Morgunblaðið - 28.02.1936, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.02.1936, Blaðsíða 2
t mmm M6ISÍINB LADIÐ Föstudaginn 28. febr. lð®6. ^lorgmiBlaJÍÍ) Útget.: H.Í. Árvakur, Reykjavfk. Ritatjörar: J6a KJartansson, Valtýr Stefánsson. Ritstjám og afgrelSsla: Austurstrasti 8. — Sími 1600. Auglýsingastj6ri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Síml 3700. Heimasímar: Jön Kjartansson, nr. 874Í Vaitýr Stefánsson, «r. 4220. Árni Óla, nr. 3S4S. B. Hafberg, nr. 377». Áskriftagjald: kr. 3.0» á mánuSi. í lausasöiu: 10 aura eintakiS. 20 aura meS Lesbók. Vilji fiskeigenda. Öfbeldisframkoma Fiskimála- liéfndar gegn sölutilraunum S. íi »F. á frystum fiski til Banda- ríkjanna hefir vakið geysilega óifriægju meðal fiskeigenda. Skrif Hjeðins Valdimarsson- ari,formanns Fiskimálanefndar, hafa síður en svo orðið til þess að sefa óánægjuna sem fyrir var. Bátaeigendum finst það standa Hjeðni nær að beitast fyrir lækkun á olíunni til fram- leiðslunnar, heldur en að „kasta 9ljju á eldinn“ í fisksölumálun- um. r, Það er herfilegur misskiln- iflgjir á hlutverki Fiskimála- nþfndar, að hún megi nokkurn tímA,(verða til þess að bregða íjfíÁ fyrir merkilegar markaðs- nýjungar. Það er líka misskilningur á hlutverki S. í. F., að það megi aldrei fást við neitt nema salt- fisksölu. Það liggur í hlutarins eðli að verkefni þeirrar stofnunar, sem framleiðendur hafa sjálfir kom- i^,á fót til þess að selja afurðir sínar, hlýtur að fara eftir því, s^m markaðsskilyrðin heimta á hjy^rjum tíma. Þótt upphaflega væfj aðeins gert ráð fyrir salt- fiskssölu, liggur málið öðru vísi fyrir nú, þegar fjelagsskapur framleiðenda hefir opnað mark- að fyrir annan fisk. Þegar freðkjötssalan hófst til Ertl^Iands fyrir nokkrum árum, hefði ekki þótt sanngjarnt, að verslunin með þá vöru hefði verið dregin úr höndum Sam- bartds ísl. samvinnufjelaga, með þeim forsendum að sambandið hefði til þess tíma aðeins flutt út saltkjöt. En það er nákvæmlega jafn fráleitt að Fiskimálanefndin hrifsi undir sig sölumeðferð freðfisksins úr höndum S. í. F., vegna þess að S. .1. F. hafi hingað til ekki flutt út annað en saltfisk. Fiskeigendur verða sjálfir að hafa úrslitaatkvæði um sölu- meðferð vöru sinnar. Og það er alveg furðulegt að þeir menn, sem altaf eru með „Iýðræði“ á vörunum skuli alveg hafa geng- ið fram hjá þessu atriði: vilja fiskeigenda. Nefnt hefir verið að halda aukafund í S. 1. F. Slíkur fund- ur skæri úr um það, hverjum augum fiskeigendur líta á með- ferð mála sinna. Þar gæti Hjeð- inn svo fengið traustsyfirlýs- ingu — ef það sýndi sig að hann væri að berjast fyrir mál- stað fiskeigenda. UPPREISNA STOFNUÐU Tl BLÓÐBAÐS! RMENNIRNIR L HRYLLILEGS k % f Foringinn á Vetrarolympsleikjunum, <• ^♦❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖í* KAUPMANNAHÖFN 1 GÆRKVÖLDI. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. T TPPREISNIN í Japan hefir nú verið kæfð. 1 ^ gær höfðu uppreisnarmenn allmargar opin- berar byggingar á valdi sínu og neituðu að hverfa á brott úr þeim nema gegn skilyrðum. Kröfðust þeir þess fyrst og fremst að mynduð yrði herforingjastjórn, með fas- istiskri stefnuskrá. Stjórnin vílaði fyrir sjer að beita hervaldi gegn uppreisnarmönnum, og vildi koma í veg fyrir frekari blóðsúthellingar. Seint í dag bárust svo skeyti frá Tokio, sem herma að uppreisnarmennirnir sjeu nú að hverfa aftur til setuliðsstöðva sinna og hafi lagt niður mótþróann gegn stjórninni. Uppreisnin hófst um dagmál í fyrradag. Stofnuðu upp- reisnarmenn til eins ægilegasta blóðbaðs, sem eigi verður jafn- að við annað en Hugenotta-morðin á Bartholemeusnótt. 3000 vígalegir hermenn rjeðust með alvæpni inn í bústaði ráðherranna. Þeir óðu inn í svefnherbergi þeirra og myrtu bæði Okada og Saito í rúmum þeirra. Takahashi særðist hættulega og ljest úr sárum í dag. Morðin hjeldu áfram í margar klukkustundir. Jafnvel þjónustufólk stjórnmálamannanna var myrt. Samtals er talið að 80 stjórnmálamenn og embættismenn, ásamt þjónustufólki þeirra, hafi verið myrtir. Meðal hinna myrtu eru, auk þeirra sem áður var getið, Susuki aðmíráll og Watanabe hérforingi. Markmið uppreisnarmanna var að koma því til leiðar að herforingjastjórn, sem berðist fyrir sameiningu Austur-Asíu- þjóða, tæki við völdum í Japan. Japíanska stjórriin sagði af sjer í gærkvöldi. Þar til ný stjórn hefir verið mynduð gegnir Goto, fyrverandi innanríkis- ráðherra, forsætisráðherrastöfum. Goto er hægrimaður og talinn hlyntur þjóðernissinnum. Einkaráð keisarans hefir setið á ráðstefnu í dag og rætt ástandið. Hitler var viðstaddur þegar fyrsti íshóeliey leikiMnn fór fram á Vetrarolympsleikunum, sejn nýlegá eTu hjá liðnir. Lengst til vinstri er von Halt, þá Hitler, von Tschammer und Osten og dr. Göbbels, Að balci Hilers er Brúekner. Nm ætlar Eden að bcra fravai frlflarfillögiir! Eden og Grandi á ráðstefnu í gær. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. p DEN hefir verið falið að reyna enn á ný að koma á sættum í Abyssiníudeilunni! Var tekin ákvörðun um þetta á ráðherrafundi í London í gær. Áttatíu stjórnmálamenn og embættismenn voru myrtir. U P P R E I S N I N VAR BÆLD NIÐUR í GÆR. Þjóðernissinnavinurinn Goto gegnir m I forsætisráðherrastörfum. I Genf hefir uppreisn- in í Japan vakið mikinn ugg og kvíða. Stjórn- málamenn eru sammála um að afleiðing hennar geti orðið sú, að Japanir ráðist á Rússa. Ennfremur óttast þeir að Japanir muni nú taka upp á- kafari stjórnmálastefnu í Kína og traðka á rjettindum og hlunnindum Breta og Banda- ríkjamanna þar. Þá er búist við að uppreisnin muni hafa þau áhrif í Evrópu, að stórveldin þori ekki að ráð- ast í nýjar refsiaðgerðir gegn ítölum. Páll. Skæð kolera í Síam. London 27. febr. F. Ú. Skæð kólera gengur nú í Siam, og deyja menn hundruðum saman úr veikinni á hverjum degi í Hangkok. Alt er gert, sem mögu- letgt er, til að hindra útbreiðslu veikinnar, og stórar fjárhæðir hafa verið veittar til þess að berj- ast gegn henni. Til dæmis er búið að bólusetja hálfa aðra miljón manna. Horfur á því að sam- komulag náist eru tald- ar góðar. Grandi, sendi- herra ítala í London, og Anthony Eden sátu á margra klukkustunda ráðstefnu í dag. Pál1- Breski flotinn í Miðjarðarhafi. Berlín 27. febr. F. Ú. I nýútkominni grein í ítalska blaðinu „Giornale d ’ Italia“ er rætt um hernaðarviðbúnað Breta í Miðjarðarhafinu, og segir. þar, að þessar ráðstafanir Breta liljóti að trufla gersamiega jafnvægið á Miðjarðarhafi, og hið eðlilega stjórnmálaástand þar um slóðir. Kastar biaðið fram þeirri spurn- ingu. hvort ekki væri ástæða til, að ítalía segði upp Locarno-sam- þyktinni, ef þessu færi fram hjer eftir, sem hingað til. Ósló 27. febrúar. Stórsíldarveiðarnar við Noreg hafa gengið betur það sem af er stórsíldarvertíðarinnar en dæmi eru til áður. Byrjuðu veiðarnar í desembermánuði síðastliðnum seint og nemur aflinn nú þegar yfir 4 miljónum hektolítra. Ef að venju lætur, er besti síldveiðatíminn nú fyrir höndum. (NRP—FB). I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.