Morgunblaðið - 14.05.1936, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.05.1936, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudaginn 14. maí 1936. Sljórnarliðið reynir að fyrir liitaveituiini. tefja | 25 ára f I starfsafmæli. | En bæjarstjórn mun hraða fram- gangi þessa nauðsynjamðls. Þjóðminjasafnið verður að fá ný húsakynni. Árleg skfðamót fyrir alla landsmenn. Frá aðaliundi Fornleifafjelagsins. P ORNLEIFAFJELAGrlÐ helt aðalfund sinn í fyrradag. EGAR Jón Þorláksson borgarstjóri beitti sjer fyrir því hjer um árið, að Reykjavíkurbæ yrði trygð kaup á Reykjum í Mos- felissveit vegna jarðhitans, sem þar er, risu rauðliðar öndverðir gegn þessum kaupum og töldu að fje því, sem varið skyldi í þessu skyni væri á glæ kastað. En Jón Þorláksson hafði liróp rauðliða að engu og Reykjavíkur- bær keypti jarðhitann á Reykj- um. Og framtíðin mun sýna það og sanna, að þessi kaup á jarð- hitanum á Reykjum eru þau lang- bestu kaup, sem Reykjavíkurbær hefir nokkru siuni g-ert. Eftir að bviið var að festa kaup- in á jarðhitanum, var þegar haf- ist handa um rannsókn á hita- svæðinu þar efra. Sú rannsókn leiddi fljótlega í Ijós, «6 nægilegt er af heitu vatni á Reykjum til þess, að hitaveita þaðan til hæj- arins beri sig fjárhagslega. En sakir óhentugra tækja var ekki unt að rannsaka jarðhita- svæðið til hlítar og' var þess vegna ákveðið af bæjarráði, að fá hent- •ugri tæki (stóran jarðbor) til notkunar við rannsóknina. Rauðliðar tefja fyrir. En það gekk ekki greiðlega að fá þenna stór-a jarðbor og enn var það rauða fylkingin, sem stóð h.jer í vegi. Það þurfti að sækja um innflutnings- og gjaldeyris- leyfi fyrir bornum og var það gert snemma í fyrra sumar. En gjaldeyrisnefnd neitaði um leyfið. Stóð svo á stöðugu þófi um ]>etta. Mánuðir liðu og altaf kom neitun frá gjaldeyrisnefnd. Þegar svo liðið var nál. ár frá því að fyrst var sótt um leyfið, kom loks játandi svar, en þá þurfti að binda leyfið því skilyrði, að jarðborinn yrði keyptur í Þýska- landi og tafði það enn mjög fyr- ir því, að borinn fengist. Þó mun borinn fást, en það tekur 4 mánuði frá pöntun. Straumhvörf. Eftir að þessi skriður komst á þetta stór-þýðingarmikla mál, fóru blöð rauðliða hjer í bænum að láta á sjer skiljast, að nu væru þau því fylgjandi að i'áðist vrði í hitaveituna og að henni yrði hraðað svo sem unt væri. Þessi skyndilegu straumhvörf blaða rauðu flolckanna virtist gleðilegur vottur þess, að allir flokkar myndu , ætla að standa saman um þetta,/ stórfelda hags- munamál Reykjavíkur, Almenningur stendur með hitaveitunni. Annað hefir og gerst í þessu máH undanfarið, sem sýnir að all- ur almenningur í bænum stendur una. Undanfarnar vikur hafa gengið meðal bæjarbúa undirskriftalistar, með áskorun til bæjarstjórnar, að hraða hitaveitunni sem unt er. Undirskriftarlistar þessir eru nú komnir í hendur borgarstjóra og hafa 7000 manns skrifað undir áskorunina. Þetta sýnir að bæjurbúir standa óskiftir með hitaveitunni og er á- nægjulegt til þess að vita. Hitaveitan og verka- menn. Það þarf ekki orðum að því að eyða, hvaða þýðingu það hefði fyrir verkalýð þessa bæjar, eins og nú er háttað með atvinnu hjer í bænum, ef hægt hefði verið að byrja framkvæmdir á hitaveit-' unni á þessu ári. Þess vegna var það, að Jakob Möller flutti við 3. umræðu fjár- laganna breytingartillögu, þess efnis, að ríkisstjórninni yrði heim- ilað að ábyrgjast fyrir Reykja- víkurbæ alt að 3*4 milj. króna lán til hitaveitunnar. Jakob Möller gat þess, að enda þótt ekki væri enn lokið undir búningsrannsókn þessa máls, væri þó rannsókninni það langt kom- ið, að fullvíst væri að hitaveita. frá Reykjum bæri sig fjárhagslega. En vegna þess alvarlega at- vinnuleysis, sem nú ríkti í bænum og þeim ískvggilegu horfum, sem framundan væni, myndi það hafa geysiniikla þýðingu fyrir verka- menn bæjarins 0g bæjarfjelagið í heild, ef liægt yrði að byrja á hitaveitunni á þessu ári. En eklcert myndi því til fyrirstöðu, að byrja framkvæmdir á þessu verki, þótt fullnaðarrannsókn væri eigi lok- ið, t. d. með því að grafa fyrir og leggja niður pípur, en við það verk myndi fjöldi manns geta fengið atvinnu. Með þetta fyrir augum væri til- lagan um ríkisábyrgð á láni til hitaveitunnar fram borín nú. En eins og áður hefir verið frá skýrt hjer í blaðinu, snerist rauða fylkingin á Alþingi öll gegn þess- arí tillögu og var hún feld með 25:17 atkvæðum. Samviskan ekki góð. Nafnakall var viðhaft um til- löguna og kom það greinilega í Ijós, að samviskan sagði til sín hjá ýmsum í liði rauðliða. Þeir þurftu að ,,gera grein'1 fyrir at- kvæði sínu. Jónas frá Hriflu gerði þá grein fyrir sínu atkvæði, að hitaveitan værí stórmál, en hann byggist við, að Reykjavíkurbær gæti fengið lán án ríkisábyrgðar. Eysteinn kvað tillöguna fram FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Matthías Þórðarson þjóðminja- vörður mintist eins góðs látins fje- -’aga, síra Sigurðar Gunnarssonar, og stóðu fundarmenn upp úr sæt- um sínum í viðurkenningarskyni við íniuningu hans. Þá gaf Matthías Þói'ðarson skýrslu um fjárhag fjelagsins og skýrði fra því, að Árbók fjelags- ins yrði nú stærri heldur 'en áður, enda væri í henni um 20 greinar. Meðal þeirra má nefna: Sýsla — Sýslumaður, eftir Finn Jónsson, TTm landnám á Rangárvöllum, eft- ir Skúla Guðmundsson á Keldum, Örnefni í Þríhyrningi, eftir ung- ú'ú Helgu Skúiadóttur, Nokkrar foi’nar dysjar, eftir Matthías Þórð- arson, Grettisbæli á 2 stöðum, eftir sama, Engá, eftir Skúla á Keldum, Fornminjar á Hvalsnesi, eftir Einar Eiríksson, Örnefni í Arnar- bælislandi, eftir Magnús Friðriks- «on, Fjórðungsþing í Lóni, eftir Einar Eiríksson, Landakirkja í Vestm a nnaeyj um, eftir Jóh. G. Ólafsson, Örnefni á afrjetti Hruna- mannahrepps, eftir Guðjón Jóns- son, Ö'rnefni í Flóa- og Skeiða- mannaafrjett, Örnefni í Austur- Bleikamýrardal o. fl. Matthías gat þess, að Fornleifa- f.jelagið hefði fengið góða menn til að safna örnefnum fyrir sig, og varið styrk til þeirra. Þessir menn eru: Lúðvík Kristjánsson (sem skrifað hefir margar ágætar greinar í Lesbók Morgunblaðsins, hann hefir safnað örnefnum og sögum þeim viðvíkjandi um Snæ- fellsnes og Breiðaf jarðareyjar; Helgi Guðmundsson og Jóh. • Hjaltason hafa safnað um Vest- f jörðu, Margeir Jónsson á Ög- mundarstöðum um Skagafjörð, og Magnús Finnbogason mag. um Ra ngárvallasýslu. — Jeg vona það, mælti Matt- hías að lokum, að hægt verði að halda áfram örnefnasöfnun, og að skýrslur fáist til þess á næsta ári. Það er sagt að þröngt sje í búi, og áreiðanlega er þröugt Um hag fjelagsins núna og þjóðminja- safnið. Það þarf að flytja það hjeð- an, þar sem það er nú og koma því fyrir á óhultum stað, því að eins og nú stendur er þessi dýr- gripur þjóðarinnar engu óhult- ari heldur en hann hefði verið uppi á háalofti í Landsbank- anum þegar hann brann, og vita allir hvemig þá hefði farið. Firðritarinn, blað loftskeyta- manna er nýkomið út. Efni blaðs- ins er m. a.: Framfarir á radio- sviðinu; Um víða veröld; Raddir fjelaganna; Loftskeytapróf o. fl. Segir forseti I. S. I. Úr norðurför Ben. G. Waage. PORSETIÍ. Sf., Ben. G. Waage, er íiýkominn úr ferðalagi til Norðurlands, en hann ferðaðist norður fyrir sambandið til að kynnast íþróttamálum þar af eigin reynd. Morgunblaðið hefir hitt forset- ann Og spurt hann frjetta iir ferð- inni. — Jeg fór aðallega til að sýna íþróttakvikmynd í. S. í. og þýsku knattspymukvikmyndina, sem sýndar voru alls staðar á þeim stöðum, sem jeg kom við á og auk þess tvisvar á Ákureyri. Að- sókn var yfirleitt alstaðar góð. — Hvaða íþróttum hafa menn mestan áhuga fyrir á Vestur- og Norðurlandi ? — Jeg varð mest var við áhuga fólks fyrir vetraríþróttum og þá aðallega skíðlaíþróttinni, sem er orðin geysiútbreidd fyrir vestan og noi'ðan. Vetrarríkið, sem verið hefir í vetur hefir átt sinn þátt í að glæða áhuga meðal fólks fyrir vetraríþróttum. Á ísafirði, Siglu- firði og Akureyri hafa verið hald- in skíðamót 0g hefir Mbl. áður skýrt frá þeim árangri, sem þar náðist. Árleg skíðamót fyrir alt landið. Ben. G. Waage bætti við: — Það virðist >nú vera kominn tími til að halda sjerstakt skíða- mót árlega, þar sem skíðamenn af öllu landinu koma saman til að reyna sig 0g sýna. listir sínar. Áhugi fyrir hinni hollu og góðu skíðaíþrótt hefir vaxið sa-o mjög meðal manna um alt land síðustu árin að vandalaust ætti að vera, að koma þessu í kring. Yrði á þessum mótum, sjálfsagt kept í öllum greinum skíðaíþróttarinnar. —■ Hvar væri best að halda slík landsmót? — Eftir því sem hentugast þætti í hvert skipti og þar sem skíða- færí væri best, t. d. við Reykja- vík, ísafjörð, Siglufjörð og Akur- eyri. Sundlaugin á Akur- eyri. Að lokum mintist forseti í. S. í. á sundlaugina á Akureyri og gat þess að sundmenn á Abureyri hefðu farið í laugina hvern ein- asta dag í allan vetur þrátt fyrir slæma og kalda veðráttu. Helgi Hafliðason, kaupmaður í Siglufirði hefir í dag verið 25 ár afgreiðslumaðui' Sameinaðaf jelags- ins þar. Skemtiferðabát- urinn „Svanur" Nýbreytni á skemfi- ferðalögum. SKEMTIFERÐABÁTURINN „SVANUR“ heitir bátur, sem Bergsteinn Guðjónsson bif- reiðarstjóri hefir látið smíða í þeim tilgangi að leigja út til skemtiferða frá Reykjavík í sumar. Blaðamönnum var nýl. boð- ið í reynsluför með bátnum, og reyndist hann ágætlega. ,,Svan- ur“ er um 8 smálestir að stærð með 40 ha. vjel og gengur um 13 sjómílur á klukkustund. Bát- urinn er yfirbygður og eru bekkir allir bólstraðir í far- þegarými, sem er hið besta; það rúmar um 30 manns í sæti og auk þess ca. 10 manns úti. ,,Svanur“ er bygður á bíla- verkstæði B. S. R. og hefir Karl Símonarson bátasmiður gert teikningar og sjeð um smíði byrðingsins, en verkstæðismenn hjá B. S. R. um aðra smíði og vjelarniðursetningu. Líklegt er að fólk noti sjer bát þenna til skemtiferða í sum- ar, t. d. upp í Hvalfjörð, til Akraness og víðar. Hafa eigendum bátsins þegar borist margar pantanir um skemtiferðir, bæði frá einstak- lingum 'og fjelögum. Nýreyktur lax. Reyktar rúllupylsur á 0,75 yz kg. Kjötbúðin Herðubreið. Hafnarstræti 18. Sími 1575.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.