Morgunblaðið - 08.05.1936, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 08.05.1936, Qupperneq 5
löstudaginn 8. maí 1936. MORGUNBLAÐIÐ 5 Iðnáður og verslun. FRH. Vikur-úlf lulningur og ný iðnfyrirlæki. JLærðu atvinnu þína“ er kjörorðið. Frásögn úr utanför Sveinbjarnar Jónssonar, byggingai roeistara. Sveinbjörn Jónsson byggingameistari frá Akureyri, fór fyrir nokkru til útlanda, til þess að kynna sjer ýms iðnaðarmál, og vinna að undirbúningi vikurútflutnings og stofnun nýrra iðnfyrirtækja hjer. Hann hefir jafnan margar nýjungar á prjónunum. Hann hefir í allmörg ár fengist við athuganir á því, hvernig líklegast væri að gera vikur að útflutningsvöru. Blaðið hefir haft tal af honum og spurt hann m. a. um ýmislegt úr utanförinni. — Jeg fór aðallega í þrennum tilgangi: Til að athuga um mark- .aði fyrir vikur og álit Norðmanna á „Dráttarkarli“ mínum, verkfær- inu, sem jeg nefni svo, og er nötaður við að draga línu. Til að kynna mjer möguleika fyrir því að koma lijer upp raf- tækjaverksmiðju, stálofnagerð og „brikettu“-vinslu úr mó. Svo og til að hitta leiðandi menn í skipu- lags- og mentamálum iðnaðar- manna ? — Hvernig leist mönnum á vikurinn? — Yfirleitt mjög vel, hver sem árangurinn kann að verða. Markaðurinn fyxir vi(kur er tals- verður. Norðmenn og Svíar hafa notað vikurplötur í stórum stíl undanfarið til einangrunar og Danir hafa mikið álit á vikri til húsagerðar og vilja fá hann hjeð- an. En verðið verður að vera lágt. Elutningurinn til útlanda er dýr. En takist að koma vikrinum ó- dýrt í skip, verður liægt að se'lja fyrir álitlega upphæð árlega. — Hvað sögðu Norðmenn um „Dráttarkarlinn' ‘ ? — Þeir virtust vera mjög áhuga ■samir fyrir honum. Sjerstaklega leist þeim vel á að spara slit á línunni og fá lausann manninn sem dregur úr spilinu. Jeg kom einum „karli“ fyrir í mótorbát í Álasundi og var hann háitíðlega prófaður af mönnum frá fiskifjelaginu þar. „Karlinn verður í bátnum til reynslu fjrrst um sinn. — En hvað um hin nýju iðn- fyrirtæki? — Um athugun mína á raf- tækjaverksmiðju, stálofnagerð og brikettuvinslu, get jeg lítið sagt að svo stöddu. — Jeg tel ár- angurinn góðan og vona að bæði stálofnagerðin og raftækjaverk- smiðjan taki til starfa með haust- inu og framleiði hluti af nýjustu og bestu gerð, ineð aðstoð sjer- fræðing frá Noregi. — Nægilegt hlutafje' er þegar fengið í ofna- verksmiðjuna. Um briketturnar er það íað segja að danskir verkfræðingar ’hafa fundið upp nýja framle'iðslu- ;aðferð sem sparar ca. y2 af fram- leiðslukostnaði við það sem áður þektist. Je'g athugaði aðferðina, útvegaði tilboð um vjelar og jeg vona að Akureyrarbær geri til- raun í smáum stíl í sumar. — En, svo jeg víki að öðru, heldur Sveinbjörn áfram. Eins og reynsla undanfarinna ára he'fir sýnt, er það æði margt sem vjer getum búið ti] af því, sem nota þarf í landinu, og áður hefir verið keypt tilbúið, og stundum gegnum marga milHliði, frá út- löndum. En vjer verður að fá sjerfróða menn til að kcínn a okk- ur vinnubrögðin, ef vel á að fara. Við þurfum að menta iðnaðar- mennina eins og aðrar þjóðir gera, og þó öllu betur en aðrar þjóðir. Vjer erum svo fátækir, hjer má ekkert fara til spillis. Markaður- inn er svo þröngur, svigrúmið svo lítið. — Og hvernig tóku forvígismenn iðnmálanna yður ? — f einu orði sagt, prýðilega. Norðme'nn urðu síðastir til að skipuleggja iðnmá*|in hjá sj.er. þeir hafa því að ýmsu leyti bygt á reynslu annara. Enda höfðu þeir frá mörgu að se'gja og mjög góð ráð að gefa. Starfsemi atvinnufræðslunnar — Yi'ke'skoleraadet — er sjer- staklega eftirtektarve'rð og af henni getum við íslendingar mik- ið lært. „Lær dit yrke“ — lærðu atvinnu þína — er hið nýja hvatningarorð til allra unglinga á Norðurlönd- um, nema íslandi. — Hvað um Landssainband iðn- aðarmanna? — Það hefir forystu um iðn- mál hjer. f því eru öll iðnráðin (5), öll iðnaðarmannafje'lögin (7) og 15 fagfjelög hjer í Reykjavík og út um land með samtals ca 1300 meðlimum. Þessi fje'lagsstarfsemi iðnaðar- manna liefir gengið mjög vel og án allra flokkadráttar og pólitik- ur. Samt liefir dálítil róttækur hópur skorið sig út úr og virðast stjórnarvöldin rög við að veita. Landssambandinu Hð. Eitt aðal áhugamál þe'ss er að stofnsetja fasta skrifstofu fyrir starfsemina, og sótti það í því skyni um dálít- inn styrk til síðasta Alþingis. En þingmenn daufheyrðust. Hvað þeir gera á þessu þingi e'r óvíst. Hafnart'lðrður. Fimtudaginn 7. maí. Fiensborgarskólinn. var sagt upp 2. Skólanum maí, kl. 5. Gagnfræðapróf stóðust þessir 15 nemendur: Annar K. Guðmundsdóttir I. eink. 8.23, Guðmundur Þorláks- son I. eink. 7.85, Halldóra Ó. Sigurðardóttir II. eink. 6.23, Jó- hannes H. Bjömsson I. eink. 7.38, Jón R. Guðjónsson I. eink. 8.69, Kristjana P. Helgadóttir I. eink. 7-88, Kristín Ingólfs- dóttir II. eink. 6.92, Kristbjörg Erlends II. eink. 5.31, Oliver S. Jóhannesson I. eink. 8.42, Páll S. Hafstað I. eink. 7.19, Sesselja M. Finnbogadóttir I. eink. 8.00, Sigurður Jónsson I. eink. 8.46, Þorkell Magnússon I. eink. 8.27, Þórunn K. Helga- dóttir II. eink. 5.81, Valgeir Ó. Gíslason II. eink. 6.42. Kristín Ingólfsdóttir var að- eins í skólanum í vetur. — Einn nemandi, er kom afar illa und- irbúinn í skólann, stóðst eigi prófið. Annar gekk ekki undir próf. Alls voru í 3. bekk 17 nemendur. Þegar flestir voru í skólanum í vetur, voru nemendur 71. I 2. bekk voru 25, en í 1. bekk 29. Þrír þessara nemenda tóku eigi þátt í öllum námsgreinum. Flestir voru alt skólaárið. í „heimavist“ voru 6 nemend- ur. Greiddi hver þeirra skóla- stjóra 65 krónur í. verukostnað, að undanteknum einum, er borðaði lengst af annars staðar. Kennarar skólans voru hinir sömu og áður, nema að síra Garðar Þorsteinsson kendi stærðfræði í 3. bekk. Heitið var einum verðlaunum nemanda þeim, er best svaraði við vorpróf spurningum í dýra- fræði. Verðlaunin voru 20 krón- ur í peningum og ljóðabók. — Verðlaunin hlaut nemandi 1. bekkjar, Jónas Hallgrímsson úr Hafnarfirði. Hæstu einkunn yfir skólann,. 9.45, hlaut nemandi 1. bekkjar, Hanna Valdimarsdóttir úr Hafn arfirði. Skólastjóri gat þess við skóla- uppsögn, að nú útskrifuðust úr skólanum síðustu nemendur síra Þorvaldar Jakobssonar, en hann ljet af kenslu fyrir tveim- ur árum. Að lokinni skólaupp- sögn sendu þesgir nemendur síra Þorvaldar honum símskeyti í þakklætis- og virðingarskyni, en hann dvelur nú í Reykjavík hjá syni sínum, Finnboga Rút verkfræðingi. Við skólann hafði síra Þorvaldur kent í 13 ár við afbragðsorðstír, eins og kunn- ugt er. Krónuveltan. Nöfn áskorenda eru prentuð með feitu letri, en nöfn þeirra, sem skor- að er á, undir með grönnu letri. Valdimar Stefánsson, Lækjarg.: Finnboga J. Arndal, sýsluskrifara. Ara Þorgilsson, gjaldkera. Jóhann Þorsteinsson, kennara. Loftur Bjarnason, Hafnarfirði: Geir Zoega, kaupmaður. Sigurjón Arnlaugsson, verkstj. Jón Einarsson, verkstjóri. Ól. Tr. Einarsson, Hafnarfirði: Halldór M. Sigurðsson, kaupfjel.stj. Þórarinn Böðvarsson, framkv.stj. Einar Þórðarson, úrsmiður. Kristinn Guðjónsson: Sigurgeir Vilhjálmsson. Samúel Torfason. Jóhann Ól. Jónsson. Sverrir Halldórsson: Þórður Bjarnason, bílstjóri. Rúna Guðmundsdóttir. Guðm. Ág. Jónsson. ValgerSur Guðnadóttir, Austurg. 47: Jens Davíðsson, Hafnarfirði. Gunnar Davíðsson, verslunarm. Hf. Frú María Guðnadóttir. Una Vagnsdóttir: Jón G. Vigfússon, kaupm. Magnús Böðvarsson. Guðjón Arngrímsson. DavíS Kristjánsson: Bjarna M. Jónsson, kennara. Guðmund Gissurarson. Guðjón Gunnarsson, fátækrafulltr. Sveinbjörg Auðunsdóttir, Hellisg. 1: Frú Vernu Jóhannesd., Hellisg. 1. Frú Hjördis Guðmandsd., Fram- nesveg 1, Keflavík. Þórður Þórðarson, pöntunarstj. Frú Elísabet Böðvarsd., Strandg. 50: Frú Hulda Haraldád., Bjarkar- st. 12, Rvík. Valgeir Guðlaugsson prentari. Kjartan Guðmundsson, bílstjóri. Helga Jónsdóttir, Hverfisg. 65:, Frk. Ásta Pálsd., Kirkjuv. 15, Hf. Frú Jakobína Mathiesen. Frú Guðrún Einarsd., Ránarg. 15 Anna Kristinsdóttir: Frk. Elín Sæmundsd., Gunnars. 3. Frú Steinunn Gislad., Hverfisg. Hf. Frú Kristín Kristjánsd. Öldug. Hf. Ódýrt bðgglasmjðr, Egg- auúuöUL Mikiö úrval af garðáhðldum nýkomið í /. Tónleikar i Dómkirkjunni. Sigfús Einarsson hefir sett sjer það mark, að koma hjer upp í þessu karlakóralandi, blönduðum kór með listrænum tilgangi og menningarlegum til- verurjetti. Fyrir þetta á hann allan heiður og þakkir skilið. Kórinn hjelt tónleika í dóm- kirkjunni síðastl. miðvikudags- kvöld, en áheyrendur voru því miður miklu færri en skyldi, og margir voru frímiðarnir. Að skrifa um góða tónleika þýðir oftast að skammast yfir Ijelegri aðsókn og áhugaleysi „músíkvina“ og annara sem kvarta yfir músíkhungri og að ekkert gott komi hjer fram, en sitja samt heima ef eitthvað þessháttar býðst. Efnisskrá kórsins var hin besta sem hjer hefir heyrst á þessu sviði, og voru þar verk við allra hæfi og þó ekkert sem ekki væri listrænt. Kórinn hefir lagt fram geysi- lega vinnu og enda náð ágætum árapgri. Hann er ekki gallalaus, en samt svo kúltiveraður og fágaður, að gallarnir verða lítil- íjörlegt atriði ef vegnir eru á móti kostunum. Hann stefnir að meiri fullkomnun í efnisvali sem tækni (sbr. tónleikana í fyrra) og söng án efa engu síð- ur hin erfiðari viðfangsefni sín í þetta sinn en síðast. Hljómur- inn var prýðilegur víðast og voru kvenraddirnar sjerstak- lega fagrar — ekki síst sópran- inn. Ef tína á eitthvað til mætti helst finna að tenórnum sem stundum var dálítið pressaður. Páll ísólfsson Ijek Canzone eftir Frescobaldi og Sálm eftir César Franck af venjulegri snilli. Organið í dómkirkjunni á sjerlega vel við hið fornklass- íska verk Frescobaldis, en aftur á móti finst mjer verk César Francks, með allri sinni síðróm- antísku listauðgi, hljóma betur á Fríkirkjuorganið. Gaman væri að heyra Pál leika fornklassískt prógram á Dómkirkjuorganið. Jeg vil ljúka þessum orðum með áeggjan til allra sem góðri músík unna, að mæta í kvöld, og ennfremur vil jeg skora á alla þá, sem hlúa vilja að músík menningu, að sýna það í verki og láta ekki þenna listrænasta kór okkar sofna vegna áhuga- leysis. Vikar. Fnglarnir. íslensk dýr III, eftir Bjarna Sæmundsson, 700 bls. með 252 myndum, er komin út. — Verð heft kr. 15,00, ib. kr. 20,00 og 22,00. Fæst hjá Bóksölum. Rókaverfilun Sigfúsar Eymundssonav ____og Bókabúð Austurbæjar, B. S. E., Laugaveg 34. Umbúilapappir. tlTegam ambúSapappiv og poka frá Þýskalandft. Eggert KnstjánssDn B Co.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.