Morgunblaðið - 28.06.1936, Síða 3
3
Sunmidaginn 28. júní 1936.
KONUNGUR
ÓK1000 KM.
Konungur fói af landi burt
„með gótar endunrinningar".
Dannebrog ljet í haf í gærkvöldi
T^ONUNGSHJÖNIN hafa lokið fjórðu
heimsókn sinni til íslands, t>au lögðu í
haf á „Dannebrog“ frá Akureyri kl. rúmlega 9, í
gærkvöldi.
I veislu, sem konungur hjelt um borð í skipi
sínu í gærkvöldi, hjelt hann ræðu, þar sem hann
lýsti ánægju sinni yfir
ferðalaginu, og gat þess
um leið, að hann hefði
ekið um 1000 km. í þess-
ari för sinni.
Veðurblíðan helst.
í gærmorgun kl. 9, var hald-
ið af stað frá Laugum áleiðis
til Akureyrar. Konungshjónin
gistu í Hússtjórnarskólanum
um nóttina, en fylgdarliðið í Al-
þýðuskólanum. 1 gær var veður
jafn ákjósanlegt og það hefir
verið í allri Norðurlandsförinni.
Austan Viaðlaheiði var blæja-
logn og heiðskírt veður'. Þegar
komið var vestur á heiðina, var
nokkur hafgolustrekkiijgur af
Eyjafirði, , en útsýni var ágætt
vestur yfir Eyjafjörð.
Á leiðini frá Laugum til Akur-
eyrar var staðnæmst á svonefnd-
um Flötum í Vaglaskógi, niður
við Fnjóská', og var skógurinn
skoðaður.
Til Akureyrar kom. konungur og
fylgdarlið hans kl. rúmlega 12 á
hádegi.
Hádegisverður
og söngskemtun.
Kl. 1 bauð konungur móttöku-
nefndinni og forsætisráðkerra til
hádegisverðar um borð } skipi
sínu, sem legið hafði við Torfu-
neshryggju frá því að komið var
til Akureyrar á fimtudagsmorgun.
Kl. 6 var samsöngur4 í Nýja
Bíó. Karlakórinn „Geysir“ söng
undir stjórn Ingimundar Arna-
sonar, og Kantötukór Akureyrar
undir stjórn Björgvins Guðmunds-
sinar. Konungi og fylgdárliði var
boðið á samsönginn.
Lokaveisla konungs.
Klukkan 7 bauð konungur til
veislu um borð í konungsskipinu
og bauð þangað móttcikunefnd-
inni á Akureyri og nokkrum
borgurum bæjarins.
Skilnaðarræða konungs.
í veislunni helt konungur ræðu,
þar sem hann þakkaði Akureyr-
ingum fyrir hinar ágætu móttök-
ur á föstudaginn við Goð.afpss, og
ennfremur kvaðst hann grípa tæki
færið til iað þakka hinar vingjiarn-
legu móttökur, sem hann hefði
hlotið hvarvetna á ferð sinni um
landið.
Konungur sagðist hverfa frá
landinu með hinlar bestu endur-
minningar, enda hefði hann reynt
á þessu ferðalagi sínu, að maður
kyntist landinu miklu betur með
því að ferðast eins og hann hefði
nú hagað ferð sinni, heldur en að
fara sjóleiðis milli hafna.
í ræðu sinni gat konungur einn-
ig þess, að sjer teldist svo til, iað
alls hefði hann ekið um 1000 kíló-
metra í þessari ferð sinni.
Klukkan tæplega 9 gengu gest-
irnir á land og' skömmu síðar helt
konungsskipið til hafs.
Akureyringar hylla
konung.
Á meðan „Dannebrog" var við
Torfunesbryggju, var vörður við
bryggjuna og almenningi Var ekki
leyft að ganga fram á bryggjuna.
En er konungsskipið hafði leyst
landfestar, var opn'aður aðgangur
að bryggjunni og nú gekk mikill
mannfjöldi fram á bryggjuna og
kvaddi konung og fylgdarlið hans
með siamstiltu níföldu húrriahrópi.
Konungsskipið sigldi út Eyja-
fjörð í glampandi sólskini og
hægviðri.
íslandsför konungs var lokið.
Aðalfundur Bandalags íslenskra
skáta verður settur í kveld kl.
8,30 í Oddfellowhúsinu.
Strangari gæsla. Fyrir síðasta
bæjarráðsfund var lögð fram
beiðni frá íbúum í nágrenni leik-
vallarins við Grettisgötu um
strangari gæslu á vellinum. Mál-
inu var vísað til lögreglunnar.
MOEGUNBLAÐIÐ
Sænski stúdentakórinn
og
söng-
stjórinn
28 Svia
Karlakðr Reykjavíkur tekur á móti
Stockholms „Studentsángarförbund.
Ti
38), Einar Ralf, Södermann o.
fl.
Kórinn býr á Garði á meðan
hann dvelur hjer í Reykjavík.
Svíarnir sem komu með Brú-
arfossi í fyrradag skoðuðu
Reykjavíkurbæ í gær. í gær-
kvöldi sátu þeir veislu hjá að-
alræðismanni Svía, N. L. Jaen-
son.
í dag fara þeir austur í Fljóts-
hlíð í boði undirbúningsnefndar
,,sænsku vikunnar".
’UTTUGU og sjö stúdentar í „Stockholms
Studentsangerförbund“ koma til Reykja-
víkur á morgun. Stúdentarnir koma með „Lyra44
Með ,Lyra‘ kemur einnig Ivar Wennerström.
Hann verður fulltrúi ríkisstjórnar Svía á
„sænsku vikunni“. ____________________
Með „Islandi“ þ. 2.
júní er væntanlegur hr.
Thorsten Ohde ritstjóri
og eru þá allir hinir
sænsku gestir komnir.
Þegar Lyra kemur, verður
Karlakór Reykjavíkur á Ilafn-
arbakkanum til þess að taka á
móti sænska kórnum.
Einnig munu borgarstjóri,
Pjetur Halldórsson, og aðal-
ræðismaður Svía, N. L. Jaenson
ávarpa gestina.
Sænski kórinn og Karlakór
Reykjavíkur hafa hist áður. Er
Karlakór Reykjavíkur fór um
Norðurlönd í fyrra, tók Stú-
dentakórinn á móti kórnum
með söng, í Stokkhólmi.
Stúdentakórinn er einhver
snjallasti karlakór á Norður-
löndum, og þótt víðar væri leit-
að. Hann hefir ferðast víða, að-
allega um Norðurlönd, en árið
1929 fór hann til Bandaríkj-
anna og söng þar við ágætan
orðstír. /
Vjer höfum sjeð sænska,
norska og danska blaðadóma
um kórinn og eru þeir allir
mjög lofsamlegir.
Stjórnandi kórsins er Einar
Ralf og hefir hann haft stjórn
kórsins á hendi síðan 1917. —
Kórinn var stofnaður 1905.
Einsöngvari kórsins verður
hinn kunni óperusöngvari
Björling. Á fyrsta samsöng
kórsins hjer í Reykjavík, á
þriðjudaginn, er fyrsta lagið á
söngskránni ,,Island“, eftir
Henrik Möller. Á söngskránni
eru ennfremur lög eftir Bell-
mann (Fredmans Epistel nr.
Tennismeist-
aramót íslands
ó þriDjudaginn.
k.
rF enrasmeistaramót ís-
A lands fer fram n.
þriðjudag á tennisvellinum.
Kept verður um hinn fagra
tennisbikar, sem Þorsteinn Sch.
Thorsteinsson gaf fyrir 10 árum
síðan, og nafnbótina „tennismeist-
ari fslands".
Núverandi tennismeistari og
handhafi tennishikarsins er Frið-
rik Sigurbjörnsson í Ási. Hefir
hann unnið tennismótin fjögur
undanfarin ár. Ef liann vinnur
einnig að þessu sinni, hlýtur hann
bikarinn tii eignar.
Tennismeistaramót hjer á landi
Einar Ralf.
FRAMHALD Á SJÖTTU SÍÐU.
Sfld
á Húnaflóa
09 f Grlms-
eyjarsundi!
25 þús.mál Komin
til Siglufjarðar.
T gær veiddist síld á
Grímseyjarsundinu
og vestur á Húnaflóa. —
Til Siglufjarðar frjett-
ist að Surprise, hafi
fengið í gær 400 mál á
Húnaflóa.
„Síldin“ frá Hafnarfirði fekk
í gær 250—300 mál í Grímseyj-
arsundi í norður af Gjögri.
Skipið var á leiðinni aust-
an frá Langanesi til Siglu-
fjarðar.
Frá Langanesi var ekki hægt
að fá glöggar frjettir í gær,
vegna þess hve illa heyrðist í
síma. En frjettirnar, sem koma
með skipunum eru venjulega
orðnar úreltar. Skipin hafa orð-
ið að fara hægt vegna norðvest-
an brælu, sem verið hefir á leið
inni og þess vegna verið 25—
26 tíma til Siglufjarðar.
Þessi skip komu til Siglu-
fjarðar í gær að austan, og
lögðu upp hjá ríkisverksmiðj-
unum:
Bjarnarey með 600 mál.
Nanna með 300 mál.
Draupnir með 200 mál.
FRAMH- Á SJÖTTU SÍÐU-