Morgunblaðið - 17.01.1936, Page 8

Morgunblaðið - 17.01.1936, Page 8
MÖRGUNBLAÐIÐ Föstudaginn 17. jan. 1936. 5 Húllsaumur Lokastíg 5. Otto B. Arnar löggiltur út- varpsvirki, Hafnarstræti 11. — Sími 2799. Uppsetning og við- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. Úraviðgerðir afgreiddar fljótt og vel af úrvals fagmönnum hjá Áma B. Björnssyni, Lækj- artorgi. Tek að mjer vjelritun. Friede Pálsdóttir, Tjarnargötu 24. Sími 2250. Sokkaviðgerðin, Tjarnargötu 10, 2. hæð, gerir við lykkjuföll í kvensokkum, fljótt, vel og ódýrt. Sími 3699. ðr dagbókarblöðum Reykvíkings. Sannudagsblað Tímamanna, „Dvöl“, lognaðist út af um áramótin, hefir a. m. k. ekki sjest á ferli síðan um jól. Mælt er að rit þe'tta hafi dáið úr leiðindum. Dömuklippingamar í Kirkju- stræti 10 eru unnar af æfðum fagmannr. Sími 1697. Tannlækningastofa Jóns Jóns- sonar læknjs, Ingólfsstræti 9, opin daglega. Sími 2442. 2303 er símanúmerið í Búr- inu, Laugaveg 26. Munið Permanent í Venus, Austurstræti 5. Ábyrgð tekin á öllu hári. Kaupí gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. j A (þýðublaðið birti um það j fregn, að sænska jafnaðar- , mannastjórnin vilji lækka tekju- , og eignaskattinn. En vegna þe'ss | að fregnin passar ekki sem best í „kram“ Alþýðuflokksins, hefir blaðið feitletraða fyrirsögn fyrir fre'gninni, þar sem sagt er að jafn- aðarmannastjórnin vilji hækka skattana. Þetta er ósvikin Alþýðu- blaðsblaðamenska. * Fiskimálaráðunautur Oscar Sund í Bergen hefir ritað grein um at- vinnuskilyrði í Vestur-Grænlandi. Ritgerð hans er í „Polaraarbog". Þar segir hann að 60,000 manna muni geta lifað af fiskiveiðum í Grænlandi, ef atvinnulífið verði leýst þar úr fjötrum einokunar. * Annar Norðmaður, Lidtveidt að nafni, ritar grein um landbúnað- arhorfur á Grænlandi. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, .að þar sje ein miljón hektara af ræktanlegu landi, og þar verði m. a. hægt að fá fóður fyrir 60C þús. fjár. • Kona ein í Englandi vildi skilja við mann sinn vegna þess að hann hugsaði meira um knattspyrnu en eiginkonu sína. Málið var lagt í dóm, er komst að þeirri niðurstöðu, að ef menn mættu ekki hafa áhuga fyrir knattspyrnu í Englandi, þá væri þar ólifandi fyrir margan eigin- mann. Hún fekk því ekki skilnað. * j Móðir ein gerði þá fyrirspurn í blaði, hvernig hún ætti að fara 1 að því að fá dóttur sína til þdss að æfa sig á píanó. Þó hún borg- aði dótturinni 50 aura, þá hefði* það engin áhrif. Blaðið getur þess til, að 50 aura verðlaunin hafi orðið áhrifalaus, vegna þess að einhver nágranninn hefði borgað telpunni krónru ! * I Elsti maður í heimi er nói talinn vera maður að nafni Memo í ; Peuleme'r í Tyrklandi. Hann kveðst vera 141 árs. Hann er við góða heilsu. j Fyrirrennari hans, sem „elsti maður“ Zaro Agha, þóttist vera , ennþá eldri. En áður en hann and- aðist fóru meún að efast um að hann segði rjett til um aldur sinn. * Sagan endurtekur sig. Hitlers- sinnar notuðu í kosningabaráttu kjarnyrðið „Hitler eða glundroði“ (Kaos). Sósíalistar í Danmörku tóku upp þessá hugmynd nasist- anna við síðustu kosningar og hrópuðu: „Stauning eller Kaos“. Menn kusu Stauning, eins og þeir höfðu kosið Hitle'r áður. Nýir kaupendur að Morgun- blaðinu fá blaðið ókeypis til næstkomandi mánaðamóta. JC&rui£ci' Kenni bókband bæði nýbyrj- endum og eins framhaldsnem- um. Lögð er áhersla á að kenna þannig að menn geti sjálfir bundið sínar eigin bækur í heimahúsum. Rósa Þorleifsdótt- ir, listbókbindari, Lækjargötu 6 B. Best að auglýaa f morgunblaðinu. Jáuyts&ajutv Flautukatlar fást í Breið- fjörðsbúð. | Kaupi gull hæsta verði. Árni Björnsson, Lækjartorgi. j Matur og kaffi með sann- gjörnu verði í Café Svanur við I Barónsstíg. Döf útilokar hurðarskelli. — Hringið á skrifstofu Iðnsanr- bandsins, Suðurgötu 3, sími 3232. Kjötfars og fiskfars, heima- tilbúið, fæst daglega á Frí- kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. Veggmyndir og rammar í fjölbreyttu úrvali á Freyju- götu 11. Jeg hefi altaf notaðar bif- reiðar til sölu, af ýmsum teg- undum. Tek bifreiðar í umboðs- sölu. Það gengur fljótast að framboð og eftirspurn sje á ein- um og sama stað.. Sími 3805- Zophonías Baldvinsson. Kaupi ísl. frímerki, hæsta verði. Gísli Sigurbjörnsson.. Lækjartorgi 1 (opið 1—4 síðd.> Silkisokkar á aðeins kr. 1.90- parið í Versl. Ingibj.. Johnson- Sími 3540. Husmæður! Ef ykkur vantar fisk þá hringið í síma 1669. Sel gull. Kaupi gull. Sigur- þór Jónsson, Hafnarstræti 4. Allir Reykvíkingar iesa auglýsingar Morgunblaðsins. Fimm menn um miljón. 13. hafa verið að skemta þjer í níu mánuði, og ætl- ast til, að allir aðrir hverfi úr sögunni á svip- stundu“. „Jeg kvarta aðeins yfir baróninum. Nú getur hann dregið sig í hlje“. „Getur hann það?“ „Þú ætlar líklega ekki að telja mjer trú um að þjer lítist vel á manninn?“ Hún hugsaði sig um. „Je'g veit eiginlega ekki, hvort mjer geðjast að honum eða ekki. Að vissu leyti er hann aðlaðandi, og hann er laglegur. — Hann hlýtur líka að vera bráðvel gefinn-------“- „Nei, nú tölum við ekki meira um hann“, tók hann fram í fyrir henni, og tók hana aftur í faðm sinn. Fyrir utan Kentucky, sat hún kyr í va'gninum, til þess að taka upp varalit sinn og líta í spegilinn. „Þú ert hræðilega harðhentur, Charles“, kvein- aði hún. „Og þú ert óleyfilega yndisleg“, svaraði hann í -afsökunarróm. Strax og þau komu inn í salinn, fóru þau að dansa. — Hitt fólkið var sest við borð niðri í salnum og farið að tala um, hvað það ætti að fá sjer að borða. Þegar hljómsveitin hætti fað spila, Ieiddi hann hana að litlu drykkjuborði. „Lucilla, jeg er víst ekki sjerlega skemtilegur í kvöld, vina mín. Þessi náungi fer í taugarnar á mjer. Við skulum sitja hjema dálitla stund“. „Já, það skulum við gera. Við skulum fá okkur kampavínscocktail og haldast í hendur, þá verður alt gott“. „Mjer líður þegar betur“. Þau sátu þarna í tuttugu mínútur og alt var að falla í Ijúfa löð á milli þeirra, þegar de Brest birt- ist alt í einu. „Okkur finst við einmana og yfirgef- in“, kveinaði hann. „Ungfrú Bessiter, veitist mjer sú ánægja“, og hann hneigði sig djúpt. „Ungfrú Bessiter vill ekki dansa þessa stund- ina“, skaut Dutley inn í. Lucilla kinkaði kolli því til samþykkis, og brosti um leið vingjarnlega til hans. Hann hneigði sig aftur. „Þá bíð jeg“. „Þjer getið 'verið viss um, að þjer fáið að bíða lengi“, tautaði Dutley og horfði á eftir honum. „Vertu nú ekki barnalegur“, sagði Lucilla hlæj- andi. „Þú getur varla búist við, að hann taki trú- lofun okkar hátíðlega. Hann hefir aldrei sjeð okk- ur saman fyr“. „Jeg skal sjá um, að hann taki hana hátíðlega, vertu viss. Heldurðu, að við þolum einn kampa- víns cocktail 1 viðbót?“ „Já, en vonandi þarf jeg ekki að gera mikið á morgun“, andvarpaði hún. „En það þarf jeg. Sir Matthew kemur klukkan átta í fyrramálið, til þess að tala við mig“. „Jeg skil ekki, að þeir skuli ekki láta þig í friði. Ef þú hefðir nokkurn tíma skift þjer af rekstri fyr- irtækisins, og hefðir vit á því, væri öðru máli að gegna“. „En það hefi jeg áreiðanlega ekki. Jeg er að eins æðsti maður þar. Bara að jeg væri það ekki. Jeg hugsa, að jeg dragi mig í hlje, þegar við erum gift. Mig óar við brjefahrúgunrii, sem liggur á skrifborðinu mínu.“ „Miljónamæringur, sem ekkert gerir, hefir engu að síður sínar skyldur“, mælti hún. „Það er ekki víst, að jeg verði miljónamæring- ur alla æfi. Þætti þjer leiðinlegt, ef jeg væri það ekki. Jeg myndi ekki sakna þess sjálfur“. „Jeg elska peninga", játaði hún. „Og jeg fæ ekki skilið, hvernig þú gætir hætt að vera milj- ónamæringur. Fólk tekst á loft, bara ef það heyrir nafnið Boothroyd nefnt. Þú hefir líka ágætis mann til þess að stjórna fyrirtækinu. Sir Matthew gamla Parkinson“. „Sir Matthew er hygginn maður“, samþykti Dutley.------„Hver þremillinn!“ Þarna stóð .de Brest í annað sinn fyrir framan þau, með hárið snyrtilegar kembt en nokkru sinní" áður, brosandi sínu hrífandi brosi, og hneigði sig eins og hirðmaður. Dutley leit á hann ógnandi augnaráði, án þess að segja orð. „Jeg leyfi mjer að spyrja enn einu sinni, og vona, að ungfrú Bessiter ætli ekki að vera svona slæm við mig í alt kvöld?“ Eftir á var Dutley hissa á framkomu sinni. Hann var venjulega stiltur og rólegur að eðlisfari og hafði góða stjórn á sjer. Meðal kunningjanna 'var alment álitið, að ómögulegt væri að koma honum úr jafnvægi, og þó var enginn vafi á því, að hann misti alt taumhald á skapsmunum sínum við þetta tækifæri. „Látið okkur í friði“, sagði hann reiði- lega. „Hversvegna haldið þjer stöðugt áfram að trana yður fram?“ Lucilla horfði á hann steinhissa. De.Brest varó ennþá fölari yfirlitum, en hann átti að sjer. „Skiljið þjer ekki, hvað jeg er að segja“, spurði Dutley og stóð upp. „Farið til hinna og látið okk- ur í friði. Skiljið þjer ekki, að 'við viljum vera í friði fyrir yður?“ „Mjer finst þjer vera nokkuð ósvífinn“, sagði de Brest, og var nú farið að síga í hann. „Jæja, yður finst það?“, Dutley stóð nú and- spænis de Brest, sem var dálítið hærri en hann. Það verður ekki vitað með vissu, hvort baróninn ætlaði að slá eða ekki, en það var engu líkara, er hann gekk eitt skref áfram, með krepta hnefa, vonskulegur í.framan. Dutley, sem 'var snar í snúningum og var nýkominn heim úr ferðalagi, þar sem áflog voru daglegir viðburðir, lagði til höggs með hnefanum, sem lenti beint á kjálka barónsins. Gólfið var hált, og de Brest misti jafn- vægið, fálmaði út í loftið með báðum höndum og fjell aftur yfir sig. Dutley laut niður að hon- um. „Mjer þykir þetta leitt“, sagði hann í afsök- unarróm, og rjetti út höndina, til þess að hjálpa honum á fætur. Hópur af fólki hafði safnast sam- an í dyrunum. Þjónn kom hlaupandi að, og de

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.