Morgunblaðið - 12.06.1936, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.06.1936, Blaðsíða 4
MOPGUNBLAPJÐ 4 Föstudaginn 12. júní 1936- —á——*.iii 'i 11)11 Viðsklftamál Verslunarþingið 1936, verOur sett i dag. V ERSLUNARÞING 1936 verður sett í Kaupþingssalnum í dag Samtím- is fer fram ársfundur Verslunarráðs Islands. Þetta er annað Verslunarþingið, sem hald- ið hefir verið. Hið fyrsta var haldið í nóvember síðastliðið ár. Ýmsar merkar samþyktir voru gerðar á fyrsta verslun- arþinginu. — Kaupsýslumenn mörkuðu þá m. a. ákveðið af- stöðu sína til innflutnings- og gjaldeyrishafta. í samþykt, sem gerð var, segir. að verslunarmenn leggi áherslii á ,,að innflutningurfari ekki fram úr gjaldeyrisgetu, þannig að reynt verði af ítrasta megni að ná greiðslujöfnuði við útlönd“. Kaupsýslumenn hljóta hins- vegar að leggja á það áherslu, að þess verði gætt, að rjettlæti ríki um skiftingu þess innflutn- ings, sem leyfður verður. Um þetta segir í samþykt verslun- arþingsin3 1935, að þingið leggi á það áherslu, „að rjett- lætis verði gætt við úthlutun innflutnings- og gjaldeyris- leyfa, eftir fastri kvota-að- ferð“. Þessi mál, innflutnings- og gjaldeyrismálin, munu verða tekin upp að nýju til umræðu á verslunarþinginu 1936. Meg- instefna verslunarstjettarinnar er hin sama. Hún vill sýna full- an skilning á þörfum þjóðfje- lagsins og krefst einskis ann- ars í móti, en að sjer verði einnig sýndur skilningur — og rjettlæti. Það kom skýrt fram á síð- asta verslunarþingi, að kaup- menn vilja sýna kaupfjelögum fulla hollustu og samvinnu í þeim efnum, þar sem slík sam- vinna getur orðið happadrjúg. í móti krefjast þeir einskis ann- ars — einu sinni enn — en að þeir verði ekki látnir bera skarðan hlut frá borði af hálfu ríkisvaldsins: „að báðar þær verslunarstefnur, sem nú eru hjer á landi, sjeu jafn rjett háar“, eins og segir í sam- Þykt Verslunarþingsins 1935. í skattamálum' krefst versl- unarstjettin sanngirni. Hún vill Rabarbari íslenskur 1.10 pr. klló. standa undir þeim byrðum, sem á hana eru lagðar, ef þær eru rjettmætar, og stjettinni er sýnt rjettlæti á við aðrar stjettir. En verslunarmenn benda rjettilega á, að ekki er hægt að gera hvorttveggja í senn, að þrengja kosti þeirra með innflutningstálmunum og nýjum ríkiseinokunum, og jafn framt að ætla að fá af þeim auknar tekjur í sköttum til rík- isþarfa. Það er þýðingarlaust að ætla að gera lítið úr verslunar- stjettinni. Menn og flokkar, sem tala um verslunarstjettina sem óþarfa milliliði, gera ekki annað með því, en að opinbera sitt eigið skilningsleysi. Með því að taka verslunina úr höndum útlendinga lagði hin unga verslunarstjett vor hornsteininn að efnalegu sjálf- stæði voru. Verkaskifting sú, sem síðan hefir skapast með þeim hætti, að iðnaðarmenn hafa gefið sig alla að iðnaðar- starfinu, bændur að búnaði, útgerðarmenn að fiskveiðum og kaupmenn að kaupsýslu, hefir eflt efnalega velmegun, hjer á landi eins og allsstaðar annarsstaðar meðal vestrænna þjóða. Framleiðslustjettirnar hafa falið kaupsýslumönnun- um að selj"a afurðir sínar, og þjóðin sem heild hefir hagn- ast á því. Þótt svo geti farið um stundarsakir, að einstakir menn og flokkar sýni verslun- arstjettinni lítinn skilning, þá rýrir það ekki gildi hennar. Hún veit sjálf, hverja tþýð- ingu hún hefir og finnur mátt sinn. Verslunarþingið er vettvang- ur þessarar stjettar, þar sem hún ræðir hagsmunamál sín og gerir samþyktir sínar. Á Versl- unarþinginu 1936, sem hefst í dag, verða rædd, auk gjaldeyr- is- og innflutningsmálanna, skatta- og tollamál, ríkisversl- un, um skipulagningu afurða- •sölunnar, um atvinnuleysi verslunarmanna (skráning at- ■vinnulausra verslunarm. fór fram í byrjun þessa mánaðar á skrifstofu V. í.), skólamál stjettarinnar o. fl. En jafnframt eru verslunar- þingin sá vettvangur, þar sem verslunarstjettin kemur fram sem skipulögð heild, til þess að berjast fyrir málefnum sínum og þeim þjóðarhagsmunum,sem hún hefir að gæta, og bera af sjer órjettmætar og órökstudd- ar árásir. Verslunarþingið sem hefst í dag, verður einn áfanginn á þessari braut. ------------------ Litlar fiskbirgðir og verslunarjöfnuðurinn óbagstæuur. Þýðintf síld- veiðanna. T Ttflutningurinn fyrstu fimm mánuði ársins var hálfri milj.króna lægri í ár én á sama tíma í fyrra. í fyrra nam út- flutningurinn kr. 14.673 þús., en í ár kr. 14.100 þús. Þegar þessa er gætt og jafn- framt þess, að fiskbirgðir á landinu voru (31. maí) nær helmingi minni en um sama leyti í fyrra, fá menn skilið, hversu mikla þýðingu það hefir fyrir þjóðarbúskap íslendinga, að síldveiðarnar í sumar takist vel. Fiskbirgðirnar námu 20.349 þurrum tonnum 31. maí í ár^ en voru 38.578 þur tonn um sama leyti í fyrra. 31. maí 1933 voru fiskbirgðirnar 48.304 þur tonn. Vetrarvertíð er nú lokið. Afl- inn er minni en dæmi eru til um áratugi. Aflinn var 31. maí í ár 23.735 þur tonn, en var 43.451 þur tonn í fyrra og 57.854 þur tonn árið 1933. Verslunarjöfnuður vor er ó- hagstæður. Það er að vísu ekki óeðlilegt, þar eð útflutningur vor fellur aðallega á síðari mánuði ársins. Er verslunar- jöfnuðurinn þess vegna venju- lega óhagstæður um þetta leyti árs. Innflutningur umfram út- flutning nam í ár 1.2 milj. kr. í fyrra um sama leyti var verslunarjöfnuðurinn óhagstæð ur um 3.2 milj. króna. 1933: óhagstæður um rúml. 600 þús. króna. En vissulega ber þess og að gæta, hve fiskbirgðir í landinu eru litlar og markaðs- horfur óvissar. En alt veltur á því, hvernig haustkauptíðin verður fyrir þjóðarbúskapinn og hvernig síldveiðarnar tak- ast, hvort okkur auðnast að rjetta við verslunarjöfnuðinn og hafa nægilega mikið aflögu í árslok til þess að greiða skuld ir okkar erlendis. Nýtt úrval af kvensokkum. s____________ i. Gleymið því ekki sem mest á ríður. Hafið ávalt Lud vig D « v i d Kaffibælir við hendina þegar þjer hellið á könnuna. 3Ka«pi reknetasild, af tveimur góðum reknetabátum, fyrir HÁTT VERÐ, ef samið er strax. Ferdinand Jóhannsson, Barónsstíg 43. Sími 2788. Frfmerkjahefti. Lítil, lagleg hefti, fyrir frímerki eða frímerkjasýnishorn. Kosta að eins 25 aura stykkið. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. SumargistihúsiD á Laugarvatni, verður opnað í dag, föstudaginn 12. júní. Allar upplýsing- ar gefur Bergsteinn Kristjánsson, Laugarvatni. Einnig geta menn snúið sjer til Ferðaskrifstofu ríkisins. Áætlun- arferðir alla daga kl. 10, frá Bifreiðastöð íslands. Sími 1540 (3 línur). Norður. - Vestur. Laxfoss fer til Borgarness alla sunnudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, föstudaga og laugardaga. — Beinustu, bestu og ódýrustu ferðimar eru um Borgarnes til Akureyrar, Sauðárkróks, Blönduóss, Hvamstanga, Dalasýslu, Stykkishólms, Ólafsvíkur og Borgarfjarðar. Farseðlar og nánari upplýsíngar hjá: Afgr. Laxfoss. Rifreiðastöð íslands. Sími 3557. Sími 1540. :■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.