Morgunblaðið - 23.11.1935, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.11.1935, Blaðsíða 3
Laugardaginn 23. nóv. 1935. MORGUNSLAÐIÐ 3 Baráttan um sjálfsábúðina. Þegar á herti þorðu Tímamenn ekki að standa með sósíalistum í jarðeignaráninu. Stef na rauðliða: Jarðirnar af bændum. Tíundi liðurinn í „Rauðu stjóm- arskránni“, þ. e. samningi þeim, er sósíalistar og Tímamenn gerðu þegar þeir mynduðu stjórn í fyrrasumar var svohljóðandi: „Að afnema þegar á næsta þingi lög um þjóð- og kirkju- jarðarsölu og setja jafnframt lög- gjöf um erfðafestuábúð á jarðeign um ríkisins. Jafnhliða sje undir- búin löggjöf um jarðakaup rík- isins, er komi til framkvæmda eigi síðar en í ársbyrjun 1936“. Stéfna sú, sem hjer var mörk- uð /var komin beint frá sósíalist- um. Hún var að efni til sam- hljóða 5. lið „4. ára áætlunar“ sósíalista, er gefin var út fyrir síðustu kosningar. Þar se'gir svo: „Að taka fyrir alla þjóðjarða- sölu, tryggja ríkinu forkaupsrjett að öllum jörðum, er ganga kaup- um og sölum, og setja lög um erfðafestuábúð leiguliða á ríkis- jörðum, með hagkvæmari skilmál- um fyrir þá en sjálfseigna-bænd- ur eiga nú alment við að búa“. Rauðliðar fóru ekki dult með fyrirætlan sína í þessu höfuðmáli landbúnaðarins. Það var þjóðnýt- ingarstefnan, sem hjer skyldi ráða. Á haustþinginu í fyrra reyndu rauðliðar að koma þe'ssari „hug- sjón“ sinni í framkvæmd. Þeir fluttu frumvarp, sem bannaði fjölgun sjálfseignárbýla í land- inei. Því fylgdi annað frumvarp um erfðaábúð leiguliða, þar sem ráðgert var að afgjöldin skyldi nota til þess að kaupa smám sam- an tipp jarðirnar og gera þær að ríkiseign og ábúendur að leigu- liðum ríkisins. Stefna Sjálfstæð- ismanna: Efling sjálfsábúðar og fölgun sjálfseign- arbænda. Sjálfstæðismenp mótmæltu þeg- ar á haustþinginu í fyrra þessari herferð gegn sjálfsábúðinni. Þeir mörkuðu svo sína stefnu í þessum málum með frumvarpi Jóns Sigurðssonar á Reynistað, um ættaróðal og óðalsrjett. Þar var lögð áhersla á, að jarðirnar geti haldist í sjálfs- ábúð og að sjálfseignarbændum fjölgi. Þar var reynt að glæða og þroska heilbrigðan ættarmetn- að og trygð bænda við föður- leyfð sína og íslenskan landbún- að. Jafnframt var stefnt að því, að stöðva fjárflóttann úr sveit- unum og að aflafje bænda stöðv- aðist í sveitunum sem arfur ætt- arinnar. Þessi ste'fna Sjálfstæðismanna var bygð á þeirri sannfæringu, „að efling sjálfsábúðarinnar sje eitt helsta grundvallaratriðið fyrir jafnri og áframhaldandi þróun landbúnðaarins“, eins og Jón á Reynistað komst að orði í greinargerð fyrir frumvarpi sínu. Ennfremur sagði hann: „í sjálfs- ábúðarskipulaginu felst dýrmæt- ur aflgjafi, sem íslenskur land- búnaður má síst án vera“. Málinu vísað tii Búnaðarfjelags- ins. Landbúnaðarnefnd ne'ðri deild- ar ákvað í vetur að senda Búnað- arfjelagi íslands öll þessi mál til athugunar. Málið var þó aldrei borið und- ir stjórn Búnaðarfjelagsins. í þess stað tóku þeir sig til, Stein- grímur Steinþórsson, Páll Zóp- honíasson og Bjarni Ásgeirsson og suðu upp nýtt frumvarp, þar sem tekin voru upp ákvæðin úr frumvarpi sósíalista um afnám sölu þjóð- og kirkjujarða; einnig var þar tekið upp frumvarpið um erfðaábúð og það lagfært á ýmsa ve'gu og þar að nokkru stuðst við áltvæði í frumvarpi Jóns á Reynistað um ættaróðal og óðalsrjett. Loks var tekið upp í frumvarp- ið frumvarp Jóns á Reynistað um ættaróðal óg óðalsrjett, því mis- þyrmt á ýmsa vegu, m. a. feld burtu flest ákvæði er gátu bent til þess, áð jörðin væri éign. Yfir- leitt var reynt að gera frum- varpið sem líkast frumvarpinu um erfðaábúð leiguliða. Þannig mátti jörðin aðeins ganga í arf til beinna afkomenda (börn, foreldrar). Ó- heimilt var að gefa jörðina, þótt engir erfingjar væru til. Fjéll þá jörðin í eign ríkisins endur- gjaldslaust. Nýtt frumvarp. Samkomulags- grundvöllur. Landbúnaðarnefnd neðri deild- ar sá sjer þó ekki fært að flytja samsuðufrumvarp þeirra þre- menninga, eins og frá því var gengið. Nefndm breytti frumvarpinu á marga vegu, sjerstaklega á þá lund, að auka rjett jarðeigenda og tryggja það, að ættin nyti jarð- arinnar. Ennfremur voru sett inn þau ákvæði, að þjóð- og kirkjujarðir mætti selja, ef þær væru jafn- framt gerðar að ættaróðali. Nefndin bar málið fram í þessum búningi. Og neðri deild samþykt frumvarpið í þessari mynd með nokkrum breyt- ingum. Eins og neðri deild ge'kk frá þessu máli, var það ekki fyllilega eins og Sjálfstæðismenn höfðu kosið. Sjerstaklega var það kafl- inn um ættaróðal og óðalsrjett, sem þeir voru ekki ánægðir með. En málið, eins og það lá nú fyrir, var nánast samkomulags- grundvöllur milli Sjálfstæðis- manna og Framsólmarmanna. Þannig fór málið til efri deild- ar. Þar urðu e*ngar breytingar gerðar á frumvarpinu og er það nú orðið að lögum. Sjálfsábúðin sigrar. Sósíalistar risu frá öndverðu gegn þessu máli bæði á þingi og einnig í flokksblaðinu. Þeir töldu að Framsóknarmenn hefðu svikið samninginn, sem gerður var við st j órnarmy ndunina. Ekki veTður um það deilt, að lögin um erfðaábúð og óðalsrjett, eins og Alþingi samþykti þau, mmmmmmmmmmmmmmmmmmmm eru mjög á annan veg en stjórnar samningurinn mælir fyrir um, og er því skiljanlegt, að sósíalistar sjeu‘ gramir. Sósíalistum var sýnd veiðin, en ekki gefin. Þeir vildu stefna þessu máli inn á þjóðnýtingarbrautina, en Framsóknarmenn þorðu ekki, er á herti, að standa við gefin lof- orð í þessu efni. Sjálfsábúðinni hefir verið bjarg- að í bili. Japanirvilja vera einir umKína! Berlin, 22. nóv. FÚ. Japönsk blöð eru um þessar múndir mjög harðorð í garð Breta í greinum sínum um á- standið í Kína. Enska blaðið Times segir um undanfarna atburði þar austur frá, að Japan sje potturinn og pannan í því öllu. Japan ætli sjer að stofna nýtt leppríki milli Mansjúríu og Mið-Kína, segir blaðið og að Bretar verði að halda fast fram kröfunni um jafnrjetti í Norð- ur-Kína. Eldurkemur upp [ vjelbát f rúmsjó ÍTTTTt- Bálurinn dreg- Inn brennandl til Keflavíkur. Eldur kom upp í vjelbátn- um „Franz“ frá Keflavík í gærkvöldi er hann var á heimleið frá dragnótaveið- um í Garðssjónum. í gærmorgun Ýór vjelbáturirm Franz frá Keflavik, til arágnóta- veiða í Garðssjónúni. Um kl. 10 í g'ærkvöldi er hann var fyrir fráman Leirur, á heim- leið, kom alt^ í giiiu iipp eldur í vjelaniminu gátu skipverjar tkki við neitt ráðið. Vjelbáturinn „Aðalbjörg" úr Reykjayík va,r þarna nálægt og ltom hann ]>Q"ar skipverjum til aðstoðar. •. f: a Vjelbátarnir liöfðu báðir slökkvitæki um borð, „Franz“ eitt og „Aðaihjörg;" tvö. Var reynt að kæfa eldinn með þeim, en tókst ekki. „Aðalbjörg“ tók því hinn brennandi vjelbát. í eftirdrag og dróg hann tiL Ke'flavíkur og var kominn þangað rueð hann klukk- an um 11. Kom nú slökkvilið Keflavíkur á vettvang og tókst því að slökkva eldinn} í. bátnum á 15 mínútum. . , . , Vegna myrkurs var ekki hægt í gærkvöldi að segja hvaða skemd- ir hafa orðið ,á bátnum, en búist er við að þasr sjeu miklar. Vjelháturinn „Franz“ er 8 smálestir að stærð, eign Jóhanns Guðjónssonar Báturinn vár vátrygður hjá Brunabótafjelagi íslands fyrir 8 þúsund krónur. Maðurinn I gapastokknum. Allir stjórnendur síldarverksmiðja ríkisins fyr og síðar hafa kvartað undan framferði Þormóðs Eyjólfs- sonar í verksmiðjustjórninni. Eftir Svein Benediktsson. Árás sú er Þormóður Eyjólfs- son, formaður stjórnar síldar- verksmiðja ríkisins, hóf í blöð- unum á meðstjórnendur sína út af uppsögn Jóns Gunnarssonar, hefir leitt til þess, að umræð- urnar hafa snúist inn á þá þraut að ræða framkomu Þormóðs sjálfs í verksmiðjustjórninni. Þormóður er nú lentur í þeim ógöngum, með að verja afglöp sín, að hann lætur dagblaðs*- nefnu Hriflunga draga nafn látins manns og látinnai’ konu hans inn í umræðurnar og það með þeim endemum, að engúm' er samboðið, nema honum bg ,,nárottunni“ frá Hriflu. Hin blygðunarlausa, bræsni hans kemur einna skýrast fram, er hann býsnast yfir því, að fulltrúar sósíalista í verksmiðju- stjórninni skyldu virða mig við- tals um þær mundir, sem frú Ebba Flóventsdóttir, ekkja Guð mundar heitins Skarphjeðins- sonar, ljest af tæringu í Kaup- mannahöfn s.l. vor. En sjálfur bauð Þormóður mjer heim til sín í veislu, sem hann hjelt með rausnarlegum veitingum og dansi, að kvöldi þess dags, sem lát frúarinnar hafði frjest til Siglufjarðar. Það er undarlegt álit, og virð- ist sprottið upp í heila sálar- sjúks manns, að stjórna beri stærsta atvinnufyrirtæki ríkis- ins með tilliti til sjúkdóms og dauða íslenskrar konu úti í Kaupmannahöfn. Þormóður Eyjólfsson hefir átt sæti í stjórn síldarverk- smiðja ríkisins frá upphafi, eða fráj^ársbyrjun 1930. Hann kom þangað fyrst sem fulltrúi Síldareinkasölunnar. 1 fyrstu tvö og hálft árin átti Guðm. Skarph j eðinsson, sem fulltrúi Siglufjarðarkaupstaðar, og jeg, sem fulltrúi ríkisstjórn- arinnar, sæti með honum í stjórninni. Þá strax hóf Þormóður þann leik sinn að selja verulegan hluta af afurðum verksmið j- anna, án þess að leita ráða með- stjórnenda sinna. En þegar frekjan gekk svo lang þann 10. okt. 1931, að hann seldi heilan skipsfarm af lýsi verksmiðjanna fyrir lágt verð, þvert ofan í skjalfest fyr- irmæli meirihluta verksmiðju- stjórnarinnar, flutti jeg tillögu um það á fundi í stjórninni, að hann yrði látinn bera f járhags- lega ábyrgð á sölunni, eða segði sig úr verksmiðjustjórninni, að öðrum kosti, Út af tillögu minni um þetta Jjet Guðm. Skarphjeðinsson bóka: ... „Jeg tel ,að í yfirlýsingu piinní um þ^ð að Þ. E. beri 'aByrgÁ p * 1 liiliræddri sölu, ' komi það fram. að hann verði I T öllú að tevara til afleiðinga : fyíir verksmiðjuna út af þessu, _ef;Lrafist verður af hráefniséigendum. Hins veg- . ar tel jeg óheppilegt vegna framtíðarviðskifta verksmiðj- | unnar við þá, sem keypt hafa lýsið og aðra, að ónýta nú söluna, geti Þ. E. sjálfur ekki fengið henni riftað“. i Skaði verksmiðjanna vegna hinnar heimildarlausu sölu Þor- móðs nam stórfje. Þormóður Ijet gera reikninga verksmiðjunnar fyrir árið 1930 þannig úr garði, að þeir sýndu hagnað, sem nam kr. 432.83, enda þótt þá væri komið í ljós, að raunverulegt tap verksmiðj- unnar væri orðið kr. 65.857.57. Þormóður fjekst ekki til þess að leiðrjetta reikningana fyr en eftir mikið stapp. I Hann sendi endurskoðendum verksmiðjureikninganna, sem höfðu, ásamt mjer ,krafist leið- rjettingar, skætingsbrjef og taldi þá- hafa farið út fyrir starfssvið sitt. Sama sagan endurtók sig með verksmiðjureikningana fyrir árið 1931. Skrifaði jeg þá athugasemd ir við reikningana, eins og Þor móður ljet ganga frá þeim, og kom með tillögur til breyt- inga. Þessar tillögur sendi jeg atvinnumálaráðuneytinu. Ráðu- neytið sendi svo reikningana á samt. tillögum mínum til sjávar- útvegsnefndar Nd. Alþingis til umsagnar. ¥7___L-1 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.