Morgunblaðið - 06.12.1935, Síða 6

Morgunblaðið - 06.12.1935, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ Föstudaginn 6. des. 1935. ■M-1 ift Tveir menn, ógiftir, óska eftir góðriáörð til leigu. — Henni þarf hefet að fvinria svo sem, ca. 15—30 kýr, og þar tilEeyranoi búsáhöld. Og sje helst í nágrenni Rvík- ur eða Hafnarfjarðar. Menn þessir hafa kýhst nútíma bú- skau, bæði hjer og erlendis. Tilboð sje komið inn til A. S. í. fyrir áramót, ásamt upp- lýsingum og verði. Leigan miðist við næstkomandi vor, merkt: „Bú“. Jóla- Appelsínurnar cru á lelðinni f&téi X-i ■ ' beflnt frá Spánfl. CUlialJaldL LjóOasafn Guðm.Guðmundssonar Um þetta fallega og eigulega Ijóðasafn ritai1 síra Arni Sigurðs- son Fríkirkjuprestur m. a.: „Guðm. Guðmundsson er, eins og kunnugt er, einn hinna mestu bragsnillinga vorra, form hans svo yndislegt, lipurt og Ijett, að þar hefir ekkert ljóðskálda vorra kom- ist öllu framar. Vald hans á máli og rími virðist óbrigðult, tilfinningarn- ar eru næmar og heitar, hugurinn dreyminn og dulúðugur. í öllu, sem hann yrkir, bjarmar af innra Ijósi góðrar og göfugrar sálar. Hvort sem hann yrkir um ástir, gleði, sorgir, hugsjónir sínar, trú sína, heimilislíf eða þá smælingja, oln- bogabörn og einstæðinga mannlífs- ins, þá blasir æfinlega við hugar- sýn lesandáns sama andlega feg- urðin, hreinieikiryi, víðsýnið og umfram alt samúoin. Guðmundur Guðmundsson söng sig þegar í stað inn í hjarta sam- tíðar sinnar. Kvæði hans eru mik- ið lesin, en ekki síður sungin. Guð- mundur er eitt hinna vinsælustu og alþýðlegustu skálda vorra fyrir jjóð sín yiÖ fjölda alkunnra sönglaga“. Þetta er falleg og vegleg Feigðargangan. Framh. af 5. síðu. hægt að leyna þjóðina sann- leikanum, því nú verður ís- lenska þjóðin eins og hver annar fátæklingur að láta afrakstur líðandi stundar nægja fyrir þörfunum, og þá kemur það í Ijós, að þegar búið er að reyta flest af öll- um og alt af flestum, er með öllu ómögulegt að afla rík- issjóði tekna til þess að standa undir þeim útgjöld- um, sem á hann hafa verið lögð, blátt áfram af því að framleiðsla landsmanna er þess alls ekki megnug að rísa undir slíkum skattþunga. Það er þetta sem stjórnarliðið er nú að leitast við að telja þjóð inni trú um að sje ný kreppa, en í rauninni er ekkert annað en gamall sannleikur, sem er að koma í ljós. Það er þessi sannleikur, sem alt of margir ganga duldir. Það. er þessi sannleikur sem við Sjálfstæðismenn á undan- förnum árum höfum barist fyr- ir að opna augu þjóðarinnar fyrir. Það er þessum sannleika, sem valdhafarnir svöruðu í fyrra með nýjum 2 miljóna sköttum, og í ár með enn nýjum 1200 þús. króna skött- um, enda þótt hver einasti vitiborinn maður hljóti að sjá, að af nýjum sköttum ofan á sligaða atvinnurek- endur, leiðir ný auðn og þar af leiðandi minkandi en ekki vaxandi tekjur ríkissjóði til handa, en hraðvaxandi ör- biro^ð þjóðarinnar. Það er þessum staðreynd- um, sem þjóðin verður að svara með því að reka vald- hafana af höndum sjer, ef hún ætlar að eiga sjer nokkra von um að komast hjá því að verða ánauðugur þræll erlendra lánardrottna. Slæm tíð í Skagaíirði. Hellulandi 5. des. F.Ú. Um 5000 rjúpur er búið að leggja inn í verslanir í Sauð- árkróki. Sífeld snjókoma og illviðri hafa verið hjer undanfarið. Óvenjumikill snjór er um alt hjeraðið, og mjólkurflutningar til samlagsins eru að stöðvast. Haga- beit fyrir hesta er mjög slæm og sauðfje er alstaðar komið á gjöf. . Vetrarhjálpin hefir skrifstofur í húsi við Skúlagötu, beint á móti sænska frystihúsinu, (þar sem áð- ur var kolaverslun Olgeirs Frið- geirssonar. Sími 1490. Skrifstofu- tími er kl. 10—12 f. h. og. 2—6 e1. h. Afgreiðslutími fyrir beiðnir um hjálp kl. 2^2—4 e. h. alla virka daga. Munið skemtunina í Varðar- húsinu í kvöld kl. 8^. Rjettið veiku, fátæku systrunum hjálpar- hönd. Fátækraframfærið hjer í bænum hefir hækkað um 300 |iús. krönur. Þess vegna verða úlsvörin enn að hækka. Á bæjarstjórnarfundi í gær var lagt fram frumvarp til f jár- hagsáætlunar Reykjavíkurbæj- ar fyrir árið 1936, svo og hafn- arsjóðs fyrir sama ár. Þetta var fyrri umræða. Rorgarstjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætluninni í stuttri ræðu. Hann gat þess, að áætlunin væri niðurstaða reynslu þeirrar, er fengist hefði á yfirstandandi ári. Borgarstjóri gat þess, að gert væri ráð fyrir því í fjárhags- áætlun bæjarins, að útsvörin hækkuðu um 10%, eða úr kr 3.178.150.00 í kr. 3.514.470.00. Þessi hækkun útsvaranna kæmi nál. eingöngu til af því, að óhjákvæmilegt væri að hækka ýmsa fasta útgjaldaliði, er bæjarsjóður gæti ekki kom- ist undan að greiða. Þannig yrði að hækka stór- kostlega áætluð útgjöld vegna fátækraframfærslunnar. Á yfir- standandi ári væri áætlað til fá- tækraframfærslu innanbæjar- styrkþega kr. 821.660.00 og til styrkþega annara sveita kr. 210.300.00, eða samtals kr. 1.031.960.00. Þessi áætlun yrði nú að hækka stórlega, sagði borgar stjóri. Er áætlað til fátækra- framfærslu á næsta ári: Kr. 1.077.100.00 til styrkþega bæj- arins og kr. 260.300.00 til styrk þega annara sveita, eða alls kr 1.337.400.00. Þetta væri aðalhækkunin á gjaldalið fjárhagsáætlunarinn- ar, sagði borgarstjóri. Einnig hefði áætlunin til at- vinnubóta hækkað um 100 þús. kr., þar sem ekki væri ráðgert að taka neitt lán til atvinnu- bóta á næsta ári. Þá nefndi borgarstjóri nokkra nýja útgjaldaliði, þ. a. m. 15 þús. kr. til Vinnumiðlunarskrif- stofu (lögskipað), 13 þús. til atvinnubóta og fræðslu ungra manna,, 40 þús. til byggingu skólahúss í Skildinganesi og Grímsstaðaholti, 12 þús. kr. til sjúkradeildar barna í Laugar- nesi. Þá skýrði borgarstjóri írá því, að fjórðungs hækkun sú á vatnsskattinum, sem lögð var á fyrir 4 árum yrði feld niður á næsta ári og lækkaði því vatns- skatturinn sem þessu svaraði. Þessi hækkun á vatnsskattinum var á lögð vegna umbóta á vatnsleiðslunni, en því verki er nú lokið. * Frumvarpinu var vísað til síð- ari umræðu. Guðmunriur Olafs sfðtugnr. Guðmundur í Nýjabæ. — Þetta nafn hljómar vel í eyrum okkar, sem þekkjum hann. Það er eins og nafnið eitt gefi manni aukinn þrótt. Hvar sem Guðmundur er nær staddur, vekur hann óblandið traust. Samverkamenn hans drekka í sig nýjan kraft og starfsgleði strax og hann er mættur. Skapfestan skín út úr honum, og reynslan staðfestir að útlitið segir rjett til um hinn innri mann. Guðmundur Ólafs er einn af brautryðjendum sjávarútvegs- ins. Hann tók mikilvirkan þátt í að breyta smábátaútgerðinni í þilskipaútgerð, og ennþá lagði hann sitt lóð á metaskálarnar þegar togaraútgerðin tók við af þilskipunum. Guðmundur var snemma framsýnn og framsæk- inn. Hann gekst fyrir því strax á fyrstu árum þilskipaútgerðar- innar, að koma upp dráttar- braut, þar sem hægt væri að draga skipin á land og gera við þau, svo að ekki þyrfti að senda þau til annara landa til við- gerða. Hefir Guðmundur Ólafs setið í stjórn Slippsins í Reykja- vík frá upphafi alt til þess tíma að hið nýja fjelag var myndað, sem keypti Slippinn. Guðmundur hafði um mörg ár barist fyrir því, að komið yrði upp dráttarbraut, sem gæti dregið íslensku togarana á land, svo að aðgerðir þeirra gætu far- ið fram hjer heima á sama hátt og þilskipanna áður. Nú hefir þessi draumur Guðmundar rætst fyrir nokkru. Guðmundur Ólafs hefir unn- ið mörg vandasöm störf um dag- ana í þágu almennings, svo sem öll vandasamari störf sinnar sveitar o. fl., en merkasta starf Guðmundar má að sjálfsögðu telja stjómarstörf hans í Mjólk- urfjelagi Reykjavíkur. Þann 11. febrúar 1924 var Guðmundur kosinn formaður fyrir Mjólkur- fjelag Reykjavíkur, og hefir verið það þangað til á síðast- liðnu sumri, að hann beiddist lausnar frá starfi sínu sökum heilsubilunar. Sem formaður í Mjólkurfje- lagi Reykjavíkur vann Guð- mundur óskift traust allra þeirra, er með honum unnu. Veit enginn betur en jeg, í hve stórri þakklætisskuld Mjólkur- fjelag Reykjavíkur er gagnvart Guðmundi í Nýjabæ. Af því að jeg þekki Guð- mund svo vel og veit, að hon- um er ekki greiði gerður með því að rekja starfsemi hans í einstökum atriðum, læt jeg að- eins nægja að segja frá því, að svo var Guðmundur vinsæll í starfi sínu, að öll þau ár sem hann var formaður Mjólkurfje- lagsins, var hann altaf kosinn með öllum atkvæðum á aðal- fundum fjelagsins. Guðmundur er fyrst og fremst alvörumaður, en hann er líka mikill gleðimaður. Þeir sem þektu Guðmund best, í þann mund er jeg var í þennan heim borinn, hafa sagt mjer margar smellnar sögur um dugnað hans og ákafa, enn- fremur hafa þeir sagt mjer skemtilegar sögur af þessum, þá unga, höfðingja á Seltjarn- arnesinu, þegar hann kom í bæ- inn og vildi gleðjast með vinum sínum. 1 þá tíð litu Reykvíking- ar upp til stórlaxanna af Sel- tjarnarnesinu, sem voru þeirra tíma brautryðjendur um flest framfaramál á þessum slóðum. Nú er Reykjavík orðin stór bær, og Seltjarnarnes orðið smátt í augum hinnar yngri kynslóðar þessa bæjar. En hver sá -ein- staklingur er stór, sem hefir drengskap, góðvild, dugnað og skapfestu á við Guðmund í Nýjabæ. Mætti þjóð vor eiga sem flesta hans líka. Eyjólfur Jóhannsson- Stóriskattur jkomliiii 111 neðrfl deflldar. „Stóriskattur" stjórnarflokkanna var til 3. umræðu í Tífri deild í gær. Þar sem málið hafði verið þaul- rætt áður, bæði við fyrri umr. og í eldhúsdagsumræðum, snerust umr. nú mest um breytingartil- lögur, sem fyrir lágu. Þó skiftust þeir nokkuð á orðum Magnús Guð- mundsson og Jón A. Jónsson og fjármálaráðherra og' gekk honum erfiðlega að verja það athæfi, að ætla sjer að telja mönnum trú um það, að þessum skatti skuli varið til gjalda, sem nú þegar eru tek- in upp af fjárveitinganefnd, og eiga vísa samþykt. Frv. var svo samþ. með nokkr- um smábreytingum. Eina veru- lega breytingin var sú, að undan- þiggja verðtollsaukann um vörur þær, sem fluttar verða inn til Sogs virkjunarinnar, og var hún sam- þykt í einu hljóði. Frumvarpið var svo samþykt með öllum atlcvæðum stjórnarliða, gegn atkvæðum stjórnarandstæð- inga. Gestamót ungmennáfjelaganna verður haldið í Iðnó á moigun, kL 9 síðd. ,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.