Morgunblaðið - 15.01.1936, Page 8

Morgunblaðið - 15.01.1936, Page 8
t- - MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudaginn 15- jan. 1936- Sauma allskonar kven- og barnafatnað. Á sama stað geta nokkrir hreinlegir menn fengið þjónustu. Spítalastíg 6 (uppi). ! Stúlka óskast í vist nú þegar. Elísab. Einarsd., Austurg. 17 B, Hafnarfirði. Sími 9069. ÚraviSgerðir afgreiddar fljótt, og vel af úrvals fagmönnum hjá Árna B. Björnssyni, Lækj- artorgi. lir dagbókarbloðum Reykvíkings. T Lndbergh ofursti, flugkappinn j frægi og skyldulið lians hefir flúið land í Bandaríkjunum. Þau hjónin komu til Englands nú um áramótin með barnungan son sinra, Jon að nafni. Þau tóku sjer far með flutningaskipi til Liverpool. Þau voru einu farþegarnir með því skipi. Einmanaleg og daufleg jól úti í miðju Atlamtshafi, með flutn ingadalli. En þar xiti á hafi, fjarri þjófum og bófum Bandaríkjanna hafa þau hjón eflaust talið sig ó- hultari með barn sitt, en hvar sem væri í landi miljónanna og dollarsins. * Lindbergh gengur á land í Liverpool með son sinn, Jon, á hand- leggnum. Slysavarnafjelagið, skrifstofa Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum m. m. Tannlækningastofa Jóns Jóns- sonar læknis, Ingólfsstræti 9, opin daglega. Sími 2442. 2303 er símanúmerið í Búr- inu, Laugaveg 26. Munið Permanent í Venus, Austurstræti 5. Ábyrgð tekin á öllu hári. Nýir kaupendur að Morgun- blaðinu fá blaðið ókeypis til næstkomandi mánaðamóta. Síðan þau Lindberghshjón sneru bakinu við Bandaríkjunum, flúðu land, hafa blöð stórveldisins hvert af öðru kveðið upp lir með þáð, hvílík hneisa það væri hinu vold- uga ríki, að maður eins og Char- les Lindbergh yrði þaðan að flýja og leita á náðir annara þjóða, til þess að ge'ta verið óhultur fyrir stigámönnum og morðvörgum. Lindbergh er maður orðfár og fjasar ekki um fyrirætlanir sínar. En engum blandast hugur um, að flótti lians frá Bandaríkjunum stafar beinlínis af því, að reynslan hefir kent þeim hjónum svo átak- anlega, að þaa geta ekki verið örugg me'ð barn sitt þar vestra. Hin frámunalega löngu og leið- inlegu eftirmál eftir barnsránið um árið, hafa og vafalaust orðið þeim til mikillar skapraunar. Alt I það umstang, rannsóknir og þjark aftur á bak og áfram, út af barns- ráni þessú í blöðum og fyrir dóm- stólum, hefir vafalaust ýft harma þeirra, og- gert. þeim lífið ennþá óbærilegra þar ve'stra. * Reykvíkingar’ fengu nokkur persómdeg kvnni af þeim Lind- | bergh ofursta og frú hans, er þau dvöidu hjer í bænum í vikutíma um sumarið. 011 sú kynning var á þann veg, að allir fengu hina mestu samúð með þeim. Yfirlætislausara fólk er I , ekki hægt að hugsa sjer en þau hjón. — Ekkert var þeim andstæð- ara eða meira á móti skapi en það, að vekja eftirtekt. Þau vildu geta lifað í friði fyrir forvitni "fjöldans. Þau le'ituðu fyrst gist- ingar út í Viðey. En þegar þau fundu að þau gátu gengið hjer um göturnar án þess að verða fyrir óþægindum af ágengni fólks og Jforvitni, þótti þeim Reykjavík 1 vera sjerstaklega viðkunnarleg- ur staður. * Þe'gar Lindberghs var von til Liverpool, þyrptust blaðamenn og myndatökumenn að höfninni, til þess að hafa tal af honum og taka af honum myndir. En eins og vænta mátti og hans er vandi Ijet hann ekkert uppi um fyrirætlanir sínar. Sumir telja líklegt að þau hjón ætli að setjast, að í Englandi. En aftur halda aðrir að þau hafi í hyg’gju taka sjer bústað eán- hverestaðar suður við Miðjarðar- haf. Jíaiijts&ajiui* Rúgbrauð, franskbrauð og normalbrauð á 40 aura hvert.. Súrbrauð 30 aura. Kjarnabrauð- 30 aura. Brauðgerð Kaupfjel. Reykjavíkur. Sími 4562. Veggmyndir og rammar í fjölbreyttu úrvali á Freyju- götu 11. Jeg 'hefi altaf notaðar bif- reiðar til sölu, af ýmsum teg- undum. Tek bifreiðar í umboðs- sölu. Það gengur fljótast að- framboð og eftirspurn sje á ein- um og sama stað. Sími 3805.. Zophonías Baldvinsson. Kaupi ísl. frímerki, hæsta verði. Gísli Sigurbjörnsson^ Lækjartorgi 1 (opið 1—4 síðd.)’ Silkisokkar á aðeins kr. 1.90 parið í Versl. Ingibj. Johnson^ Sími 3540. Húsmæður! Ef ykkur vantar fisk þá hringið í síma 1669. Sel gull. Kaupi gull. Sigur- þór Jónsson, Hafnarstræti 4. Kaupi gamlan kopar. Vald> Poulsen, Klapparstíg 29. Bílskúr til leigu í Þingholts- stræti 21. Allir Reykvíkingar iesa auglýsingar Morgunblaðsins. Fimm menn um miljón. 11. það altaf“, stundi hann, „að þú ætlaðir að giftast mjer vegna peninganna“. „Auðvitað er það vegna peninganna! Þú gætir ekki gætt þeirra, ef þú hefðir ekki stúlku eins og mig þjer við hlið. Því ekki vænti jeg, að þú hafir orðið var við, að jeg er sjálf allvel efnuð, stór- bokkinn þinn?“ „Það var gott að heyra. Þá þarf jeg víst ekki að sjá þjer fyrir ákveðinni upphæð?“ „Þú heldur það, minn kæri? Faðir minn sjer víst um, að þú gerir það. Pabbi, hvað finst þjer að Charles eigi að ákveða háa upphæð fyrir mig? Við ætlum að láta lögfræðing staðfesta það í næstu viku?“ Mr. Bessiter þekti dóttur sína vel, en hann varð samt hneikslaður yfir þessari framhleypni. „Mað- ur talar ekki um slíkt undir borðum, þó aðeins kunningjar sjeu viðstaddir“, sagði hann hrana- lega. „Slegin út“, andvarpaði hún. „En jeg held fast við minn keip Charles, að jeg fái vissa upphæð“. „Við athugum málið. Mjer líst ekki á þenna mann sem kom til föður þíns og vildi fella Booth- royd-hlutabrjefin“. „Ágætlega útskýrt“, sagði Brest barón, sem sat hinum megin við borðið. „Dutley lávarður á áreið- anlega eftir að verða góður fjesýslumaður“. Dr. Hisedale fetti loðnar brúnirnar. „Heyrðist mjer rjett? Hefir einhver gerst svo djarfur, að láta sjer detta í hug að fella Booth- royd-hlutabrjefin ? “ „Já, fyrir nokkrum dögum?“ svaraði Dutley. „Þegar jeg íhuga það og sje að hlutabrjef mín hafa fallið í verði síðustu daga, er jeg ekki viss um, að jeg hafi ráð á að kvænast þetta árið“. „Annað hvort giftum við okkur fyrir jól, eða við giftumst als ekki“, sagði Lucilla ákveðin. „Hvaða gagn hefi jeg af aðdáanda, sem heldur sig í Abyssiníu?“ „Það er næstum því eins slæmt og þegar hann er í City allan daginn“, skaut móðir hennar inn í. „Mjer finst eldri kynslóðin gerast opinská“, mælti Lucilla. „Barón“, hjelt Mrs. Bessiter áfram, er hún sá, að hann hrukkaði ennið við þessa athugasemd. „Jeg er hrædd um, að yður blöskri framferði Luc- illu. Þegar þjer komið heim til ættlands yðar, og minnist á stúlkurnar hjer, megið þjer ekki halda, að þær sjeu allar eins slæmar og Lucilla. Hún er bara svona hortug, af því að hún hefir alist upp með drengjum frá því hún var barn“. Þetta var fjörugt og aðlaðandi fólk. Nærgöngul- ar setningar eða athugasemdir voru ekki teknar hátíðlega. Dutleý gleymdi brátt hinu óþægilega samtali, sem hann hafði átt við Sir Matthew um kvöldið, og kunni prýðilega við sig. Þó var það tvent, sem gerði honum gramt í geði. Annað var það, að de Brest, sem sat andspænis honum, hafði aldrei augun af Lucillu, og reyndi stöðugt að blanda sjer í samtal þeirra. Og hitt var, að dr. Hysedale ljet hann aldrei í friði margar mínútur í einu. Einu sinni þegar hlje varð á samtali þeirra, spurði hann: „Hafið þjer komið í verksmiðjurnar, síðan þjer komuð utan lands frá, Dutley lávarð- ur? “ „Ekki enn“, var hið stuttaralega svar. „Jeg heyri sagt, að þið látið vinna í eftirvinnu“, hjelt dr. Hisedale áfram og andvarpaði af öfund. „Svona er það að framleiða fullkomnustu vörurn- ar, sem völ er á. Jeg sje ekki annað framundan, en að þetta mikla Boothreyd firma gleypi okkur, lítilmagnana, í sig áður en líður á löngu“. Dutley leit til hliðar og horfði á sessunaut sinn með vaknandi tortrygni. Það var áberandi, hvað maðurinn gat verið uppáþrengjandi, og þessi síð- asta setning var sögð í óþægilegum, næstum ögr- andi tón, sem gerði hann forviða. „Jeg sje engæ ástæðu til þess“, svaraði hann. „Þegar á alt er lit- ið, eru til margir duglegir efnafræðingar. Hver veit, nema einhverr þeirra rekist einn góðan veð- urdag á uppskriftina, sem hefir auðgað okkur“. Hinar þykku varir Hisedales kipruðust einkenni- lega, og það brá fyrir glampa í augum hans, á bak við gleraugun. „Auðvitað eru líkur til þess.. Jeg er sjálfur að reyna. Jeg játa að það er lífs- starf mitt“. „Gangi yður vel“, sagði Dutley kæruleysislega. „Það er líklega rúm fyrir okkur alla í þessum heimi“. „Það sæmir vel yðar frjálslega íþrótta-anda, að segja þetta, Dutley, en það er hægara fyrir yður, en okkur hina, að vera veglyndur. Jeg hefi heyrt, að þið hafið grætt fjörutíu prósent síðasta ár, en við höfum aldrei komist hærra en níu. Og alt er þetta frábærri hugvitssemi að þakka. Hafið þjer aldrei verið hræddur um að uppskriftinni yrði stolið?“ Dutley dreypti á kampavíninu, hugsandi á svip. „Jeg geri ráð fyrir, að samkepnin yrði meiri ef uppskriftinni yrði stolið“, svaraði hann. „En þegar á alt er litið, höfum við verið fremstir á markað- inum um lengri tíma, og starfsmenn okkar kunna orðið utan að það, sem gera þarf“. „Því hefir verið fleygt, að hinn ágæti faðir yðar hafi bannað að láta afrita uppskriftina og búið til nýtt kerfi------“ „Minn ágæti faðir“, greip Dutley, sem átti bágt með að stilla sig lengur, fram í fyrir honum, „er dáinn fyrir mörgum árum“. Hann sneri sjer að Lucillu, og þau töluðu sam- an í hálfum hljóðum. Máltíðinni var nú nærri lok- ið, og Dutley sneri stöðugt bakinu að hinum sessu- naut sínum. Eftir gömlum sið sátu herrarnir kyrrir við borðið um stund, eftir að dömurnar voru staðn- ar upp. Dutley hóf glas sitt á loft og skálaði við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.