Morgunblaðið - 24.06.1936, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.06.1936, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 24. júní 1936. MORGUÍJBLAÐIÐ 3 Svartur sjór af síld við Langanes. Slldarverksmiðjan á Raufarhðln ekki tilbúin til sfldarvinslu! Stjórn sfldarverksmiðja ríkisios tefur afgreiðslu sfldveiðiskipanna. Stór skaði fyrir verksmiðjurnar og viðskiftamennina. Igær var mikil síldveiði við Langanes. Kl. 3 síðdegis í gær frjettist af miðunum, að tog- arinn Garðar hefði fengið samtals 900 mál, og síðan sprengt nótina í stóru kasti. B.v. Ólafur hafði 1 gærkv. fengið um 700 mál, Tryggvi gamli 1000. Lausafregnir hermdu, að Ólafur Bjarnason og mörg önnur skip hefðu fengið fullfermi við Langanes í gær. Ekkert þessara skipa var enn komið inn með síldina. Á sunnudagskvöldið byrjaði síldveiðin við Langanes. Þá og á mánudaginn fengu flest eSa öll síldveiðiskipin sem voru við Langanes fullfermi. Þar á meðal: Hringur, Olav, Rúna, Andey, Bris, Ágústa, b.v. Brimir frá Norðfirði og Geir goði. 1 fyrradag fengu einnig nokk- ur skip síld á Húnaflóa og á Haganesvík, en miklu minna en við Langanes, og hjeldu því flest skipin austur að Langa- nesi í fyrrinótt og í gærmorg- un. Auk þeirra skipa sem áður eru talin komu inn í gær og í fyrradag: Til Djúpavíkur: b.v. Surprise 240 mál og tveir mótorbátar með smáslatta. Sur- prise var kominn út aftur og hafði í gærkvöldi fengið 170 mál. Til Siglufjarðar: l.v. Freyja og Alden með 400 —500 mál hvor og m.b. Vje- björn 250 mál. Til Dagverðareyrar komu nokkur skip öll með lítinn afla, nema þau sem komu frá Langa nesi. ÓSTJÓRN HJÁ SÍLD- ARVERKSMIÐJUM RÍKISINS. Stjórn Síldarverksmiðja rík- isins hefir vanrækt að hafa síld arverksmiðjuna á RaufarLofn tilbúna til síldarvinslu í tæka tíð. Aftur á móti hefir verk- smiðjustjórnin bætt við tveimur nýjum hálaunuðum yfirmönn- Það er mjög bagalegt, þegar síld er við Langanes að þurfa að fara með hana alla leið til Siglufjarðar, en geta ekki lagt hana í verksmiðjuna á Raufar- höfn, sem liggur rjett við Langa nesmiðin. I vandræðum sínum greip stjórn síldarverksmiðjanna til þess að byrja móttöku á Raufarhöfn, þótt verk- smiðjan gæti ekki unnið úr síldinni fyr en síðar og hún verði að liggja í þrón- um og skemmast í viku- tíma eða lengur. Línuveiðaranum Hring, sem hafði fastan samning við síld- arverksmiðjurnar, var neitað um afgreiðslu á Raufarhöfn í fyrradag. Samtímis var tekið við síld þar af mótorbát, sem hafði nákvæmlega samhljóða samning við verksmiðjurnar. — Jafnframt ljet verksmiðju- stjórnin tilkynna, að hún tæki ekki við síld á Raufarhöfn nema af mótorbátum. Hjer er um freklegt samningsbrot að ræða, enda tilkynti/útgerðarmað- ur Hrings, Jón Þórðarson, að hann teldi verksmiðj- urnar sekar um samnings- rof og skipið Iaust allra mála við verksmiðjur rík- isins. Landaði Hringur í gær 700 málum í verksm. Sig. Kr. Finnur Jónsson mun hafa gefið fyrirskipanirnar um af- greiðslu skipanna á Raufarh. En hann er útgerðarstjóri fyrir j Samvinnuf jelög ís- firðinga, sem eingöngu gerir út mótorbáta. í fyrrakv. breytti verksmiðju- stjórnin aftur fyrri ákvörðun um í Raufarhafnarverksmiðj- sinni og tilkynti í Útvarpinu, að una til viðbótar við þá, sem fyrir voru. Báðir þessir auka yfirmenn eru Framsóknardindlar. öll skip, sem lönduðu á Raufar- höfn, yrðu að hafa sjerstakt leyfi framkvæmdarstjóra verk smiðjanna til.þess. I veislu konungs um borð i Dannebrog i gærkveldi. Konungshjónin fóru á Þingvöll í gær. Kl. 7 í morgun lagt af stað norður. Verkfallsmenn í París. Eiffelturninn í baksýn. Reknetasfld i Faxaflóa. Keflavík, þriðjudag. Vjelbáturinn Eggert frá Sandgerði kom til Keflavík- ur í gær með 80 tunnur síld- ar og aftur í dag með rúm- ar 70 tunnur. Síldin var fryst til beitu í ís- húsi h.f. Keflavík. Síldin veiddist 15 sjóm. vestur af Sandgerði. Fitumagn hennar er 15%. Hiin er nálega öll stór, iað- eins lítið af smásíld innanum. Skipstjórinn á Bggert álítur, -að næg síld sje þarna á miðunum og segir hana fult eins feita og síld þá, sem söltuð var hjer síðast í fyrrahaust. 13 bátar frá Keflavík og Njarð- víkum stunda nú veiðar með drag nót og hafa aflað sæmilega síð- ustu daga. K. R. fekk flest stig. Tþróttafjelögin, sem keptu á alls- herjarmótinu, fengu stiga- f jölda eins og hjer segir: K. R. 131 stig, Ármann 97, K. V. 34, í. R„ 28, F. H. 15 og í. B. 8 stig. Þessir einstaklingar hlutu flest stig: Kristján Vattnes (K. R.) 26 stig, Sveinn Ingvarsson (K. R.) 25 stig og Sigurður Sigurðsson (K. V.) 21 stig. Sigurður hlaut konungsbikarinn hinn fagra. Maður fellur úr nóta- bát „Tryggva gamla“ og druknar. |}AÐ sviplega slys vildi til ■ í gær, að maður fjell útbyrðis úr nótabát togar ans „Tryggva gamla“ og druknaði. Maðurinn hjet Jón Klemensson, til heimilis á IJrðarstíg 8 hjer í Reykjavík. Menn vita ekki hvernig slysið hefir atvikast. Jón liafði fallið úr nótabátnum og í sjóinn og honum skaut aldrei upp. Jón heit. var vel syndrir og er því helst giskað á, að hann hafi fengið aðsvif. Jón lætur eftir sig konn og eitt barn. Hann var lengi bátsmaður á „HilmiM og framúrskarandi dug- legur sjómaður. Litlu snáðarnir við Alþýðublaðs- ritstjórnina birta síldarfrjettir í gær. Segja þeir, að tvö skip, Hringur og Fáfnir, hafi komið með síld til Siglufjarðar, Hringur með 700 mál og Fáfnir með 750. Litlu snáðarnir gera hjer tvö skip með mismunandi afla úr einu. Skipið, sem áður hjet Fáfnir, heit- ir nú Hringur. Hringur kom í gær til Siglufjarðar með 700 mál. En 750 mála afli „Fáfnis“? Er þessi afli ekki búinn til á slirifstofu litlu drengjanna eins og mokafl- inn á Halanum í sinni tíð? Ríkisráðsfundinnm var , ■; frestað fyrir lieJgma og var hann hatdinn í gær í Efrideildarsal Alþingis. Hófst fundu'ýíMití' kl; 9y2 og mun hafa staðið í klukkustund. r 1' b n «1* Laúst eftir hádegi i'óru kon- ungshjónin til ÞTúgvalla. Knútur prins og Matfrlúldúr prinsessa tóku þátt í fötinni, 'svó og ’-áB- margt úr fylgdarliði konungsí* ■' ' Knútur prins þauð .me.ð sjer Stefáni Þorvarðarsyni. stj órn£vyá§,s ritara. . Er til Þingvalla kom„ vAr,yeður kyrt og milt, fjalliabjart, en spl- skin dauft. Þó ekki skini sól í heiði, var veður viðkunnanlegt. , Konungshjónin og fylgd þeirra staðnæmdist um stund í Almanna- gjá, fóru upp að fossi og svipuð- ust um á helstu stöðum þar. Síð- an fóru þau í konúngshúsið ög drukku þar eftirmiðdagste. En Knútur prins ög Mattþildur prinsessa fóru austur í Yellan- kötlu. Þar tók prinsessan fjölda mynda af hrauni, skógi o. f 1. Eftir tedrykkju í konungshús- inu sneru konungshjónin til Reykjavíkur og voru komin hing- að klukkan aS ganga sex. Kl. 8 hófst veisla í konungsskip- inu Dannebrog. Þessir voru meðal gesta, er þangað var boðið : Jón Baldvinsson, ráðherrarnir Haraid- ur, Eysteinn og Hermann, Áfegeir Ásgeirsson, Magnús Sigurðssón, Jón Helgason biskup, Jóhannes Jóhannesson fyrv. bæjarfógeti, Knud Zimsen, Thorvalch'-Krabbe, Guðm. Thoroddsen, rektör Háskól- ,ans, Gústav Jónasspn, lögreglu- stjóri, klerkarnir sjera Bjarni pg sjera Friðrik, Magnús Guðmunds- son, Guðm. Hlíðdal, Geir Zoega, .Sigurðnr Briem, fyrv. póstmeist- ari, Þórarinn Kristjánsson hafnar- stjóri, Ragnar E. Kváran, Fóíite- nay, sendiherra, allir með frúm sínum. Ennfremur frú íngibjÖrg Þorláksson, Meuleúberg biskup, Matthías Þórðarson og Benedikt G. "Waage, forseti í. á.’ í„ og Svenn Poulsen ritstj. í 9ag fer konungsskipiS kl. 7 árdegis til Akraness. Þar stíga konungshjónin og fylgd þeirra í bíla, er bíða þar. Bílarnir fóru hjeðan seinnipartinn í gær. Er ráðgert að leggja af stað frá Akranesi kl. 8 áleiðis til Blönduóss til gistingar þar. Togararair. Þórólfur fór á síld- veiðar um hádegi í gær, og Kári átti að leggja af stað í nótt. Eg- ill Skallagrímsson og Arinhjörn hersir eru að bfia sig á veiðar. Yerður Egill Skallagrímsson vænt- anlega tilbúinn í kvöld, en Arin- björn liersir ekki fyr en á föstu- dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.