Morgunblaðið - 14.05.1936, Side 5
T'imtudaginn 14. maí 1936,
MORGUNBLAÐIÐ
6
Skýrsla um starf hjúkrunarfjelagsins Lfkn.
Starfsemi fjelagsins ári8 1935.
Fjelagið liefir 4 fastráðnar hjúkr
tunarkomir í þjónnstu sinnn. Hjúkr
unarkonúrnar fóru 12217 sjúkra-
vitjanir. Dagvaktir vorji 20, 15
næturvaktir 0g 9 sólarhringsvaktir.
Berklavarnarstöðin. Þangað
’koinu 178 nýjir sjúklingar, sem
,-allir vor.u skoðaðir og haíði berkla-
varnarhjúkrunarkonan eftirlit með
þeim, sem þess þurftu með. Stöðv-
.arhjúkrunarkonan fór á 2136
heimiti og auk þess 2290
-sjúkravitjanir fyrir bæjarhjúkrun
jLíknar, sem eru skráðar með sjúkra
■vitjununum að ofan. 7 sjúklingum
var útveguð spítala- eða heilsu-
'hælisvist, 74 sjúltlingar voru
-röntgenmyndaðir á kostnað fje-
lagsins og 18 sjúklingum var vísað
•í ljóslækningar. Alls voru gerð-
ar 1185 hlustanir á stöðinni, en
'hún tók á móti 3835 heimsókn-
iffin .alls.
Útbýtt var 1200 1. af lýsi, 4805
1. af mjölk, 50 lsg. af haframjöli,
100 kg. af sykri, 100 kg. af smjör-
’líki, 50 fl. af maltöli, 5 eplaköss-
um og tailsvert af kaffi og sæl-
gæti fyrir jólin. Sömuleiðis miliið
af nýjum og gömlum skófatnaði og
•og fötum. Allar þessar vörur voru
gefnar stöðinni, nema mjólkin,
sem fjelagið sjálft keypti handa
veikluðu fólki stöðvarinnar. Stöð-
inni voru einnig gefnar kr. 435.00
í peningum. Einnig hefir stöðin
veitt einum sjúklingi húsaleigu-
styrk og lánað mikið af rúm-
ífatnaði, handklæðum og hjúkrun-
artækjum. »
Stöðin hefir haft eftirlit nieð
530 heimilum. Læknir stöðvarinn-
.ar, var Magnús pjetursson hjeraðs-
læknir og tók liann á móti sjúkling
um þar á mánud., miðvikud. og
föstud, Öll hjálp frá berklavarnar-
:stöðinni er ókeypis. — Stöðin var
lokuð frá 10. maí til 16. júlí, s. 1.
vegna flutnings og kíkhóstafar-
.aldurs í bænum.
Ungbarnaverndin. II j úkrunar-
konan við Ungbarnavernd Líknar
fór 1686 heimsóknir á heimilin.
Auk þess fór hún 1702 sjúkravitj-
anir fyrir bæjarhjúkrun Líknar,
vakti í 3 nætur og hafði 9 sólar-
hringsvaktir.
Sjúkravitjanirnar og vaktirnar
»eru taldar með framangreindri
-.skýrslu yfir bæjarhjúkrunina. Enn
fremur starfaði hún við skarlats-
sóttardeild á franska spítalanum í
:34 sólarhringa. Stöðin fjekk 248
nýjar heimsóknir af börnum og
'938 endurteknar heimsóknir. 112
mæður leituðu ráða hjá stöðinni og
voru »því alls 1298 heimsóknir á
stöðina. 45 barnshafandi konur
leituðu til stöðvarinnar, þar af
'komu 27 í fyrsta sinn.
Frá ungbarnaverndinni voru
gefnir 210 1. af mjólk. Auk þess
var útbýtt lýsi, matvælum og
gömlum og nýjum fatnaði fyrir
ca. 890.00 kr Ennfremur afhenti
Morgunblaðið Líkn helming Jóla-
fjársöfnunar sinnar til útbýtingar.
Nam sú upphæð kr. 1123.05. Hjúkr
unarkonumar keyptu fyrir þessa
peninga sæugurfatnað, fatnað og
rnatvæh og útbýta því fyrir
jólin frá þáðum stöðvunum. Lán-
uð vom þarnarúm, sængurfatnað-
ur og þarnafatnaðiu'.
Læknir stöðvarinnar var ung-
frú Éatrín Thoroddsen. Tók hún
á móti sjúklingum stöðvarinnar
tvisvar í viku, á fimtud. og föstud.,
ásamt 1. þriðjudag hvers mánað-
arr 0g var þá tekið á móti barns-
hafandi komím. Að sumrinu er
stöðin opin þrisvar í viku
en hún var lokuð í maí og júní
vegna flutnings og kíkhóstafar-
aldurs og seinni hluta september-
mánaðar vegna mænusóttarhættu.
Húsnæði fjelagisns fyrir stöðvar-
starfseinina á Bárugötu 2 var orð-
ið altof lítið, og afrjeð stjórnin
því að segja því lausu og leita
fyrir sjer um stærra 0g hentugra
húsnæði. Tekið var tilboði um
húsnæði í Templarasundi 3, á
neðstu hæð hússins, 6 herbergi. Tvö
þeirra eru mjög stór 0g eru þau
notuð fyrir biðstofur. Húsnæðið
er svo stórt, að hægt mun vera að
spfja ]iar upp gegulýsingataiki fyr-
ir berklavarnarstöðina, en það er
nú orðið mjög nauðsynlegt.
A árinu voru óvenju mikil veik-
indi í bænum, frá nýjári og- langt
fram á vor, vegna illkynjaðs kík-
hóstafaraldurs og inflúensu. Var
ómögulegt fyrir lijúkmnarkonur
fjelagsins að anna öllum þeim
beiðnum um hjúkrun, sem fje-
laginu bárust 0g var þá sótt um
tii bæjarstjórnar Reykjavíkur, að
einni hjúkrunarkonu yrði bætt við
um tíma, sem ynni undir stjórn
Líknar. Leyfi var veitt um greiðslu
úr bæjarsjóði fyrir hjúkrunarkonu
í þrjá mánuði. Þessi hjálp nægði
þó ekki og rjeði fjelagið þá á sinn
kostnað 2 hjúkrunarkonur í við-
bót, þannig að um tíma unnu 7
hjúkrunarkonur í sjúkrahjúltrun
við Líkn. Ein hjúkrunarkona fje-
lagsins var fengin til þess að opna
skarlatssóttardeild í fransba spítal-
anum, og vann hún við liana í 34
sólarhringa.
í stjóm Líknar eru auk for-
manns, frú Anna Ziemsen, frú
Guði'ún Briem, frú Ragnheiður
Bjamadóttir 0g- frú Sigrún Bjama
son.
Stjómin þakkar öllum hjartan-
lega, sem hafa sýnt hjúkrunarfje-
lag'inu Líkn velvild og styrkt starf
semi þess með meðlimatillögum,
gjöfum og fjárframlögum á ann-
an hátt. Starfsemi fjelagsins nýt-
ur bæði styrks og viðurkenningar
ríkis 0g bæjarfjelags og einstakl-
inga, en á þó við mikla fjárhags-
örðugleika að stríða, þar sem ávalt
er leitast við að neita engum, sem
leita til þess um bjálp í sjúkdóms-
tilfellum eða afleiðingum þeirra.
íbúum Reykjavíkur fjölgar árlega,
en hjúkmnarliði Líknar fjölgar
ekki eftir því. Einkum valda vitj-
ahir í úthverfi hæjarins, sem nú
eru orðin allfjölmenn, mikiUa erfið
leika, þar sem langan tínia tekur
fyrir hjúki'unarkonurnar að fara
í vitjanir, stundum tvisvar á dag
út í Skerjafjörð, Grímsstaðaholt,
Sogamýri eða inn í Laugames-
hverfi. Erlendis hafa bæjarhjúkr-
unarkonur fríar ferðir með spor-
vögnum og strætisvögnum eins og
þær þurfa með og flýtir það mjög
fyrir ferðum þeirra. Hjer hafa
þessi fríðindi enn ekki fengist fyrir
hjúkrunarkonur Líknar; þær nota
reiðhjól, en á vetrum í illveðrum,
frostum og snjóþyngslum má geta
sjer til hversu erfitt er fyrir þær
að komast á áfangastaðina, þegar
venjulega fada 10—20 ferðir og
stundum fleiri í hlut hverrar hjúkr
unarkonu yfir daginn. Væntanlega
telur háttvirt bæjarstjóm Reykja-
víkur sjer fært að komast að hag-
kvæmum samningum við Strætis-
vagnafjelag Reykjavíkur um frí-
akstur fastráðinna umferðarhjúkr-
unarltvenna, sem starfa í þágu
bæjarfjelagsins. Virðist þess ekki
minni þörf að greiða götu þeirra,
en t. d. lögregluþjóna bæjarins,
sem eftir því sem jeg best veit,
hafa ókeypis akstur með strætis-
vögnunum hjer í bæ.
Reykjavík í apríl, 1936.
Sigríður Eiríksdóttir,
formaður hjúkrunarfjel. „Líkn“.
Stærsti bíll á íslandi.
H.f. Strætisvagnar Reykja
víkur settu nýjan áætlunar-
bíl í umferð á laugardaginn
var, og er það stærsti bíll á
Islandi. Hann verður í förum
milli Lækjartorgs og Soga-
mýrar.
Bíllinn er eins 0g hús og hinn
glæsilegasti. Yfirbygging hans er
mmlega 6 metra löng- og nær
þriðjungi breiðari- en á stærstu
bílum, sem hjer hafa verið áður.
Hann er knúinn Diesel-vjel, sem
brennir liráolíu og verður spam-
aður við það uiu 80 %, miðað við
bensínvjel.
Hann mun geta teldð um 50 far-
þega. Stólar eru úr stáli, fjaður-
magnaðir og þægilegir, smíðaðir
hjá „Stálhúsgögn", en áklæddir
„Álafoss“-dúk. Teikning'u yfir-
bygginga gerði Gunnar Björnsson
yfirsmiður fjelagsins, en Ágúst
Hákonsson málari liefir ráðið lit-
um.
Þetta er 17. bíll Strætisvagna-
fjelagsins. Sá 18. er í smíðum af
sömu gerð og þessi og verður full-
ger um miðjan næsta mánuð.
Hann á að vera í förum milli
Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.
Elstu strætisvagnarnir, sem stór-
ir þóttu á sinni tíð, eru mi hættir
ferðum, vegna þess að þeir erU
orðnir alt of litlir. Það borgar sig
ekki lengur að hafa þá í ferðum
innanbæjar, 0g því á níi að breyta
þeim í flutningabíla og selja þá.
Þetta er umhugsunarefni fyrir
þá, sem höfðu mest á móti því,
þegar Guðm. heit. Jóhannsson kom
fyrst fram meS uppástungu sína.
um almenningsbílana.
Reynið pakka af
Araba fjallagrasa-kaffibæti
fæst alstaðar.
Tilkynning.
Á morgun og fram til 21. þ. m. verða farnar 4 ferðir að
Rauðhólum og Lögbergi á dag. Farið frá Lækjartorgi kl.
8,30 árd., 1.00, 5,30 og 8,30 síðd. Frá Lögbergi kl. 9,15 árd.,
1,45, 6.15 og 9.15 síðd.
Frá og með 21. mai verða ferðir sem hjer segir:
Frá Lækjartorgi kl.: Frá Lögbergi kl.:
6.30, 7.00, 8.30, 10.00, 11,30
árd., 1.00, 2.30, 4.00, 5.30,
7.00, 8.30, 10.00 og 11.30 síðd.
7.45, 9.15, 10.45 árd., 12.15,
1.45, 3.15, 4.45, 6.15, 7.45,
9.15, 10.45 og 12.15 síðd.
Frá sama tíma hættir Landspítalabíllinn, en FossvogsbíII-
inn fer í bakaleiðinni um Eiríksgötu, Barónsstíg og Berg-
staðastræti þær ferðir, sem hann fer í Fossvog, en Njáls-
götubíllinn að Landsspítalahliði á hverjum heilum og
hálfum tíma.
Strætisvagnar Reykjavíkur h.f.
Ath.: Vagninn, sem fer frá Lækjartorgi kl. 6.30 árdegis,
fer aðeins upp að Selási.
»1-2 skrlfstotutierbergi
9 til leigu sfrax fi Austurstræti Í2
• Simi 3351
® Stefán Gunnarsson.
Heílsan er fyrir öllu. j
Hafið þetta hugfast og hitt, að heilsufræðing- ;
ar telja MJÓLK, SKYR og OSTA með hollustu •
fæðutegundum, sem völ er á. ;
Notið því nú þegar:
Meiri MJÓLK — meira SKYR — meiri OSTA. •
• •
I húsinu nr. 86 viO Laugaveg
eru smáar og stórar íbúðir til leigu. Upplýsingar gefur:
Lárus Jóhannesson,
hæstarjettarmálaflutningsmaður.
Sími 4314. Suðurgötu 4.