Morgunblaðið - 15.05.1936, Blaðsíða 7
Föstudaginn 15. maí 1936.
7
MORGbNBLAÐIÐ
Gunolaugur
Þorsleinsson,
hreppstjóri, Kiðabergi.
Dáinn 3. maá 1936.
Fæddur 15. maí 1851.
í dag verður til moldar borinn
áð Stóruborg í Grímsnesi einn af
mætustu bændum hjer sunnan-
lands, Gunnlaugur Þorsteinsson á
Kiðabergi, um fjölda ára hrepp-
stjóri Grímsnesinga, sýslunefndar-
maður o. fl. Hittist svo á, að hann
verður jarðsunginn á 85. fæðingar-
degi sínum, því hann var fæddur
15. maí 1851.
Á 80 ára afmæli Gunnlaugs sál.
var hjer í blaðinu ítarlega rakinn
íEefiferill hans og nægir að ví»a til
þess, sem þar var um hann skráð,
bæði um ætt hans og æfistarf. —
Eins og hann var af besta bergi
brotinn í báðar ættir, eins varð
Dagbók.
I.O.O.F. 1 = 118515872 = xx.
Veðrið í gær: Yfir SV-landi er
lægð, sem hreyfist lítið. Onnur
stærri lægð er suður í hafi á hreyf-
ingu NA- eða N-eftir og mun herða
á NA- og A-átt hjer á landi á
morgun. Vindur er nú NA á Vest-
fjörðum, S-lægur austanlands en
breytilegur suðaustanlands. Veður
er víðast þurt á V-landi, annars-
staðar nokkur rigning. Hiti víðast
6—9 st., mestur 12 st. í Rvík og á
Hæli á Hreppum.
Veðurútlit í Rvík í dag: NA-
kaldi. Dálítil rigning.
BÚSTADASKIFTI. Kaupendur
Morgunblaðsins sem hafa bústaða-
skifti eru beðnir að tilkynna það
afgreiðslu blaðsins sem fyrst.
Hjónaband á Akureyri. í gær
voru gefin saman í hjónaband á
Akureyri, ungfrú Gerður Halldórs-
dóttir og Haukur P. Ólafsson.
Vermaðurinn, sem stal 50 krón-
unum af fjelaga sínum bjó á
Hótel Skjaldbreið en ekki Heklu,
æfistarf hans alt hið merkilegasta.
Að vísu hafði hann hin síðari árin eins og misprentaðist í blaðinu í
losað sig við alt búskaparamstrið, gærmorgun.
og eins af hendi látið öll opinber
■störf í þágu sveitar og sýslufje-
lags. Alt að einu mun hans áreið-
anlega saknað í hjeraðinu, þar
sem hann vann æfistarf sitt með
avo mikilli prýði, elskaður og virt-
ur af öllum, sem honum kyntust
og eitthvað áttu við hann saman
að sælda, og hans lengi minst
verða þar sem fyrirmyndarmanns
innan stjettar sinnar, sem hollráðs
sveitarforingja, sem allir báru
traust til og aldrei brást trausti
annara, og umfram alt sem mann-
kostamanns í hverri grein, er gerði
hann hugþekkari hverjum þeim,
er slíkt kann að meta. Kiðaberg
hefir sett ofan við fráfall hins
mæta manns, er um sf, langan ald
ur gerði þar garðinn frægan, og
þyngsti harmur er við fráfall hans
kveðinn að eiginkonu hans, frú
Soffíu Skúladóttnr, á gullbrúð-
kaupsári þeirra (þau giftust 17.
júlí 1886), og sonum þeirra, dótt-
ur og barnabömum, sem hjer eiga
ástríkum eiginmanni, föður og afa
á bak að sjá. J.
Ferðafjelag íslands fer gönguför
á Bláfjöll og Vífilfell, næstkom-
andi sunnudag. Ekið í bílum að
Kaldárseli, gengið þaðan í BláfjöU
og á Vífilfell og svo niður í Jó-
sepsdal og niður undir Sandskeið,
en þaðan verður ekið heimleiðis.
Farmiðar seldir til kl. 7 á laugar-
dagskvöld hjá bókaverslun Sigfús-
ar Eymundssonar.
Sundflokkur K. R. Farið verður
að Álafossi á sunnudag, nánari
upplýsingar í síma 2130, kl. 7—8
í kvöld.
Bálfararfjelagið heldur aðalfund
sinn í kvöld kl. 9 síðd. í Kaup-
þingssalnum. Þar talar dr. Gunn-
laugur Claessen um væntanlega
Bálstofu á Sunnuhvolstúni og
sýnir uppdrætti af byggingunni.
Fjelagsmenn mega taka með sjer
gesti, og nýir fjelagar verða inn-
ritaðir.
Aðgöngumiðar að heiðurssam-
sæti því, sem Lydersen skipstjóra
verður haldið laugardaginn 16.
maí, kl. 7y2 e. h. í Oddfellowhöll-
inni, verða afhentir í dag á skrif-
stofu Morgunblaðsins.
Jón Straumfjörð, sem verið hef-
ir dyravörður Pósthússins nú um
ITmboð fyrir
bðtamótorinn WICHMANN.
Jeg undirritaður hefi fengið umboð fyrir bátamótorinn,
WICHMANN, er allir kannast við, eftir margra ára
reynslu hjer við land.
Vjel þessi er eftirsótt vegna eftirfarandi kosta:
1. Búin til úr ágætu efni
2. Gangviss og spameytin.
3. Kraftmesta vjel sem til landsins hefir komið ennþá.
4. Samkeppnisfær í verði.
5. Varahlutir fáanlegir með litlum fyrirvara, gegnum
umboðsmenn vjelarinnar á staðnum.
Allar upplýsingar, svo sem verð og olíueyðslu? hefi jeg
undirritaður. — Vjelastærðin er frá 4—400 hestöfl.
Vestmannaeyjum, 13. maí 1936.
Virðingarfylst.
Gísli Wium.
Símar: 46 og 104.
21 árs skeið hefir látið af því
starfi og er fluttur þaðan á Ránar-
götu 22.
Síra Árni Sigurðsson fríkirkju-
prestur er fluttur á Hringbraut 214.
Sími þar er 4553.
Eimskip. Gullfoss er á leið til
Vestmannaeyja frá Tjeith. Goða-
foss /er í Hamborg. Brúarfoss kom
til Leith í gærmorgun, fór þaðan
aftur kl. 1 í gær. Dettifoss kom til
ísafjarðar í gærkvöldi. Lagarfoss
er í Kaupmannahöfn. Selfoss er á
leið til Austfjarða frá Vestmanna-
eyjum.
Gengi „dagskrónunnar“. í grein
iná, sem birtist hjer í fyrradag,
höfðu slæðst þessar villur: Þegar
örlaga- (vantaði: ríkar) ráðstaf-
anir; og hjer á landi, í -eðferð
í meðferð. Aðrar vHlur eins og:
penningar, paj)pís- og útlokað
fyrir; ' peningar, pappírspeningar
og útilokað, þurfa ekki skýringar
við. Jeg nota tækifærið til að
þakka blaðinu fyrir birtingu grein
arinnár og vona að lesendum þess
sje nú ljóst að jeg hefi sannað, að
ritdómurinn og ályktanir mínaf
voru bygðar á staðreyndum. J. Á.
Bústaðaskifti. Menn ættu að at-
huga að það er nauðsynlegt að
tilkynna Rafmagnsveitunni bú-
staðaskifti vegna mælaaflesturs.
Tilkynning frá vetrarhjálpinni í
Reykjavík. Nú um flutninga- og
hreingerningardagana, er fólk beð-
ið að muna eftir að Vetrarhjálpin
tekur til starfa á næstkomandi
vetri, og heitir á alla sem styrkja
vilja starf hennar og hafa notuð
föt og húsgögn, sem það viU losna
við, að tilkynna það í síma 1094.
Gjöfum veitt móttaka í Franska
spítalanum (uppi) alla þessa viku
frá 10—12 f. h. og frá 4—7 e. h.
Sími 1094. Reykvíkingar munið
eftir fátæklingunum, ef þjer eigið
gömul föt og húsgögn, sem þjer
föt og muni sem þjer notið ekki
sjálfir.
Síldarútgerðarmenn halda fund
í dag kl. 2 að Hótel Borg útaf
gerræði ríkisstjórnarinnar í síldar-
útvegsmálunum.
Flutningar voru með meira móti
hjer í bænum í gær. Frá því eld-
snemma í gærmorgun og þar til
fram á kvöld mátti sjá vörubíla
hlaðna innanstokksmunum aka um
göturnar. Veður var hið ákjósan-
legasta, glaða sólskin mest allan
daginn og kyrt veður.
Mislingarnir eru komnir til Húsa
víkur. Bárust þeir þangað frá
Vestmannaeyjum með mönnum,
sem voru þar yfir vertíðina og sem
eru nýkomnir heim. Egill.
B.v. Otur fór í fyrradag á veið-
ar og kom aftur í gærmorgun með
700 körfur af fiski. Fiskurinn var
settur í frystihús og nokkuð af
honum selt á bæjarmarkaðmn. x
Reykjaborg tók í gær fisk þann
sem hún hefir veitt í vetur og mun
sigla með hann og selja á erlendum
markaði.
Halldór Stefánsson læknir er
fluttur á Skólavörðustíg 12.
SpegiUinn kemur út á morgun.
Austurríki.
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
í ræðu þessari sagði hann,
að HeimwehrliðiS myndi
ekki verða leyst upp eða
brætí saman við ríkisher-
inn „nema að sjer dauS-
„_<i
um .
„Óskin, sem látin hefði verið
í ljósi um það, að smátt og
smátt yrði horfið aftur að lýð-
ræðisskipulagi væri svik við hið
unga fascistiska ríki og hólm-
skorun, sem hann tæki“.
„Vjer getum ekki gengið
til neinna samninga við hið
spilta lýðræðisskipulag,
sem er ekkert annað en
undirbúningur undir bolsé-
vismann“.
„Mörg hundruð Heimwehr-
manna er ljetu líf sitt í upp-
reisninni 1934, börðust ekki til
þess, að aftur yrði snúið „til
hins spilta lýðræðisstjórnskipu-
lags“.
Vilja halda í völdin.
Meðal stjórnmálamanna var
litið svo á, eftir þessa ræðu
Stahrembergs, að Heimwehr-
menn myndu berjast til hins ítr-
asta til þess að geta áfram farið
með forystuna í stjórnmálum
austurrísku þjóðarinnar.
í ræðu sem dr. Schussnigg helt
um líkt leyti mótmælti hann því,
að ósamkomulag væri milli hans
og Stahrembergs fursta. En hann
viðurkendi þó að „ský væru yfir
Austurríki".
Síðasti fyrirlealur sænska
sendikennarans í kvöld.
Sænski sendikennarinn, fil. lic.
Áke Ohlmarks flytur í kvöld síð-
asta fyrirlestur sinn á þessn skóla-
ári og jafnframt síðasta fyrirlest-
ur sinn á íslandi að þessu sinni.
Eftir að sænska stjótfilík t) hafði
fengið skýrslu lijeðan.piptstarf dr.
Ohlmarks við háskólann í votur,
var honum boðið að hafa sendi-
kennarastarfið á hendi næsta vet-
ur, en vegna aðkallandi starfa við
háskólann í Lundi mun-hanii senni
lega verða að dválja þar næstu
árin. '
Fyrirlestrar dr. Ohlmarks hafa
oftast verið mjög vel aóttir, og er
þess því að vænta, að þessi síðásti
fyrirlestur hans um heiðni á ÍS-
landi muni verða fjölsóttur, þó að
nú sje komið fram á vor og kvöld-
in björt. Dr. Ohlmarks mún í
þessu erindi tala um noriæna goða-
trú, einkum goðasagnir. Hánn
flytur þennan fyrirlestur á í»-
lensku, en hingað til hefir hann
jafnan flutt fyrirlestra sína ■ á
sænsku. Fyrirlesturinn verður i I,
kenslustofu háskólans og hefst
kl. 8.
Chevrolet
7 manna, í góðu standi
til sölu.
Upplýsingar í síma 4950
eða 4951.
Magnús Pjetursson hjeraðslæknir
erfluttur af Bárugötn 4 í Tjamar-
götu 16.
Hjálpræðisherinn. í kvöld kl. 8y2
helgunarsamkoma. Allir velkomnir.
Adjntant Molin o. fl.
Laukur
OÖ
Kartöflur.
Verslunln Vlslr.
Nohkur
skrifstofuherbergi
einstök eða samliggjandi,
eru til leigu nú þegar
fi húsi ekkar nr. 5
við Hafnarstræti.
Mjólkurfjelag Reykjavíkur.
Viðnrkendur prjedikari, T. B.1 __ _ —
Barrett frá Osló, heldur kristilegar y 11 H W% fll Z
samkomur í K.-R.-húsinu, kl. 8*4,
öll næstu kvöld fram að sunnu-
degi. Söngur og hljóðfærasláttur.
Allir velkomnir!
K. F. U. K., Hafnarfirði. Síðasti
fundur í kvöld kl. 8,30. Ingvar
Árnason talar. Alt kvenfólk vel-
komið.
Kandís — Flórsykur,
Apricots þurk. — Súkkat.
Sætar Möndlur.
Eggert Knstjánssan S Eo.
Semjið við okkur um öll ykkar
ferðalög. Áætlunarferðir í sam-
bandi við stöð vora, nm landið
þvert og endilangt.
Bifreiðastöð íslanús
Shni 1540 (þrjár línnr).
f einkaferðir um bæinn bg #
ttm sveitir landsins, höfum við
ávalt til taks þægilega vagna fyr-
ir sanngjamt verð.