Morgunblaðið - 17.01.1936, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudaginn 17. ján. 1936.
Fjárhagsáætlun
Hafnarfjarðar 1936.
Sósfalistar fella
sparnaðartillögur
S j álf stæðismanna.
______ I
Á þriðjudaginn var fjárhags-
áætlun Hafnarfjarðar fyrir árið
1936 til 2. umræðu í bæjarstjórn-
inni þar. Urðu umræður allsnarp-
ár á köflum og stóðu yfir fram
á nótt.
Það olli mestum ágreiningi, að
Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn voru
því andvígir að útsvörin yrðu
hækkuð nokkuð verulega, frá því
sem var í fyrra, en jafnaðarmanna
meirihlutinn lagði það til, að
hækka útsvörin úr kr. 242.500 í
kr. 278.360, eða um kr. 35.860.
Sjálfstæðismenn vildu aftur á
móti draga svo úr útgjöldum bæj-
arins, að hækkun útsvara þyrfti
ekki 'áð vera nema rúml. 5 þús.
kr. *
Aðalliðir fjárhagsáætlmiarinnar
eru sem hjer segir:
Tekjur:
Tekjur af arðberandi eignum 30
þús.
Vatnsveitan 50 þús. Holræsi 16
þús.
Endurgr. fátækrastyrkur 25 þús.
Væntalegur atvinnbótastyrkur
25 þús.
Niðurjöfnunargjald kr. 278.360.
Auk nokkurra smærri gjalda.
Gjöld:
Stjórn kaupstaðarins kr. 33.800.
Barnaskólinn 51 þús.
Flensborgarskólinn kr. 14.800.,
og 10 þúsund til nýbyggingar
skólahússins.
Til heilbrigðismála kr. 8.650.
— Brunamála kr. 7.660.
— Löggæslu kr. 14.200.
Til styrktarstarfsemi kr. 32.800 (af
þeirri upphæð eru ætlaðar 20
þús. kr. til útgjalda vegna
hinnar nýju tryggingarlöggjaf-
ar, til verkamannabústaða kr.
7.800 o. s. frv).
Fátækrastyrkur kr. 120 þús.
Ve'xtir og afborganir lána kr.
57.650.
Vegir, holræsi og vatnsveita kr. 15
þús.
Atvinnubætur (malbikun o. fl.)
kr. 60 þús.
Sorp- og salernahreinsun kr. 7 þús.
Götulýsing kr. 4.500.
Girðing bæjarlandsins 1 þús.
Sandur og möl 2 þús.
Fasteignir bæjarins kr. 4000.
Óviss útgjöld kr. 10 þús.
Áætlunarupphæðin er samtals
kr. 465.560.
.Samkomulag fekst í bæjarstjórn
inni um tvær breytingartillögur
við hið upprunalega frumvarp til
áætlunarinnar. Áætlað var að
miðstöð o g bað í leikfimishús
bamaskólans myndi kosta kr. 8
þús. En þann lið mátti að athug-
uðu máli lækka um kr. 2.000. Og
eins felst öll bæjarstjórnin á að
lækka liðinn til vaxta og afborg-
ana um kr. 5.300, með því að ætla
ekki fyrir afborgunum af svo-
nefndum D-lánum.
Með þessu móti þurfti að
hækka útsvörin um kr. 35.860.
En Sjálfstæðismenn vildu færa út-
gjöldin niður, sem fyr segir, svo
að þess gerðist ekki þörf.
Tillögur þeirra, sem að því mið-
uðu voru í stuttu máli þessar:
í fyrra ákvað bæjarstjórnin að
veita barnakeunurum bæjarins
launauppbót, er nam samtals kr.
4.500. Var þessari upphæð jafnað
jafnt niður milli kehnaranna, án
tillits til þess hvernig ástæður
þeirra og efnahagur væri.
En Sjálfstæðismenn vildu breyta
til og veita þeim einum launaupp-
bót er væru giftir og hefðu börn
á framfæri, þeim mun hærri upp-
bót, sem bömin væru fleiri, kr. 100
fyrir hvert barn, á þann hátt færð
ist upphæðin niður úr kr. 4.500 í
kr. 2.000.
Þá töldu SjálfstæðLsnjenn óhætt
að lækka áætlunampphæðina til
fátækraframfæris um 20 þús. kr.
Ástæður fyrir þeirri tillögu voru
í stuttu máli þessar:
1 útgjaldaliðnum til tryggingar
starfsCmi eru ætlaðar kr. 20 þús.
vegna hinna nýju löggjafar um
þau mál. En alt bendir til, að af
fátækraframfæri ljettist við það
útgjöld er nemi svipaðri upp-
hæð.
En auk þess er fengin reynsla
fyrir því á síðastliðnu ári, að út-
gjöld til fátækraframfæris hafa
lækkað, síðan núverandi fátækra-
fulltrúi tók við því starfi og síð-
an bærinn setti á stofn mötuneyti
og gamalmennahæli, ek fátækra-
fulltrúinn tók við starfinu á miðju
ári, og mötuneytinu var ekki
komið á fyrri en komið var fram
á haust.
í liðnum vextir og afborganir
era kr. 15 þús. ætlaðar í vexti til
Hafnarsjóðs. En Sjálfstæðismenn
lögðu til að breyta því þannig,
að fella niður 5 þús kr. af því,
en taka 10 þús. kr. þeirrar upp-
hæðar og fella saman við atvinnu-
bótafjeð. Að atvinnubótafjeð yrði
alls 85 þús kr., þar sem við tillögu
jafnaðarmanna yrði bætt 15 þús.
kr., sem ætlað er til vega og hol-
ræsa og 10 þús. kr. sem ætlað er
í vexti til Hafnarsjóðs. Með þessu
móti hækkaði krafa Hafnarfjarð-
ar til ríkisstjómar um styrk til
atvinnubóta.
Með þessu móti hefðu útsvör
Hafnfirðinga sem sagt ekki þurft
að hækka nema um rúml. 5 þús.
kr.
En spamaðartillögur Sjálfstæð-
ismanna vora allar feldar.
Sósíalistar hjeldu því fram á
fundinum, að tillögur Sjálfstæð-
ismanna nm niðurfærslu á gjöld-
um væri að miklu leyti talnablekk-
ingar.
En þeim var þá bent á, að ekki
síður væri það talnablekking, að
ætla sjer að leggja útsvör á bæj-
armenn, sem vitað væri fyrirfram,
að ekki myndu fást innheimt
vegna fjárhagsvandræða.
Slíkar blekkingar hafa endur-
tekið sig í Hafnarfirði ár eftir ár.
útsvör hafa ekki innheimst. Bær-
inn orðið að taka lán, er fram á
árið kom, og þau ián hefir ekki
veTið hægt að borga, nema að
litlu leyti.
Furðuleg blræfni
í nýkomnum Mentamálum
ber ritstjórinn, hr. Gunnar M.
Magnúss, mjer það á brýn, að
jeg fari með rangt mál, er jeg
skýri frá því, að tillögur nefnd-
ar kennara og presta um krist-
indómsfræðslu hafi verið sam-
eiginlegar tillögur allra (þ. e.
fjögra) nefndarmanna. Kveðst
hann vel geta sannað þessa
staðhæfingu sína, hvenær sem
sje. Ritstjórinn varar sig auð-
sjáanlega ekki á því, að jeg
hefi í höndum óræka sönnun
fyrir mínu máli, þar sem er
nefndarálitið sjálft. Læt jeg
hjer prenta kafla úr því, en
skjalið er ritstjóranum til sýnis
heima hjá mjer, ef hann vill.
„Nefnd sú, er fulltrúafund-
ur presta og kennara kaus 1.
júlí f. á. til þess að gjöra tillögur
um kristindómsfræðslu barna,
hjelt nokkura fundi síðastliðinn
vetur á heimili formanns, Ás-
mundar Guðmundssonar, Lauf-
ásvegi 75. Ritari nefndarinnar
var Ólafur Þ. Kristjánsson. —
Hefir nefndin orðið sammála
um það, að leggja fyrir sameig-
inlegan fund presta ogkennara
6. júlí svohljóðandi
ÁLIT.......
1. Að fyrir yngstu börn á
námsaldri verði gefnar út frá-
sögur úr Nýja testamentinu um
líf og starf Jesú, á ljettu máli
við þeirra hæfi. Myndir fylgi
og vers. Einnig gæti komið til
mála að hafa í bókinni fáeina
sögukafla úr Gamla testament-
inu, t. d. úr sögunni um Jósep.
2. Að samdar verði biblíu-
sögur, er taki við af þessari
bók, og sjeu þær ætlaðar nokk-
uð eldri og þroskaðri börnum.
Biblíusögumar sjeu úr báðum
testamentunum, og kaflarnir úr
Gamla testamentinu þannig
valdir og þeim þannig skipað,
að trúarsaga ísraelsþjóðarinnar
komi sem ljósast fram. Myndir
sjeu í bókinni....
Aðalsteinn Sigmundsson.
Ásmundur Guðmundsson.
Hálfdan Helgason.
ólafur Þ.. Kristjánsson“.
Má vera, að ritstjórann langi
til að gera Aðalstein kennara
Sigmundsson ómerkan að und-
irskrift sinni, en það væri að
bæta gráu ofan á svart.
Ásmundur Guðmundsson.
Bankabygg.
Bygggrjón,
Bæki-grjón,
Semulegrjón,
Hvítar, brúnar, gular
og grænar
BAUNIR
fást í
oLiverpoofj
það besta fáanlega.
Þurkaðir og nýir ávextir í fjöl-
breyttu úrvali.
Jóhannes Júhannsson,
Grandarstíg 2. Sími 4131.
með morgunkaffinu
Nýir kaupendur
fá blaðið ókeypis
tll næsíkomandi
mánaðamóta.
Hringið í síma 1600
og gerist
kaupendur
Dr. Guðm. Finnbogason:
Framh. af 5. síðu.
fullkomið einræði. Þeir, sem
kaupa og selja gjaldeyri, hafa
ekkert að segja. Þeir eiga alt
undir náð þeirra, sem ráðherr-
ann skipar í nefndina af frjálsu
fullveldi. Hjer virðist helst
vera gert ráð fyrir alvitrum og
algóðum fjármálaráðherra, því
að öðrum kosti mundi naumast
löggjafarvaldið fela svo ægi-
legt vald einum manni í hend-
ur, þ. e. a. s. ef það hugsar um
almenningsheill.
1 gjaldeyrisnefnd ættu auk
fulltrúa bankanna að sitja full-
trúar kaupmanna, samvinnufje-
laga, landbúnaðar, sjávarút-
vegs og iðnaðar til þess að gæta
þess, að gjaldeyris og innflutn-
ingsleyfum væfi rjettilega skift
eftir þörfum þessara aðila, en
fulltrúar bankanna hefðu neit-
unarvald, þegar sýnt væri, að
gjaldeyrir hrykki ekki til.
Ákvæðin um skipulag þess-
ara nefnda brjóta því mjög í
bág við þá reglu, að láta þá
aðila ráða, er mesta þekkingu
og reynslu hafa á málunum og
mest eiga á hættu um það,
hvernig framkvæmdin tekst.
Fiskimálanefnd, Síldarútvegs-
nefnd og Gjaldeyris- og inn-
flutningsnefnd hafa nú með
höndum þau atriðin, er heyra
undir þrjá fyrstu liði bjargráð-
anna, sem talin eru hjer að
framan. Væru þær skipaðar af
rjettum aðilum, er veldu í þær
hæfustu menn, sem völ er á,
mundu þær eflaust geta áorkað
miklu til bóta.
Dagbók.
I.O.O.F. 1 = 1171178 Va =
Veðrið (fimtud. kl. 17): Grun*
lægð yfir Húnaflóa á hreyfingu
suðaustur yfir landið. Dálítil úr-
koma hjer og hvar á V- og N-
landi. Við SV-ströndina er 2—4
st. hiti en 3—5 st. frost í öðram
landshlutum.
Veðurútlit í Rvík í dag: N-
kaldi. Úrkomulaust að mestu.
Peningagjafir til Vetrarhjálp-
arinnar: G. G. 10 kr., Starfsfólk
hjá Ölgerðin Egill Skallagrímsson
h. f. 110 kr., Starfsfólk Timbur-
veTslunar Árna Jónssonar 24 kr.,
Starfsfólk Landsbankans 110 kr.,
Ó. J. 5 kr. — Kærar þakkir.
F.h. Vetrarhjálparinnar.
Stefán A. Pálsson.
„Rauða akurliljan" nýársmynd
Nýja Bíó verður sýnd enn einu’
sinni í kvöld. Hefir kvikmynda-
hússtjóranum borist fjöldi áskor-
ana frá mönnum, sem langar til
að sjá myndina, því hinn annálaði
leikur Leslie Howards hefir frjest
víða. Svo mikil aðsókn hefir verið
að myndinni, að fólk fór jafn-
vel hjeðan suður í HafnáTfjörð til
að geta sjeð myndina, þegar hún
var sýnd þar.
Aðalfundur var haldinn á
mánudaginn var í landsmálafje-
laginu Stefni í Hafnarfirði. Var
þar skýrt frá störfum fjelagsins
á síðastliðnu ári. Fjelagið hafði
haldið allmarga fundi. Og blaðið
Hamar hafði fjelagið gefið út fram
til 1. júlí. Auk almennra fjelags-
funda helt fjelagið mjög fjöl-
menna árshátíð Sjálfstæðismanna
þ. 7. des. Formaður fjelagisns,
Loftur Bjarnason var endurkos-
inn, og meðstjórnendur Ólafnr
Einarsson og Enok Helgason.
Reykjavíknrstúkan, fundur i
kvöld kl. 8y2. Gretar Fe'lls flyk-
ur erindi .
Hjálpræðisherinn. í kvöld kl.
8y2 vakningasamkoma. Adj. Molin
stjórnar.
KeflavíknrBamskot: Lína 5 kr.,
J. G. 20 kr.
TTe.rma.nTi Jónasson forsætisráð-
herra var meðal farþega með e.s.
Lyra í gær.
Eimskip. Gullfoss er í Kaup-
mannahöfn. Goðafoss er í Ham-
borg. Brúarfoss eT á leið frá Leith.
til Vestmannaeyja. Dettifoss er á
leið til Austfjarða frá Hull. Lag-
arfoss er á leið til Austfjarða frá.
Leith. Selfoss er í Leith.
E.s. Lyra fór hjeðan í gær kl. f
áleiðis til Bergen.
Farþegar með e.s. Lyra til út-
landa í gær voru m. a. Carl Olsea,
konsúll, ungfrú Inger Olsen, Vil-
hjálmur Finsen, sendiherraritari.
Bing Crossby, útvarpssöngvar-
inn frægi leiknr aðalhlutverkið í
kvikmyndinni „Þjónn hennar há-
tignar", Bem Gamla Bíó sýndi í
fyrsta skifti í gærkvöldi. — Bing
Crossby var í fyrstu kvikmyndum
sínum hálf stirðbusalegur, en eft-
ir þessari mynd hans að dæma
hefir hann tekið miklum stakka-
skiftum upp á síðkastið. — 1 þess-
ari mynd leikur hann frægan og
forríkan útvarpSsöngvara, sem verð
ur ástfanginn í landflótta hértoga-
ynju. Til þess að komast í kynni
við hana gerist hann þjónn á
hóteli og nátúrlega spinst ými»-
legt spaugilegt út af því. í raun
og vera er efni myndarinnar ekki
annað eú rammi utan um þrjú
danslög, sem þegar era orðin
kunn hjer á landi. Lögin eru „Ifb
June in January", „Love is just
a round the cornér" og „With
every breath I take“.