Morgunblaðið - 23.11.1935, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.11.1935, Qupperneq 4
4 GICE VTHRílÐHOM Laugardaginn 23. nóv. 1935. I Þ R O T T I R - Eitt fegursta fþróttahús á NorOurlöndum. Hið nýja íþróttaskólahús Jóns Þorsteinssonar vigt. I gær var vígður hinn mikli íþróttaskóli Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu. — Hafði veriö boðið þangað fjölda manna til að vera við vígsluna. Voru þar blaðamenn, þingmenn, læknar, verkfræðingar, íþróttamenn o. m. fl. Jón Þorsteinsson bauð gest- ina velkomna og iýsti því hvað fyrir sjer hefði vakað með að byggja þetta stórhýsi. Þætti sjer ver3t að það væri enn eigi fullgert, en þó tæki íþrótta- slcólinn til starfa í dag. Síðan voru gestum sýnd húsa kynnin og þarf ekki orðum að því að eyða að þeim leist ágæt- lega á þau, enda er þetta Leikfimissalurinn. fegursti leikfimisskóli á Norðurlöndum. Þarna eru tveir fimleikasalir. Annar er niðri í kjallara. Hann er 171/2 metri á lengd, 7,60 m. á breidd og 4.20 metrar undir loft. Til hliðar við hann eru búningsherbergi, steypibaðs- klefi, gufubaðstofa, áhalda- geymslur, miðstöð og sjerstakt lofthitunartæki fyrir báða sal- ina. Skólinn er hitaður upp með venjulégri vatnsmiðstöð, að undanteknum leikfímissölun- um, sem hitaðir eru með loft- hiturum, sem aftur fá hita sinn frá eimkatli í ketilhúsinu. Loft- dælur soga loftið úr sölunum og blása því í gegnum síur, sem taka úr því alt ryk og síðan í gegnum hitarana og inn í sal- ina. Með því að opna lokur er Kægt að veita hreinu útilofti ifíh í salina og endurnýja loftið í þéim. í •iBjiicetilhúsi er 1500 lítra bað- vatnsgeymir, sem hitaður er nfeð 'gufu frá eimkatlinum, en ftipntgiBier hægt að hita hann tteðmíify^tnsmiðstöðvarlíatlinum ef þess gerist þörf. Sjálfvirkur hít^Jtillirijseldur jöfnum hita á b^ðwtninp'/isem fer frá geym- irwtm. rBy vatninu þaðan veitt Og hjá leikfim- issölunum eru baðklefar með ^^teypum í þvorum klefa og % Þ|m«rPatÍPeð blöndun' wfír pM er fyrir á Juern klefa- í kjallara er baðstofa fyrir Er bar ^Mf1 úm ^ni.lofthita loftið með gufu. x ■;!!veð!i!fr/1.að^l:fim- xr^íVV,(;eTM^: m- W&T ^R)4Wn(?pfJ}pr- bergi, .^þpr-þ^rgi, (^yrti^9fa, ^haldaherbem o; syrði ,ænda . salanns ...eru. vmar SíJiiiBdoT. .ngi9 ,ö-ifr!jg 5« •xrtaáuirrií veggsvalir. .. „ ., mit028rio[.ðrjT) ur flisast. Eru hvíla á grindum, svö a fjaðurmöghuð,*' ftjf er það stór þau ': j) .‘111110 ÍB fodBiiintr þunn og ijíýL mmfoíc ð þau eru kostur við allar líkamsæfingar. Veggirnir eru þaktir innan rneö „insulit“-þynnum, til þess að ekki verði af mikið bergmál í svölunum. Öll íþróttaáhöld eru af ný- ustu gerð og hafa verið smíðuð hjer, nema slárnar og kaðlarnir. Það varð að fá frá útlöndum. Kaðlaútbúnaðurinn er af alveg nýrri gerð. Er hægt að draga kaðlana út að vegg, þar sem ekkert fer fyrir þeim, en áður var venja að þeir hengi niður úr bitum og væri endarnir hengdir upp til hliöa, þegar kaðlarnir voru ekki notaðir. En þetta var mjög óþægilegt þegar æfa skyldi knattleik í salnum. Er þetta nýa fyrirkomulag því til stórbóta. Búningsherbergin eru mjög rúmgóð, eins og sjá má á því, að þar getur verið um 170 manns í einu. Og öll þægindi og þrifnaður taka þar langt fram því sem þekst hefir best áður hjer á landi, þar sern í- þróttir eru iðkaðar. Þegar skólinn hafði verið skoðaður, ávarpaði Sigurjón Pjetursson Jón Þorsteinsson með ræðu og mælti á þessa leið: Ágrip af ræðu Sigurjóns Pjeturssonar. — Um leið og þetta fagra íþrójttahús er opnað til notkun- ar í þarfir líkamlegrar menn- ingar fyrir alda og óborna, á það vel 'við að minst sje á í- þróttastarfsemi Jóns Þorsteins- sonar, sem hann hóf hjer 4. ápríl 1924, er hann stofnaði Mullersskólann. Hann kendi einn vetur Old boys I. R., 3 vetur leikfimi í K. R., en síðan hefir Glímufjelagið Ármann lagt hald á allan þann tíma, sem hann mátti missa frá kenslu í skóla sínum. Á þessum 11 árum hefir Jón farið fjórum sinnum utan með íþróttaflokka, og sýnt íslenska lífcamsment undir íslenskum f&ha meðal framandi þjóða. Er mjer óhætt að fullyrða, að paríííefir hann verið þarfur og góður sendiherra Islands, enda hafa menn fundið það á eftir, að ísland hefir eignast fjölda vina í þeim fjórum þjóðiöndum sem» Jón hefir farið um með flokka sína. í’yrsta förin var veturinn 1925 með glímumannaflokk til Noregs. Voru þar haldnar rúm- lega 20 sýningar í helstu borg- um Noregs við bestu aðsókn og prýðilegar viðtökur. Önnur förin var til Danmerk- ur 1926. Voru þar 43 sýningar, sem urðu flokknum, íslandi og íslensku þjóðinni til sóma. Þriðja förin var farin til Þýskalands 1929. Þar sýndu í- þróttamennirnir leikfimi og ís- lenska giímu í rúmlega 20 stór- borgum Þýskalands, og hlutu aðdáun allra, sem horfðu á þá. Fjórða förin var hin glæsi- lega Stokkhólmsför á íslensku vikuna þar 1932. Var vandað mjög lið til þeirrar farar, enda varð hún íslensku þjóðinni til mikils sóma. Sýnt var í 6 öðrum stórborgum Svíþjóðar, og hvar- vetna við hinn besta orðstír. Að þessar utanfarir hafa g ngið svo 'vel, er að þakka framkomu og dugnaði íþrótta- mannanna, en eigi síst kennar- anum. Og hvers vegna hefir Jón svo oft verið kjörinn til þess að fara utan með íslenska íþróttamenn? Vegna þess að hann hafði fengið þá til þess að æfa sig vel og hlýða. Sjálfur var hann í einu og öllu fyrir- mynd þeirra. Þetta á að verð- launa á þann hátt, að íúkis- stjórn, þing og bæjarstjórn veiti honum svo ríflegan styrk, að hann kikni ekki undir þessu stóra fyrirtæki. Jeg skora á rík- isstjórn og bæjarstjórn að veita honum verðlaun fyrir þann sóma, sem hann hefir gert landi og þjóð. , I þessu fagra húsi, sem er fegurst allra íþróttahúsa á Norð urlöndum, á að þjálfa fegurstu mennina og fegurstu konurnar, til þess að verða hraustustu og duglegustu borgararnir. — — Að lokum afhenti Sigurjón Jóni Þorsteinssyni fagran skjöld frá Iþróttaskólanum á Álafossi, og ljet svo um mælt, að það væri vinargjöf frá stofnun sem vinnur í sama anda og að sama markmiði. Ræða forseta f. S. I. Þá tók Ben. G. Waage for- seti I. S. I. til máls. Kvaðst hann sakna þess í ræðu Sigur- jóns að hann hefði ekki minst á hverja hlutdeild Jón Þorsteins son hefði átt í Alþingishátíð- inni. Þá hefði honum verið fal- ið, að sjá um íþróttirnar, og hefði það tekist svo vel, að fyrir það eitt væri landið í þakkar- skuld við hann. Síðan óskaði hann íþróttaskól anum allra heilla, og afhenti Jóni að gjöf merki I. S. I. og tvær myndir af íþróttasýning- um á Þingvöllum 1930. íþróttaskólinn, þetta stórhýsi, er talandi tákn þess hverju framtak einstaklingsins fær á- orkað. Grunnflötur hússins er 424,81 m2. Húsið er bygt úr járnbentri steinsteypu. Útveggir 0,16— 0,18 cm. á þykt. Gert er ráð fyrir að byggja megi eina hæð ofan á húsið ennþá. Húsið er einangrað með 5 cm. þykkum vikurplötum frá Pípuverksmiðj- unni í Reykjavík, nema fim- leikasalirnir sem eru klæddir innan með trje og á trjeð eru settar ,,insulit“-plötur. Uppdrátt að húsinu gerðu þeir arkitektar Einar S’veinsson og Sigmundur Halldórsson. Björn Rögnvaldsson bygginga- meistari hefi haft umsjón með byggingu hússins og annast alt trjeverk. Davíð Jónsson múr- arameistari hefir annars alla múrvinnu. Bennedikt Gröndal verkfræðingur hefir gert upp: drætti að hitalögn og vatns- lögn, en Óskar Smidt rörlagn- ingam. annast allar lagningar. Raflögn hefir Eiríkur Helgason rafmagnsm. framkvæmt. Sigur- jón Guðbergsson og Guðbergur ■Jóhannsson málaram. hafa sjeð um málningu. Jóhannes Björns- son veggfóðraram. dúkalögn. Verkfræðingarnir Bolli Thor- oddsen og Magnús Konráðsson hafa gert uppdrátt að járnum í hina járnbentu steinsteypu. Til byggingar hússins hefir ekkert verið sparað og uppfyllir það öll skilyrði til að vera 1. flokks íþróttahús með öllum þeim þæg indum er nútíðin heimtar. OTVlflAfOSS nu!uim(C>- Nýkomið allskonar Grænmeti. Barnabækur svo sem: Bíbí, Um sumarkvöld. Við Álftavatn. Karl, I. op: II. Mamma litla. Anna í Grænuhlíð. Sesselja Síðstakkur. Strákarnir sem struku. Bókaverslun Þór. B. Þoriákssonar, Bankastræti 11. Valdar vörur til helgarinnar: Tomatar. Hvítkál. Rauðkál. Selleri. Purrur. Gulrætur. Rauðbeður. Egg, 13 aura. Nýtt smjör. Hangikjötið. . Ostar. Ofanálag, allskonar Delicious. v Vínber. Melónur. Sítrónur. Appelsínur, sætar, safaríkar. Ávaxtasafar. Nýreykt Sauðakjöt. Nýslátrað nautakjöt, og- besta Borgarfjarðar- DILKAKJÖTIÐ fáið þjer í búðum okkar K)ðt & Ftsk- metisgerðinnl Grettisgötu 64. Reykhúsi nu, Grettisgötu 50 B. Kfötbúðinni, Verkamannabústöðunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.