Morgunblaðið - 15.05.1936, Side 2
2
f
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudaginn 15. maí 1936.
* a
ðtv«t.: H.Í. Árvakur, Keykjartk
Rltatlðrar: Jón Kjartanaaon,
Valtýr Stef&naaon.
Rltatjórn og afgrelóala:
Auaturatreetl *. — Slaai H##
Aaclýalnsaatjórl: BJ. Hafber*.
Augl?alngaakrtfatofa:
Auaturatreetl 17 — Slatl 1700
k
iturstr
'tífeir:
i.KJat
.„^jartanaaon, nr. 1741
Stefánaaon, nr. 4210
rðla. nr. 2045.
Hafbers, nr. 1770
kr. 1.00 & m&nutlt
Aakrtftkgjald:
* lauaaaðltt: 10 aura alntaklS.
20 aura meb LaabÓk.
t -----------------
Ríkisstjórnin er í öngum sín-
um. Henni skilst að bogi henn-
ar er of hátt spentur, og kjark-
urinn héfir réýhst minni en sið-
leysis,
1 tvo sólarhringa skorti
stjórniha þrek til þess að birta
hin illræmdu bráðabirgðalög,
Og í gær steinþegir Alþýðublað-
ið enn um hneykslið. 1 Tíma-
dilknum heyrist ekki svo mikið
sem jarmur, því luxusflakkar-
inn er svefnlaus af ótta, eins og
íí þingrofinu forðum. Haraldur
Guðmundsson situr hljóður
undir rökstuddri og þungri á-
deilu, og þorir ekki að freista
þess að bera hönd fyrir höfuð
sjer. Æðstiprestur ódygðanna,
Finnur leikari, er sendur úr
bænum,. og fallinn í fjarlægð-
inni, en sá eini, sem hlakkar í,
er nánasti samverkamaður
hans, Fritz Kjartansson. Hann
vaggar sjer makindalega í hæg
indastólnum, nýr saman lóf-
unum, lygpir augunum, og sjer
V anda alt sem hann og Finnur
nú geta gert. Hann telur milj-
ónimar, sem nú eiga að ganga
gegnum. greipar þeirra — þess-
ara strangheiðarlegu manna —
og nýtur saklausrar gleði, góðr-
ar samvisku, sem veit að engin
króna, enginn eyrir, verður eft-
iy milíi lófanna, sem hann er
að nudda saman, fremur en í
vasa Finns.
En utan dyra standa sjó-
mennirnir og útvegsmennirnir,
sem eiga alla þessa peninga,
valda og áhrifalausir og ygla
brúnina. Bráðum fara þeir að
hvessa röddina, eða ef til vill
að kreppa hnefann. 1 það hefir
ríkisstjórnina rent grun. Og
eitthvað er hún óviss um að
brúnin Ijettist, röddin mýkist
og hnefinn rjettist, þótt fólkinu
sje sýnd ásjóna æðstaprestsins.
Þessvegna seilist hún í heim-
ildarleysi til Sigurðar konsúls
Kristjánssonar og Hafsteins
Bergþórssonar útvegsmanns, og
biður þá að vernda sig, og frá
þeim hefur hún, hundsuð og
hryggbrotin, Canossagöngu fyr-
ir dyr hvers Sjálfstæðismanns-
ins af öðrum, en fær alls staðar
söritu sVörin.
Með Finni vill enginn vera.
Fyrif'stjórnina vill enginn neitt
gera. Hún verður að bjarga
sjer sjálf. Vilji hún halda dugg-
unni á floti, er vænst að kasta
Finni fyrir borð, eins og Jónasi
fyr og síðar.
„SKY YFIR
AUSTI7RRÍKI“.
Stahremberg varpað
fyrir borð.
dr. Schussnigg verð-
ur einræðisherra.
KAUPMANNAHÖFN 1 GÆR.
EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS.
EILU andfasista og Heimwehrmanna í Aust-
urríki Kefir lyktað — í bili — með sigri andfas-
ista. Stahremberg fursti og vísikanslari, um langt
skeið valdamesti maður í Austurríki, foringi Heim
wehrliðsins, hefir orðið að víkja úr austurrísku
stjórninni.
Schussnigg einræðisherra.
Dr. Schussnigg kanslari, verður í raun og veru
einræðisherra í stað Stahrembergs. Schussnigg
baðst lausnar fyrir alt ráðuneyti sitt í nótt, en var
samstundis falið að mynda nýja stjórn. I hinni
nýju stjórn var gengið fram hjá Stahremberg.
Dr. Schussnigg er sjálfur kanslari, utanríkismálaráðherra
og landvarnaráðherra í hinni nýju stjórn, þ. e. einræðisherra.
Sigur and-fasista.
Samt sem áður er þessi stjórnarbreyting talin fjnrsti sigur
andfasista í Austurríki, síðan að einraeðisskipulagi var
komið á eftir vinstri-byltinguna í Wien og Linz, vetur-
inn 1934. 9
1 hinni nýju stjórn eru nokkrir Heimwehrmenn, en Stahr-
emberg er foringi Heimwehrliðsins.
Á undan var gengin
hörð rimma milli
Stahrembergs og dr.
Schussniggs.
Á knje fyrir Mussolini.
Að til úrslita dró nú, veld-
ur skeyti, sem Stahremberg
sendi Mussolini eftir sigur ítala
í Abyssiníu.
Skeyti þetta olli mikilli reiði,
einkum meðal þeirra ráðherra
í ráðuneyti Schussniggs, sem
taldir eru fylgja lýðræðis þjóð-
skipulagi.
Skeytið var á þá leið, að
Stahremberg óskaði Musso
lini til hamingju með það,
„að Italir hefðu sigrað ó-
menninguna, og að andi
fasismans hefði borið
hærra hlut yfir óheiðarleik
lýðræðisskipulagsins".
Vaxandi sundrung.
En fleira bar til þess, að dr.
Schussnigg varpaði Stahrem-
berg fursta fyrir .borð.
Hefir sundrungin milli þess-
ara tveggja forvígismanna í
Austurríki ekki farið leynt síð-
an í apríllok, er Stahremberg
hjelt þing með liðsmönnum sín-
um í Horn, og hjelt þá ræðu,
þar sem hann bauð dr. Schuss-
nigg og öllum óvinum sínum og
Heimwehrliðsins byrginn.
framh. á sjöundu síðu.
Hitler er byrjað-
ur að viggirða
Rfnarsvæðin.
KAUPMANNAHÖFN í GÆR.
EINKASKEYTI TIL
MORGUNBLAÐSINS.
„Daily Telegraph“ í London
skýrir frá því, að Poul Boncour
hafi farið á fund Anthony Ed-
ens og tilkynt honum að Þjóð-
verjar sjeu byrjaðir að víg-
girða vesturlandmæri sín við
Rín.
Steinlímsframleiðsla Þjóð-
verja hefir aukist um 80% síð-
an í mars, en þá rjeðust Þjóð-
verjar með her inn á Rínar-
svæðin.
Frakkar gera ráð fyrir að
Þjóðverjar verði búnir að ljúka
við neðanjarðarvíggirðingar
sínar við Rín, svipaðar Maginot
víggirðingunum frönsku, við
Iandamæri Þýskalands, innan
eins árs.
Maginot víggirðingamar eru
öflugustu víggirðingar, sem
nokkru sinni hafa verið gerð-
ar. En ef til vill munu þýsku
víggirðingarnar við Rín taka
þeim fram, þegar þær eru full-
gerðar. Páll.
Einræðisherra I Austurriki.
Dr. Schussnigg. Myndin er tekin á flugvellinum í Wien. Kanslarinn er
að kanna hið nýja fluglið Austurríkismanna í fyrsta sinn.
Hryðjuverk á báða bóga.
ÍTALIR:
Pólskur læknir, sem starfaði við hjúkrunarsveit í Abyss-
iníu, segir frá því, að ítalski herinn hafi tekið sig fastan
og beitt sig hræðilegustu pyntingum, og jafnvel hótað sjer
lífláti, ef hann skrifaði ekki undir falsaða yfirlýsingu um
það, að Italir hefðu ekki gert loftárás á Rauða Kross
sjúkrahúsið í Dessie.
Læknirinn er nýkominn heim til Póllands, frá Abyssiníu.
ABYSSINÍUMENN:
Belgískur herforingi, sem nýlega er kominn til Belgíu,
eftir að hafa starfað í Ahyssiníu, segir frá því, að Ríts
Desta hafi í mikilli veislu síðastliðinn vetur, látið limlesta
og síðan hálshöggva, 10 hermenn frá Eritreu.
Þá segir belgíski herforinginn frá því, að Desta hafi
borgað tíu Thereseu-silfurdali fyrir hvem óvin, sem hon-
um var færður og gerður hafi verið ófrjór.
4rabar fá fje frá
Mussolini!
KAUPMANNAHÖFN I GÆR.
EINKASKEYTI TIL
MORGUNBLAÐ)SINS.
MUSSOLINI stendur
að baki óeirðum
Araba í Palestínu og
Sýrlandi!
Frá þessu skýrir Lun-
dúnablaðið ,,Star“, og
bætir því við, að óeirð-
irnar eigi rót sína að
rekja til stórveldis-
drauma Itala við Mið-
jarðarhaf.
Álitshnekkir sá, sem Bret-
ar hafa beðið vegna ósig-
urs Abyssiníumanna — og
Þjóðabandalagsins — í
Afríku (segir United
Press), hefir einnig orðið
til þess að sjálfsteeðisbar-
átta Araba í Palestínu
hefir harðnað.
Undirróður stúdenta.
,,Star“ skýrir frá því, að 1-
talir vinni að því, með f járfram-
lögum til Araba, að stofna til
uppreisnar gegn yfirráðum
Frakka og Breta í Austurlönd-
um.
Austurlenskir stúdentar fá
ódýrt uppihald við nám í ítal-
íu, segir blaðið, en að námi
loknu eru þeir sendir til heim-
kynna sinna til að reka þar
ítalska undirróðursstarfsemi.
Páll.