Morgunblaðið - 12.06.1936, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.06.1936, Blaðsíða 5
5 % Föstudaginn 12. júní 1936. ^mXmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmm^^émmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmrnm T*jv7oXvT\Xir<i>TSTi .-»-*•«f f * * jt. •> v. Minningarorð um Sigríði Þórarinsdóltir frá Drnmboddsstððuni. 1886 — 12. júní — 1936. Slgríðui’ var fædd að Drumb- oddsstöðum í Biskupstungum 12. júní 1886. Foreldrar hennar voru Þórarinn Þórarinsson, bóndi að Ðrumboddsstöðum, og Gróa Þor- steinsdóttir, kona hans. Yoru þau bæði af góðum ættum og merk- um. Föður sinn misti Sigríður þeg- ar hún var 7 ára gömul. Móðir hennar helt áfram búskap, og rjeðist til hennar Olafur Hjartar- son, sonur merkisbóndans Hjartar Eyvindssonar frá Austurhlíð. Var það heimilinu hið mesta lán, því iað Olafur var gæðamaður og börn- unum var hann einkar góður og velviljaður. Sigríður ólst upp lieima við sömu kjör og önnur sveitabörn á þeim tímum. Lærði hún öll þau vinnubrögð er tíðkast í sveitum, en fór ekki heldur á mis við bók- lega fræðslu. Skólagangan var að vísu ekki önnur en lítilsháttar far- kensla. En heimilisfólkið var bók- hneigt; var lesið upphátt allar kvöldvökur, og rækilega rætt um - efni þess, er lesið var. Slíkt hefir, sem kunnugt er, orðið mörgum greindum og eftirtektarsömum unglingi góður skóli, og það varð hann þeim Drumboddsstaðasyst- kinum í fylsta mæli. Ekki stundaði Sigríður þó bóknám utan heimil- is, en lærði ung klæðasaum og matreiðslu. Var. hún bæði verklag- in, og svo mikilvirk að orð var á gert. Saumaði hún mikið bæði heima og anngrs staðar, og var vinna hennar eftirsótt. Haustið 1911, liinn 17. október, •giftist hún Jóhanni Ólafssyni frá Helli í Ölfusi. Þau reistu bú að Austurveg- í Laugardal vorið eftir, fluttu að Kjóastöðum í Biskups- tungum 1923, en til Reykjavíkur vorið 1930. Þeim varð 5 barna auðið og lifa 4 þeirra, dætur tvær, Gróa og Rannveig, báðar kennar- ar að mentun og stöðu, og synir tveir, Ólafur, 17 ára, stundar nám í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, og Þórarinn, 7 ára gamall. Einn son- ur, Þorfinnur, dó á barnsaldri. Síðastliðið sumar veiktist Sig- ríður af blóðleysi, að talið var, og lagðist á sjúkrahús. Voru vinir hennar í fyrstu vongóðir um bata, • en þær vonir brugðust, og' þyngdi henni er haustaði, uns hún andað- ist 16. október síðastliðinn, rúmra 49 ára að aldri, og hafði verið í hjónabandi rjett 24 ár. Æfisagan er ekki margbrotin fremur en annara íslenskra alþýSu- kvenna. En Sigríður sjálf verður ógleymanleg þeim, er kyntvist henni til nokkurra muna. Hún var örlynd og viðkvæm, en glaðlynd ■ og gamansöm. Sálarlífið var auð- ugt og ört, og öll andleg kyrstaða var henni fjarri. Þess er áður getið, að hún var prýðisvel greind. En oftast hugsaði hún með hjart- : anu og talaði af tilfinningu. Rök- fim gat hún verið, ef talið tók þá stefnu. En best lýstu gáfur hennar sjer í eldsnörum tilsvörum, er leiftruðu í einum svip, og sýndu betur en nokkrar skýringar 'hvernig málin litu út frá hennar hlið. Mörg svör hennar eru ó- gleymanleg kunningjum hennar, hvort sem skoðanirnar áttu sam- leið eða ekki. Hún var trygglynd, og gleymdi aldrei gömlum vinum, og var óhrædd að taka svari þeirra er henni fanst þess þurfa. Dugnaði hennar til allra verka var viðbrugðið. Henni virtist ó- venju Ijett um vinnu, enda mátti segja að hugurinn bæri hana þar hálfa leið, og var það víst áhugi hennar og eldfjör, sem stjórnaði störfum hennar fremur en líkams- þreltið. Var hún sjaldan glaðari en þegar byrja skyldi á nýju starfi, og hræddist enga áreynslu. Hafði hún engu síður áhuga á störfum utan bæjar en innan, með- an hún bjó í sveit, og ljet sig alt þess konar miklu skifta. Eins og að líkum ræður, mat kona með slíkri skapgerð andlegu gæðin ekki minna en þau efnis- legu, og dæmdi menn meir eftir því hvernig þeir fellu henni í geð en eftir ytra borði. Eitt sinn, er hún var unglingsstúlka varð hún í gamni all-hvassyrt urn karlmenn og taldi þá gallagripi mikla. Sagði þá einliver að ilt mundi að eiga hana fyrir konu, og mundi liún verða kröfuhörð við mann sinn. Þá mælti Ólafur Hjartarson með sinni venjulegu hægð -. „Ekki er jeg hræddur um það, ef henni þykir nógu vænt um hann“. Hún varð svo lánsöm að eign- ast myndarlegan mann, sem „henni þótti nógn vænt um“. Jóhann, maður hennar, er hinn besti dreng- ur, skynsamur vel, stiltur og vand- aður, og prúðmenni svo mikið, að aldrei ber út af, hvorki heima nje heiman. Hjónaband þeirra var stofnað í hrifningu æskunnar, og sambúðin bar þess ætíð merki. Móð- urást Sigríðar var heit og innileg og umhyggja hennar fyrir börnum sínum var viðbrugðið, ekki síst um framtíð þeirra og andlegar þarfir. Hún fann sárt til þess, er hún elt- ist, að hún hafði ekki notið meiri bóklegrar mentunar í æsku, og varð það því eitt hennar aðal áhugamál, að afla börnum þeirrar fræðslu, er hiin hafi sjálf farið á mis við. Mun það mestu hafa valdið er þau lijón fluttu til Reykjavík- ur, að þar var hægra að láta börnin njóta skólafræðslu. Það er oft sagt og aldrei of mikið úr því gert, hver harmur er ltveðinn að manni og börnum við fráfall góðrar og mikillar eig- inkonu og móður. Svo var og hjer, ekki síður en annars staðar. En mundi það ekki lílta vera blessun, að fá að hverfa hjeðan, áður en annmarkar ellinnar taka að þyngja, og lama fjör og fram- kvæmdaþrek. Hún hefir skilið róleg við litla soninn sinn, hjá góðum föður og umhyggjusömum systkinum. Hún lifir í minningu manns og barna, vina og kunn- ingja ung og glöð, fjörmikil og á- hugasöm. Slíka mynd hefir hún vafalaust sjálf kosið að skilja eftir. Viktoiía Guðmundsdóttir. —------------------ MORGUNBLAÐIÐ frát Vorhúsum Bjarni Guðmundsson frá Vor- húsum, verður jarðsunginn í dag. Hann var fæddur að Ólafsvöll- um í Njarðvíkum, 2. dag októb. 1864; hann var einn af 10 börn- um merkislijónanna Guðmundar sál. Bjarnasonar og Guðrúnar Andrjesdóttur, er lengi bjuggu að Ólafsvöllum. Með foreldmm sín- um flutti hann að Grund í Vatns- leysustrandarhreppi. Sem elsta ystkini — þá um tvítugt —- og ifram um mörg ár, vann liann ijá foreldrnm sínum og fyrir mgri systkinum af miklu kappi ig dúgnaði, það sem orka leyfði. í löngum og erfiðum sjúkdómi föður síns var hann aðalstoð heim- ilisins. Hann giftist 17. nóv. 1895 Guðrúnu Ásmundsdóttur frá Gljúfri í Grímsnesi mestu ágætis- konu. Þau eignuðust 4 börn, 1 son 0g 3 dætur, öll mjög mann- vænleg. Elstu dóttur sína misti hann uppkomna 22. nóv. 1924. Harmaði hann hana mjög. Konu sína misti liaun 10. ág. 1929, en bjó eftir það með j’ngstu dóttur sinni til dauðadags. Búskap byrjaði hann í Tuðu- gerði í Vatnsleysustrandarhreppi. Fluttist þaðan að Brunnastöðum og svo að Vorhúsum í sama hreppi hvar hann bygði sjer bæ og bjó þar í 20 ár eða þar til hann flutti búferlum til Hafnarf jarðar 1925, og andaðist þar eftir stutta legu 1. júní þ. á. umvafinn hjúkrunar- örmum og umönnun yngstu dótt- ur sinnar, Ólafíu, sem hann bjó með, eins og Hka að hann í full- um mæli naut ástríkis og umönn- unar hinna annara barna sinna og tengdabarna, sem búsett eru í Hafn- arfirði. EUin var honum friðsæl, æfi- kvöldið rólegt, enda heimsótti dauðinn hann í Hkingú við það er móðir svæfir barn sitt. Bjarni sál. bjó allan sinn búskap í þurrabúð, má því nærri geta, að oft hefir verið þröngt í búi hjá einyrkjanum með barnahópinn sinn, í þeim aflaleysisárum, sem þá voru svo mjög tíð hjer á opn- um bátum, og hann oftast háseti sem reri fyrir sínum eina hlut — þó afbragðs sjómaður væri. En Bjarni sál. Ijet ekki hugfallast, því hann var trúmaður mikill og treysti guði. Bjarni sál. var afbragðs tryggur og traustur, og orðheldinn svo að ekki brást, enda naut hann fulls trausts þeirra, er hann þektu. Dul- ur í skapi og fámáll um þá hluti sem hann ekki persónulega skifti. ti<3. Nýtlsku svefn herbsrg ishúsgögn til sölu með tækifærisverði, ef samið er fyrir su’jnudag. Geymsla á húsgögnunum endurgjaldslaus, til 1. okt., ef vifl. Upplýsingar í síma 2820, frá kl. 10—18. SYKUR. Annast kaup á sykrl bclnt frá London. Bfóðið viðskiftamönnum yðar aðeins það besta, 5ig. í?. 5kjalöberg. (Heildsalan). Skemtisamkoma verður haldin að Ægissíðu sunnudaginn 14. þ. m., að til- hlutan Lestrarfjelagsins Þörf. — Samkoman hefst kl. 5 síðd. Góður hljóðfærasláttur. Veitingar á staðnum. Ferðir frá Bifröst. LESTRARFJELAGIÐ ÞÖRF. Hann var sjerstaklega ábyggileg- ur í viðskiftum. Glöggur um al- menn mál, og bókhneigður. Eftir að Bjarni kom til Hafn- arfjarðar gerðist hann verkamað- ur á eyrinni sem kallað er, og va.nn hann þar með sania vilja, tríi- mensku og reglusemi sem ein- kendu hann alt hans líf, en honum mun hafa brugðið við árangur iSju sinnar er þangað kom, frá því sem áður var, enda ljet hann það á sjá, því eftir fárra ára dvöl þar, kom hann sjer upp myndarlegu íbúðarhúsi, sem hann nú við dauða sinn mun skulda ótrúlega lítið í- Hans er sárt saknað a£ vinum, vandamönnum, börnum og tengda- börnum sínum, en jafnvel sárast af smælingjunum, sem gráta sinn horfna afa. Blessuð sje minning hans. 10. júní 1936. „Selfoss" fer í kvöld til Önundarfjarðaj, og þaðan til útlanda (Antwerpen). Á 'IUl Reynið pakka af Araba fjallagrasa-kaffibætl fæst alstaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.