófi um þetta undanfarið, en í dag varð það ljóst, að ekkert samkomulag myndi nást. Laval. Hrun frankans óhjákvæmilegt. Eftir þetta mun tæplega verða hjá því komist að gengi frankans hrynji. Franskir innstæðueigendur eru orðnir hræddir og eru farn- ir að taka innstæður sínar út úr bönkunum. Fer fjárflótti frá Frakklandi stöðugt vaxandi. Franski þjóðbankinn hækkaði forvexti fyrir skömmu um einn af hundraði í 4%, til þess að stemma stigu fyrir gullflóttann. Samt sem áður nam gullflótíinn á síðustu viku þúsund miljónúm franka. Forvextir hækka . í 5’/o í gær hækkaði Frakklands- banki forvextina aftur um einn af hundraði. Gulltrygging Frakklands banka nemur þó ennþá 73.8%, af seðlaútgáfunni, og hefir bankinn því enn um stund við- námsþol gegn gullflóttanum. Forvaxtahækkunin leiðir auk þess í ljós, að Frakklandsbanki muni gera sitt ítrasta til þess að halda í gengi frankans. ,,The Times“ telur þó að nú sje ekki lengur um það að ræða hvort gengi frankans falli. Það sje óhjákvæmilegt. Hitt skifti mestu máli hvort takast muni að stöðva hrunið og forða Frakklandi frá verð- bólgu. Upplausn fasista- fjelaganna. Ofan á þessi fjárhagslegu vandræði bætast næstum óvið- ráðanleg pólitísk vandamál. Um .langt skeið hafa vinstri- flokkarnir í Frakklandi krafist þess, að facistafjelögin frönsku yrðu leyst upp. Kröfur þessar hafa orðið há- værari með degi hverjum, eink- um eftir að Sló í bardaga milli socialista og „Eldkross“-facist- anna í Limoges fyrir skömmu. Laval hefir veigrað sjer við að verða við kröfum vinstri flokkanna í þessu efni. þar sem hann óttast að facistar muni gera bylt- ingu ef við þeim verði hreyft. Hálmsfrá? Það er aðeins eitt sem getur bjargað Laval, og um leið forðað hinu yfir- vofandi hruni. Sundrungin sem ríkir innan vinstri flokkanna mun e. t. v. geta opnað augu þeirra fyrir hætt- unni, sem vofir yfir, ef Laval fellur og ekki verður hægt að mynda nýja stjórn á örskömm- um tíma. Páll. Leon Blum, foringi socialista, sem háværastir eru í kröfum sínum um upplausn fasistaflokkanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.