Morgunblaðið - 23.01.1936, Blaðsíða 5
Timtudaginn 23. jan. 1936.
MORGUNBLAÐIÐ
5
9
Ðræðsla sfjérnarblalSanna viff skýrslu S. I. F.
uin Gismondi-samninginn.
'FRAMH. AF ÞRIÐJU SlÐU.'
þús. sterlingspundum, eins og
Gisrnondi taldi að þau kostuðu
sig, á þann hátt að hækka fisk-
verðið, sem þessu næmi. Ár-
angur ferðar framkvæmdar-
;st.jóranna varð því sá, að ekki
aðeins var komið í veg fyrir
að innflutningurinn minkaði
stórkostlega, eins og sýnilegt
var að verða mundi án samn-
inga við Gismondi, heldur óx
hann frá því, sem verið hafði
árið áður. Og að ekki aðeins
var komið í veg fyrir verðfall,
heldur hækkaði verðið.
Að ná þannig megin fisk-
markaðinum á Italíu fyrir þetta
ár, áh nokkurra fríðinda frá
Islands hálfu, var ekki aðeins
miljóna króna ávinningur fyrir
íslenska fiskeigendur, heldur
má það kallast eitt hið merki-
legasta viðskiftaafrek.
Blygðunarlausir
menn.
Alþýðublaðið og Nýja dag-
blaðið höfðu hvað eftir annað
með ógurlegum svigurmælum
heimtað skýrslu um þetta mál
af stjórn S.Í.F. Skýrslan kom,
og sýndist þar stungið nokkuð
greinilega upp í árásarmenn-
ina. Hafa víst margir búist við,
að blöð þessi myndu birta
skýrsluna þegjandi, og reyna
að láta alt gleymast. En því
: fór f jarri að þau tækju það ráð.
Skýrsluna, sem þau höfðu
heimtað, neituðu þau nú að
' birta, en hófu í þess stað 3f
nýju hinn herfilegasta ósann-
indavaðal um málið.
Þetta er nú útaf fyrir sig
• ekkert merkilegt.Jónas Jónsson
héfir gefið sig svo gjörsamlega
. á vald rógburði og ósannind-
'um í landsmálum, að hann
virðist hafa mist alt sjálfræði,
og dansa þar einskonar „slöngu
dans“. — Hvað Alþýðublaðið
snertir, þá er aldrei hægt að
vita fyrir fram, hvenær atvinnu
lygari muni nema staðar, og
hvenær hann muni greiðka
. sporið. Og þetta varðar raun-
ar engu, þegar maðurinn er
orðinn kunnur, eins og er um
báða þá menn, sem hjer eiga
hlut að máli.
Umhyggjan fyrir
fisksölunni.
Það hefir verið deilt um það,
hvorir muni af meiri einlægni
láta sjer ant um það, að fisk-
. sala Islendinga takist vel: fisk-
eigendurnir sjálfir, mennirnir,
sem eiga fje sitt, sjálfstæði og
brauð undir því, að fisksalan
takist vel, eða þeir menn, sem
árum saman, jafnvel í áratugi
hafa ófrægt þá of ofsótt. Þetta
er alveg óþörf deila. Það er
vonlaus rógburðarherferð, sem
Tíminn og Alþýðublaðið hafa
farið þarna á hendur S.Í.F. —
Allir heilvita menn eru sann-
færðir um það, að þegar stjórn
S.Í.F. fer eða sendir t'il mark-
aðslandanna, þá gerir hún það
í þeim tilgangi, og með ein-
lægan vilja á því að vinna fisk-
sölumálum Islands gagn.
En enginn trúir því, þegar
J. J. tekur sjer ferð á hendur
til markaðslanda íslensks fisks,
maðurinn, sem árum saman
hefir ofsótt íslensku fiskútflytj-
endur, og er með öllu blind-
aður af óvild til þeirra, að hann
fari þangað af umhyggju fyrir
fiskeigendum til þess að greiða
götu fisksölumálanna.
Allir vita, að ofstopaárás
Tímans og Alþýðublaðsins á S.
I. F. er ekki sprottin af um-
hyggju fyrir fisksölumálunum,
heldur af gremju yfir því, hve
seinvirk fisksöluvandræðin eru
í því að steypa Kveldúlfi og
öðrum fiskútflytjendum, sem
þau hata.
Málið er því ofur einfalt, og
gæti jafnvel verið dálítið kími-
legt nú, þegar rógberarnir eru
komnir í gapastokkinn, — ef
ekki væri einmitt ein mjög al-
varleg hlið á því, en hún er
þessi: Það er að sönnu engin
hætta á öðru en að íslenskir
útvegsmenn og fiskútflytjendur
beiti hjer eftir, eins og hingað
til, viti sínu og orku til þess að
sigrast á markaðsörðugleikun-
um. Þetta liggur í hlutarins
eðli, því ella er lífsstarf þeirra
að engu orðið, og framtíð þeirra
í veði. Og það er ekki ástæða
til annars en að ætla, að þeim
muni takast giftusamlega, ef
þeir mættu einir um vjela. Til
þess bendir fortíðin, sem sýnir
það, að íslenskir fiskútflytj-
endur hafa unnið fiskmarkaði
af hverri þjóð, sem þeir hafa
átt við að keppa, þrátt fyrir
það, að þessar samkepnisþjóðir
hafa notið stuðnings og vel-
vildar ríkisstjórna sinna, en ís-
lenskir fiskeigendur átt auk
annars við óvild og meinbægni
þings og stjórnar að stríða á
seinni árum.
En nú eru fisksölumálin að
hálfu leyti gengin úr höndum
fiskeigendanna sjálfra, þar sem
innflutningurinn til aðalmark-
aðslandanna er nú skamtaður
eftir samningum milli rikis-
stjórna. Þessi þáttur íslensku
fisksölunnar er því nú kominn
í hendur ríkisstjórnarinnar og
stuðningsmanna hennar, ein-
mitt þeirra manna, sem bera
óvildarhug til fiskeigendanna
og hafa unnið að því, af ofur-
kappi, og beðið þess með ó-
þreyju, að þeir biðu skipsbrot
í atvinnurekstri sínum. Margir
þeirra hafa engan skilning á
því, hvert þjóðhagsmál fisksölu
málin eru, og aðrir kunna ekki
að greina milli útgerðarmann-
anna, sem þeim er illa við, og
útgerðarinnar sjálfrar.
Þessi staðreynd vekur kvíða
þjóðhollra og hugsandi manna
um það, að íslenska stjórnin,
eins og hún nú er skipuð og
studd, muni ekki bera gæfu til
þess, að ná hagkvæmum samn-
ingum fyrir hönd íslenskrar út-
gerðar við fiskneyslulöndin. —
Að hugur þeirra til útgerðar-
manna og fiskútflytjenda muni
anda köldu á samningagerð-
irnar með þeim árangri, að
markaður fyrir íslenskan fisk
þverri í Miðjarðarhafslöndun-
um.
1 nafni sánnleika
og siðsemi.
Bæði blöðin, það, sem Danir
eiga og það, sem lifir á hnupli
innanlands, látast tala af mik-
illi hrygð um skort á sann-
leiksást og sönnu siðgæði hjá
andstæðingum sínum.
Þrátt fyrir þetta alt, er þetta
siðgæðisskraf einna væmnast af
öllu í þessum rógskrifum. Blöð,
sem heíst taka af skipbroti
menn, sem hrakið hefir svo
langt undan landi æru og sið-
semis, að hvergi sjer til lands,
og láta þá vinna það sjer til
lífs og matar, að bera lof á
húsbændurna og hælbíta sak-
lausa menn, ættu ekki að auka
því við ánauð þeirra að láta
þá tala um sannleika og sið-
gæði. Og maður, sem lætur Sig-
fús frá Höfnum og hrossakjöts-
salann þjóna fyrir altari í þjóð-
málamusteri flokks síns, ætti
ekki að tala í vandlætingartón
um siðsemi og andlegt hrein-
læti í þjóðmálum.
Þetta er væmin sjón og
klýgjugjörn, en hitt skoplegt,
að horfa á þá Jónas Jónsson
og Sigfús Sigurhjartarson, þann
er stórvirkastur er í nafnlausu
níði í Alþýðublaðinu. Fyrir
skömmu hnakkrifust þeir og
báru hvorn annan æruleysis-
sökum. Nú tengjast þeir bandi
handa, og leggja báðir hinni
hendi ríting í bak þess, f jelags-
skapar sem útvegurinn á mest
undir að sem best farnist.
Sækjast sjer um líkir.
Nýtt kjðtfars
og fiskfars, daglega.
Milnersbúð.
Laugaveg 4S.
Sími 1505.
Höfuj
flestallar algengar
Bókfærslubækur
svo sem:
Höfuðbækur, Kladda, Dag-
bækur o. fl.
Ennfremur allskonar
ritföng.
'Bókaverslun
Þór. Ho Þorlákssonar
Bankastræti 11. Sími 3359.
Atvinnurekendur!
Jeg er duglegur og ábyggi-
Iegur og óska eftir fastri at-
vinnu. Reynið mig og jeg
skal sína að jeg dugi. Tilboð
merkt: „Staða“, sendist
A. S. í.
Ef þjer þurfið að Iðta mynda yður
eðá börn yðar, þá'athugið sjálf hvar yður virðist mynd-
irnar bestar. Látið ekki ginnast af sjúklegri sjálfhælni, og
skrumi þeirra, er treysta dómgreindarleysi yðar.
Án þess að fullyrða að alt sje best hjá okkur, ábyrgj-
umst vjer'fyrsta flokks vinnu og efni, og þótt vjer höfum
engan ímyndaðan „einkarjett" á tölu smámynda, tökum
vjer eins og áður 16 og 36 foto og stækkum eftir þeim.
Sömuleiðis tökum vjer hinar vinsælu tegundir „Visit“
og „Kabinet“, sem þrátt fyrir alt munu standa fremstar,
og ná fínustu útfærslu, vegna hins negativa retouch.
Stækkað eftir gömlum myndum í allar stærðir. .
Virðingarfyllst,
Jóii J. Dahlmano,
Laugaveg 46.
Hugleiðingar Guðm. Finnbogasonar
FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU.
inn fyrir kr. 258.591, en auk
þess kartöflumjöl fyrir kr. 42.-
925, eða samtals kr. 801.516,
en það er rúmum 100.000 ki\
minna en árið áður (1932).
Garðræktin.
Rótarávexti, grænmeti og
kartöflumjöl ættum vjer brátt
að geta framleitt nægilega í
landinu sjálfu, og aldinakaup
gætu talsvert minkað að sama
skapi og vjer aukum grænmet-
isframleiðsluna, aldinafram-
leiðslu við laugahita og not inn-
lendra berja. Kartöflurækt hef-
ir verið prjedikuð hjer á landi
síðan um 1760 og það er ekki
minkunarlaust, að 'vjer skulum
enn þá flytja inn erlendar kart-
öflur. Yjer sðttum á einu ári að
geta aukið kartöflurækt um
það, sem innflutningnum nem-
ur. En 'vjer eigum að auka hana
langt fram yfir það. Eftir bún-
aðarskýrslunum fyrir árið 1932
var kartdfluuppskeran hjer á
landi það ár 4452300 kg., en
innfluttar kartöflur 2234622
kg., samtals 6686922 kg. Það ár
voru landsmenn 111555 og
verður eftir því neyslan um 60
kg. á mann.
Til samanburðar má geta
þess, að í ritinu Die Welt in
Zahlen eftir WI. Woytinsky,
Berlín 1926, segir, að árið 1910
hafi kartöflunotkun í kg. á
mann verið sem hjer segir:
Þýskaland 670, Austurríki 470,
Belgía 320, Svíþjóð 300, Dan-
mörk 290, Noregur 240. Árið
1932—1933 var kartöflunotkun
í Þýskalandi 622.7 kg. á mann
og í Noregi virðist hún sama ár
hafa verið 295 kg. á mann, en
auk þess var þar varið 75511000
kg. til brennivíns- og mjölvis-
framleiðslu. Vjer sjáum.þá, að
Þjóðverjar nota kartöflur 10—
11-falt á við oss, Svíar 5-faIt,
Norðmenn og Danir 4—5-faIt,
svo að oss er óhætt að þerða
róðurinn áður en hætta verður
á ofáti í kartöflum. Og ef vjer
viljum neyta brennivíns, virðist
sjálfsagt að gera það úr inn-
lendum kartöflum eins og Norð
menn.
Það er kunnugt, að fátæka
fólkið á Irlandi lifir mestmegnis
á kartöflum. M. Hindhede fór
þangað vorið 1926 til að kynna
sjer þetta og dvaldi um tíma i
einu fátækasta hjeraðinu á
Vestur-írlandi. Hann segir, að
einmitt í kartöfluhjeruðunum
sjeu heilbrigðustu og þrótt-
mestu mennirnir á Irlandi.
„Það. getur því ekki“, segir
hann, „verið neinn efi á því, að
kartöflur eru holl fæða. Ef til
vill er ekkert annað næringar-
efni betur fallið til að skapa
heilbrigði, en einmitt kartöfl-
ur“.(M. Hindhede: Fuldkomm-
en Sundhed og Vejen der tiL
Khöfn 1934, bls. 63).