Morgunblaðið - 15.05.1936, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudaginn 15. maí 1&36.
iðnrður VERSLUN siaurumR
i •
Greiðslujöfnuðurinn - og viðskifti
vor við Spán og Bretland.
Haraldur Guðmundsson fer
utan á sunnudaginn til þess, að
ganga frá verslunarsamningum
við Spán.
Haraldur mun undanfarið
hafa kynt sjer á skrifstofu sinni
í Stjórnarráðinu hagskýrslur
um viðskifti vor, inn- og út-
flutning, við Spán.
Árið 1930, fluttum við út
til Spánar fyrir rúmlega 20
milj. króna. En fjórum árum
síðar vap útflutningurinn til
Spánar ekki nema 7 miljónir
og síðastliðið ár (1935) ekki
nema 5.8 milj. krónur.
Vjer þurfum ekki að benda
á orsakir þessa samdráttar —
þær eru fólgnar í jafnvirðis-
kaupa stefnunni í milliríkja-
verslun.
Afleiðingar þessarar stefnu
á utanríkisverslun vora hafa
verið voðalegar. Verslunarjöfn-
uður vor hefir verið óhagstæð-
ur undanfarin ár, eða þá lítils-
háttar hagstæður, svo lítið, að
jafnan hefir miðað í sömu átt
með greiðslujöfnuð vorn: hann
hefir um langt skeið verið mjög
óhagstæður.
Þetta hefir komið fram í vax-
andi skuldasöfnun erlendis. —
Vjer höfum hvað eftir annað
bent á að til þess að koma í
veg fyrir vaxandi skuldasöfnun
erlendis, þ. e. hallalausan
greiðslujöfnuð, þarf útflutning-
ur umfram innflutning að nema
ca. 6 miljónum króna.
Á síðasta ári nam útflutning-
ur umfram innflutning 1.6 milj.
kr. Greiðslujöfnuðurinn það ár
var því óhagstæður um a. m. k.
4.4 milj. kr. En árið 1934 nam
innflutningur umfram útflutn-
'ing 3 miljónum króna. Það ár
var greiðslujöfnuðurinn óhag-
stæður um 9 milj. kr. a. m. k.
Þannig hafa þessi tvö ár
skuldir vorar við útlönd aukist
um ca. 13 milj. kr.
Skömmu áður en Haraldur
stígur á skipsfjöl, hefir honum
gefist tækifæri til að sjá hvern-
ig horfir um utanríkisverslun
vora á líðandi ári.
í marslok var verslunarjöfn-
uðurinn hagstæður um 1.3 milj.
króna. En í apríllok var hann
óhagstæður um rúmlega
miljón.
Þótt.hægt sje að benda á að
verslunarjöfnuðurinn hafi ekki
verið eins óhagstæður fyrstu
fjóra mánuði ársins í ár, eins
og á sama tímabili fyrra (1i/£j
milj. kr.), þá verður þó að miða
við hitt, að þessi mismunur
hrekkur hvergi nærri nógu
langt til að fylla upp í skarðið
á greiðslujöfnuði vorum (ca.
4.4 milj. s.I. ár, eins og áður var
sagt).
Vjer gerum ráð fyrir að Har-
aldur muni hafa þetta á bak við
eyrað á meðan hann dvelur í
Madrid.
En ef engin lausn skyldi fást
á Spáni, á þeim örðugleikum,
sem hvíla á utanríkisverslun
Islendinga, viljum vjer benda
Haraldi Guðmundssyni á, að
það er ekki úr vegi að hann
leggi leið sína um Stóra-Bret-
land á heimleiðinni.
Innflutningur vor frá Bret-
landi nam síðastliðið ár 6 milj.
krónum umfram það, sem Bret-
ar keyptu af okkur.Þar ofan á
bætist að vjer verðum að greiða
Bretum ca. 6 milj. króna árlega
í vexti og afborganir af skuld-
um. Samtals verðum vjer því
að greiða Bretum í erlendum
gjaldeyri ca. 12 miljónir króna
umfram það, sem Bretar greiða
okkur.
Vjer höfum bent á það, áður
hvílík nauðsyn knýr til þess,
að vjer getum fengið betri kjör
í viðskiftum vorum við Breta.
Ef vjer gætum haldið í horf-
inu við aðrar þjóðir, en fengið
Breta til að kaupa jafnmikið
af okkur og við af þeim, væri
þá ekki vandinn, sem íslensk
utanríkisverslun er í, leystur að
miklu leyti, a. m. k. í bili?
Fjörráð þingmeirihlutans við
~ hinn unga fslenska iðnað.
Iðnaðurinn hefir verið fáhreytt-
ur hjer á landi fram til síðustu
áratuga, en á síðustu 10—20 árum
hefir vaxið hjer fjöldi iðngreina,
(og iðnaðarstjettinni bæst fjöldi
j ötulla og vel lærðra manna.
(Með aukinni notkun rafmagns, hef-
j ir iðnaðurinn færst í aukana, og
,er nú orðinn verulegur þáttur í at-
, vinnulífi þjóðarinnar. Hinar miklu
orkuuppsprettur landsins gera það
meira en líklegt, að ísland verði
, mikið iðnaðarland, þrátt fyrir
i skort hráefna. En það mál er þó
enn . lítt rannsakað. Var þess og
full þörf að fleiri öflugar stoðir en
nú eru, bæm atvinnulíf þjóðarinn-
ar ó komandi árum.
j Fjöldi fjelaga iðaðarmanna og
iðnrekenda hefir verið stofnaður á
síðustu árum víðsvegar á landinu.
Þessi fjelög hafa nú stofnað Land-
: samhand iðnaðarmanna. Er ætlun
þeirra að hafa mistöð í Reykjavík
til forgöngu í iðnaðarmálum,
rannsókna og leiðbeininga. Yrði
. sú starfsemi sambandsins fyrir
málefni iðnaðarins hliðstæð starf-
semi Búnaðarfjelags fslands fyrir
landbúnaðinn og Fiskifjelag ís-
lands fyrir sjávarútveginn., B. í.
nýtur nú 180 þtis. kr. ársstyrks úr
ríkissjóði, F. í. 72 þús. kr. styrks.
! Þykja styrkir þessir hvergi meiri
'en þörf og verðleikar standa til.
Á öndverðu síðasta þingi barst
iðnaðarnefnd Nd. erindi frá Land-
! sambandinu. Var ]>að stílað til
' f járveitinganefndar, og var um-
sókn um 20 þús. kr. fjárveitingu í
þarfir iðnmálanna, á þann hátt, er
áður greinir. Verður ekki sagt að
ofsalega væri af stað farið. Iðn-
'aðarnefnd mælti eindregið með um-
' sókninni. Kom mjer ekki annað
til hugar en að mál þetta fengi
' góða og greiða afgreiðslu hjá fjár-
veitinganefnd og síðan lijá þing-
inu.
Tíminn leið, og f járveitinga-
nefnd skilaði áliti sínu ásamt hin-
.um langa og breiða hækkanalista.
En ekki var þar minst á Lands-
samband iðnaðarmanna. Sagði 3.
þ. m. Reykjavíkur mjer að von-
laust væri með öllu, að nefndin
fengist til að sinna mábnu á nokk-
urn hátt. Jeg bar því fram þá
breytingartillögu við fjárlaga-
frumvarpið, að inn á 16. gr., þar
sem styrkirnir til Búnaðarfjelags
íslands og Fiskifjelags Islands eru
yrði bætt: „Til Landssambands
iðnaðarmanna 20.000“. Mælti og
fyrir tillögu þessari sem best jeg
kunni, bæði í þingræðu og við
einstaka þm. En það stoðaði ekk-
ert, og var tillagan feld. — 25
stjórnarhetjur rjeðu niðurlögum
hennar með atkvæðum sínum.
Meðan þinglið stjórnarinnar
var að myrða tillöguna datt mjer
í huga fom atburður: Haraldiu
hárfagri sendi Aðalsteini Engla-
konungi Hákon son sinn til fóst-
urs. Það var gamalt mál, að sá
er öðrum fóstraði barn, væri hon-
um ótignari. Var þetta því ekki
af vináttu gert. — Haukur hábrók
fór með sveininn. Sigldi hann ein-
skipa vestur, gekk þegar fyrir
konung, setti sveininn Hákon á
knje honum. Þá mælti Haukur:
Haraldur konungur í Noregi bað
að þú skyldir fóstra honum am-
báttarson. — Aðálsteinn konung-
ur var allreiður og brá sverði. Þá
sagði Haukur: Nú hefir þú kon-
ungur knjesett sveininn, og mátt
þú myrða liann, ef þú vdt; en
ekki munt þú með því eyða, öllum
sonum Haralds konungs.
Stjórnarklíkan hefir myrt þessa
tillögu. En ekki mun hún með því
hafa eytt öllum málum iðnaðar-
ins. Vænti jeg að ísland verði jafnt
fyrir því mikið iðnaðarland, og að
iðnaðarmannastjettinni verði lengri
og sasmdarmeiri lífdaga auðið, held
ur en núverandi þingmeirihluta.
Sigurður Kristjánsson.
—------««)»--------—
Samkvæmt símskeyti frá Prag
komu bækur þeirra Gunnars Gunn-
arssonar og Guðmundar Kambans,
saga Borgarættarinnar, og Skál-
holt, báðar út á tjekknesku í fyrra
'dag. (FÚ.).
Vaxandi starf
V erslunarskólans,
Frá starfinu síðastliðið ár.
\T erslúnarskólinn, sem í'
* vetur hefir verið fjöl-
mennasti framhaldsskóli
landsins, hefir nú lokið störf
um sínum á þessu skólaári.
Rúmlega 50 nýir verslunar-
menn hafa útskrifast og eru
þeir þessa dagana að dreif-
ast út um land eftir skóla-
uppsögnina, en þó er enn
ekki lokið prófum fram-
haldsdeildarinnar.
Aðsókn fer sívaxandi.
Verslunarskólann sóttu á síðast-
liðnum vetri 320 nemendur og
hefir aðsóknin farið sívaxandi
seinustu árin. Aðalskólinn starf-
aði í 12 deildum, en auk þess voru
starfrækt málanámskeið. Kennarar
skólans voru 33, námsgreinar, sem
hægt er að læra í skólanum, eru
16, og námstíminn getur nú orðið
alt að 6 árum, ef nemendur ganga
í gegnnm allan skólan, en getur
einnig verið styttri.. Nemendur
geta sem sje, eftir því sem þeir
hafa aldur og þekkingu til, gengið
inn í undirbúningsdeijd, fyrsta
eða annan bekk og það hefir far-
ið mikið í vöxt, að nemendur fari
í Verslunarskólann að loltnu gagn-
fræðaprófi. Þeir setjast þá í annan
bekk, ef þeir standast viðbótar-
próf í bókfærslu, reikningi og mál-
um. Síðan eru þeir í Verslunar-
skólanum í tvö ár að minsta kosti,
til burtfararprófs, og geta síðan
verið þar eitt eða tvö ár enn í
framhaldsdeild, þó að þeir sjeu
fæstir hingað til, sem þá deild
hafa sótt.
Nýtt skipulag.
Það ei' ástæða til þess að minna
á þetta skipulag Verslunarskólans
og á námstíma lians, því að það er
nýung, sem er að skapast, eða hef-
ir verið að skajoast á síðustu árum.
Það má segja að Verslunarskólinn
starfi nú í þremur þáttum: Fyrst
eru tveir bekkir, sem nánast svara
til gagnfræðadeilda og taka nú
14 til 16 ára nemendur, síðan eru
aðrir tveir bekkir, sem taka við
nemendum úr þessum fyrri bekkj-
um og við gagnfræðingum, og
svara nánast til lærdómsdeilda í
mentaskólum, og í þeim bekkjum
eru nemendur á aldrinum 16—20
ára og jafnvel eldri, og í þriðja
lagi er svo framhaldsdeild, eftir
atvikum eitt eða tvö ár, og er þar
vísir til samskonar sjerfræðilegrar
framhaldsmentunar og annarsstað-
ar er veitt í áþekkum framhalds-
skólum, eða í sumum deildum
verslunarháskóla. Þó að þessi deild
sje eðlilega ennþá á tilraunastigi,
hefir það sýnt sig að það er vel
framkvæmanlegt að veita nauð-
synlega framhaldsmentun hjer
heima og það er líka sjálfsagt og
þarflegt.
Reyndar mun ýmsum þykja
það tilgangslítið nú, að tala um
aukna mentun verslunarstjettar-
innar þar sem starfsemi stjettar-
innar eigi mjög í vök að verjast
og færist fremur saman en auk-
ist. Og þó að þetta megi til sanns
vegar færast, þá má einnig minn-
ast hins, að eftir því sem örðug-
leikarnir vaxa er meiri þörf ment-
aðra og dugandi starfsmanna og
væntanlega kemur sá tími aftur, að
viðskiftalífið færist í frjálsara og
skynsamlegra horf en nú er, svo
að efnilegu ungu fólki opnist ný-
ir starfsmöguleikar í versluninni.
Til skams tíma hafa svo' að segja
allir þeir, sem útskrifast hafa úr
Verslunarskólanum, fengið versl-
unar- og skrifstofuvinnu (t. d.
1932 og ’33: 74 af 76). En nú
eru verri horfur framundan um
þetta en áður, eins og kunnugt er.
Prófin.
Af þeim 53 nemendum, sem nú
luku burtfararprófi úr Verslun-
arskólanum eru 33 úr Reykjavík en
20 utan af landi, en nemendur
skólans eru hvaðanæfa af landinu.
Þessir nem. skiftast þannig, að 16
eru frá heimilum kaupsýslumanna,
11 frá verkamannaheimilum, 10
eru börn embættismanna og starfs-
manna hins opinbera, 9 úr fjöl-
skyldum iðnaðarmanna, 4 frá sjó-
mannaheimilum, en 3 eru bænda-
synir. Einkunnir skiftast þannig,
að 1 hlaut 1. ág. eink., 28 hlutu
1. eink., 17 hlutu 2. eink. og 7
fengu 3. eink. Hæstu einkunn við
burtfararprófið hlaut Haraldur Ó.
Leohards, Rvík, 121,67 stig eða
7,60. Aðrar hæstu einkunnir hlutu
Guðm. Ófeigsson, Rvík, 119 st. og
Guðný Pálsdóttir, Húsavík, 114,67
st. og hlutu þau verðlaun úr verð-
launasjóði nokkurra kjaupsýsl-
manna og úr minningarsjóði
Walters Sigrðssonar. í öðrum
bekk fengu hæstar einkunnir Ása
Gísladóttir o g Þórunn Ásgeirs-
dóttir og í fyrsta bekk Guðlaug
Jónsdóttiir. Tveir nem. f þefim
bekk fengu 6 í bókfærslu og er
sjaldgæft (Jósef Sigurðsson, Ak.
og Kr. Jónsson).
Verðlaun.
Skóbnn veitir árlega tvo verð-
launabikara, annan gefinn af nem.,
handa besta bókfærslumanni skól-
ans, og hlaut hann Sig. Guðjóns-
son, hinn, gefinn af skólastjóra,
handa besta vjelritaranum, og
hlaut hann Þorvaldur Ásgeirsson.
Hann hefir skrifað 112 orð á mín-
útu, eða 560 slög. Verslunarmanna-
fjelag Reykjavíkur gaf peninga-
verðlaun fyrir bókfærslu og skift-
ust ])au milli Sig. Guðjónssonar
og Björgvins Þorbjörnssonar. AHs
voru veittar ea. 500 kr. í verðlaun.
Sá skemtilegi siður er að kom-
FRAMH. Á SJÖTTU SS>U.