Morgunblaðið - 08.05.1936, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 08.05.1936, Qupperneq 7
 í'östudaginn 8. maí 1936. (•q-. r í(% • ■ : • • . ' . MORGUNBLAÐIÐ Vertíðin í Vest- mannaeyjum. Samtal við Ólaí Auð- unsson útgerðar- mann. lafur Auðunsson útgerð armaður í Vestmanna- eyjum var nýlega staddur hjer í bænum. Morgunblaðið átti tal við Ólaf ■og spurði bann mn ver.tíðina í Eyj mn. — Vertíðin byrjaði, sem kunn- ugt er með verkfalli, er stóð til 22. febrúar, sagði Ólafur. Hvað mikið tjón hlotist hefir af verk- fallinu er ekki gott að segja, en sumir formenn í Eyjum telja að mikill fiskur hafi verið þá. — Er þá tjónið gífurlegt, því eins og kunnugt er brást línuvertíðin að heita má alveg. En línufiskurinn er langdýrasti fiskurinn. Netavertíðin byrjaði miklu fyr í Eyjum nú en vant er, sem stafar af því, að línuvertíðin brást. — Menn tala mikið um vöntun á netum í Eyjum, hvað er hœft í því?, spyr tíðindamaður blaðs- ins. — Því miður hefir verið tdfinn- anleg vöntun á netum, sem staf- ar af því, að netaverfíðin byrjaði óvenjule'ga snemma og sumpart af því, að treglega svo jeg ekki segi meira — hefir gengið að fá innflutningsleyfi á nefum, a. m. k. framan af vertíðinni. 0 g það hafa margir útgerðarmenn sagt, að þeir hafi engn nýju getað bætt í net sín síðan fyrir páska. Og nú er svo komið, að margir bátar hafa orðið að hætta veiðum vegna neta- skorts, þrátt fyrir sæmilegan afla. Svo er hins að gæta, að jafnvel þeir bátar sem hafa getað haldið áfram með hálfónýt net, hafa ekki fengið hálfan afla. móts við það, ef þeir hefðu haft góð veiðar- færi. — Hver verður útkoman yfir- leitt eftir vertíðina? — Aflinn á bátana c,r afar mis- jafn og sennilega aldrei meiri en nú. Línubátarnir fá ekki upp í kostnað og afli netabátanna er mjög misjafn, sem stafar af því, að margir bátar hafa haft lje'leg net. Nokkuð hefir það bætt úr, að fiskurinn er óvenjulega stór og lifrarmikill. Ileildaraflinn í Eyjum var 15. apríl s. 1. 3629 tonn (miðað við þurfisk), en á sama tíma í fyrra 4829 tonn. — Er ekki fjöldi aðkomumanna í Eyjum nú eins og vant er á ver- tíðinni f Dagbók. I.O.O.F. 1 = 118588V,= jXÍ Helgafell 5936597—IV/V—2. Veðrið (fimtud. kl. 17) : SA- og S-átt um alt land, víðast hæg. Suð- austanlands hefir rignt mikið í dag, en lítíð annars staðar á land- inu. Hiti er 4—9 st. austanlands, annars 7—12 st. Lægð er yfir S- Grænlandi en hæð yfir Norður- löndum. Veðurútlit í Rvík í dag: S-kaldi Dálítil rigning öðru hvoru. Þingannir Sig. Einarssonar. Til- kynt var í útvarpinu í gærkvöldi, að erindi það, sem Sig. Einarsson átti þá að flytja, felli niður vegna þinganna hans. Sig. Einarsson kom ekki á fundi í Alþingi, eftir kl. 2 í gærdag og mætti heldur ekki á nefndarfundum, en fundir stóðu í þinginu fram á nótt. Fjárlögin voru til umræðu og var forseti við og við að gefa Sig. Einarssyni orðið, en hann fanst hvergi. Bálfarafjelag íslands heldur að- alfund sinn í Kaupþingssalnum næstkomandi föstudag. — Auk venjulegra aðalfundarstarfa er á dagskrá ýms önhur mál. Dr. Gunnl. Claessen flytur og erindi á fundinum um Bálstofu Reykjavík- ur og sýndar verða nýgerðar teikningar af Bálstofunni. Mýgrútur af lögum fæðist nú daglega á hinu háa Alþingi og er mikið flausturverk þar á. Ýms þess ara laga eru breytingar á lögum, sem samþykt voru á haustþinginu síðasta og er það ekki góður vitn- isburðui' um lagasmíðina. Mörg erú hin nýju Uig ný árás á einka- framtakið og persónulegt frelsi manna, en þetta eru aðalbjargráð rauðu flokkanna. Ríkiseinokun er komin á skólabækur. Nokkrir stjórnargæðingar komast þar að jötu. Jarðræktarlögin, með öllu sem þeim fylgir verða sennilega lögfest í dag . Mar Pemberton var væntanlegur af veiðum í gærkvöldi. Nemendur Verslunarskólans, sem útskrifuðust nú í vor halda fund með sjer í skólahúsinu kl. 8% í kvöld. P. Dahl, fyrv. kirkjumálaráð- herra Dana, er látinn, 67 ára. að aldri. Hjúskapux. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af síra Garð- ari Þorsteinssyni, ungfrú Katrín Guðjónsdóttir frá Breiðdalsvík og Helgi Sigurjónsson, Hverfis- götu 45, Hafnarfirði. Guðspekifjelagið. Lótusfundur verður sameiginlegur hjá Reykja- víkurstúkunum föstudag 8. maí, sama stað og á sama tíma og venjulega. Ríkisstjórnin í Noregi hefir lagt frarn tillögur til breytinga á lög- jum um leyfi til þess að veita á- fenga drykki. Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar verður hinum einstöku bæjar- og' sveitarfjelög- um heimilað að ákveða, að undan- genginni atkvæðagreiðslu, hvort veita skuli leyfi til þess að selja öl og vín, en samkvæmt gildandi ákvæðum ná slíkar atkvæðagreiðsl ur aðeins til sterkra drykkja. (NRP—FB). Alþingi verður slitið á morgun. Á ísafirði hefir veðrátta verið ágæt undanfarna daga, en afli hefir verið mjög tregur. Hjálpræðisherinn. í kvöld kl. 8y2 verðúr helgunarsamkoma. All- ir velkomnir. Eimskip. Gullfoss er í Kaup- mannahöfn. Goðafoss var væntan- legur til Hull í gær. Dettifoss er á leið til Vestrnannaeyja frá Hull. Brúarfoss er í Reykjavík. Lagar- foss fór frá Fáskrúðsfirði í fyrra- dag á leið til Leith. Selfoss er á leið til íslands. Leiksýning á „Síðasti víkingur- inn“, sem halda átti í kvöld, fell- ur niður vegna veikinda eins leik- arans. Ferðafjelag íslands efnir til tveggja skemtiferða næstkomandi sunnudag, ef veður leyfir. Önnur ferðin er austur að Sogi. Verður ekið að Ljósafossi og þar skýrir Steingrímur Jónsson rafmagns- stjóri frá fyrirkomulagi Bogsvirkj- unarinnar, mesta mannvirkinu, sem ráðist kefir verið í hjer á landi, Á eftir verour gengið á Búrfell og líklega ekið upp að Kaldárhöfða, en þaðan er örskamt að Þingvalla- vatni. Líka verður gengið frá Ljósafossi niður nieð Soginu, að Irafossi, Axarhólma og Kistufossi. Hin ferðin verður farin suður og til baka um Stórhöfðastíg til Hafn- arfjarðar, en þaðan með bílum til Reykjavíkur. Farmiðar fást í Bókaversl. Sigf. Eymundssonar til kl. A á laugardag. Dagheimili ætlar „Sumargjöfin" að starfrækja í Grænuborg og í Stýrimannaskólanum í sumar. Læknablaðið, 2. tbl. þessa ár- gangs, er komið út. Efni ér m. a. Takmörkun barneigna, eftir Guð- mund Thoroddsen prófi.; Gæsla kvartslampa eftir dr. med. Gunn- laug Claessen; Ur útlendum lækna- ritum o. m. fl. „Því dæmist rjett vera“ heitir bókarkorn, sem Vernharður Egg- ertsson hefir ritað og kom á mark- aðinn í gær. í bók þessaxi lýsir Vernharður veru sinni í hegning- arhúsinu hjer og' á Litla-Hrauni, en aðallega er þó bókin lýsing á æfintýrum, sem hann og Magnús Gíslason meðfangi hans lentu í er þeir struku frá Litla-Hrairni s.l. sumar. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ, afh. af Sn. Jónssyni, áheit frá ó- nefndri konu í Skagafirði 5 kr. Með þakklæti móttekið. Guðm. Gunnlaugsson. Er viðurkendur mÁ Siesti. Jú; svipað og undanfarið. Það er móðins að aka í bifreiðum frá ojkliur. Bifreidastöð Islands Sími 1540 (vær línur. — Aðeins 1. fl. vagnar fyiiT sann- gjarnt'Verð. F. U. S. F: U. S. Heimdallur. Fundur á sunnudag kl. 4y2 síðd. DAGSKRÁ: Síman)ósnlrnar. Nánar auglýst síðar. Betanía, Laufásveg 13. Sauma- fundur á morgun, fimtudag 7. maí, kl. 4 síðdegis. Konur vel- komnar. Mæðrastyrksnefndin hefir upp- lýsingaskrifsofu sína opna mánud. og fimtud. kl. 8—10 e. h. í Þing- holtsstræti 18, niðri. Hestamannafjelagið „Fákur“ hefir fengið framlengda leigu á beitarlöndum í Geldinganesi, Ár- túni, og Breiðholti, sem fjelagið hefir leigt undanfarin ár fyrir 800 krónur.Bæjarráð synjaði beiðni fjelagsins um að lækka leiguna. Sænskukensla sænska sendi- kennarans er í háskólanum kl. 6 í kvöld. Útvarpið: Föstudagur 8. maí. 7.45 Morgunleikfimi. 8,00 íslenskukensla. 8.25 Þýskukensla. 10,00 Veðurfregnir. 12,00,. Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Þingfrjettir. 19.45 Frjettir. 20.15 Bækur og inenn (Vilhj. Þ. (Gíslason). 20,30 Erindi: Um sænskan æsku- lýð (Jónas Jónsson fimleika- kennari). 20,55 Hljómplötur; íslensk lög. 21.15 Upplestur; Þýdd saga (Þór- arinn Guðnason stud. med.). 21.25 Erindi: Enn um Henry Ford (Ólafur Friðriksson, f. ritstjóri). 21,35 Hljómplötur: a) Lög við íslenska texta; b) Danslög (til kl. 22.3n\ öif Þór fást aðeins h}á Sigurþór. FIX sjöífvlrfct þvottaefm þvær íarað yðar rneðan þjer gofið og hvílist. — Hofum nú (illiúna hina ni a ry' efir- spurðu ú$»f(»ppuðu körfuslóla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.