Morgunblaðið - 09.05.1936, Page 5

Morgunblaðið - 09.05.1936, Page 5
Laugardaginn 9. maí 1936. MORGUNBLAÐIÐ 5 250 ferðir til íslands. í stórviðrum, hafís og hernaðarógnum. 50 ár í siglingum. T^EGAR íslandið kom hingað í fyrrakvöld, var ^ það í 250. skifti, sem Lydersen skipstjóri kom hingað í þjónustu Sameinaða gufuskipaf je- lagsins. 48 ár eru liðin síðan hann kom hingað í fyrsta skifti. Af erlendum farmönn- um, þeim sem hjer hafa siglt við land, mun Lyder- sen vera einhver sá vinsæl- asti meðal alls almennings, hjálpfús og greiðvikinn og maður við alþýðuskap. Morgunblaðið hitti hann að máli í gær í tilefni þessa far- mannsafmælis. Bar ýmislegt á góma um ferðir hans. Honum fórust m. a. orð á l>essa leið: — Jeg er ættaður frá Læsö, af farmannaætt. Forfeður mínir hafa verið í íslandsferðum svo lengi sem ætt mín er rakin. Áð- ur en jeg fór til sjós, þóttist jeg viss um, að þangað myndi og leið mín liggja, enda heyrði jeg margt um ísland í uppvexti mínum. Jeg fór að heiman í siglingar 26. apríl 1886, með tíu krónur í farareyri. En tveim árum síðar kom jeg í fyrsta sinn til íslands á skipi Clausens kaupmanns í Stykkishólmi, Svaninum. Það var traust skip en fornfálegt, bygt árið 1777. Svanurinn var á fiskveiðum um sumarið þangað til hann tók haustvörurnar. 12 íslenskir fiskimenn voru á vskipinu auk venjulegrar skips- hafnar. Jeg var matsveinn. Potturinn, sem jeg eldaði í, var svo stór, að jeg þurfti að standa uppi á eldavjelinni, ef jeg átti að geta lyft honum einn míns liðs. Það gerði jeg ekki nema einu sinni. Síðan kom altaf einhver Islendinganna til að hjálpa mjer. Þá lærði jeg að þekkja lunderni íslendinga, hjálpfýsi og fjelagslyndi. Síðan hefir sú góða viðkynning aldrei brugðist mjer. Síðan árið 1902 hefi jeg altaf komið einhverntíma á árinu til íslands. Þá var jeg 1. stýrimað- ur á Vestu. En skipstjóri varð jeg 1911, fyrst á ýmsum aukaskipum er hingað komu frá Sameinaða. — Mikil breyting hefir orðið : á siglingum hjer við land síðan. — Já, þá voru vitar á Reykja nesi, Garðskaga, Gróttu og svo við Seyðisfjörð. Þá þurftum við að sigla eftir ljósunum í íbúðarhúsum manna. Margir settu upp ljós fyrir okk- ur farmenpina. Popp kaupmað- ur á Sauðárkróki ljet t. d. alt- af loga stóran lampa á bak við rautt gluggatjald, þegar hann .átti von á okkur. Við þurftum að vísu að vera komnir nokkuð nálægt til að sjá ljósið hjá Popp. En þetta var betra en ekkert. — Oft hafið þjer lent 1 mann- raunum í sjóferðum hjer. Hverj ar ferðir munið þjer verstar? — Það var t. d. á Ceres á Húnaflóa í október 1907. Við vorum á Blönduósi er ofviðrið skall á af norðri. Við urðum að leggja út á flóann. Það tókst af því hversu Ceres hafði sterka vjel. Við höfðum 200 farþega innanborðs. I tvo sólarhringa velktumst við á flóanum og altaf að því komnir að farast. — Hve lengi voruð þjer á Ceres? — Þ. 18. júní 1917 kl. 7.33 að morgni rann upp sú skilnað- arstund. Þá vorum við 180 sjó- mílur vestur af írlandi á leið til íslands. Þannig var siglinga- leiðin fyrirskipuð þá. Tundur- skeyti kom í skipið gegnum vjelarrúmið • og drap þá tvo menn sem þar voru. Þar sem skotið kom út úr skipshliðinni var gatið svo stórt, að leiða hefði mátt hest í gegnum það. Skipið sökk sjö mínútum seinna. Þá var skipshöfn og far- þegar komnir í bátana, 20 í öðrum, 7 í hinum. Við bundum bátana saman, til þess að hafa samflot, undum upp segl og sigldum til Hebrida- eyja 180 mílur á 53 klukku- stundum. Jeg sat við stýrið all- an tímann og frk. Thora Frið- riksson hallaði sjer upp að hnjám mjer. Hún var farþegi, svo og þeir feðgar Thor Jensen og Richard Thors. Er við nálguðumst vestustu eyna var þar brim við lága strönd. Fólk kom á móti okkur og veifaði til að banda okkur frá hinni hættulegu lendingu. Við fundum lendingu bak við höfða á eynni, og komumst klakklaust í land. 'Jafnvel þeir sem voru á sokkaleistunum voru þurrir í fæturna. — Skeytti kafbáturinn ekk- ert um ykkur? — Hann kom upp á yfirborðið snöggvast. Fjórir menn komu á þilfar. Þeir veifuðu til okkar í kveðjuskyni. Það var það síð- asta sem spurðist til þessa kaf- báts. Hann kom aldrei fram. — Og í hafíshrakningum haf- ið þjer lent? — Jeg held nú það. T. d. vorið 1902. Þá komum við með vörur til Norðurlands. Þetta var í mars. Lydersen skipstjóri. Ekkert viðlit var að komast til Norðurlands. Við urðum að skipa vörunum upp í Hafnar- firði. I júní vorum við komnir með vörurnar til Skagafjarðar. Við höfðum legið á Hófsós í marga daga. Þar var dálítið ís- laust lón. Svo einn dag fór ísinn að greiðast dálítið í sundur. Þá sáum við jóreyk mikinn á veg- inum suður með firðinum. Þar voru komnir kaupmennirnir á Sauðárkróki. Þeir komu um borð og báðu okkur að reyna að komast yfirum fjörðinn. Sú sigling tók okkur sex tíma. En þegar við lögðumst utarlega á skipalegunni á Sauðárkróki heyrðum við að mannfjöldi í landi hrópaði margfalt húrra til okkar. Þá var orðinn þar vöruskortur mikill. Lydersen skipstjóri kann frá mörgu að segja frá ferðum sín- um hjer við land, sem of langt yrði upp að telja. Hann hefir, sem fyr segir, í 50 ár verið á sjónum. Og næsta ár nær hann aldurshámarki skipstjóra. — Þá er starfstími minn úti, segir hann. Jeg hefi haft mikla ánægju í starfinu, enda hefir heilsan aldrei bilað, en óbilandi heilsa er nauðsynleg fyrir far- menn við íslandsströnd. — Ekki veit jeg hvort mjer sýndist rjett, en svo var að sjá, sem hinn 50 ára farmaður hugs- aði með lítilli ánægju til þess að kveðja Island. — Jeg skal segja yður, sagði hann, að sá er munurinn á, að í Danmörku á jeg vin og vin á stangli. En þegar jeg er kominn til Vestmannaeyja verð jeg alt- af íslendingur, og þá finst mjerr allir vera vinir mínir. Gestur. Á bæjarstjórnarfundi í fyrra- kvökl tilkynti borgarstjóri að nú mvndi á ný hefjast grjótnám í grjótnámu bæjarins. Nf bók: Innijurtir eftir Óskar B. Vilhjálmsson, garðyrkjufræðinR. Þetta er bókin, sem íslenskar húsmæður hefir lengi vantað; leiðbeiningar um hirðingu og meðferð S'luRRablóma or innijurta. í bókinni eru 80 fallegar myndir, eftir ljósmyndum frá konunglega Landbún- aðarháskólanum í Kaupmannahöfn. Fæst í öllum bókaverslunum. Margfaldur hagnaOur 1 Með aukinni neyslu á MJÓLK, SKYRI og OSTUM • sparið þjer kaup á erlendum vörum og aukið jafn- l framt líkamlega og andlega hreysti yðar og barna • yðar. — ÞESS VEGNA: l Meiri MJÓLK — meira SKYR — meiri OSTA. • Grimur Thomsen. F. C. S. F. C. S. Heiiiidallur. Fundur á sunnudag kl. il/2 síðd. DAGSKRÁ: Sánianjésnirnar. Náitar auglýst síðar. Fyrtrlflggjandi: Hrísgrjón frá Spáni í 50 kg. tvöf. pokum. Hrísgrjón frá Hollandi, W.R.O.L., í 50 kg. pokum. 5ig. i?. 5kjalöberg. (Heildsalan). Laukur og Kartöflur. Verslunin Vísir, Fermingarúrin nýjustu gerðir. Ódýrust og best hj'i Sigurþór. Hafnarstræti 4. Hvítkál. Rauðkál. Laukur, • Kartöflur. 12 Appelsínur 1 króna. Reyktur Rauðmagi. Kæfa í 1. v. góð. Sundmagi í gl. G-affalbitar í gl. . auuuöUL Ódýrt! Egg og Bögglasmjör og margskonar annað góðgæti á kvöldborðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.